Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ H afi það verið mikil viðbrigði að koma til Chile og í nýja heimsálfu, voru þau engu minni að koma aftur heim og taka að fletta í listtíma- ritum. Upplýsingastreymið jafn lítið í fyrra fallinu sem yfirþyrmandi í því seinna, ámóta torvelt að gera sér grein fyrir raunverulegri stöðu mála í Chile og auðvelt í Evrópu, að Ís- landi undanskildu. Í báðum lönd- unum er bókaútgáfa þar sem af yf- irsýn og hlutlægni er farið yfir sviðið næsta lítil, þar hefur Ísland þó vinn- inginn með ritinu sem gefið var út í tilefni hundrað ára afmæli Lista- safns Íslands og löngu uppselt. Gef- ur auga leið hvað það er sem inn- lendir sem erlendir vilja meðan hitt ratar flest í geymslur eða menn geta nálgast á útsöluverði. Einnig varð ég lítið var við bækur um einstaka lista- menn í Chile, hvorki í bókabúðum né í safnbúðum, hins vegar halda blöðin úti menningardálkum en þar er ég lítið með á nótunum og ekki dóm- bær. Fékk bók frá syni mínum í jóla- gjöf sem greinir frá nústraumum í chileskri myndlist „Pintura Chilena Contemporánea“, hermir af 40 fram- sæknum málurum og prýdd 250 lit- myndum á 223 síðum. Hún gefur nokkra innsýn í stöðu mála, er þó í helst til stífum og stásslegum um- búðum, einnig þekkt fyrirbæri hér á landi. Helsti kostur hennar er að öll- um er gert nákvæmlega jafn hátt undir höfði sem er aðalsmerki hlut- lægni, ekki verið að ýta einni hlið að fólki. Þó engan veginn um hlutleysi að ræða, val listamannanna að sjálf- sögðu persónulegt mat höfundarins, í þessu tilviki Isabel Aninat sem er með svonefnda licenciate-gráðu í heimspeki og fagurfræði frá Katalónska háskólanum í Chile. Af- ar gagnlegt að fá þessa bók upp í hendurnar en ég hafði engan kost á að mynda mér skoðanir um heim- ildagildi hennar í sjón og raun, þó má gera athugasemdir við litgrein- ingu, uppsetningu, niðurröðun og þéttleika myndefnis. Þjóðlistasafnið, Belle Arte,virðist að hluta upptekiðvið að kynna erlenda listog þannig var viðamikil og markverð sýning á verkum Rose- marie Trockel í svonefndum Matta- sal í kjallara og sá ég ekki betur en að þetta væri nákvæmlega sama sýningin og í Brandts Klædefabrik í Óðinsvéum á síðasta ári. Stórþjóð- irnar býsna duglegar að kynna sitt fólk í nafni alþjóðavæðingar og ber engan veginn að gera athugasemdir við það. Samt óþarfi fyrir hinar minni að fórna sínum eigin sjónræna tjáhætti á altari risanna, ekki frekar en talmálinu, hvorttveggja fylgist vel að merkja að. Þessu gerði Ro- berto Matta sér grein fyrir og byggði myndheim sinn á fornum grunni, er þó últra móderne eins og það er stundum nefnt um leið og lagt er í róminn. Hið nútímalegasta sem ég sá í Santíagó voru háhýsin ásamt glæsi- legri aðkomu í sumar neðanjarð- arlestirnar, einkum hina nýju Perú stöð, Plaza Peru, í sitt hvoru horni líflegs garðs skammt frá hótelinu okkar þ.e. til og frá. Þær bjóða far- þegana velkomna með listrænni hönnun og væri lag að menn yf- irfærðu eitthvað af þeim metnaði á söfnin. Neðanjarðarlestarkerfið virðist afar nútímalegt og vel hann- að að ég best fékk séð, lestirnar flytja fólk mun hraðar á milli þegar um lengri vegalengdir er að ræða en leigubílar, ekki síður en í öðrum heimsborgum. Í þessu tilviki mið- svæði Santíagó en lengra virðast þær ekki fara enn sem komið er og þó um drjúgar vegalengdir að ræða. Við vildum samt frekar vera ofan- jarðar til að upplifa borgina og tók- um því nær alltaf leigubíla og matið því byggt á þeim tveim skiptum sem við notuðum lestirnar, Perú stöðina uppgötvaði ég fyrst einn á labbi síð- asta kvöld okkar í borginni … Mín biðu mörg listtímaritsmá og stór er heimkom og drjúg vinna aðfara yfir þau öll, fram- boðið á mikilsverðum myndlist- arviðburðum vestan hafs sem austan yfirgengilegt og minnkar ekki milli ára ásamt því að ný söfn rísa, önnur endurgerð eða byggt við þau. Þá munu listakaupstefnur komnar yfir hundrað og menn orðnir uggandi yf- ir þeirri ofgnótt, markaðsumhverfið þar af leiðandi grimmara með hverju ári. Kemur ekki á óvart að gagnrýn- endur heimsblaðanna virðast sam- mála um að helstu viðburðir síðasta árs hafi verið sýningar á málverkum Hans Memling í Brügge, Henri Mat- isse í safni Norður-Rín Vestfalíu, og Lucien Freud í Correr-safninu í Feneyjum. Hvað hina síðastöldu snertir telur einn hana hafa verið góða uppbót við daufan tvíæring. Annar segir tvíæringinn hafa valdið sér mestum vonbrigðum, hinn sami setur sýningu á verkum Roberts Mappletorpe í Guggenheim-safninu, New York, í fyrsta sæti svo hér er íhaldssemi naumast fyrir að fara. Þá ber að nefna að einn velur sýninguna „Síðustu ár Caravaggios“ í Þjóð- listasafninu í London, hinn sami tel- ur „Sigurför málverksins“ í Saatchi- galleríinu í London þá slökustu. Sem fyrri daginn eru gagnrýnendurnir ekki sammála í einu og öllu enda hefur einhver ímyndaður og kór- réttur alþjóðastaðall ekki altekið þá enn sem komið er, samt eru þeir frekar hallir undir róttæk núviðhorf en hitt. Vík meir að þessu í næsta pistli, mál málanna að herma strax af helsta viðburði yfirstandandi árs og tilstandinu í kringum hann. Heilar fjórar aldir liðnar frá fæðingu Rem- brandts og þess myndarlega minnst, ekki síst í Hollandi, heimalandi snill- ingsins. Ríkislistasafnið í Amster- dam er eðlilega auðugast af verkum hans og eru öll uppihangandi í sölum þess fram til 19. febrúar, þarnæst taka við ýmsar þemasýningar eins og Rembrandt-Caravaggio (24.2.– 18.6.), og seinna Rembrandt og bibl- ían (15.9.–10.12.) Þá ber að nefna sýninguna Sumar með Rembrandt í Mauritshuis í den Haag, Landslagið í list Rembrandts í Kassel, Bestu teikningar Rembrandts í Louvre og nýopnaða sýningu Ríkislistasafnsins í Kaupmannahöfn. Danir eru skilj- anlega mjög stoltir af því að komið hefur í ljós að tvö málverk í eigu þeirra teljast örugglega frá hendi meistarans, en þau voru öll afskrifuð sem slík fyrir nokkrum árum. Eins og ég greindi líka frá fyrir fáeinum árum hefur verkum sem rannsóknir greina örugglega frá hendi lista- mannsins fækkað til mikilla muna og fullyrða má að verk fárra hafi jafn rækilega verið yfirfarin af sér- fróðum á seinni árum. Af því tilefni er enn ein framkvæmdin uppi á Rík- islistasafninu frá 9. mars til 24. maí og tekur í fyrsta skipti þessa við- kvæmu hlið fyrir hvað að því sjálfu snýr. Um að ræða málverk sem safnið keypti í góðri trú að væru frá hendi meistarans en sérfróðir hafa dregið í efa og fært gild rök að. Loks skal aðdáendum mál-arans bent á að í Leiden,fæðingarborg meistarans,hvar hann gekk í skóla og listhneigð hans þróaðist, verður mjög sérstæð hátíð 15.–17. júlí, „Rembrandt Festival“. Sviðið verð- ur Leiden eins og háttur lífsins var þar fyrir 400 árum, en allan þennan tíma hefur borgin tekið óverulegum breytingum að ytri gerð. Vafalítið ómæld lifun að blanda sér í þann leik, en búast má við að setinn verði bekkurinn að ekki sé sterkar að orði komist … Utan úr heimi Fáir hafa nálgast innri lífæðar myndflatarins með viðlíka göldrum og sam- spili ljóss og skugga og Rembrandt Harmenz van Rijn, fæddur í Leiden 1606. Kemur vel fram í þessu málverki af stóru ástinni í lífi hans, Saskíu van Uylenburgh, frá árunum 1634–42, olía á dúk, 100 x 80 cm. Neðanjarðarstöðin kennd við Perú hlýtur að vera ein sú best hannaða í Santiago, að viðbættum kostulegum höggmyndum úti og inni! SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.