Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 38

Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 38
38 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Byljandi óveður drundi áSuðurlandi, rafmagns-staurar brotnuðu, línurslitnuðu og allt var í fári.Ég fregnaði af þeim bræðrum, Guðjóni og Óskari Þor- steinssonum í Garðakoti við Dyr- hólaey, og langaði að sjá hvernig þeir brygðust við rafmagnsleysinu. Það var rafmagnslaust á þriðja sól- arhring. Þegar ég renndi í hlað um kvöld- ið var allt í myrkri, en traktor í gangi lýsti inn í fjósið á kýrnar. Þeir bræður voru inni í húsi þegar ég bankaði fyrsta sinni á þeirra bæ og buðu þeir strax í glæru. Mér hafði verið ráðlagt að þiggja kaffi- tárið sem þeir kölluðu glæru og líka kökuna sem yrði boðin með. Hún var frosin, en góð samt. Bræðurnir voru hinir ljúfustu og tóku mér vel. Þeir féllust líka á að leyfa mér að taka mynd af þeim mjólka kýrnar við traktorsljósin. Það hafði svo sem ekki verið nein aðstaða til þess að dekra við kýrnar í raf- magnsleysinu og þegar myndin birtist í Morg- unblaðinu af þeim bræðrum í fjósinu fannst einhverjum teprum ástæða til þess að hringja í útvarpsþátt og kvarta yfir því hve kýrnar væru skítugar. Opinbera kerfið tók við sér og tók af þeim kýrnar. Gott dæmi um opinbera hörku og miskunnarleysi, hvernig kerfið fer stundum og jafnvel oft langt yfir strikið. Nær hefði verið að þrífa beljurnar og þreyja þorr- ann, enginn hafði drepist af mjólkinni þeirra. Ég fór til þeirra eftir þessa hremmingu og spurði hvort ég gæti ekki stuðlað að því að þeir fengju aftur kýr. „Blessaður vertu,“ sagði Guðjón glottandi, „ég nennti hvort eð er ekki að mjólka þær lengur.“ Þar með var málið út- rætt eins og ekkert væri. Vinátta okkar hafði fest rætur. Einu sinni fengum við leyfi til að lenda flug- vél á túninu hjá þeim. Við vorum þrír. Ásamt mér voru tveir ofurhugar sem ætluðu að fljúga í gegnum gatið á Dyrhólaey, þeir Arngrímur Jóhannsson og Árni Johnsen. Þessu var tekið ljúfmannlega og svo fylgdust þeir með okkur þeir bræður og vildu verða vitni að því þegar þeir Arngrímur og Árni flygju í gegn, en ég var á bát nálægt Dyrhólaeyjargatinu og ætlaði að hirða þá upp ef eitt- hvað færi úrskeiðis. Þegar þeir félagar höfðu lokið þriggja ferða flugi gegnum gatið var aftur lent á túninu og þá lagði Óskar orð í belg og sagði stund- arhátt: „Þið getið náttúrlega flogið í gegnum Dyrhólaey, en það fer í verra, því Mýrdælingar eru svo vitlausir að þeir munu reyna þetta líka og drepa sig allir,“ og glottu báðir bræðurnir. Það var ekkert verið að mylja moðið í orðfæri þeirra bræðra og það var nú ekki síst sjarminn við þessa öðlinga. Einu sinni voru þeir bræður að smala og brugðu á það ráð að binda minkahundinn Gáa við nýj- an Toyota Hilux-jeppa. Gái nag- aði ólina í sundur og skellti sér snarvitlaus í kindahópinn. Þá tók Guðjón Gáa og setti hann inn í jeppann. Þegar þeir bræður komu í jeppann að lokinni smölun var Gái búinn að éta báða höfuð- púðana, naga stýrið í tætlur og mælaborðið eins og það lagði sig. Einu sinni sem oftar hringdi Guðjón og bráðvantaði passa- mynd, því ökuskírteinið hans var að renna út. Ég brenndi til hans næsta dag, laugardag á vori með lömb í haga. Þegar ég hóf mynda- tökuna setti hann upp þunga svip- inn. „Hugsaðu um eitthvað skemmtilegt,“ sagði ég. „Mér finnst ekkert skemmtilegt,“ svaraði hann. „Vertu nú glaðlegur á svipinn,“ sagði ég. „Ég er aldrei glaður,“ sagði hann. „Guðjón, löggan tekur þig ef þú brosir ekki á myndinni.“ „Heldurðu það,“ svaraði Guðjón og glotti enn meira. Ég sá að ég myndi ekki ná góðri passa- mynd, bað hann að koma með mér inn í fjár- hús þar sem voru nýfædd lömb. Þegar hann var kominn með eitt lambið í fangið brosti hann til augna og munns út að eyrum. Þannig varð passamyndin til en ég klippti lambið náttúrlega frá á myndinni í skírteinið. Ég tók einu sinni mynd af Guðjóni þar sem hann var að kíkja eftir mink sem var að argast í fuglunum, Dyrhólaey var í baksýn. Þegar þessi mynd birtist varð hún þess valdandi að til mín fóru að berast beiðnir frá mörgum löndum um að sýna myndir mínar erlendis og í kjölfar sjónvarpsþáttar sem Sigurður Grímsson kvikmyndagerðarmaður og Angel- ika kona hans gerðu um ljósmyndir mínar og fléttuðu Guðjóni m.a. inn í jókst þessi eftir- spurn þannig að ég á Guðjóni gott að gjalda. Yfir 100 milljónir manna sáu sjónvarpsþátt- inn, en hann var sýndur í Þýskalandi, Kína og víðar í Asíu, sem og í Suður-Ameríku og var góð Íslandskynning. Upp úr birtingu Dyrhóla- eyjarmyndar af Guðjóni í Garðakoti var sóst eftir honum í auglýs- ingamyndir, bæði ljósmyndir og leiknar myndir, og meðal annars fékk ein auglýsingin verðlaun í Bandaríkjunum. Það var skemmtilegt að vera með Guðjóni og eiga hann að vini, þar skipti aldursmunur engu máli. Stundum var sem Guðjóni lík- aði betur að vera innan um dýr en menn. En hann varð engu að síður vinsæll í fjölmiðlun nútímans, með sitt svipsterka andlit og eðli beint úr bergrótum Íslands. Fyrstu kynnin; Guðjón og Óskar mjólka í rafmagnsleysi. Undir lok lífsgöngunnar. Á leið heim úr fjöruferð. Guðjón með einu hrossa sinna. Minkahundurinn Gái og húsbóndinn á góðri stund. Guðjón sem andlit norðursins. Passamyndin af Guðjóni. Að leiðarlokum rax@mbl.is Myndir og texti: Ragnar Axelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.