Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 45
Maður sem ég þekkier áttræður í dag.Það er nú kannskiekki fréttnæmt ísjálfu sér að ein-
hver nái áttræðisaldri, né að ég
skuli þekkja hann. En það fær
mann samt til að hugsa aðeins um
mannsævina, tímann
og arfleifðina.
Sá sem er áttræður
á þessu ári fæddist
sem sé árið 1926, þeg-
ar Eimskipafélagið
var tólf ára, blað allra
landsmanna þrettán og fjögur ár í
að Ríkisútvarpið hæfi útsendingar.
Þetta er sem sé löngu fyrir daga sí-
byljunnar. Fólk fékk upplýsingar
hvert frá öðru, úr blöðum og tíma-
ritum og úr munni gesta sem leið
áttu um.
Í litlu sjávarþorpi eins og því sem
umræddur maður ólst upp í var fátt
sjálfgefið varðandi framtíðina. Það
var meira að segja óvíst að fyr-
irvinnan, fiskimaður á smábáti, skil-
aði sér heim að kvöldi eftir dag á
sjó. Það var ekki hægt að hringja
heim af miðunum og láta vita ef
eitthvað tafði för.
Börn og eiginkonur stóðu á sjáv-
arkambinum á hverjum degi sem
róið var og biðu þess sem verða
vildi. Skyggndust um, létu augun
hvarfla um ystu sjónarrönd í leit að
díl á hafinu. Þeir sem fránasta
höfðu sjónina gátu greint úr ótrú-
legri fjarlægð hvaða díll var hvaða
bátur.
Sá sem var lítill og þar á ofan
sjóndapur og með gleraugu lærði
hins vegar að þekkja vélarhljóðið.
Það kom að góðum notum þegar
þoka eða él hömluðu sýn. Þá sneru
menn sér í eftirvæntingu að litla
gleraugnagláminum og biðu þess að
hann greindi og túlkaði skellina í
vélunum.
Það var ekki sjálfgefið að sonur
fiskimanns í svona plássi lærði
meira en það sem skyldan bauð.
Lengri skólavist en svo var ætluð
fáeinum útvöldum, sem höfðu tengsl
við veröldina utan veglauss fjarð-
arins í krafti peninga eða embættis.
Sonur prestsins, sonur kaupmanns-
ins, sonur sýslumannsins. Búið.
Þegar maður eignaðist litla syst-
ur á þessum árum var ekkert eðli-
legra en að pabbi klifraði yfir
hreggbarin fjöllin í aftakaveðri til
að sækja lækninn ef eitthvað bjátaði
á. Viðbragðstími kerfisins var
mældur í öðrum einingum en núna.
Strákurinn með gleraugun var
duglegur í skólanum og mamma
systkinanna lagði ríka áherslu á
skólanámið og lagði sig líka í líma
við að þau bæru heimilinu fagurt og
myndarlegt vitni í háttum og klæðn-
aði. Það var ekki alltaf auðvelt.
Bæði kostaði það hana mikla
vinnu, því ekki var svo auðveldlega
skotist út í Kringlu, fyrir nú utan
það að engum datt í hug að upp úr
tómri aurakrukku væri unnt að
töfra lítið spjald sem gerði manni
fært að kaupa það sem vantaði upp
á krít.
Eins gat það verið erfitt fyrir
segjum tíu ára pilt að halda vand-
fengnum fataplöggunum hreinum
þegar kom að því að gera nauðsyn-
legar rannsóknir á umhverfinu í frí-
mínútum eða eftir skóla.
Hvernig heldur maður skínandi
gulri skyrtu hreinni á meðan maður
skríður inn í vél úr skipi á hlaðinu
framan við vélsmiðjuna? Það fór svo
að fiskimannssonurinn með gler-
augun fór menntaveginn, fyrstur al-
múgabarna þorpsins. Undarlegt
þótti það þegar hann hélt út fjörð-
inn á táningsaldri til að setjast að á
heimavist í bæ í næsta firði, margra
klukkustunda siglingu í burtu og
ekki von á honum í stutta heimsókn
fyrr en um jól. Fiskimaðurinn og
konan hans með litlu systur á hafn-
arbakkanum. Eftir þetta kom hann
aldrei heim í þorpið sitt nema sem
gestur.
Á mínu heimili er fjórtán ára pilt-
ur. Ég skil ekki hvernig ég, hann
eða móðir hans ættum að umbera
svo snemmbæran og eindreginn að-
skilnað.
En maðurinn sem á stórafmælið
var lánsamur og varð mikið úr hæfi-
leikum sínum. Lærði lögfræði, rak
tvö fyrirtæki, sem bæði uxu marg-
falt undir hans forsjá, en láðist
reyndar að verða það sem er alfa og
ómega í samtímanum, þ.e.a.s. veru-
lega ríkur í efnahagslegum skiln-
ingi, þótt honum vegnaði reyndar
ágætlega.
Við sem þekkjum hann og höfum
notið forsjár hans í gegnum þessi ár
sem við höfum safnað að baki okkar
sendum honum nú kveðju með þökk
fyrir þær fórnir sem hann færði til
að byggja sér og sínum framtíð.
Við erum öll afrakstur þess sem
kynslóðirnar á undan okkur byggðu
og fórnuðu. Við skulum leitast við
að valda þeim ekki vansæmd eða
vonbrigðum.
Táningur fer út í heim
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Óli og Kata eru systkin. Stóri bróðirinn Óli er núna fjórum sinnum það
sem Kata er í dag, en eftir fjögur ár verður hann bara tvisvar sinnum það
sem Kata verður þá.
Hver er aldursmunur systkinanna?
Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er mánudaginn 20. febrúar nk.,
klukkan 12. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranes-
skoli.kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en
eftir hádegi 13. febrúar. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 þann
sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna.
Stærðfræðiþraut
Digranesskóla og
Morgunblaðsins
Pera vikunnar