Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ 8. febrúar 1976: „Í umræðum um landhelgisdeiluna við Breta hættir okkur gjarnan til þess í hita baráttunnar að missa sjónar á kjarna máls- ins, sem er að fiskveiði- lögsagan var færð út í 200 sjómílur til þess að tryggja betur verndun fiskistofn- anna. Raunar er ljóst, að við hefðum lent í nýrri deilu við Breta enda þótt útfærslan hefði ekki komið til. Ástæð- an er sú, að samningurinn um veiðiheimildir þeirra inn- an gömlu 50 mílnanna rann út í nóvembermánuði sl. og þar sem í þeim samningi fólst engin viðurkenning af Breta hálfu á 50 mílunum töldu Bretar sig hafa rétt til að veiða innan þeirra marka eftir 13. nóvember sl. Þann- ig er ljóst að þessi deila er ekki einvörðungu sprottin af útfærslu okkar í 200 mílur. Hún hefði komið til þrátt fyrir hana.“ . . . . . . . . . . 9. febrúar 1986: „Þegar þetta er ritað, hafa atkvæði ekki verið talin í forseta- kosningunum á Filipps- eyjum, sem fram fóru á föstudag. Liggur í loftinu að mjótt verði á munum. Einn- ig sýnast allir sannfærðir um, að brögð hafi verið í tafli. Athyglin beinist í því sambandi að kosningasmöl- um Ferdinands Marcos, for- seta. Marcos var von fólks- ins á Filippseyjum fyrir 20 árum. Nú er stjórn hans tal- in til marks um það, hvernig gírugir valdamenn, er segj- ast vilja lúta lýðræð- isreglum, leitast við að af- skræma þessar reglur og misnota sér í hag. Þeir er- indismenn, er fylgst hafa með kosningabaráttunni og kosningunum sjálfum, hafa flestir horn í síðu Marcosar og draga fremur taum keppinautar hans Corazon Aquino. Stjórnmál á Filippseyjum sýnast draga dám af vest- rænni lágmenningu og aust- rænu höfðingjaveldi.“ . . . . . . . . . . 11. febrúar 1996: „Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um að heimila erlendum aðilum að eiga allt að 49% hlut í íslenzkum sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Þessir þingmenn eru Kristján Páls- son, Pétur H. Blöndal, Vil- hjálmur Egilsson og Guðjón Guðmundsson. Áður hafa verið lögð fram tvö frum- vörp um sama mál, annað frá þingmönnum Þjóðvaka um að heimila 20% eignarað- ild að sjávarútvegsfyr- irtækjum og hitt frá rík- isstjórninni þar sem gert er ráð fyrir óbeinni eignaraðild útlendinga allt að 25%.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M ikið hefur verið skrifað í Morgunblaðið undan- farnar vikur um frum- varp ríkisstjórnarinnar, sem ætlað er að tryggja jafnan rétt samkyn- hneigðra og gagnkyn- hneigðra. Frá því að mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í nóvember síðastliðnum hefur á fimmta tug greina um efni þess birzt hér í blaðinu, þar af fjórar í dag, laug- ardag. Meiriparturinn er frá gagnrýnendum eða andstæðingum frumvarpsins en allmargar grein- ar líka frá stuðningsmönnum þess. Það vekur at- hygli að margir af gagnrýnendunum kvarta undan því að litlar umræður fari fram um frumvarpið og efni þess. Þessi fjöldi greina frá lesendum, auk allra þeirra frétta og greina um efnið, sem blaða- menn Morgunblaðsins hafa skrifað, og mikil um- fjöllun í öðrum fjölmiðlum, bendir hins vegar ekki til að hafa þurfi miklar áhyggjur af að ekki verði nægar umræður um þetta mikilvæga mál. Hins vegar virðist nokkuð ljóst, bæði af umræðum um málið á þingi og af skoðanakönnunum, að mikil samstaða ríkir jafnt meðal stjórnmálamanna og stórs meirihluta almennings um að frumvarpið verði að lögum. Morgunblaðið hefur lýst stuðningi við frumvarp ríkisstjórnarinnar og finnst því rétt að fara hér yf- ir þessar umræður. Blaðinu þykir ekki sízt ástæða til að staldra við málflutning þeirra, sem segjast hlynntir jafnrétti og réttindabaráttu samkyn- hneigðra en hafa engu að síður meiri eða minni at- hugasemdir við frumvarpið, sem fyrir liggur. Í grófum dráttum virðist gagnrýnin á frum- varpið skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi eru ákvæði þess, sem snúa að börnum samkynhneigðra, ætt- leiðingum og tæknifrjóvgunum, gagnrýnd. Í öðru lagi er það gagnrýnt að með frumvarpinu sé vegið að hjónabandinu, eins og það hefur verið skilið hefðbundnum skilningi. Í þriðja lagi eru svo at- hugasemdir og gagnrýni, sem snúa ekki beinlínis að frumvarpinu sjálfu, heldur að þeim breyting- artillögum, sem Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, hefur m.a. boðað og fela í sér að trúfélögum verði gefin heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband, en ekki er gert ráð fyrir slíku í stjórnarfrumvarpinu. Hagsmunir barnsins? Fyrst um gagnrýnina á ákvæðin, sem snúa að börnum. Frumvarp ríkisstjórnarinnar kveður á um að samkynhneigðum hjónum og sam- búðarfólki verði heimilt að frumættleiða börn, jafnt innanlands sem frá útlöndum. Það gerir jafn- framt ráð fyrir að lesbíur í sambúð eða staðfestri samvist geti eignazt barn með tæknifrjóvgun hér á landi, með sama hætti og gagnkynhneigð pör. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði um þessi atriði í umsögn sinni um frumvarpið, sem sagt var frá hér í blaðinu 26. janúar síðastliðinn: „Varðandi frumættleiðingar og tæknifrjóvgun er að mínu mati gengið lengra en góðu hófi gegnir. Hér er augljóst að frumvarpið tekur í engu tillit til varnaðarorða sérfræðinga, þ.m.t. þáverandi um- boðsmanns barna, sem nefnd forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra leitaði til. Nefnd- in hafði þó klofnað í afstöðu til þessa máls, og hefði verið full ástæða fyrir ríkisstjórnina að fara því með gát, og hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi … Mér sýnist sem kona í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð með annarri konu öðlist sam- kvæmt frumvarpinu meiri rétt en kona í hjúskap hvað varðar rétt til tæknifrjóvgunar með gjafa- sæði.“ Biskup segir að alvarlegast sé að ekki verði heimilt að gefa upp nafn sæðisgjafa og sæðisgjaf- anum verði óheimilt að höfða barnsfaðernismál, vilji hann síðar fá staðfestingu á faðerninu. „Þar með er búið að afnema rétt sem talinn hefur verið afar mikilvægur hverju barni, að eiga föður. Barn sem verður til með þessum hætti mun ekki eiga föður og getur aldrei átt föður. Hér er verið að setja framtíðarhagsmuni barnsins til hliðar. Ég vara við því,“ segir í umsögn biskups. Fleiri hafa tekið í sama streng. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður sagði t.d. í grein hér í blaðinu 16. janúar: „Er þó gengið svo langt að kona í staðfestri samvist eða óvígri sambúð með annarri konu öðlast meiri rétt en kona í hjúskap hvað varðar rétt til tæknisæðingar með gjafasæði. Konan í hjúskap fær því aðeins að gangast í gegn- um umrædda meðferð að frjósemi karlsins sé skert, hann sé haldinn alvarlegum erfðasjúkdóm eða að aðrar læknisfræðilegar ástæður mæla með notkun gjafasæðis. Í tilviki samkynhneigða pars- ins eru engin sambærileg skilyrði.“ Guðjón Bragi Benediktsson skrifar grein í blað- ið 12. janúar og tekur fram að hann hafi hagsmuni barna í huga, en ekki gagnrýni á samkynhneigða: „Nái frumvarpið fram að ganga mun lesbískt par geta fengið tæknifrjóvgun með nafnlausu gjafa- sæði, og barnið fær því hvorki fósturföður, né á það möguleika á að afla sér upplýsinga um faðerni sitt síðar er það fær þroska til. Barnið á tvær mömmur en engan pabba. Hann er hvergi að finna! Verði frumvarpið að lögum hefur homma- eða lesbískt par einnig lagaleg réttindi til frum- ættleiðingar erlendra barna. Þarna er barnið í sömu stöðu. Tveir pabbar. Engin mamma. Hana er hvergi að finna! Ég óttast að litlu krílunum sem þannig eru sett í stöðu „tilraunadýra“ í bylting- arkenndri félagslegri tilraun þyki sárt að eiga ekki mömmu og pabba eins og hinir skólafélagarnir.“ Haldlítil rök Hér er að ýmsu að hyggja. Álit sérfræð- inganna, sem biskup Íslands og fleiri gagnrýnendur frumvarpsins vitna til, gekk út á að börn, sem væru ættleidd frá út- löndum, gætu átt erfitt uppdráttar í nýju sam- félagi þar sem þau skæru sig frá umhverfi sínu. Einnig vitnuðu þeir til rannsókna, sem sýndu að líkur væru á því að börn samkynhneigðra foreldra yrðu fyrir ákveðnu félagslegu álagi, einkum á fyrri hluta unglingsára. Hvað þýðir þetta í raun? Þetta þýðir að ættleidd börn og börn samkynhneigðra geta orðið fyrir aðkasti og álagi vegna þess að þau og/eða foreldrar þeirra eru öðruvísi en aðrir. Eiga það að vera rökin fyrir því að takmarka rétt sam- kynhneigðra til ættleiðingar – að því gefnu, auðvit- að, að menn vilji almennt líta á samkynhneigða sem jafnréttháa og gagnkynhneigða, eins og a.m.k. biskup segist vilja gera? Stendur það ekki kirkjunni nær að stuðla að því að fordómum gagn- vart börnum, sem líta öðruvísi út en meirihlutinn eða eiga foreldra, sem eru öðruvísi en meirihlut- inn, verði eytt, fremur en að nota þá sem afsökun fyrir þeirri afstöðu sinni að ekki eigi að jafna rétt samkynhneigðra og gagnkynhneigðra að fullu? Ekki eru það heldur haldgóð rök hjá Karli Sig- urbjörnssyni og Kristni H. Gunnarssyni að frum- varpið veiti lesbíum meiri rétt en gagnkynhneigð- um pörum, af því að ekki séu gerðar neinar kröfur til þess að annar makinn búi við skerta frjósemi eða erfðasjúkdóm, vilji parið sækja um tækni- frjóvgun! Vilja biskupinn og þingmaðurinn í al- vöru að lesbíur reyni allt sem þær geta til að eign- ast barn með öðrum aðferðum áður en þær leita eftir tæknifrjóvgun með gjafasæði?! Er ekki hreinlegra að segja skýrt að menn séu á móti því að lesbíur gangist undir tæknifrjóvgun, fremur en að ástunda málflutning, sem heldur engum þræði? Út frá sjónarhóli kirkjunnar og út frá hagsmun- um barna ætti það raunar að vera álitamál, hversu ríkan rétt til tæknifrjóvgunar og ættleiðingar pör- um í óvígðri sambúð hefur verið veittur nú þegar, miklu fremur en að samkynhneigðum sé veittur sami réttur og gagnkynhneigðum. Óvígða sam- búðin felur ekki í sér sömu skuldbindinguna og hjónabandið, ekki sömu gagnkvæmu loforðin og það er auðveldara að leysa hana upp. Af hverju spyr kirkjan ekki spurninga um þetta atriði? Hvað nafnleynd sæðisgjafa varðar, er þar ekki um neina breytingu að ræða frá því, sem nú á við um gagnkynhneigð pör. Barn, sem getið er með gjafasæði í gagnkynhneigðu sambandi, mun ekki fremur en barn lesbía eiga möguleika á að kynnast kynföður sínum. Munurinn er vissulega sá að í gagnkynhneigða sambandinu er faðir til staðar. En hvað þá um t.d. þær einhleypu konur, sem hafa fengið tæknifrjóvgun erlendis, þar sem slíkt er heimilt? Og hvað með einhleypt fólk, sem ættleiðir börn frá fjarlægum löndum? Eiga þau börn alla jafna einhverja möguleika á að þekkja líffræðilega foreldra sína? Af hverju hafa kirkjan og þingmað- urinn ekki risið upp til varnar hagsmunum þess- ara barna, fyrst nú er ástæða til að andmæla? Meginástæðan fyrir ákvæðunum um nafnleynd sæðisgjafa, bæði þau sem nú gilda um gagnkyn- hneigð pör og þau, sem lögð eru til í frumvarpinu, er raunar sú, að Íslendingar sækja gjafasæði til Danmerkur, þar sem nafnleyndarreglan gildir. Annað á við t.d. í Svíþjóð og að hluta til í Banda- ríkjunum. Spurningin um nafnleynd snýst því að stórum hluta um það hvert íslenzka heilbrigðis- kerfið beinir „viðskiptum“ sínum hvað gjafasæði varðar. Kjarni málsins hvað varðar ættleiðingar sam- kynhneigðra para og tæknifrjóvganir er hins veg- ar þessi: Í báðum tilfellum er um það að ræða að börnin eignast tvo foreldra, sem hafa verið metnir hæfir til að eignast börn og ala önn fyrir þeim og sem aukinheldur eru reiðubúnir að leggja á sig það erfiði, óþægindi og kostnað, sem fylgir bæði tæknifrjóvgunum og ættleiðingum. Þessi börn munu eiga tvo hæfa, ástríka og viljuga foreldra – sem er því miður meira en svo mörg börn á Íslandi geta sagt. Er ekki betra að eiga tvær ástríkar mömmur en pabba, sem skiptir sér ekki af manni – svo dæmi sé nefnt? JÁKVÆTT SKREF FYRIR ICELANDAIR Forsvarsmenn FL Group kynntuí fyrradag þau áform að að-greina Icelandair Group, þ.e. flugrekstur félagsins og ýmsan rekst- ur honum tengdan, frá FL Group, sem nú er fyrst og fremst fjárfestingar- félag, skrá Icelandair í Kauphöllina og leita nýrra fjárfesta að félaginu. „Stjórn FL Group vill koma Iceland- air Group í dreifða eignaraðild og gefa almenningi og fagfjárfestum þannig kost á að eignast beint hlut í félögum tengdum flugrekstri. FL Group hefur tekið miklum breytingum á liðnum misserum og er nú fjárfestingarfélag sem er reiðubúið til að veita Iceland- air Group áfram trausta kjölfestu,“ sagði í tilkynningu félagsins til Kaup- hallar Íslands um þessa ákvörðun. Þetta er jákvætt skref hjá Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, og öðrum stjórnendum félagsins. Þeir sjá augljóslega fyrir sér að með sölu á hlutum í Icelandair og á fyrirtækjum, sem til þessa hafa verið verðlögð lágt í bókhaldi Fl Group, fái þeir verulegan söluhagnað, sem þeir geta nýtt til áframhaldandi fjárfestinga. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði þýðir þetta að eignaraðild Icelandair verður væntanlega frekar dreifð og almenn- ingur á meðal hluthafa í félagi, sem stundum hefur verið kallað eitt af fjöreggjum þjóðarinnar. Í ljósi sögu og hlutverks Icelandair – og áður Flugleiða – skiptir máli hvernig eign- arhaldinu á þessu félagi er háttað. Það er sömuleiðis jákvætt, í þessu ljósi, að flugrekstrinum sé ekki bland- að saman við þá áhættusömu fjárfest- ingarstarfsemi, sem FL Group stund- ar nú. ÞJÓNUSTA AKUREYRAR VIÐ FATLAÐA Akureyri hefur í tæpan áratugverið svokallað reynslusveitar- félag um þjónustu við fatlaða. Árið 1997 gerði Akureyrarbær samning um slíka þjónustu við félagsmála- ráðuneytið og setti sér það markmið að vera í fararbroddi í þeim efnum. Þar hefur búseta verið gerð að lyk- ilatriði á þeirri forsendu að hún sé veigamikill þáttur í lífsgæðum fólks og fólk með fötlun eigi að geta valið sér búsetuform að vild líkt og aðrir borgarar. Einnig hefur verið miðað við að veita fötluðum einstaklings- bundna þjónustu með það til grund- vallar að fólk með fötlun sé ekki eins- leitur hópur, heldur einstaklingar með fjölbreytilegar þarfir. Sambýli hafa tekið við vistun á stofnun og hefur áhersla verið lögð á að bjóða meira einkarými og eigin íbúð, ef því er að skipta. Nýlega var tekið í notk- un nýtt húsnæði við Vallartún 2 með sex íbúðum fyrir geðfatlaða og er það með svipuðu fyrirkomulagi og íbúðir fyrir fimm einstaklinga við Skútagil, en á Akureyri er einnig rekið áfanga- heimili fyrir sjö íbúa við Álfabyggð. Vel hefur verið staðið að þessum málum á Akureyri, en þó vantar fjár- magn til að halda áfram á þessari braut. Tryggja þarf fjármagn til að halda áfram að reisa hús með fimm smáíbúðum handa fjölfötluðum, en samþykki félagsmálaráðuneytis, sem þarf að tryggja reksturinn í kringum starfsemina, skortir. Þá skortir endurhæfingarúrræði til að brúa bilið frá því að fólk út- skrifast af geðdeild og fer inn á áfangaheimili, eins og fram kom í máli Ólafs Torfasonar, forstöðu- manns búsetu geðfatlaðra, í Morg- unblaðinu í gær. Ólafur hefur seint beiðni til yfirvalda og óskað eftir fé, sem fékkst við söluna á Símanum, til að bæta úr þessu. Ýmislegt fleira vantar til að styrkja enn þá öflugu starfsemi, sem Akureyrarbær hefur byggt upp í þjónustu við fólk með fötlun á þeirri forsendu að hver ein- staklingur fái að blómstra. Vonandi fá óskir Akureyrarbæjar hljómgrunn hjá stjórnvöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.