Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Guðfinna Eydal og Álfheiður Stein-þórsdóttir reka saman Sálfræði-stöðina. Þær hafa í áratugi veittráðgjöf, m.a. í skilnaðar- og for-sjármálum og staðið fyrir nám- skeiðum fyrir einstaklinga og hjón til að bæta samskipti þeirra. Þær hafa einnig skrifað bæk- ur um barna- og fullorðinssálfræði. Þær hafa verið meðdómarar í forsjármálum í fjölda ára. „Við viljum ekki að sameiginleg forsjá verði lögfest sem meginregla. Sameiginleg forsjá er hins vegar góður valkostur í mjög mörgum til- vikum. Einkum þegar í hlut á fólk sem hefur annast börn sín saman frá byrjun og bæði tengst þeim nánum tilfinningaböndum. Við slíkar aðstæður eru líkur á því að foreldrarnir geti, þrátt fyrir skilnað, aðgreint sína stöðu frá stöðu barnanna og tekið ákvarðanir í samein- ingu um hvað er þeim fyrir bestu,“ segja þær Guðfinna og Álfheiður. „Sameiginleg forsjá er hvergi valdboð í ná- grannalöndunum en dómstólar geta ákveðið að foreldrar fari sameiginlega með forsjá á Norð- urlöndum nema í Danmörku, þar hefur ekki verið talið rétt að stíga slíkt skref. Svíar telja að þar í landi hafi verið gengið of langt að dæma sameiginlega forsjá og hafa dregið sig talsvert hlé í þeim efnum. Mun brýnna er að okkar mati að lögbinda sáttameðferð og fræðslu fyrir fólk sem er að skilja en valdboð um sameiginlega forsjá. Æskilegt væri að slík fræðsla fæli m.a. í sér að auka þekkingu foreldra á þroska og sálarlífi barna, hvernig börn á ólíkum aldri bregðast við skilnaði foreldra og hvernig megi hjálpa þeim að takast á við álag.“ Góð samvinna og gagnkvæm virðing oft ekki fyrir hendi hjá foreldrum – Hver er hugmyndafræðin um sameigin- lega forsjá? „Nú er sameiginleg forsjá valkostur en for- senda til að slík skipan gangi upp er samvinna foreldra. Upphaflega var hugmyndafræðin sú að foreldrar sem hefðu sameiginlega forsjá barna sinna byggju í sama hverfi, helst í sömu götu, mótuðu sameiginlega uppeldisstefnu og skipulegðu allt sitt líf út frá börnunum. Góð samvinna og gagnkvæm virðing er ekki fyrir hendi nema hjá hluta þeirra foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna á Íslandi. Ef sameignleg forsjá yrði meginregla er hætt við að í sumum tilvikum yrði barnið bitbein ósamstiga foreldra, við höfum margoft séð í okkar starfi dæmi um slíkt. Gjarnan er lagt að foreldrum að semja um sameiginlega forsjá en sé ósamkomulag og jafnvel hatursfullar deilur milli foreldra er eng- in forsenda fyrir sameiginlegri forsjá. Deilurn- ar halda áfram og geti fólk varla talað saman né skilið á milli eigin þarfa og barnsins er lík- legt að það lendi á milli í deilum foreldra sinna. Oft er annað foreldrið reiðara en hitt við skilnað, barnið getur þá lent í að þurfa að miðla málum milli foreldranna og jafnvel að leika tveimur skjöldum, segja það við hvort foreldrið um sig sem það heldur að það vilji heyra. Þetta getur skapað mikla streitu hjá barni. Við ótt- umst að verði sameiginleg forsjá gerð megin- regla fjölgi þeim börnum sem lenda í slíkum ógöngum.“ – Við hvaða aðstæður kemur streita helst fram hjá börnum? „Oft kemur fram að börn líða fyrir ósam- komulag foreldra og fá ýmiss konar streituein- kenni þótt foreldarnir séu báðir hæfir til að fara með forsjá barnsins og eigi ekki í vanda vegna vímuefnaneyslu eða ofbeldisfullrar hegðunar. Við slíkar aðstæður er sameiginleg forsjá ekki heppileg. Sameiginleg forsjá ekki ráðleg ef ofbeldi er inni í myndinni Ef ofbeldi af einhverju tagi er inni í mynd- inni er alls ekki ráðlegt að hafa sameiginlega forsjá. Ef sameiginleg forsjá verður lögfest sem meginregla eru miklar líkur á að upp hrannist stórfelld vandamál. Margir foreldrar verða þá ósáttir við fyrirkomulagið strax í upphafi og mikillar sáttameðferðar verður þörf. Fleiri og fleiri mál munu svo að líkindum fara í forsjár- deilur. Það að lagt er hart að fólki að semja um sam- eiginlega forsjá hefur með öðru gert það að verkum að það er nánast orðin spurning um „status“ að hafa sameiginlega forsjá. Þetta leiðir til þess að margt fólk semur um sameig- inlega forsjá án þess að rétt forsenda um sam- vinnu sé fyrir hendi, en vandamálin hverfa ekki og forsjármál sigla í kjölfarið. Rétt er að hafa í huga að hvert einasta skiln- aðar- og sambúðarslitamál er sérstakt og því ekki rétt að alhæfa neitt en sé litið á aðstæður út frá hagsmunum barna er ekki eðlilegt að þau eigi að skipta sér til helminga á milli foreldra sinna. Barn sem elst ekki upp við stöðugleika og öryggi fær ekki grundvallarstaðfestu í sinn persónuleika. Einkum er hætt við þessu hvað snertir börn á aldrinum eins og hálfs árs til fjögurra ára, en skilnaðartíðni foreldra með börn á þessum aldri er há. Fólk skilur af því að það getur ekki leyst úr málum sín á milli. Oft geta fráskildir foreldr- arnir ekki hugsað sér að hittast eða tala saman og leikskólarnir verða „skiptistöð“, þangað er barnið sótt og þangað er því skilað – sé þessi raunin verða börnin óhjákvæmilega fyrir of miklu álagi. Eldri börn taka skilnað foreldra gjarnan mjög nærri sér og hafa margs að sakna. Börn- in, sem þykir vænt um báða foreldra sína, vilja halda öllu góðu. Þetta getur leitt til þess að þau taki álagið inn á sig, geti ekki opnað sig og talað um ástandið en fari þess í stað að leika fyrir foreldra sína til þess að þeim sárni ekki. Svona ástand getur leitt til mikils sálarháska fyrir barn og jafnvel valdið langtíma sálrænum truflunum og tengslavanda hjá þeim síðar ef ekki er gripið í taumana nógu fljótt. Erlendar rannsóknir sýna að ef foreldrar sýna samvinnu og hafa hagsmuni barna sinna í fyrirrúmi þá koma börn þeirra ekki verr út úr skilnaðinum og uppeldinu en börn foreldra sem ekki skilja. Skilnaður er því ekki hættulegur börnum sem slíkur heldur togstreitan sem hann veldur börnum oft á tíðum. Virða þarf rétt barnsins þegar ákvörðuð er forsjá þess Þegar ákvörðun er tekin um hvernig haga skuli forsjá barns þarf að virða rétt barnsins. Því á ekki að gera sameiginlega forsjá að meg- inreglu, heldur hvetja til sameiginlegrar for- sjár þegar búið er að ganga úr skugga um að góð samvinna sé í alvöru fyrir hendi hjá for- eldrum.“ – Hvenær þarf fólk helst á faglegri hjálp að halda? „Fólk skilur oftast af því að því kemur ekki saman og gjarnan er annar aðilinn ósáttari við skilnaðinn en hinn. Erfitt að skipa málum þeg- ar sárindi eru mikil og þá þarf fólk mjög á hjálp að halda. Stundum er uppi alvarlegur vandi sem gerir það að verkum að annað foreldra er augljós- lega hæfara til að annast barnið en hitt, þá ann- aðhvort semja foreldrar þannig að hið hæfara fær forsjána eða forsjárdeila hefst fyrir dóm- stólum. Algengustu og kannski alvarlegustu rimm- urnar eru þó þegar báðir foreldrar eru hæfir en gífurleg togstreita er á milli þeirra, þetta gerist t.d. ef annar aðilinn er sekur um framhjáhald, í slíkum málum verða oft átök og þá eru börnin í mikilli hættu að verða á milli foreldranna í átökunum. Sumir þessir foreldrar reyna að komast frá vandanum með því að velja sameiginlega forsjá en án þess að réttar forsendur séu fyrir hendi. Annar aðilinn hefur þá ófús samþykkt sameig- inlegu forsjána til að milda skilnaðinn eða kom- ast úr út hjónabandinu. Látið er reyna á sam- eiginlegu forsjána um tíma, ef illa gengur, sem of oft gerist, má sjá hefndaraðgerðir og ýmsar hindranir á umgengni við hitt foreldrið. Þá get- ur forsjárdeila komið í kjölfarið. Stundum vinnur þó tíminn með fólki og því tekst að ráða við vandamálin með tímanum, en það getur orðið barninu dýrkeypt. Það þarf líka oft að að- laga sig að nýjum mökum foreldra sinna á sama tíma og togstreitan er sem mest, það ein- faldar ekki tilveru þess.“ – Eru hagsmunir barna nægilega hafðir að leiðarljósi við forsjárskipan? „Nokkuð hefur borið á því í umræðu að börn séu nánast metin til eignar. Í samfélaginu eru viðskiptasjónarmið mjög uppi á borðinu núna og viðhorf foreldra mótast stundum af þeim, jafnvel í afstöðu þeirra til skipanar forsjár, þeir hugsa sem svo: foreldrar hafa jafnan rétt – og allt í einu er barnið orðið að hlut sem er til skiptanna. Sé sameiginleg forsjá valin á slíkum „eignarforsendum“ þá eru hagsmunir barnsins ekki hafðir í fyrirrúmi heldur hagsmunir og jafnvel orðspor foreldra. Við vitum mörg dæmi þess að foreldrar með sameiginlega forsjá hafi látið börn sín fara á milli viku og viku. Í mjög mörgum tilvikum gengur það ekki upp einfaldlega af því að börn- in þola það ekki. Samkvæmt barnasálfræðinni gengur ekki að bjóða börnum upp á slíkan óstöðugleika. Börn, ekki síst lítil börn, þurfa fastan ramma og ákveðnar reglur. Þeim líður best þar sem ríkir ástúð, agi og reglufesta, þannig fá þau sálrænt jafnvægi. Eldri börn þola að vísu betur en lítil börn að fara á milli foreldra á þennan hátt en hins vegar myndu fá- ir fullorðnir sætta sig við að þurfa að eiga tvö heimili og skipta sér á milli þeirra vikulega, hætt er við að þeir myndu fljótlega mótmæla að vera settir í slíkar aðstæður. Aðlögunarhæfi- leikar barna eru oft ofmetnir, með slæmum af- leiðingum síðar meir. Nú er farið að verða mun meira um að sál- fræðingar séu skipaðir meðdómendur í forsjár- málum til þess að reyna að vernda hagsmuni barna. Foreldraskyldur ganga út á að vernda börn, vera þeim fyrirmynd, gefa þeim öryggi og sjá til þess að þau njóti ástar, umhyggju og stöðugleika. Þegar forsjá er ákveðin á að horfa á hags- muni barna, en þeir fara ekki alltaf saman við hagsmuni beggja foreldra. Börn eiga rétt – for- eldrar hafa skyldur.“ Brýnna að lögbinda sáttameðferð en sameiginlega forsjá Morgunblaðið/Golli gudrung@mbl.is Þegar forsjá er ákveðin á að horfa á hagsmuni barna, en þeir fara ekki alltaf saman við hagsmuni beggja foreldra. Börn eiga rétt – foreldrar hafa skyldur. F.v. Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. tilvikum að dæma foreldrum sameiginlega forsjá barna þeirra.“ – En yrði slíkur dómur ekki á kostnað þess að báðir aðilar séu sáttir við hina sameiginlegu forsjá? „Þetta er álitaefni en nágrannalönd okkar hafa farið þessa leið – gefið dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá þegar svona háttar til. Þess ber að gæta að í síauknum mæli eru foreldrar að semja um sameiginlega forsjá og sameiginleg forsjá er algengasta fyrir- komulag forsjár við bæði hjónaskilnað og sam- búðarslit. Þá er greinilegt að umgengni barns og þess foreldris sem það býr hjá er að verða rýmri. Þetta kallar á að foreldrið sem barnið býr ekki hjá hafi góðar aðstæður heima hjá sér fyr- ir barnið þegar það kemur þangað til dvalar. Gagnrýni hefur komið fram frá þeim for- eldrum sem eiga börn sem ekki hafa lögheimili hjá þeim að þessarar þróunar sjái ekki stað t.d. í skattareglum. Börn eru kannski þriðjung og allt upp í helming úr ári hjá því foreldri sem þau búa ekki hjá. Oft greiða þessir foreldrar samt fullt meðlag með börnunum en fá þó eng- ar barnabætur.“ – En snertir þetta atriði ekki fyrst og fremst hagsmuni foreldra? „Það skiptir máli fyrir barn að báðir for- eldrar geti boðið því góðar aðstæður þann tíma sem það dvelur hjá foreldrinu. Hvernig sem forsjáin er á barn rétt á um- gengni við það foreldri sem það hefur ekki lög- heimili hjá og barnið er drjúgan tíma af hverju ári á heimili þess foreldris. En rúm umgengni kallar auðvitað á góða samvinnu milli foreldranna og þess vegna nýrra sambúðaraðila, m.a. um það að uppeldis- reglur séu þær sömu á báðum heimilum. Raun- ar er staðreyndin sú að allt er varðar samskipti foreldra vegna barna kallar á góða samvinnu. Ef samvinna foreldra er góð og ef foreldrum líður vel þá sýnist mér að meginreglan sé sú að börnunum líður vel, hvort sem forsjáin er sam- eiginleg eða ekki. Vanlíðan foreldra hefur tilhneigingu til að smitast yfir til barnanna og hafa áhrif á sam- skiptin milli foreldranna. Einn ágætur dómari með mikla reynslu af forsjármálum og sem leggur mikið á sig til að sætta þau mál segir að ef sátt náist í forsjármáli séu allir að vinna, en börnin þó mest. Þetta er hárrétt því í forsjár- deilum eru það börnin sem lenda á milli og það eru þau sem tapa mestu. Börnum þykir vænt um báða foreldra sína og þau vilja ekki þurfa að gera upp á milli þeirra, enda kemur það nán- ast fram hjá hverju barni sem á foreldra í for- sjárdeilum að heitasta ósk þeirra er sú að pabbi og mamma verði aftur vinir. Það er trú okkar sem vorum í forsjárnefnd- inni að meginregla um sameiginlega forsjá og heimild til dómstóla til að dæma sameiginlega forsjá geti dregið úr forsjárdeilum og allt sem gerir það er örugglega börnum fyrir bestu.“ Morgunblaðið/Golli þessi mál að tilvikin eru fjölbreytileg og hvert mál er í raun sérstakt. Ég vil halda því fram að forsjárdeilur hafi harðnað og að það sé afleiðing af miklum þjóð- félagsbreytingum sem gengið hafa yfir sam- félag okkar. Á 19. öld höfðu konur lítinn rétt og litla möguleika. Ef til skilnaðar kom fylgdu börnin feðrum. Í upphafi 20. aldar jókst réttur kvenna og þær gátu komist úr slæmum hjóna- böndum án þess að missa frá sér börn sín. Á síðari árum hefur þátttaka feðra í uppeldi barna breyst til muna, m.a. vegna nýrra reglna um feðraorlof. Mín reynsla er sú að feður séu æ virkari í uppeldi barna og konur geri sívaxandi kröfur til barnsfeðra sinna að því leyti. Þetta hefur aftur leitt til þess að feður telja ekki eins sjálf- sagt og áður að börnin fylgi mæðrunum við skilnaðinn, enda eru atvik oft með þeim hætti að börnin eru ekki síður tengd feðrum sínum en mæðrum. Ég legg áherslu á að þarna er ég enn að tala um foreldra sem bæði eru vel hæfir uppalendur. Oft er niðurstaða sálfræðings í forsjárdeilu sú að það sé í raun enginn munur á hæfni for- eldranna og tengslum barnsins við þau. Þegar svo háttar getur það verið alger til- viljun hvort foreldranna fær forsjá og það velt- ur á atriðum eins og því hjá hvoru foreldrinu barnið býr eða hefur búið frá sambúðarslitum. Þess vegna vildum við í nefndinni opna þann möguleika fyrir dómstól að hægt væri í þessum Forsjármál í brennidepli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.