Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Melhæð - Garðabæ Einbýlishús á tveimur hæðum í Hæðahverfi í Garðabæ. Húsið er um 230 fm auk 62 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í stórar stofur með allt að 6 metra loft- hæð, eldhús með sérsmíðuðum innréttingum, eldunareyju og góðri borðað- stöðu, 5 herbergi og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf auk baðherb. innaf hjónaherb. Parket, flísar og náttúrusteinn á gólfum. Gott útsýni úr stofum. Ræktuð lóð, timburverönd. Hiti í stéttum og fyrir framan bílskúr. Verð 68,5 millj. Skógarhjalli Parhús í Suðurhlíðum Kópavogs Mjög glæsilegt 190 fm parhús á tveim- ur hæðum ásamt 28,0 sérstæðum bíl- skúr. Á neðri hæð er flísalögð forstofa, þvottaherbergi með hillum, 3 parket- lögð svefnherbergi, baðherbergi flísa- lagt í hólf og gólf og 1 gluggalaust herbergi, nýtt sem fataherbergi. Uppi eru góðar parketlagðar stofur og borð- stofa með útgangi á svalir, eldhús með góðum innréttingum, 1 her- bergi/sjónvarpsherbergi og flísalagt baðherbergi. Gert er ráð fyrir arni í stofu. Ræktuð lóð. Verð 44,9 millj. Fagrihvammur - Hafnarfirði Stórglæsilegt einbýlishús - Mikið útsýni 227 fm glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum með 41,0 fm innbyggðum bíl- skúr. Eignin er mikið endurnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt með vönduðum innréttingum og gólfefnum og skiptist m.a. í rúmgóða og bjarta stofu og borðstofu með góðri lofthæð, glæsilegt eldhús með eikarinnréttingu og granít borðplötum, 5 herbergi, öll með skápum og 2 baðherbergi, flísa- lögð í hólf og gólf. Möguleiki að útbúa séríbúð á neðri hæð. Eignin er afar vel staðsett, innst í botngötu og nýtur mikils útsýnis. Ræktuð lóð með hellulögðum veröndum. Verð 75,0 millj. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Búland Nýkomið í sölu 191 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 24 fm sérstæðum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í hol með skápum, gesta snyrtingu, eldhús með snyrtilegri innréttingu og borðaðstöðu, borð- og setustofu, 4 herbergi auk húsbóndaherbergis og baðherbergi sem er flísalagt í gólf og veggi. Stórar suðursvalir, fallegt útsýni yfir opið svæði. Ræktuð lóð með ný- legri timburverönd og skjólveggjum. Hús nýlega málað og nýtt járn er á þaki. Verð 44,9 millj. Nýjar íbúðir í glæsilegu steinhúsi í miðborginni Um er að ræða sex algjörlega endur- nýjaðar íbúðir í þessu virðulega stein- húsi við Vatnsstíg. Íbúðirnar, sem eru frá 55 fm upp í 127 fm á 2., 3. og 4. hæð, eru allar mjög bjartar með falleg- um frönskum gluggum og mjög mikilli lofthæð. Þær afhendast fullfrágengnar með flísalögðu baðherbergi en án gólf- efna að öðru leyti. Allar innréttingar, inni- og útihurðir og tæki eru frá viður- kenndum framleiðendum. Svalir eru á öllum íbúðunum, ýmist til austurs eða vesturs. Allar lagnir eru nýjar, nýtt gler og gluggar og húsið er allt viðgert að utan. Verð er frá 19,9 millj. upp í 35,9 millj. Húsið er teiknað af Einari Erlends- syni og nýtur verndar sem 20. aldar bygging með listrænt gildi. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Tröllateigur - Mosfellsbæ Ný og glæsileg raðhús Glæsileg raðhús við Tröllateig í Mosfellsbæ. Húsin eru 165 fm að stærð á tveimur hæðum með um 20 fm innb. bílskúr og skiptast þannig: Neðri hæð: Forstofa með fataher- bergi, þvottaherbergi, eldhús og stofa/borðstofa. Efri hæð: Þrjú svefnherbergi, fjölskylduherbergi, fataherbergi innaf hjónaherbergi og baðherbergi. Húsin skilast fullfrá- gengin að utan, steinsteypt með marmarasalla. Að innan skilast húsin fullfrágengin með innréttingum úr hvíttaðri eik og innihurðum úr hlyni. Parket úr hlyn og flísar verða á gólf- um. Baðherb. verður flísalagt og bæði með baðkari og sturtu. Bílskúr verður flísalagður og er innangengt í hann úr forstofu. Geymsla er innaf bílskúr. Útgengi á lóð er úr eldhúsi og 11,0 fm svalir eru út af fjölskyldu- herb. á efri hæð. Lóð skilast í núverandi ástandi. Afhending er í apríl /maí nk. Verð: Endahús 41,9 millj. - Miðjuhús: 39,9 millj. Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. ATVINNUHÚSNÆÐI - BYGGINGARVERKTAKAR IÐNAÐARHÚSNÆÐI OG ÍBÚÐARRÝMI VIÐ HAFNARBRAUT 4, KÓPAVOGI. Til leigu er mjög gott atvinnuhúsnæði sem annars vegar skiptist upp í 400 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð með tveimur góðum innkeyrsludyrum og hins vegar í skrifstofuaðstöðu og íbúðarhluta á efri hæð þar sem m.a. eru 7 gistiherbergi og mjög góð sameiginleg aðstaða með eldhúsi, stofurýmum og flísalögðum böðum. Húsnæðið er í góðu ástandi með góðu malbikuðu plani fyrir framan og er tilvalið fyrir verktaka sem þurfa bæði aðstöðu fyrir verkamenn, lageraðstöðu og/eða geymsluhúsnæði. Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson sölumaður í s. 840 4049. Á HAUSTDÖGUNUM fór ég á nokkurra daga fund til Kanada vegna vinnu minnar. Farið var pantað gegn- um Ferðaskrifstofu Íslands. Ekkert beint flug er milli Keflavíkur og Hali- fax. Flaug ég því fyrst til London, gisti þar og flaug svo áfram með Air Canada til Halifax. Útferðin virtist ganga vel en þegar þrír dagar voru í heimför frá Kan- ada leit ég í umslagið sem innihalda átti alla farmiða. Þar voru far- miðarnir milli London og Keflavíkur á sínum stað, en enginn farmiði milli Halifax og London né heldur neðsti miðinn sem sýnir að maður hafi borgað allt farið. Hringdi ég þá strax til Air Canada og bað m.a. um faxn- úmer Air Canada þannig að ég gæti sent þeim ljósrit frá ferðaskrifstof- unni sem sannaði að miðinn hefði ver- ið borgaður. Þessu var alveg neitað og sagt að Flugleiðir ættu að gefa út miðann á ný þar sem þeir hefðu upp- haflega gefið hann út. Nei það var sama hvernig ég hamaðist í símanum, hringdi til skiptis í Flugleiðir í Kan- ada og Air Canada. Pappírsmiðann gat ég ekki fengið sendan í pósti inn- an þessara tímamarka. Eina lausnin var að kaupa ferð fram og til baka á netinu. Þegar ég fór að rifja upp viðskipti mín við afgreiðslukonuna hjá Air Canada þegar eg tékkaði inn á Heathrow, þá mundi ég vel okkar við- skipti. Ég rétti henni í góðri trú alla farmiðana fyrir Air Canada-flugið en fékk sennilega ekkert af þeim til baka og ég man að ég leit í ferðaumslagið og sá græna miða þar þannig að ég áleit að ég væri með alla miðana þeg- ar ég var í raun einungis með Lond- on-Reykjavík-farmiðana. Af- greiðslukona Air Canada tók ekki aðeins miðann af mér, heldur var hún svo samviskulaus að hún lét aldrei vita af mistökum sínum. Málið er enn óútkljáð, en ég hefi skrifað kvört- unarbréf til Air Canada og er málið í vinnslu ennþá. En mér er tjáð að það geti tekið marga mánuði að fá ein- hverja lausn. Lokaniðurstaða mín er sú að mað- ur er miklu öruggari með netfarmiða sem pantaður er á netinu og er þá hvenær sem er hægt að prenta hann aftur út úr tölvunni. Þar hefur bókunarnúmerið raunverulegt gildi. Panti maður í gegn- um ferðaskrifstofu verður fólk að passa verulega upp á að starfsfólkið hjá flug- félögunum geri ekki mistök þar sem bók- unarnúmerið er einskis virði eitt sér. Á tímum þegar unnt er að senda annars vegar gegnum fax og hins vegar tölvu eru þessar vinnureglur Air Canada og sennilega flestra flug- félaga óskiljanlega ósanngjarnar. Vegabréfið með segulröndinni Eftir þessa ferð hélt ég að öllum hremmingum væri lokið, en þá fór ég ásamt dóttur minni til Bandaríkj- anna. Eitthvert hugboð hafði ég um að vegabréf dóttur minnar væri ekki jafn nýtt og mitt eigið, þar eð hún hafði einungis eina mynd af sér í vegabréfinu en ekki átta eða svokall- aða segulrönd. Hélt þó að hún yrði bara kölluð sérstaklega fyrir og yf- irheyrð. Starfsmaður á Keflavík- urflugvelli sagði okkur að því miður gæti hann ekki leyft dóttur minni að fara um borð í flugvélina. Við snerum okkur til fulltrúa sýslu- manns á flugvellinum og ráðlagði hann okkur að breyta farmiðanum hjá skrifstofu Flugleiða á Keflavík- urvelli. Fara því næst á Útlend- ingastofnunina í Reykjavík næsta virkan dag og væri þar hægt að fá vegabréf með flýti á einum degi. Breyta þurfti bæði brottfarartíma og komutíma flugs til Bandaríkjanna og kostaði breytingin rúmar sjö þúsund krónur. Allt í allt kostaði ferðin til Bandaríkjanna um 25 þúsund krónur aukalega, eða flýtiafgreiðslu vega- bréfs, flugfargjöld innanlands í Am- eríku og fleira. Auk þess sem hag- ræða þurfti fríi úr vinnu. En allt gekk þetta vel að lokum. Dóttir mín fékk góða afgreiðslu hjá Flugleiðum við að breyta ferðinni og vil ég hér með þakka fyrir hjálpsem- ina. Benda mætti þó á að við netbók- un flugs til Bandaríkjanna væri gott að upp kæmi í netbókuninni síða með stórum (jafnvel rauðum eða blikk- andi) varúðarorðum til að minna fólk á að sérstaka tegund vegabréfa þurfi til að komast til Bandaríkjanna. Græni miðinn Allt er þegar þrennt er. Nú þurfti eiginmaðurinn einnig að koma sér til og frá Bandadríkjunum. Allir útlend- ingar fylla út grænan miða og festir vegabréfaskoðunin þar vestra hluta af miðanum inn í vegabréfið. Ef þess- um miða er ekki skilað við brottför úr landinu lendir maður í vondum mál- um, því að þá lítur út fyrir að maður hafi aldrei farið þaðan. Og viti menn, græni miðinn var enn í vegabréfinu við komuna til Íslands. Minnugur þess hve vinkona okkar sem fer oft til Bandaríkjanna lenti í miklum vandræðum út af tapi græna miðans (miklum yfirheyrslum í Bandaríkjunum, auk þess sem hún þurfti að sækja um vísa fyrir næstu ferð til Bandaríkjanna) hringdi minn maður í bandaríska sendiráðið og spurði ráða. Senda þarf ljósrit af far- miðanum, „boarding pass“ og öllum blaðsíðum vegabréfsins til ákveð- innar skrifstofu í Bandaríkjunum, til að sanna að viðkomandi hafi farið burt frá Bandaríkjunum innan tilskil- ins tíma. Ef ekkert er að gert getur viðkomandi farið á svarta listann og gæti þá verið sendur um hæl til baka til Íslands í næstu ferð til Bandaríkj- anna. Ég ráðlegg fólki því að reyna að passa vel upp á að réttur aðili fjarlægi græna miðann við brottför frá Bandaríkjunum. Flughremmingar Unnur Skúladóttir segir frá flughremmingum fjölskyldunnar ’Netfarmiðar eru örugg-ari en gamaldags miðar. Sérstök vegabréf þarf til Bandaríkjanna.‘ Höfundur er fiskifræðingur. Unnur Skúladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.