Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 75 MENNING EYJÓLFUR Einarsson heldur sínu striki á sýningu sinni í Gallerí Turpentine þar sem hann sýnir bæði stór olíumálverk og minni vatnslitamyndir. Myndheimur Eyj- ólfs er fyrst og fremst huglægur, í anda súrrealista á borð við René Magritte, de Chirico og fleiri sem vinna með myndlíkingar í verkum sínum. Hér sjáum við hringekjur uppi á hálendinu og rólur þar sem oftar en ekki ein er slitin, speglun himins og vatns en þetta eru al- gengustu þemu Eyjólfs. Það eru helst myndir hans af hringekjum á eyðilegum svæðum sem ná að gæða myndflötinn þeim óræðu töfrum sem myndir í þess- um súrrealíska anda sækjast gjarn- an eftir, ná fram órökréttri rök- hyggju draumsins. Það má túlka málverk Eyjólfs á ýmsa vegu, hringekjan er ef til vill tákn lífsins. Staðsetning hringekju uppi á há- lendinu fær síðan á sig nýja mynd í ljósi álversæðisins sem gripið hefur landsmenn á síðustu vikum og verður næstum eins og myndlíking firru, einhvers sem ekki á heima þar sem því hefur verið fundinn staður. Rólur Eyjólfs eru dap- urlegri, það er næstum hægt að heyra tómlegt og draugalegt ískur í ryðguðum staurum og slitin reipi gefa til kynna óhugnanlegan missi eða slys, það er ekki bjart yfir þeim myndum. Speglun himins og vatns gefur einnig til kynna hverf- ulleika, þar sem næstum er hægt að villast á spegilmyndinni og því sem henni varpar. Þrátt fyrir að ekki verði sagt um Eyjólf að myndheimur hans sé ný- stárlegur eða frumlegur er hann engu að síður persónulegur og hann gefur áhorfandanum færi á að lifa sig inn í myndheim sem er laus við alla kaldhæðni, hann segir sögur sem vekja forvitni og vekja upp stemningu hjá áhorfandanum. Eyjólfur er að þessu leyti alþýðleg- ur málari og myndir hans ættu ekki að vefjast fyrir neinum. Myndheimur hans er einnig nokk- uð sér á parti innan íslenskrar myndlistar og fyrir þær sakir at- hygli verður. Landslag hverfulla drauma MYNDLIST Gallerí Turpentine Til 25. febrúar. Gallerí Turpentine er opið þri.-fös. kl. 12-18 og lau. kl. 11–16. Eyjólfur Einarsson Morgunblaðið/Ásdís Í umsögninni segir m.a.: „… hringekjan er ef til vill tákn lífsins.“ Ragna Sigurðardóttir NÍTJÁN tónleikar á aðeins rúmri viku, eins og nýhafnir Myrkir mús- íkdagar bjóða upp á að þessu sinni, kynni í fljótu bragði að þykja offramboð, „overkill“ eins og sagt er vestanhafs, og fallið til að ganga af dvergvöxnum módernískum mark- aði dauðum. Engu að síður mættu nærri sjötíu manns á tónleika Atons á laugardag, og þó að átta höfundar (þrír þeirra meðlimir tónlistarhóps- ins) og fimm aðrir spilarar eigi sér væntanlega nána aðstandendur og fylgismenn, verður varla öll aðsókn- in rakin til gagngerrar smölunar. Miðað við það sem gengur og gerist á svipuðum vettvangi í landsuðri hlýtur aðsóknin því að teljast prýð- isgóð. Þeir hlustendur er studdust við bækling MM án þess að líta áður á framlagt prógrammblað rugluðust að líkindum í ríminu þegar Atli Heimir Sveinsson gekk upp á svið að 4. verki loknu í stað Inga Garðars Erlendssonar, enda hafði flutnings- röðinni verið verulega breytt. Slíkt rýrir að sjálfsögðu gildi téðs heftis sem heimildar þegar frá líður. Auk þess mætti hnjóta um að sum verkaumfjöllun væri aðeins á ensku, önnur aðeins á íslenzku, í stað þess að hafa allt á tveim málum – fyrir utan að aðeins var nánar greint frá 4 verkum af 8. En sjálfsagt setur takmarkað prentpláss miklum verkafjölda óhjákvæmilegar skorð- ur. Sömu skorður gilda líka hér, og gefur því augaleið að fara verður ærið fljótt yfir sögu. Fyrstu tvö verkin (samin fyrir allan hópinn) sögðu mér tiltölulega minnst. Nr. 1 [5’] með hinu bakteríuhljómandi nafni var að vísu víða kraftmikið, hvasst og höggvandi, en verkaði samt fremur kyrrstætt, að maður segi ekki fjölónæmt. Nr. 2 kom að vonum talsvert fleiri og ólíkari stemningum að á heilum 12 mín- útum, en hreif mig á hinn bóginn ekki sem því nam. Nr. 3 [7’] eftir bassaleikara hópsins beitti hlutfalls- lega blíðara hljómamáli er hélt, ásamt hægt líðandi sönghæfni, því lengri athygli. „Því fastar sem slegið er, því meir skyldi það af setningu“, eins og tómstundaspekingur sagði. Nr. 4 [13’] eftir Nestor kvöldsins gerði enn betur; einkum eftir frem- ur loðinn = „fluffy“? fyrsta part þegar skiptust á nærri Vorblótslegir kóralkaflar við „agitato“ andstæður með allt að því ljóðrænum þokka. Líklegur kennari sumra yngstu tónskáldanna, Úlfar Ingi Haralds- son, var ábyrgur fyrir tvíþættu verki „Prologue“ og „Transcription I“ nr. 5 [7’], er skartaði ávæningi af austurlenzkri dulúð, og síðast jafn- vel frjálsum djassi, og reyndist áheyrilegt að sama skapi. Nr. 6 [4’] gaf svolítið gisna hljóðmynd af mið- næturstund í framandi frumskógi. Nr. 7 [10’] fyrir flautu, píanó, slag- verk og tölvudisk var stjórnað af höfundi frá þarfasta kísilflöguþjón- inum og bauð upp á stórholan hljóð- geim, þar sem ýmist lifandi eða lagerað var teymt um raflykkjur með það fáguðum árangri að hélt nærri fullri athygli allt til enda. Loks sá Áki Ásgeirsson um nauð- synlegt aðal„sjokk“ kvöldsins eins og hans hefur ósjaldan verið vandi, því nr. 8 [11’] gekk það rækilega fram af þessum hlustanda með há- væru og sérlega fábreyttu hjakki sínu á sama grunntóni út í gegn að tiltækur hausverkjatöflusali hefði komið í dágóðar þarfir. Það átti þó minna við aðra áheyrendur ef marka má furðulangar og heitar undirtektir þeirra að leikslokum. Komu þær líklega mest á óvart af öllu sem gerðist á þessu annars fyr- irsjáanlega kvöldi. Miðað við fram- sækinn stíl og aðeins eina heyrn varð hins vegar ekki vart við annað en að flutningur og stjórn væru í góðum höndum. Af misgóðri setningu TÓNLIST Ýmir Ingi Garðar Erlendsson (1): Strepto- coccaceae. Charles Ross (2): Syrpa (Medley). Páll Ivan Pálsson (3): Ekki lín- an (síðasta málamiðlun). Atli Heimir Sveinsson (4): Fluff or Drama. Úlfar Ingi Haraldsson (5): Progress Across the Gravel. Kolbeinn Einarsson (6): Dogons revisited. Ríkharður H. Friðriksson (7): Þankar. Áki Ásgeirsson (8): 355°. Tón- listarhópurinn Atón (Berglind María Tóm- asdóttir flauta, Ingólfur Vilhjálmsson klarínett, Snorri Heimisson fagott, Áki Ásgeirsson trompet, Ingi Garðar Erlends- son básúna, Tinna Þorsteinsdóttir píanó, Páll Ívan Pálsson rafbassi og Ólafur Björn Ólafsson slagverk). Stjórnandi í nr. 4 & 5: Stefán Jón Bernharðsson. Laugardaginn 4. febrúar kl. 20. Myrkir músíkdagar Ríkarður Ö. Pálsson netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111AUGLÝSINGADEILD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.