Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 27
Það er ekkert launungarmál hvernig farið er með konur víða í samfélögum múslíma í Evrópu. Það er kannski einkum þar sem fjölmenn- ingarhyggjan hefur brugðist með því að leyfa að önnur viðmið gildi um réttindi kvenna í röðum múslíma í Evrópu en meðal annarra samfélags- hópa. Að knýja til hlýðni með ógninni En hvað verður þá um tjáningar- frelsið ef óttinn við afleiðingarnar gerir það að verkum að enginn þorir að taka á slíkum vandamálum? Þá hefur hryðjuverkamönnunum tekist það ætlunarverk sitt að knýja menn til hlýðni með ógninni. Þá hefur sjálfsritskoðunin tekið völdin og má færa rök fyrir því að þess sjáist þegar merki, meðal annars í listum, en einnig í því, sem stjórnmálamenn þora og þora ekki að segja. Nægir þar í raun að benda á það hvað stuðn- ingur við Dani í skopteikningafárinu hefur verið hikandi meðal forystu- manna um alla Evrópu. Í nýjasta tölublaði tímaritsins The Economist er lagt út af hálfvelgju margra rík- isstjórna með því að snúa út úr frægri vörn Voltaires á tjáningar- frelsinu: „Ég er ósammála því sem þú segir og jafnvel þótt þér sé hótað með dauða mun ég ekki verja rétt þinn til að segja það af miklum ákafa,“ hefur leiðarahöfundurinn mál sitt. Tímarit- ið segir að það sé ekki sniðugt hjá dagblöðum að svívirða trú fólks án nokkurrar ástæðu, en það ætti að vera þeirra mál, ekki ríkisstjórna, klerka eða annarra sjálfskipaðra að- ila. Vestræn ríki geti ýmislegt gert til þess að bæta samskiptin við íslam, en að þagga niður í dagblöðum sé ekki þar á meðal. Óttinn við að gagnrýna íslam Hollenski stjórnmálamaðurinn Hirsi Ali átti þátt í gerð myndarinnar Undirgefni eftir Van Gogh. Ali er frá Sómalíu og hefur verið mjög gagn- rýnin á íslam. Fyrir gagnrýni sína hefur hún uppskorið hótanir og nýtur nú lögregluverndar við hvert fótmál. Í viðtali við tímaritið Der Spiegel segir hún að sennilega séu dönsku teiknararnir, sem teiknuðu fyrir Jyllands-Posten, nú sem dofnir: „Annars vegar er rödd í höfði þeirra, sem stappar í þá stálinu: Þú getur ekki einfaldlega afsalað þér tjáning- arfrelsinu. Um leið upplifa þeir eins og áfall hversu miklu persónulegu frelsi þeir glata. Það má ekki gleyma því að þeir tilheyra eftirstríðskyn- slóðinni, sem aðeins þekkir frið og velmegun. Skyndilega þurfa þeir aft- ur að berjast fyrir sínum eigin mann- réttindum.“ Hirsi segir að tilhneigingin á Vest- urlöndum sé sú að hörfa þegar músl- ímaheimurinn gagnrýni umfjöllun fjölmiðla, hvort sem það sé vegna heimildarmyndar um það þegar prinsessa í Sádi-Arabíu var grýtt til bana fyrir hjúskaparbrot eða teikn- inganna í Jyllands-Posten. Hin hliðin gefi hins vegar aldrei eftir tommu. „Allir óttast það að gagnrýna íslam,“ segir Ali. „Það segir sitt að Undir- gefni skuli ekki enn hafa verið sýnd í kvikmyndahúsum.“ Hún viðurkennir fúslega að gagn- rýni á van Gogh hafi átt rétt á sér, en bæti við: „Á því augnabliki, sem ein- hver þarf að deyja fyrir heimssýn sína, er spurningin ekki lengur hvað gerði hann rangt. Þá þarf að koma til varnar grundvallarréttindunum. Annars styður maður gerandann og gengst við því að það hafi verið gild ástæða fyrir því að myrða þessa manneskju.“ Útgangspunktur umfjöllunarinnar í International Herald Tribune var sá að við uppnámið vegna teikninganna í Jyllands-Posten hafi mörk umræð- unnar færst til og línurnar skerpst. Á báða bóga nái talsmenn öfgaskoðana yfirhöndinni og raddir hófsemi kafni. Hófsamir múslímar verði úthrópaðir fyrir undirgefni við hina vestrænu trúleysingja reyni þeir að stilla til friðar og á hinn bóginn verði þeir, sem vilja halda uppi vörnum fyrir að- lögun múslímskra þjóðfélagshópa að vestrænum samfélögum, gagnrýndir fyrir undirlægjuhátt. Gildi mannréttinda Á Vesturlöndum er það viðtekið að grundvallarmannréttindi séu algild, en ekki háð menningarheimum. Því geti ekki verið um neinn afslátt á mannréttindum að ræða, hvort sem það er tjáningarfrelsið eða önnur réttindi. Ætlunin með fjölmenning- arsamfélagi er ekki að búa til sam- félag þar sem mannréttindi eru af- stæð og fara eftir hópum. Hvað segir það í raun um vestrænt þjóðfélag að það ríki þögult samþykki um það að aðrar reglur eigi við um múslíma en almennt gilda? Ber það ekki vitni ákveðinni lítilsvirðingu í þeirra garð að ekki sé ætlast til þess að þeir lúti þeim meginreglum, sem gilda á öðr- um sviðum samfélagsins? Í um- ræðum í kjölfar morðsins á van Gogh kom til dæmis fram að í stórborgum Evrópu eru heilu hverfin þar sem konur eru réttlausar og geta enga björg sér veitt þrátt fyrir þá vernd, sem bókstafur laganna ætti að veita þeim. Þær búa einfaldlega í hliðar- samfélagi, sem reyndar er í miðri stórborg, en gæti eins verið í af- skekktu fjallahéraði. Af hverju er það látið viðgangast? Fyrir þrettán árum birti banda- ríski fræðimaðurinn Samuel P. Hunt- ington grein með heitinu „Árekstur menningarheima?“ í tímaritinu For- eign Affairs og velti fyrir sér hvað tæki við að kalda stríðinu loknu. Þeg- ar tilgáta hans kom út á bók var spurningarmerkið úr titlinum horfið. Árekstur menningarheima Thomas Assheuer skrifar grein í þýska tímaritið Die Zeit í vikunni þar sem hann veltir fyrir sér hvort áreksturinn vegna teikninganna í Jyllands-Posten renni stoðum undir kenningar Huntingtons. Hann bend- ir á að í hvert skipti sem snurða hafi hlaupið á þráðinn í samskiptum Vest- urlanda og íslams – ekki síst eftir 11. september – hafi verið vísað í kenn- ingar Huntingtons og spurt hvort nú hefjist áreksturinn fyrir alvöru. „Það undarlega er að hinn baráttuglaði fræðimaður gefur lítið út á þær grun- semdir, sem hann hafði í upphafi,“ skrifar Assheuer. „Þegar hryðju- verkamenn réðust á World Trade Center sá hann ekki átök menningar- heima, heldur „árás illra villimanna á siðmenntað samfélag í öllum heim- inum“. Huntington varaði ítrekað við Íraksstríðinu vegna þess að það myndi vekja upp drauga, sem Vest- urlönd myndu ekki losna svo auð- veldlega við. „Slík árás myndi leiða til stríðs af allt öðrum toga. Hún myndi hafa áhrif á íbúa og ríkisstjórnir í múslímaheiminum, sem nú styddu al- þjóðlega bandalagið gegn hryðju- verkum.““ Höfundurinn spyr hvers vegna Huntington hafi tekið þessa af- stöðu og svarar því til að ef til vill ótt- ist fræðimaðurinn galdraformúluna sína. Hann sé því tregari til að vísa til hennar en margir aðrir: „Hann virð- ist hafa skilið að trúin er oft gríma, sem notuð er til að dulbúa grimmileg viðurkenningar- og aðskilnaðarstríð. Ef til vill hefur Huntington meira að segja viðurkennt að bókstafshyggjan er alfarið nútímafyrirbæri, sem varð til með nýlenduvæðingunni. Þess vegna spretti morðingjar úr röðum íslamista ekki úr miðöldum eða al- gerlega framandi og óskiljanlegri menningu; þeir komi úr nútímasam- félaginu miðju – og einmitt það skýt- ur okkur mestan skelk í bringu.“ Að baki óeirðunum vegna teikn- inganna tólf af Múhameð spámanni liggja djúpar rætur og þar eiga Danir minnstan hlut að máli, þótt reiði múslíma hafi beinst gegn þeim und- anfarnar tvær vikur. Það er þó sem betur fer ekki hægt að tala um reiði múslímaheimsins. Í Evrópu búa tutt- ugu milljónir múslíma að talið er og það þarf ekki mikið til að ímynda sér hvað hefði gerst ef þeir hefðu allir þust út á götur í mótmælaskyni. Það er hins vegar engin spurning að ástandið er mjög viðkvæmt og fái öfgahópar að ráða umræðunni gæti staðan hæglega versnað. kbl@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 27 2006 Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • sími 515 5800 • rannis@rannis.is. • www.rannis.is Ó sk að ef tir til ne fn in gu m Hvatningar- verðlaun Vísinda- og tækniráðs HvatningarverðlaunVísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 í nafni Rannsóknarráðs ríkisins, á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða.Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna er heimilt að koma með tilnefningar til verðlaunanna.Með tilnefningu fylgi ferilskrá vísindamannsins. Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og framlags í störfum á alþjóðavettvangi svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjandastarfs í vísindum.Þá er litið til faglegs framlags til starfsfélaga á vinnustað og miðlunar þekkingar til samfélagsins. Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára, en tekið er tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamanns vegna umönnunar barna. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd og eiga eftirtaldir einstaklingar sæti í henni: Jakob K. Kristjánsson, forstjóri Prokaria, Svanhildur Óskarsdóttir, fræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar, SteinunnThorlacius, sérfræðingur hjá Urði Verðandi Skuld, Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Janusson, þróunarstjóri Össurar hf. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15.mars 2006. Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti á netfangið rannis@rannis.is. P R [p je e rr ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.