Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
V
ið Skeiðaafleggj-
ara á Suðurlandi
stendur bíll frá
Umferðareftir-
liti Vegagerðar-
innar. Honum er
lagt á malbik-
uðu, stóru plani.
Starfsmenn Umferðareftirlitsins
fylgjast með vörubílum sem aka hjá.
„Það er mikilvægt að Umferðar-
eftirlitið sé sýnilegt. Þetta hefur tví-
mælalaust forvarnagildi,“ segja Sig-
urður Eyþór Valgarðsson, Iðunn
Gylfadóttir og Jón Gunnarsson og
stíga út úr bílnum. Þeirra starf er að
fylgjast með því hvort vörubílar séu
með of mikinn öxulþunga. Slíkt kall-
ar á sektir, enda veldur það sliti á
vegunum. Mikill þrýstingur á þjóð-
vegina mylur grjótið í sjálfri undir-
byggingu vegarins.
Klukkan rúmlega eitt ekur bíll frá
Íslensku grænmeti eftir veginum.
Bílstjóranum er gefið merki um að
aka inn á bílaplanið. Hann segist
vera á leið frá Flúðum til Reykjavík-
ur með ýmiss konar grænmeti – tóm-
ata, agúrkur, grandsalat og fleira.
Mikið af vöruflutningum á þjóðveg-
um fer fram í bílum sem þessum, það
er á vegum hvers og eins söluaðila.
Sigurður, Iðunn og Jón leggja vogir
á bílaplanið og bílstjórinn kemur
vörubílnum fyrir ofan á þeim. Öxlar
bílsins eru vigtaðir.
Venjulegur fólksbíll ber um 600–
700 kíló á hvorum öxli. Vörubílaöxlar
geta hins vegar borið allt upp í 11,5
tonn. Það eru öxlarnir sem þrýsta á
vegina og hjá vörubílunum er álagið
margfalt meira en hjá fólksbílunum.
Á fólksbíl eru líka einungis tveir öxl-
ar en venjulegir vörubílar með tengi-
vagna hafa allt upp í sex.
Kjaftakerlingar í bílunum
Þennan tiltekna dag eru þunga-
takmarkanir á veginum fram hjá
Skeiðaafleggjara. Þá lækkar Vega-
gerðin þá þyngd sem leyfilegt er að
bera á hverjum bílöxli sem ekur veg-
inn. Við það þarf að setja minna í
vörubílana en áður og flutningsaðilar
hafa bent á að þeir tapi á þessu
stórfé. Undir venjulegum kringum-
stæðum mega öxlar á bíl, sem ekið er
eftir umræddum vegi, bera 11,5 tonn
en vegna þíðu dagana á undan hefur
þunginn verið færður niður í 10 tonn.
Þetta er gert þegar vegurinn er tal-
inn viðkvæmari en venjulega og
hætta er á að hann skemmist veru-
lega vegna þrýstings frá þungaum-
ferðinni.
Eftir að bíllinn frá Íslensku græn-
meti hefur verið vigtaður er bílstjór-
inn beðinn um skífuna sem er í öku-
ritanum. Ökuritinn er meðal annars
notaður til að fylgjast með því hvern-
ig ökumaðurinn virðir reglur um
aksturs- og hvíldartíma. „Þetta er
kjaftakerlingin,“ segir Sigurður og
sýnir skífuna. „Það er sem sé kjafta-
kerling í hverjum bíl!“ bætir hann
við. Hann útskýrir að af skífunni sé
hægt að sjá hvort bíllinn hafi ekið
eða verið stopp, hversu hratt hann
hafi farið og hvað klukkan hafi verið
á hverri stundu.
Starfsmenn Umferðareftirlits
Vegagerðarinnar óku frá Reykjavík
klukkan sjö um morguninn og hafa
verið við Skeiðaafleggjara síðan.
Umferðareftirlitið hefur fjóra bíla á
sínum snærum og stundum fara
starfsmennirnir í nokkra daga í einu
út á land. Iðunn segir að henni líki
það vel, það sé fínt að vera ekki alltaf
bundin á sama stað. Sigurður segir
að hann álíti starf Umferðareftirlits-
ins mikilvægt til að vernda vegakerf-
ið og bætir hlæjandi við að þau
starfsmennirnir taki starf sitt að
minnsta kosti mjög alvarlega.
Undirbygging veganna brotnar
En hvað er svona mikilvægt og um
hvað snýst raunar málið?
Vöruflutningar á landi hafa aukist
mikið og ekki einungis eftir að reglu-
legir sjóflutningar með gámaskipi
lögðust af. Það var í lok árs 2004.
Þeir höfðu þegar aukist um 46% á
milli áranna 1990 og 2000. Vörur
voru, og eru, fluttar í vörubílum á
þjóðvegum um landið þvert og endi-
langt.
„Vörubílarnir eru hreinlega að
mylja niður vegina okkar,“ var full-
yrt við blaðamann við vinnslu grein-
arinnar. Margir hafa skoðun á land-
flutningum. „Hvernig er það, getum
við farið svona með vegakerfið okk-
ar?“ spurði annar og var reiður.
Og jú, það er staðreynd að þunga-
umferð slítur þjóðvegunum margfalt
meira en fólksbílaumferð. Þunga-
umferð samanstendur hins vegar
ekki einungis af vörubílum. Henni
tilheyra einnig önnur þung ökutæki
á borð við hópbifreiðar og gröfur.
Þótt vörur á Íslandi séu almennt
fluttar eftir þjóðvegum landsins en
ekki á sjó og sú umferð sé mikil, eru
það þannig ekki bara vörubílarnir
sem valda hinu mikla vegsliti.
Þungaumferðin skemmir burðar-
þol veganna, það er sjálfa uppbygg-
ingu þeirra. Samkvæmt veghönnun-
ardeild Vegagerðarinnar valda
fólksbílar litlum skemmdum á burð-
arþoli en taka aftur á móti þátt í sliti
á efstu lögum veganna, svokölluðum
slitlögum, og þá gjarnan með nagla-
dekkjum. Þungu bílarnir eru al-
mennt ekki á nagladekkjum en
brjóta undirbyggingu vegarins.
Jón Helgason, sem unnið hefur
hjá Vegagerðinni í 30 ár, segir
þungaumferð geta valdið því að veg-
irnir dugi styttra en lagt hafi verið
upp með. Hann bendir á að þegar
rætt sé um skemmda vegi vegna
þungaflutninga þurfi hins vegar að
hafa í huga hversu gamall vegurinn
sé, sem fullyrt sé um. Alla vegi þurfi
að lokum að endurnýja.
„Svona mál hafa mörg andlit.
Sums staðar hefur þungaumferðin ef
til vill í för með sér að byrja þarf að
halda vegi við einhverjum árum fyrr
en ætlað var. Sums staðar geta verið
kaflar sem eru sérlega viðkvæmir og
veikir og þeir eyðileggjast mun fyrr
en aðrir. Burðarlög eru hönnuð
öðruvísi í dag en áður og nýju veg-
irnir hafa meira burðarþol en nýir
vegir höfðu fyrir 10–15 árum. Kröfur
dagsins í dag eru ekki þær sömu og
áður,“ segir hann.
Það eru orð að sönnu. Kröfurnar
hafa breyst og umferð á Íslandi
sömuleiðis.
Frost á Fróni — og þíða
Þótt umferðin hafi breyst koma
þíða og frost á Fróni enn jafnilla við
vegakerfið. Þegar frost byrjar að
fara úr jörðu, bæði á vorin og þeg-
Þrýst á þjóðvegina
Morgunblaðið/Kristinn
Starfsmenn Vegagerðarinnar sinna viðhaldi á veginum yfir Hellisheiði. Þungaumferð þrýstir á þjóðvegina og mylur grjótið í undirbyggingu þeirra.
Þungaumferð á Íslandi
eykst stöðugt og samsvarar
því nú að 342 þungir bílar
aki hringinn í kringum
landið hvern einasta dag.
Fólksbílaumferð hefur einn-
ig aukist en þungir bílar á
borð við vörubíla slíta þjóð-
vegunum margfalt meira en
fólksbílar. Sigríður Víðis
Jónsdóttir velti fyrir sér
vegsliti og vörubílum.
Þungur bíll þrýstir meira á veg en
léttur bíll. Það sem leggur álagið á
vegina eru bílöxlarnir. Álagið er talið
vaxa miðað við svokallaða fjórða-
veldisreglu.
Öxull sem ber 10 tonn leggur ekki
10 sinnum meira álag á veginn en
öxull sem ber 1 tonn. Samkvæmt
fjórðaveldisreglunni þrýstir hann
nefnilega 10.000 sinnum meira á
veginn.
Venjulegur fólksbíll er um 1,3
tonn. Hann ber þá 650 kíló á hvor-
um öxli. Sé hann borinn saman við
dæmigerða 40 tonna vagnlest –
það er vörubíl með tengivagni og
samtals sex öxlum – kemur í ljós að
vagnlestin slítur veginum 65.805
sinnum meira en fólksbíllinn.
Sé slit af völdum allra stærstu
vagnlestanna sem eru 49 tonn og
með sex öxla borið saman við fólks-
bílinn, fæst út að þær slíta veginum
86.773 sinnum meira.
Þetta þýðir að hver slík bifreið
þrýstir jafnmikið á veginn og tæp-
lega 87.000 fólksbílar. Fyrir hverja
þannig vagnlest sem ekur svo
dæmi sé tekið frá Reykjavík til Ak-
ureyrar, gætu 87.000 fólksbílar far-
ið sömu leið og valdið álíka sliti.
87.000 sinnum til Akureyrar
Sigurður Eyþór Valgarðsson, hjá Umferðareftirliti Vegagerðarinnar, mælir öxul-
þunga vörubíls. Þungir öxlar þrýsta margfalt meira á veginn en þeir sem léttir
eru. Á þíðutímabilum verður vegakerfið sérlega viðkvæmt og þolir verr en ella
álagið frá þungaumferðinni. Þá eru settar á þungatakmarkanir.
Iðunn Gylfadóttir fylgist með umferð vörubíla úr bifreið Umferðareftirlits Vegagerðarinnar við Skeiðaafleggjara.
! "#
$
%&' %() %(' %*) %*' %)) %)'
+)))
,())
,-))
,.))
,+))
,)))
())
-))
.))
+))
)