Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 69 MINNINGAR Bátar Alternatorar og startarar í vörub., rútur, vinnuv., bátav. á lager og hraðsendingar. 40 ára reynsla. Valeo-umboðið, Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. Bílar VW Golf STW 1800 árg. '96, ek. 143.000 km. Skoðaður '06. Sumar/ vetrardekk. Toppeintak. Verð 250 þús. Sími 840 6045, Óli. Toyota Land Cruiser 90 GX árg. 12.1999. Ek. aðeins 65 þ. km. Einn eigandi. Grár. 5 d. Sjsk. Turbo Diesel. Dráttarkrókur. Verð 2.200 þ. Bein sala. Nánari upplýsingar í síma 863 9024. Hyundai Accent árg. '97, ek. 120 þús. km. 5 gíra. Negld vetrardekk, dráttarkúla. Ásett verð 250 þús. Fæst á 120 þús. stgr. Upplýsingar í síma 897 7800. Ford Bronco II, 1987. Fallegur bíll í góðu lagi. Ek. 214.000 km. Verð kr. 265.000. Heilsársdekk. Smurbók og þjónustunótur. S. 892 7997 og 551 7997. Jeppar Nissan Patrol '93, 38" Patrol. Int- ercooler, lækkuð hlutf., læsing, aukat., stærri vatnskassi o.fl. Góður fjallabíll með frábæra fjöðrun. Verð 1.290 þús., 990 þús. stgr. Gsm 696 3360. Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, með innleggi og högg- deyfi. Stærðir: 40-47. Verð: 6.975. Stærðir: 40-47. Verð: 6.785. Stærðir: 40-47. Verð: 6.885. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Þægilegir dömuskór. Litur: Svart- ur. Stærðir: 36-42. Verð: 3.850. Fallegir og þægilegir dömuskór. Litir: Brúnn og svartur. Stærðir: 36-41. Verð: 3.985. Einstaklega mjúkir götuskór fyrir dömur með innleggi og góðum sólum. Stærðir: 36-42. Verð: 6.300. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Fellihýsi Óska eftir fellihýsi. Óska eftir vel með förnu fellihýsi. María og Ásgeir, sími 554 0239 eða 863 3922. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 ✝ GuðmundurKjartan Guð- mundsson fæddist í Múla í Reykjavík 23. júní 1923. Hann and- aðist í Reykjavík 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðríður Jónsdóttir frá Breið- holti í Reykjavík og Guðmundur Kjartan Jónsson frá Kotlaug- um í Hreppum. Þau reistu og bjuggu stórbúi í Múla við Suðurlandsbraut í Reykjavík, ofar- lega í Laugardalnum. Kjartan var hinn síðasti að kveðja þessa jarð- vist af fjögurra systkina hópi, þeirra er upp komust, systranna Svanhildar, sem andaðist 28. apríl 1996, og Jónu Bjargar, er dó 23. desember 2002, og bróður, Jóns Valgeirs, sem féll frá 8. mars það sama ár, 2002. Kjartan var af mörgum af eldri kynslóðinni sem til þekktu kennd- ur við Múla og sumir ættingjar eða vinir kölluðu hann á ein- faldan máta Kjartan frá Múla. Kjartan kvæntist Hólmfríði Sighvats- dóttur, sem látin er fyrir fáeinum árum. Synir þeirra eru tví- burarnir Guðmund- ur Kjartan og Sig- hvatur Hólmar. Kjartan eignaðist soninn Pétur Kúld nokkrum árum fyrir giftingu. Kjartan lærði til loftskeytafræða eftir tvítugt og var loftskeytamað- ur á togurum um tíma. Síðar nam hann húsasmíði en lengst af starfs- ævinnar vann hann við smíðar, mannvirkjagerð, akstur og verk- töku. Hann átti löngum og rak vinnuvélar og vörubifreiðir. Útför Kjartans var gerð í kyrr- þey frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. janúar. Kjartan Guðmundsson, frá Múla í Reykjavík, er látinn á áttugasta og þriðja aldursári. Það er mér bæði ljúft og skylt sem syni Svanhildar að minnast móðurbróður míns að leiðarlokum með nokkrum orðum. Kært var með þeim systkinum, Svanhildi og Kjart- ani, alla tíð meðan bæði lifðu enda hafði hún tekið við heimilinu í Múla á meðan hann var enn á barnsaldri, þegar móðir þeirra féll frá. Kjartan Guðmundsson var með afbrigðum barngóður maður og naut ég þess ríkulega í uppvext- inum meðan báðir voru undir sama þaki í Múla, m.a. átti ég afdrep hjá honum til heimanáms fyrir skóla. Kjartan var af sinni kynslóð góð- ur meðalmaður á hæð, þéttur á velli og vel að manni. Hann var fríður maður og bar sig vel. Hann var mannblendinn og öðrum mönnum skemmtilegri í góðra vina hópi, Hann gat verið glettinn en aldrei ill- kvittinn eða umtalsillur. Má segja að þar hafi hann borið ættarfylgju, því móðurfólk hans, systkinin frá Breiðholti voru öll glaðsinna og söngvin. Kjartan var aufúsugestur hvar sem hann kom. Ekki var hann langrækinn en fremur fáskiptinn við þá, sem honum þótti við. Margs væri að minnast frá löngu æviskeiði en læt nægja að vísa til aðfaraorða blaðsins og þeirra eig- inda, sem ég lýsi að ofan og prýddu hinn mæta mann, Kjartan móður- bróður minn. Á kveðjustundu vil ég þakka Kjartani frá Múla, móðurbróður mínum, samfylgd og væntumþykju og flyt sonum hans og niðjum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Hörður Gunnarsson frá Múla og fjölskylda. Hinn 19. janúar síðastliðinn and- aðist vinur minn Kjartan Guð- mundsson bifreiðastjóri. Mig langar til að minnast Kjartans með fáein- um orðum. Ég var nýbyrjaður að starfa sjálfstætt sem skrúðgarð- yrkjumaður fyrir um 25 árum og mig vantaði mold. Ég hef samband við vin minn og hann segir við mig: „Hafðu samband við „gamla“, en það var Kjartan kallaður hjá hópi manna. Ég hef samband við „gamla“, hann segir mér að mæta á ákveðinn stað. Þar mokar hann á bílinn með mjög svo fornaldarlegri dragvél sem ég gat ómögulega skil- ið hvernig hann gat stjórnað svo fimlega. En þegar ég er kominn spölkorn í burtu sekkur bíllinn og situr fastur. Sá gamli hafði tekið eftir því, vippar sér út úr gröfunni og hleypur í burtu. Ég er þarna bjargarlaus og sá gamli farinn. Ég er í þann mund að fara að blóta þegar stór vörubíll kemur á svæðið. Nú verður mér reddað hugsa ég og hleyp á móti bílnum, þegar nær er komið sé ég að þetta er sá gamli. Hann bindur spotta í bílinn minn, dregur hann upp á öruggan stað og segir svo við mig: „Komdu, strákur, og fáðu þér kaffi með mér.“ Ég fer upp í bílinn til hans og fæ mér kaffi með honum. Þá segir hann að hann hafi tekið eftir því að ég var illa dekkjaður og myndi sennilega festa bílinn minn. Þannig var Kjartan með lúmskt spaug en umfram allt óskaplega hjálpsamur og greiðvik- inn, og þannig hófst vinátta okkar Kjartans sem hélst meðan hann lifði. Kjartan hafði mjög gaman af að ferðast og ég tala nú ekki um það að renna fyrir silung. Við fórum marg- ar ferðir saman, bæði veiðiferðir og skoðunarferðir og fórum þá ekki alltaf hefðbundnar leiðir. Hann var sérstaklega lunkinn ljósmyndari og hafði næmt auga fyrir náttúrunni. Eftir hann eru margar alveg stór- kostlegar ljósmyndir. Kjartan var sérstaklega duglegur að hjálpa mér á strik eftir veikindi sem ég lenti í. Hann gerði við mig samning um að ég ætti að aka en hann að segja mér sögur. Hann var mættur kl. 8 á morgnana. Svo var ekið út og suður. Eftir að Kjartan missti konuna sína tókum við upp þann sið að borða saman með reglu- legu millibili, t.d. þegar það var landsleikur eða góður fótbolti í sjón- varpinu. Það var bara tvennt í mat- inn, mjög feitt hrossakjöt eða gam- aldags verkuð hrossabjúgu. Gerðum við okkur oft ferð austur fyrir fjall til að versla þetta góðgæti. Fyrir nokkrum árum fór sjón hans að hraka og kom til tals að hann skyldi hætta að aka vörubílnum og ljúka farsælli starfsævi en hann ætlaði að keyra aðeins lengur. Ég held að hann hafi kviðið fyrir þeirri stundu að hætta. Einu sinni sem oftar hringir Kjartan í mig og segir að hann hafi náð í mjög feitt og fallegt hrossakjöt og býður mér í veislu. Þegar maturinn er tilbúinn og við förum að snæða kemur í ljós að öll þessi mikla fita sem átti að vera á kjötinu var bein. Við horfum hvor á annan og förum að hlæja og þá seg- ir Kjartan: „Nú held ég að ég selji vörubílinn og hætti,“ sem og hann gerði. Eftir það hafði Kjartan mik- inn tíma sem hann nýtti sér í ferða- lög og göngur. En elli kerling bank- aði upp á hjá honum og hann slóst í för með henni sem hlýðinn þegn. Hann lést 19. janúar sáttur með lífs- hlaup sitt en hefði kannski viljað veiða lengur. Elsku vinur, ég þakka þér fyrir samveruna í þessari jarðvist og allt sem þú gerðir fyrir mig. Við hitt- umst fyrir hinum megin. Þar hlýtur að vera til feitt hrossakjöt sem við getum fengið okkur að snæða og spjalla saman yfir. Ég votta börnum og ættingjum Kjartans samúð mína. Kristján Vídalín. KJARTAN GUÐMUNDSSON ELLEN VALA SCHNEIDER ✝ Ellen ValaSchneider lög- fræðingur fæddist 10. desember 1954. Hún lést í Washington D.C. 2. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Hallfríður Guð- brandsdóttir, f. 5. mars 1922 og Henry Shneider, f. 20. sept- ember 1919. Systkini Ellenar Völu eru Matthild, f. 25. nóv- ember 1949, Karen Anna, f. 13. ágúst 1952 og John Brand, f. 26. mars 1960. Maður Ellenar er Matthew L. Jakobs lögfræðingur, f. 22. ágúst 1955. Synir þeirra eru Matthew L., f. 3. júlí 1984 og John Henry, f. 23. ágúst 1988. Útför Ellenar fór fram 8. febr- úar. en var að hún dvaldi hjá okkur í nokkra mánuði árið 1976, þá rúmlega tvítug. Þá kynntumst við þessari yndislegu manneskju sem var gædd óvenju góðum gáfum, hún var glaðleg og hjálpsöm og allra manna hugljúfi. Hún naut dvalarinnar á Íslandi, fannst gam- an að kynnast landi móður sinnar og ætt- ingjum og hélt hún tryggð við okkur allar götur síðan. Ellen, sem var lögfræðingur að mennt var hamingjusamlega gift Matthew sem einnig er lögfræðingur. Þau áttu tvo drengi, John og Matthew. Megi fagrar minningar um mæta konu styrkja syrgjendur á sorgar- stundu. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson.) Fjölskyldan í Grænuhlíð. Það fylgdi mikill ljómi nafni frænku okkar Ellenar í Ameríku. Hún var næstyngsta barn móður- systur okkar Öddu og Henri Schneid- er sem búa í Washington DC. Frá því við vorum litlar fengum við hver jól send jólakort með mynd af fjölskyldunni og var alltaf jafngaman að dást að þessum fínu frænkum og frænda sem við áttum þar vestra. Heimsóknir voru fátíðar á þessum árum, en það sem batt okkur við Ell-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.