Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hættuleg stund fyrir Evr-ópu og íslam.“ Þannighljóðaði fyrirsögn ídagblaðinu Interna-tional Herald Tribune á miðvikudag í liðinni viku. Í greininni var sagt frá teikningu, sem sett var á heimasíðu lítillar arabahreyfingar í Belgíu, Hollandi og Danmörku af Hitler í rúminu með Önnu Frank. „Skrifaðu þetta í dagbókina þína, Anna,“ segir Hitler á teikningunni. Sögðu samtökin að tilgangur teikn- ingarinnar hefði verið að „nýta rétt okkar til listrænnar tjáningar“ með sama hætti og Jyllands-Posten þegar blaðið birti teikningarnar tólf af spá- manninum Múhameð í september. „Evrópa hefur sínar heilögu kýr þótt þær séu ekki trúarlegar heilagar kýr,“ sagði Dyab Abou Jahjah, stofn- andi umræddra samtaka. Að duga eða drepast fyrir Evrópu og íslam Tortryggni er ekki ný af nálinni í þessum efnum, en nú hafa menn áhyggjur af því að farið hafi verið yfir nýjan þröskuld. „Mér finnst þetta líta út fyrir að vera tími vatnaskila,“ seg- ir Timothy Garton Ash, sagnfræðing- ur í Evrópusögu við Oxford, í samtali við blaðið. „Nú er að duga eða drep- ast fyrir Evrópu og íslam. Þetta er einstaklega hættulegt augnablik“ sem gæti leitt til „þess að gagn- kvæmur skilningur gjaldi verulega og ekki bara á milli öfgasinna.“ Í greininni er vitnað í Jürgen Gottslich, þýskan blaðamann í Istan- búl, sem segir að þetta snúist ekki lengur um að tala niður til hóps inn- flytjenda: „Rétt eins og hetjur gerast málsvarar tjáningarfrelsis í Dan- mörku eru hetjur allt frá Arabíu- skaga til Norður-Afríku til Indónesíu tilbúnar að taka sér stöðu við götu- vígin til að verja reisn spámannsins.“ Uppnámið og mótmælin vegna teikninganna í Jyllands-Posten eru ekki stakur atburður. Mótmælaalda fór um þegar frétt, sem síðar var dregin til baka, birtist í Newsweek um að kóraninum hefði verið sturtað í klósettið til að niðurlægja vitni í yf- irheyrslum í fangelsi Bandaríkja- manna við Guantanamo-flóa á Kúbu. Myndir af pyntingum í Abu Ghraib- fangelsinu í Bagdad vöktu harðar til- finningar. Tjáningarfrelsið gegn fjölmenningarhyggjunni? Á hinn bóginn hafa ógnarverk, sem framin eru í nafni íslams, mótað af- stöðu almennings á Vesturlöndum til múslíma. Árásin á Bandaríkin 11. september 2001, sprengjuárásin á lestarstöðvarnar á Spáni í mars 2003 og í almenningslestarkerfinu í Lond- on í júlí í fyrra hafa vakið skelfingu og mótað afstöðu margra, jafnvel gegn betri vitund. Í raun hefur skap- ast andrúmsloft þar sem erfitt verður að gera greinarmun á öfgaöflum og þeim, sem eru hófsamir. Garton Ash segir að teflt sé saman tveimur gild- um, annars vegar tjáningarfrelsinu og hins vegar fjölmenningarhyggj- unni, sem sé krafist í þeim löndum þar sem múslímar settust uppruna- lega að sem tímabundið vinnuafl á sjöunda áratugnum, en séu nú orðnir íbúar þeirra til frambúðar og fari fjölgandi. Annars vegar er staðan sú að margir líta svo á að í löndum þeirra hafi sest að minnihlutahópar, sem hafi önnur lífsgildi, en skirrist ekki við að færa sér í nyt kosti þjóðfélags- ins, sem þeir hafni. Þeir taki störf þegar litla atvinnu sé að hafa og éti innanfrá velferðarkerfi, sem hafi staðið á brauðfótum fyrir. Hins vegar líta afkomendur inn- flytjendanna, sem var beinlínis boðið að koma til Evrópu til að vinna á sín- um tíma, svo á sem komið sé fram við þá sem annars flokks borgara og til- vonandi hryðjuverkamenn. Innfædd- ir arabar eiga erfiðara með að finna vinnu en jafnaldrar þeirra, hvort sem þeir eru menntaðir eða ómenntaðir. Virðing eða undirgefni? Sú tilfinning ryður sér æ meira til rúms að múslímar í Evrópu gangi of langt í kröfum sínum um að halda í sína menningu og sín gildi. Þeir verði að laga sig að þeim þjóðfélögum, sem þeir hafi ákveðið að skuli vera heimili þeirra, en ekki öfugt. Orð Flemings Rose, menningarritstjóra Jyllands- Posten, sem nú hefur reyndar verið sendur í tímabundið frí, endurspegla þessar tilfinningar: „Þegar múslímar segja að þú sýnir ekki virðingu myndi ég segja: þú ert ekki að biðja um virð- ingu mína, þú ert að biðja um und- irgefni mína.“ Þessi hugsun hefur komið fram víðar á undanförnum dögum, óttinn við það að í Evrópu þurfi fólk að fara að laga sig að gild- um múslíma og fórna sínum eigin. Í Danmörku kom ein birtingarmynd þessa ótta fram í vikunni í skoðana- könnun, sem sýndi að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem er andvígur inn- flytjendum, hefði aukist vegna skop- myndamálsins. Víða í Evrópu hafa flokkar með svipaðan málstað í mál- efnum innflytjenda átt auknu fylgi að fagna upp á síðkastið. Tjáningarfrelsið er hvergi ótak- markað. Alls staðar eru einhver lög, sem takmarka það að einhverju leyti. Það má velta fyrir sér tilganginum með því að birta teikningarnar í Jyl- lands-Posten. Það var gert með rök- um umræðu um tjáningarfrelsi, en einnig verður að líta til þess hvaða af- leiðingar efni, sem dregur minni- hlutahópa, sem þegar eiga undir högg að sækja í viðkomandi þjóð- félagi, í dilka eða setur stóran hóp með ómaklegum hætti á einn og sama básinn vegna verka öfgamanna innan hans. Hin mótsagnakennda hugsun að baki þessum myndbirting- um hefur komið í ljós þegar spurt hefur verið hvað þeir fjölmiðlar, sem birt hafa teikningarnar af Múhameð spámanni, myndu gera við skop- teikningar af helför gyðinga. Þá hef- ur borið svo við að hin kokhrausta málsvörn tjáningarfrelsisins hefur koðnað niður. Nægir í þeim efnum að vísa til viðtals, sem birtist við tals- mann þýska dagblaðsins Die Welt, sem birti myndirnar til að sýna Jyllands-Posten samstöðu. Gagnrýninni á umfjöllun vest- rænna fjölmiðla sleppir hins vegar ekki við teikningar af Múhameð spá- manni. Fyrir tæpum tuttugu árum gaf Ayatollah Khomeini, leiðtogi Ír- ans, út aftökuskipun á hendur rithöf- undinum Salman Rushdie fyrir guð- last í bókinni Söngvar Satans. Árið 2004 var hollenski kvikmyndagerðar- maðurinn Theo Van Gogh myrtur á götu í Amsterdam. Morðinginn var múslími, sem gat ekki sætt sig við guðlast í mynd, sem leikstjórinn gerði og heitir Undirgefni. Í mynd- inni er fjallað um ofbeldi gegn músl- ímskum konum. Reuters Stuðningsmenn íslamska bandalagsins Muttahida Majlis-e-Amal horfa á danskan fána í ljósum logum á mótmælafundi í Islamabad í Pakistan á föstu- dag. Múslímar um allan heim hafa mótmælt birtingu skopmynda af spámann- inum Múhameð sem birtust fyrst í Jyllands-Posten í Danmörku og síðar í dag- blöðum annars staðar í Evrópu og víðar í heiminum. Taka öfgarnar völdin? 12 teikningar af spámanninum Múhameð hafa sett heim- inn í uppnám og velta menn því nú fyrir sér hvort mörk umræðunnar hafi færst til. Nú hafi öfgamenn orðið á báða bóga og raddir hófsemi og sátta verði úthrópaðar. Opnast hafi vítahringur þar sem vont muni versna og öfgarnar taka völdin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum verði ekkert að gert. Karl Blöndal fjallar um málið. ÁTÖK SIÐMENNINGARSVÆÐA LAND HINNA FRJÁLSU? Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, kennari við Williams College. Karen Merill, forstöðumaður hjá Center for Environmental Studies og dósent í sagnfræði við Williams College í Massachusetts. Martha Umphrey, dósent í lögfræði, réttarheimspeki og sam- félags vitund (Social Thought) við Amherst College í Massachusetts. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðin og leiðbeinendur á www.endurmenntun.is e›a hringdu í síma 525 4444. Land hinna frjálsu? 20.03.–27.03. Leiðbeinendur: Karen Merill, Martha Umphrey og dr. Magnús Þorkell Bernharðsson. Fjallað verður um sögu og menningu bandarísku stjórnar- skrárinnar og hvernig hún stjórnar lífi einstaklinga og hópa í landinu. Að auki verður fjallað um sögulegan bakgrunn bandarískra stjórnmála og utanríkisstefnu Bandaríkj anna eins og hún birtist í alþjóðastjórnmálum samtímans. Átök siðmenningarsvæða, 27.03.–30.03. Leiðbeinandi: Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson. Á þessu námskeiði verða róttækar pólitískar hreyfingar íslamista skoðaðar. M.a. verður þróun þessarar hug mynda- fræði rakin og hvað/hvort það er eitthvað í trúnni sem hvetur til ofbeldisfullra aðgerða. Einnig verður fjallað um heimsmynd íslamista, stöðu kvenna og ýmislegt fleira. Veittur er 40% afsláttur af seinna námskeiðinu ef bæði námskeiðin eru sótt. AR G US / 06 -0 08 1 Virkjum velferðina – í þágu allra Abraham Shwaiki bílaviðgerðamaður Anna Geirsdóttir læknir og fyrrv. borgarfulltrúi Arna H. Jónsdóttir leikskólakennari og lektor Ástríður Guðrún Eggertsdóttir arkitekt Bergvin Oddsson framhaldsskólanemi sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur Bjarni Kristinsson jarðfræðingur Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu Ellen Kristjánsdóttir söngkona Erla Ingólfsdóttir húsmóðir Eva Einarsdóttir verkefnisstjóri í mannréttindamálum Eva Kaaber fulltrúi Felix Bergsson leikari Garðar Sverrisson rithöfundur, fyrrv. formaður ÖBÍ Gestur Guðmundsson prófessor í félagsfræði Gísli Tryggvason lögmaður Guðmundur Jónsson vefsíðuhönnuður Guðný Aradóttir stafgönguþjálfari Guðrún Hannesdóttir, Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra Guðrún Helgadóttir rithöfundur Guðrún Ögmundsdóttir alþingiskona Halldór Gunnarsson félagsráðgjafi Haukur Helgason skólastjóri Hector Angarita verkfræðingur veljum í 3. sæti Kosningaskrifstofa á Skólavörðuholtinu www.bjorkv.is Herdís Sveinsdóttir prófessor í hjúkrunarfræði Hlín Guðjónsdóttir iðjuþjálfi Ingibjörg Bjarnardóttir lögmaður Kjartan Pálmarsson strætisvagnabílstjóri Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur María Kristjánsdóttir félagsráðgjafi Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Ragnheiður Pálsdóttir fyrrv. gjaldkeri Salmann Tamimi tölvunarfræðingur Sigrún Jónsdóttir sjúkraliði Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf Steinunn Finnbogadóttir ljósmóðir Stefán Unnsteinsson fiskútflytjandi Svandís Sigurðardóttir lektor í sjúkraþjálfun Svanhvít Sveinsdóttir grunnskólakennari Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði Sveinn Rúnar Hauksson læknir og eiginmaður Súsanna Svavarsdóttir rithöfundur Tolli Morthens listmálari Þorsteinn J. Óskarsson rafeindavirkjameistari Þorvaldur Kristinsson bókmenntaritstjóri Þóroddur Þórarinsson þroskaþjálfi Þórólfur Antonsson fiskifræðingur Við styðjum óháð framboð Bjarkar:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.