Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 65

Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 65 MINNINGAR Hann elsku afi minn er dáinn. Ég var svo heppin að eiga besta afa í öllum heiminum og fá að hafa hann svona lengi hjá mér. Ég á eftir að sakna hans óendanlega mikið. Bestu stundir lífs míns átti ég í sumarbústaðarferðunum okkar þeg- ar afi og amma Sigga voru með í för. Þar var ýmislegt brallað og var endalaust gaman. Afi var alltaf að fikta í ljósunum, ofnunum og gasinu og vorum við hrædd um að kofinn myndi springa í loft upp á hverri stundu. Við vorum alltaf í basli með að ná í vatn og var oftar en ekki þrammað upp að Ljótulind til að losa stíflur og moka upp drullu úr lindinni. Þá var sest niður á miðri leið og fengið sér í pípu. Amma hafði alltaf bakað parta og var það etið með bestu lyst í hádeg- inu. Svo lögðu þau sig. Í öll þessi ár var leggjutími milli eitt og þrjú og þá máttum við ekki vera með læti. Man samt að einu sinni settum við fiskiflugu upp í afa þar sem hann hraut í sófanum í stofunni. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað honum brá mikið og hóstaði upp flugunni. Á kvöldin var grillað og spilað rommí og alltaf kíkti amma á spilin hjá afa. Þessa vísu bjuggum við til, ég, Sigga og Aðalheiður, einu sinni þeg- ar við vorum að fara í bíltúr um sveitina. Afi sat frammí og við þrjár stelpurnar hossuðumst aftur í og sungum þetta hástöfum: Bíllinn keyrði upp á fjall, í honum sat gamall kall hann var með pípuna sína, hann hét afi bomm bommbína. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu Siggu og afa á Bugðulækinn. Afi saltaði besta saltkjöt í heimin- um, brimsalt og bjó líka til besta plokkfiskinn. Þar var endalaust spjallað yfir kaffi, kökum og kruð- eríi. Ég sótti afa í vinnuna á sunnudög- um síðustu árin sem hann vann á Umferðarmiðstöðinni. Alltaf fékk ég eitthvað fyrir og oftar en ekki nammi. Hann bað alltaf um hunda- skít í sjoppunni þar og líka í Ragga- búð. Hundaskítur voru lakkrísrúllur og ég varð alltaf eins og kleina þeg- ar hann sagðist vilja fá hundaskít fyrir stelpuna hátt og skýrt við af- greiðslufólkið. Síðan var veisla í hádeginu, og það engin smá veisla. Kótilettur eða kjúklingur eins og amma Sigga ger- ir best og stundum laxhausar og ábrystir. Oftar en ekki fórum við saman í fiskbúðina og afurðasöluna. Þar kenndi ýmissa grasa og þetta var eins og að fara með bókaorm á bóka- safn. Ég ætlaði ekki að ná afa upp úr frystikistunum. Og alltaf komum við drekkhlaðin til baka með kæfu, hjörtu, nýru og stundum heilu og hálfu folöldin og fleira og fleira. Ég gleymi aldrei þegar afi var hjá okkur í Garðabænum þegar amma var á spítala og hann gaf mér Purk. Hann kom einn daginn heim með búr og pínulítinn bláan páfagauk í kassa án þess að spyrja kóng né prest. Og hvílík gleði sem þessi gjöf veitti. Purkur var skírður Purkur Gestur Þórarinn eftir afa. Það er alltaf soldið skrýtið að afi bomm er ekki lengur á Bugðulækn- um, en við eigum yndislegar minn- ingar um afa. Það verður alltaf gott að kíkja í kaffi til ömmu Siggu og rifja upp allt það skemmtilega sem við gerðum saman og hlusta á sögur frá því í gamla daga og ég veit að afi er ekki langt undan og fylgist vel með öllu. Þessi þrjú litlu orð eiga alltaf eftir að minna mig á elsku afa minn „O, sei, sei.“ Hrund. Hann elsku afi bomm bomm hefur nú fengið hvíldina fallegu. Afi var besti karl í heimi eins og amma Sigga segir alltaf. Margar eru minningarnar og góð- ar. Hugljúfastar eru þær frá sum- arbústaðnum. Afi með hárið úfið og pípuna að spila rommý og amma Sigga að reyna að kíkja á spilin hjá honum. „Já, sei, sei, hér á ég tvist og ég loka …“ Duglegri karl var vart hægt að finna. Afi var að verða áttræður þegar hann hætti að vinna á BSÍ. Þó hann hafi loks hætt að vinna þá fann hann sér alltaf eitthvað að gera. Laga vaskinn, vökva blómin, mála skápana, líma brotnar styttur eða baka „vöpplur“ o.fl. o.fl. Alltaf var það sönn ánægja að fara með afa í leiðangra. Þá var haldið í fiskbúðina, afurðasöluna og keypt inn heil ósköp. Hann tók sér góðan tíma í að velja alla hluti og helst vildi hann handfjatla allt áður en hann ákvað að kaupa það. Svo sagði hann alltaf: „Veldu þér svo eitthvað gott fyrir að snúast þetta.“ Þegar afi var í essinu sínu þá átti hann það til að töfra fram sögur frá gamla tímanum. Hann tók sér einn- ig góðan tíma í segja frá og lýsti öllu vel og vandlega. Hann hefur verið mikill grallaraspói þegar hann var stráklingur. Var með mikið rautt hár sem ekki var hægt að greiða nema brjóta alla kamba og alþakinn freknum. Alltaf var gott að koma á Bugðu- lækinn og hitta afa þar. Hann sýndi öllu sem maður var að fást við mik- inn áhuga. Að sinna daglegum störf- um á Bugðulæknum, ásamt ömmu Siggu, urðu hans ær og kýr seinustu árin. Hann naut þess að gera það sem hann gat og oft fór hann í gegn- um daginn á þrjóskunni einni. Þegar heilsan brást honum endanlega tók hann því með miklu æðruleysi og hélt áfram að hafa áhuga á lífinu í kringum sig. Þó svo að hann gæti ekki búið lengur á Bugðulæknum var hugur hans ávallt þar hjá elsku kerlingunni sinni. Hann naut þess að koma heim, fá sér í pípu og borða góða matinn hennar ömmu Siggu. Það er orðinn fastur liður í lífi Gumma litla að fara á Bugðulækinn. Þar líður honum einna best. Þar kenndi afi bomm honum að heilsa karlmannlega að góðum sið og hann kenndi afa að klappa. Þar hittust ungur og gamall og skemmtu sér konunglega og nutu ávallt fé- lagsskapar hvor annars. Afi er dáinn en andi hans er nú á Bugðulæknum hjá elskunni hans. Þar munum við áreiðanlega verða vör við hann og góða nærveru hans. Hann mun halda áfram að fylgjast með litlu fjölskyldunni dafna. Elsku amma, missir þinn er mikill en huggun harmi gegn að nú líður honum vel og hann er kominn heim til þín. Okkur mun ávallt finnast gott að koma heim á Bugðulækinn og minnast besta afa í heimi. Sigríður, Lárus og Guðmundur Hermann. Afi minn, sem mér þótti svo vænt um, er dáinn. Í mínum huga hét hann ekkert annað en afi Bomm. Mínar fyrstu minningar um hann eru þegar hann hossaði mér á hnjánum og sagði bomm, bomm, bomm. Þegar ég varð eldri fylgdist ég spennt með strætisvagninum sem afi kom með úr vinnunni. Hlutverk mitt var að fara með honum í búðina og kaupa í matinn. Það gerði mig stolta og ánægða að trítla við hlið hans. Það var alltaf svo gott og öruggt að vera í kringum afa. Hann var allt- af áhugasamur og tilbúinn að hlusta. Þegar ég kom með myndir til hans sem ég hafði teiknað, setti hann allt- af á sig stóru, þykku gleraugun sín. Skoðaði lengi, gaumgæfilega og hrósaði mér með brosi. Það er alltaf svo erfitt að kveðja. Ég veit þó að þegar kvíði eða ótti sækir að mér, þá get ég farið í hug- anum á Bugðulækinn og fundið hlýjuna streyma á móti mér. Þar sit- ur afi Bomm í stólnum sínum og amma Sigga við hlið hans. Þá finn ég frið í hjartanu. Aðalheiður. Allt frá því að ég man eftir mér sat afi Bomm alltaf í uppáhalds- stólnum sínum með uppáhaldspíp- una sína á Bugðulæknum. Hann var oftast að horfa á Alþingi með hljóð- styrkinn á hæstu stillingu og gat setið tímunum saman og horft á það. Hann var góður við unga sem aldna og átti marga að. Afi Bomm skilur eftir sig far í stólnum sínum sem enginn annar getur fyllt upp í. Ég er þakklátur fyrir allar þær stundir sem ég átti með honum og ég er viss um að það er vel tekið á móti honum í Himna- ríki. Blessuð sé minning hans. Árni Gestur. Elsku afi minn. Ég er þér æv- inlega þakklátur fyrir allar þær stundir sem ég naut í þínum fé- lagsskap. Mikið ákaflega á ég eftir að sakna þess að sjá þig sitjandi svo sæld- arlega í hægindastólnum þínum þegar ég kom í heimsókn og hvernig þér tókst hvað eftir annað að sjá við mér í rommý – þegar okkur gafst tækifæri til að taka í spil, og þau munu ætíð vera mér minnisstæð þau óvæntu atvik þegar reykurinn und- an glóðunum úr pípunni þinni veitt- ist að reykskynjara hússins með til- heyrandi afleiðingum. Guð blessi minningu þína, minn kæri afi Bomm. Haraldur.  Fleiri minningargreinar um Árna G. Sigfússon bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigrún Ólafs- dóttir. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Faðir okkar og bróðir minn, GYLFI GÍSLASON teiknari og myndlistarmaður, Skólastræti 3b, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 1. febrúar. Útför hans fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Margrét Þóra Gylfadóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Unnur Kristbjörg Gylfadóttir, Freyja Gylfadóttir, Þorkell Snorri Gylfason, Kristín Eiríka Gísladóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, ANNA MARÍA GUNNARSDÓTTIR, Herningvej 86, Álaborg, Danmörku, lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. febrúar. Niels Møller-Jensen, Nina, Emil, Jakob Nielsbörn, Gunnar Árnason, Kjartan Gunnarsson, Hrefna Sölvadóttir, Þorgerður Gunnarsdóttir, Ásgeir G. Sigurðsson. Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLENDUR STEINAR ÓLAFSSON, Miðtúni 46, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 8. febrúar sl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Sólveig Erlendsdóttir, Sveinn H. Skúlason, Gísli Erlendsson, Kirsten Erlendsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÁLL JÓHANNESSON frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, Mánatúni 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 14. febrúar kl. 13.00. Guðlaug Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Þuríður Pálsdóttir Páll Kjartansson, Már Grétar Pálsson, Sólveig Sveinsdóttir, barnabörn og langafastrákur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, ANNA BJÖRK DANÍELSDÓTTIR, Fjóluhvammi 13, Hafnarfirði, sem andaðist á heimili sínu aðfaranótt þriðju- dagsins 7. febrúar, verður jarðsungin frá Víði- staðakirkju miðvikudaginn 15. febrúar klukkan 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess, síma 540 1900. Hafsteinn Þórðarson, Pálína Margrét Hafsteinsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ása Marin Hafsteinsdóttir, James William Goulden, Daníel Þór Hafsteinsson, Ellen Ragna Pálsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Stekkjarbergi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 2. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Jón Hansson, Hafsteinn H. Jónsson, Helga Guðbjartsdóttir, Guðbjörn H. Jónsson, Lydia V. Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Karl Guðmundsson, Sesselja Jónsdóttir, Hreinn Sigurgeirsson, Gísli Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.