Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Göran Persson, forsætisráðherra Svía, sýndi hyggindi og gætni fyrir hönd þjóðar sinnar með því að kalla sendiherra múslímaríkja til fundar við sig, lýsa velvild sinni og virðingu og þvo hendur Svía af strákapörum danska Jótlandspóstsins og kristna blaðsins Mag- azinet í Noregi. Þetta gerði hann á sama tíma og hægrimað- urinn óvarkári Anders Fogh Rasmussen neit- aði að þiggja boð sendiherra sömu ríkja um fund til að ræða málið – „tjáning- arfrelsið“ væri ekki til umræðu! En Anders ætti ekki einungis að halda fund, heldur láta í snatri semja frumvarp til laga sem banni heimskuleg uppátæki sem ögra trúartilfinningu margra múslíma – hvað sem „hefðum okkar í skop- myndagerð“ líður. Halda mætti, að danski forsætis- ráðherrann hafi verið með óráði að vilja ekki biðjast afsökunar á ögrun Jótlandspóstsins. Mörg evrópsk blöð vega reyndar í sama knérunn, sbr. France Soir með fjölda slíkra mynda, og þó eru múslímar 6 millj- ónir á franskri grund og engin vit- glóra í því að æsa suma þeirra upp á móti sér. Ritstjóri Die Welt gekk svo langt að réttlæta eigin birtingu á myndinni með því, að „rétturinn til guðlasts“ væri hluti af vestrænu lýð- ræði! (Mbl. 2/2). Það er þó í engu samræmi við vestræna lagahefð, þ.m.t. íslenzka allt frá þjóðveldisöld. Nú heyrast jafnvel raddir um að birta beri mynd þessa í öllum ís- lenzkum fjölmiðlum, en það væri hið mesta ábyrgðarleysi. Sú yfirlýsing var til fyrirmyndar hjá Sigmundi Erni Rúnarssyni, að NFS-stöðin myndi ekki birta þessi þarflausu, ögrandi ’gamanmál’. Aðrir tala um að „við eigum að kaupa danskt“, og Danir sjálfir berja sér sumir hverjir á brjóst og tala um að sniðganga vörur frá Arabalöndunum, brenna jafnvel Kóraninn á Ráðhústorginu! Það var nú mest í nösunum á þeim, því að enginn mætti svo á torgið, þegar stóð! Hverjum halda menn að yrði mest ágengt í því hatursbáli sem upp af þessu gæti risið? Ímynda særðir Danir sér, að þeir geti launað fyrir sig í sömu mynt í Arabalöndunum og setið síðan sáttir að kalla? Umburðarleysi múslíma eða við- kvæmni í þessum mál- um er kunnara en frá þurfi að segja, en sú ákvörðun danskra stjórnvalda að telja sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á myndbirt- ingunni er algert ábyrgðarleysi sem nú kemur þeim sjálfum í koll, þegar eldur er lagður í norræn sendiráð í Mið- Austurlöndum og vígasveitir hafa í hótunum við Dani. Sumir telja þó Dani vel mega launa fyrir sig, eftir að krossfáni þeirra hefur verið brenndur, 1000 störf glötuð, 23 milljarðar danskra króna í útflutningstekjur farnar í súginn, menn þeirra hraktir úr Arabalöndum o.s.frv. Menn geta hugsað þetta þannig, ef þeir setja sér Dani fyrir sjónir sem einn þjóð- arlíkama sem geri bara það sem hann lystir á markaðstorgi hins al- gera frelsis – til skoðanaskipta og athafna, vöruvals í verzlunum, fram- komu gagnvart múslímum o.s.frv. og umfram allt til tjáningarfrelsis. Menn geta sagt, að þetta sé sann- gjarn krókur á móti bragði. Ef hinir, hátt á annan milljarð múslíma, svara fimm milljóna smáþjóðinni með algeru verzlunar- og við- skiptabanni, þá geta sömu menn síð- an setzt niður og reynt að kannast við þau viðbrögð sem eðlilegt pend- úlslögmál þessa markaðar skoð- anaskipta og endurgjalds ’í fríðu’. Þannig geta menn þá reynt að rétt- læta fyrir sjálfum sér framkomu Jótlandspóstsins, ef þeir meðtaka afleiðingar hennar. En vel að merkja kemur ritstjórn blaðsins ekki til með að taka ábyrgðina á því, ef dönsku blóði verður úthellt, sem allt eins getur átt sér stað austur í Indónesíu eins og í Marokkó, Níger- íu eða Kaupmannahöfn. Við getum ekki, lítandi á ástandið eins og það raunverulega er, hugsað bara um rétt Dana þarna sem þjóðarheildar né einstaklinga til tjáningarfrelsis til hvers sem er, því að með létt- úðugri, ögrandi framkomu sérlund- aðs og trúlega guðsafneitandi rit- stjóra í hættulegum heimi er verið að stefna mannslífum saklausra ein- staklinga í voða. Það eru engin stjórnmálaleg hyggindi að horfa fram hjá því, hve langt margir öfga- menn íslamista eru reiðubúnir að ganga, sé þeim ögrað. En kannski sumir öfgahægrimenn (ég er ekki að tala um ráðamenn) horfi beinlínis opnum augum fram á þann fórn- arkostnað margra Evrópuþjóða, en yppti öxlum og séu einmitt að leita sér að tilefni til að láta sverfa til stáls við múslíma og reka a.m.k. alla, sem ekki eru þegar orðnir evr- ópskir ríkisborgarar, á brott úr álf- unni. Það væru þá stjórnmálarefjar í ætt við það sem nazistar tíðkuðu í sókn sinni eftir yfirráðum í Weim- arlýðveldinu. En múslímum mun halda áfram að fjölga hér í álfu, og meðan Evr- ópuþjóðirnar þrjózkast við að við- urkenna eigin sjálfsútþurrk- unarstefnu með allt of fáum fæðingum og óheftri flóðbylgju fóst- urvíga, í andstöðu við kristna trú og siðferði, þá verður fátt til bjargar gömlu kristnu Evrópu frá þeim ör- lagadómi sem yfir henni hvílir, áður en öld þessi rennur skeið sitt á enda. Óráðsstefna danskra „tjáningarfrelsismanna“ Jón Valur Jensson fjallar um deilur múslíma og Dana ’… sú ákvörðun danskrastjórnvalda að telja sig ekki þurfa að biðjast af- sökunar á myndbirting- unni er algert ábyrgð- arleysi sem kemur þeim nú sjálfum í koll.‘ Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur og for- stöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. ÍSLENSK stjórnvöld mættu svo sannarlega huga betur að forvörnum í heilbrigðismálum og spara þannig óheyrilegan kostnað í heilbrigðiskerf- inu. Hafa forgöngu um að umsjón- armönnum mötuneyta í skólum verð skylt að vanda fæðuval fyrir börn og ungmenni, en grípi ekki til skyndilausna. Einnig að uppfræða foreldra á réttan hátt, þannig að fæðuval á heimilum helgist ekki af skyndibitalausnum. Svipað og aðrar þjóðir, sérstaklega hins vest- ræna heims, erum við Íslendingar að borða vítamínsnauða fæðu sem hlaðin er alls kyns aukaefnum er geta valdið sjúkdómum. Auk þess sem þetta og hitt er orðið fitusnautt eða kólesterólfrítt, hvort tveggja efni sem líkaminn þarfnast. Nýjustu rannsóknir sýna t.d. að kólesteról á líkast til engan þátt í hjartasjúkdómum. Kólesteról er horm- ón sem er líkamanum lífsnauðsynlegt, ekki síst þegar fólk eldist. Sannað þykir að kól- esteról verji líkamann fyrir ýmsum sjúkdóm- um. Þá er talið að fitu- skerðing matvöru hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér og að lík- aminn þarfnist fitu m.a. í vörnum sínum gegn ákveðnum tegundum krabbameina. Einnig að heilinn þurfi á fitu að halda sem vörn gegn Alsheimer og fl. Og margir telja að þessi fituskerðing valdi að stórum hluta fituvandamáli hins vestræna heims, vegna þess að líkami sem ekki fær fitu brennir ekki fitu. Þetta er staðreynd. Á nokkrum árum hefur meðalþungi Íslendinga hlaupið upp um ein 8 kíló. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að við erum að borða fitu- snautt þetta og fituskert hitt? Auðvit- að á hreyfingarleysi einhvern þátt í þessu fitufári, en það er samt ekki öll skýringin. Fljótfærnisleg og misvís- andi ráðgjöf í sambandi við hollustu þessa eða hins virðist einnig vera í gangi. Þarna þarf samræmingu. Í Bretlandi segja sumir að unga kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi, verði fyrsta kynslóðin á jörðinni, sem ekki nái að lifa foreldra sína. Ætli það verði líka þannig hjá okkur? Ég vona að okkur þyki vænna um börnin okk- ar en svo að við látum tíma- og hugs- unarleysi verða þeim að aldurtila. Við megum ekki láta sem við höfum ekki tíma til að elda al- mennilegan mat, úr al- mennilegu hráefni, því það veldur okkar öllum heilsuskaða og eykur kostnað heilbrigðiskerf- isins. Foreldrum hlýtur að þykja vænt um börnin sín og vilja þeim allt hið besta, jafnvel þótt þeim sé sama um sitt eigið mataræði. Látum börnin því ekki komast upp með að velja sér ónýta fæðu sem aðeins leiðir til sjúk- dóma síðar á ævinni. Þótt þau sleppi í dag, er ekki þar með sagt að þau geri það á morgun. Í skyndibita- auglýsingum er okkur talin trú um að við höfum engan tíma og því verði að leysa matarmálin með þessum eða hinum skyndiréttinum, sem að- eins þurfi örfáar mínútur í örbylgjuofninum og sé svo tilbúinn á borðið. Þarna er ekki aðeins um að ræða fæðu sem er kannski að mestu nær- ingarlaus gervifylling með skaðlegum aukefnum, heldur er fólk líka hvatt til að nota örbylgju- ofna, sem hefur aðeins eitt í för með sér og það er að eyðileggja heilsu fólks. Skelfilegar afleiðingar skyndi- lausna og gerviþarfa, sem fundnar hafa verið upp í gegnum tíðina, eru sí- fellt að koma betur í ljós í fjölgun sjúkdómstilfella og aldur sjúkling- anna færist neðar. Það er með ólík- indum hvernig við tökum endalaust á móti nýjungum, án þess að hugsa eða hika. Eitt er það sem taka skal með fyrirvara og það er þegar á pakkn- ingum stendur að varan sé vítam- ínbætt, því þá er oftar en ekki á ferð- inni kemísk efnasamsetning sem gerir illt verra. Upp úr miðri síðustu öld, þegar bylting varð í verksmiðjuframleiðslu á matvælum, voru framleiðendur fljótir að finna upp alls kyns efni er líktust raunverulegum næringarefnum, eins og t.d. vítamínum, steinefnum, kol- vetnum og eggjahvítu, svo eitthvað sé nefnt, en eru það að sjálfsögðu ekki, heldur aðeins gervi. Ég hef stórar áhyggjur af þróun þessara mála og er nokkuð viss um að heilsuvandamálin sem upp eru komin og upp munu koma í náinni framtíð, verði stærri en ,,hefðbundna“ læknisfræðin getur nokkurn tíma ráðið við. Við getum ekki endalaust haldið svona áfram og treyst bara á að læknar finni lausn á öllum okkar heilsuvanda, þegar hann kemur upp. Við verðum að vinna í þessu sjálf. Læknar eru nefnilega bara mannlegir eins og við hin. Enda er ,,hefðbundna“ læknisfræðin tak- mörkuð eins og flest annað í þessum heimi og að stórum hluta byggð á lík- um, sem leiða til ályktana og síðan lausna/lyfja, sem eru kannski ekki alltaf réttu lausnirnar/lyfin. Sá sem kallar sig lækni á auðvitað, án þröng- sýni, að fræða fólk um hvað rétt mat- aræði og inntaka fæðubótarefna hefur mikið að segja fyrir heilsu þess og halda fólki þannig frá sjúkdómum, í stað þess að bíða eftir þeim. En heitið doctor, er komið úr latínu og þýðir einmitt fræðari/kennari. Með tilkomu netsins er auðvelt fyrir alla að fylgjast með rannsóknum á sjúkdómum og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þá með réttari fæðu og inntöku á fæðubótarefnum. En rannsóknir benda til að efnaskortur sé aðal- ástæða flestra sjúkdóma. Alvöru aðgerðir Aðalsteinn Bergdal fjallar um forvarnir í heilbrigðismálum Aðalsteinn Bergdal ’Með tilkomunetsins er auð- velt fyrir alla að fylgjast með rannsóknum á sjúkdómum og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þá með réttari fæðu og inntöku á fæðu- bótarefnum.‘ Höfundur er leikari. - Einn vinnustaður Landslagsarkitekt Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heima- síðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Umhverfissvið Reykjavíkur óskar eftir að ráða landslagsarkitekt til afleysinga í eitt ár. Starfs- og ábyrgðarsvið Starf landslagsarkitekts á Umhverfissviði felst m.a. í hönnun útivistarsvæða og samskiptum vegna framkvæmda, gerð umsagna og ráðlegginga varðandi útivistarsvæði. Starfið heyrir undir Skrifstofu náttúru og útivistar. Hæfniskröfur: • Reynsla af hönnun útivistarsvæða, þ.m.t. leik- og dvalarsvæði. • Kunnátta í notkun teikniforrita. • Reynsla úr garðyrkju, garðyrkjuskólamenntun er æskileg. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagning í starfi. • Samstarfshæfni, eiga auðvelt með að tjá sig í töluðu og rituðu máli. • Hæfileiki til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi starfsumhverfi. Launakjör fara að kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Þórólfur Jónsson garðyrkjustjóri í síma 411 8500. Umsóknir skulu berast til Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, eigi síðar en þann 20. feb. 2006. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar er eitt af sjö fagsvið- um Reykjavíkurborgar og samanstendur af skrifstofum Neyslu og úrgangs, Náttúru og útivistar, Staðardag- skrár 21, Heilbrigðiseftirlits og vöktunar, sem fyrir utan Hundaeftirlit skiptist í þrjár deildir: Hollustuhætti, Mengunarvarnir og Matvælaeftirlit.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.