Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 47

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 47 leiddar eru í landinu eru Panama, Soberana og Atlas. Ágætir drykkir sem renna ljúflega um heitar kverk- ar en erfitt er að fá léttvín á veit- ingastöðum nema á hótelum. Krana- vatnið er einnig prýðilegt. Simon Bolivar og sjálfstæðið Í Villa de Los Santos er torg Simons Bolivars. Árið 1821 hlutu Panamabúar frelsi undan yfirráðum Spánar. Simon Bolivar beitti sér fyrir stofnun ríkjasambands Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador, Perú og Ven- esúela og við torgið stendur húsið þar sem frelsi Panama var lýst yfir. Ríkjasambandið liðaðist í sundur en Panama tilheyrði Kólumbíu til ársins 1903. El Valle er bær í 1000 m hæð í 3 milljón ára gömlum eldgíg og er veg- urinn þangað bæði krókóttur og brattur. Fjöllin umhverfis eru vinsæl hjá ferðamönnum og þar eru aug- lýstar göngu-, hjóla- og hestaferðir. Í skóginum eru leirböð og á þorps- markaðnum má gera reyfarakaup í skartgripum, hengirúmum, mynda- bolum og körfum sem eru svo vel ofnar að þær halda vatni. David er næststærsta borg í Pan- ama. Borgin stendur í landbúnaðar- héraði en hefur ekki upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn, utan ágætra hótela. Þar er mjög heitt allt árið. Boquette er hérað í 1060 m hæð og þekkt fyrir þægilegt loftslag og fjöl- breytt náttúrulíf. Isla Verde er bær sem orðinn er vinsæll ferðamanna- staður enda ekki eins heitt þar og niðri í David. Í Boquette bauðst að skoða kaffibúgarð. Ferill framleiðslunnar er flókinn og stöðugt verið að flokka kaffibaunirnar. Indíánar vinna við framleiðsluna og staða þeirra við færiböndin minnti á rækjuvinnslu á Íslandi. Aðstaða er fyrir indíánana í vistlegum skála. Þeir njóta heil- brigðisþjónustu, skólagöngu fyrir börnin og líf þeirra er í góðum, föst- um skorðum. Við heyrðum síðar að þessar föstu skorður væru að brjóta niður innfædda sem væri eðlilegt að vinna óreglulega og veiða þegar þeir væru svangir. Bandaríkjamenn hafa fengið augastað á Boquette. Víðáttumikil svæði í fjöllunum eru í uppbyggingu. Þar er verið að skipuleggja allt að amerískum hætti. Fasteignagjöld eru engin, vextir lágir og auðvelt að framfleyta sér. Trúfrelsi og kvenréttindi Í Panama ríkir trúfrelsi og eru konur rétthærri en í öðrum löndum Rómönsku Ameríku. Útvarp er mik- ilvægasti fjölmiðillinn en dagblöð eru ritskoðuð. Martin Torrijos, sonur Omars Torrijos, hefur verið forseti síðan 2004. Fólkið í landinu bindur vonir við kosningaloforð hans um að vinna bug á atvinnuleysi og fátækt og að fá fleiri fjárfesta inn í landið. Infinity er eitt glæsilegasta skemmtiferðaskip heims. Skemmtiferðaskip eru iðulega smíðuð með tilliti til þess að þau komist í gegnum skurðinn. Umferð um Panamaskurðinn er fjölbreytt. Hér er kafbátur á leið í gegn. Ferðalangar láta fara vel um sig í gistihúsunum hjá Caribbean Jimmy. Gisti- húsin eru úr bambus og leir og standa á ströndinni. Það er nákvæmnisverk að brenna kaffibaunir. Fréttir í tölvupósti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.