Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Höfum fengið í einkasölu á þessum frábæra stað glæsilega 97 fm íbúð ásamt bílskýli á efstu hæð í þessu vandaða lyftuhúsi. Íbúðin er öll hinn glæsileg- asta með mikilli lofthæð og vönduðum innréttingum þar sem ekkert er til sparað. Íbúðin er til afhendingar nú þegar algjörl. tilbúin með vönduðum gólfefnum. Verð 32 millj. Hafið samband við sölumenn Hraunhamars sem sýna íbúðina. Herjólfsgata - Hf. - 60 ára og eldri Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hátún - Einb. Reykjanesbæ Höfum fengið í einkasölu sérlega fallegt og vel staðsett einb. á tveimur hæðum auk bílskúrs, samtals 201 fm. Húsið hef- ur verið talsvert endurnýjað á vandaðan máta, m.a. eldhús, baðherb. o.fl. Falleg- ur ræktaður garður með verönd í bak- garði. Toppeign, frábær staðsetning. Verð 29,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Ásbúð - Raðh. - Garðabæ Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einka- sölu mjög gott raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, samtals um 166,3 fermetr- ar, vel staðsett við Ásbúð í Garðabæ. Eignin er á mjög góðum barnvænum stað þar sem er stutt í skóla, leikskóla, framhaldsskóla, fallegur garður í suður. Eignin skiptist í forstofu, hol, vinnuher- bergi, baðherbergi, tvö góð herbergi, geymslu og bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eld- hús, hol, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherb. ásamt sjónvarpsholi á millilofti. Góðar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar. Verð 41,9 millj. Brekkubyggð - Garðab. - Sérinng. Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 3ja herb. neðri sérhæð í þessu vinsæla hverfi. Íbúðin er um 60 fm, fallega innréttuð og mjög vel skipu- lögð, sérgarður, tvö svefnherb., rúmgóð stofa, flísalagt baðherb., allt sér. Verð 16,8 millj. 98491 Hlíðarbyggð - Raðh. - Garðabæ Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra stað fallegt 200 fm raðhús með innbyggðum bíl- skúr. Húsið er mjög vel staðsett í lítilli botn- langagötu með fallegu útsýni.Lítil aukaíbúð á jarðhæð, miklir möguleikar, húsið getur losn- að fljótlega. Verð 39,8 millj. 113801 GARÐABÆR Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Höfum fengið í einkasölu rót- gróna efnalaug/þvottahús ásamt fasteigninni Hraunbrún 40 þ.e. ca 250 fm einb/tvíb sem skiptist þannig, jarðhæð og bílskúr (hluti af efnalaug) þar sem efnalaug er til húsa, efri hæð og ris. Aðalhæð sér- inngangur, stofa , borðstofa, eldhús, svefnherb., sjónvarps- hol, o.fl. ris, 4 svefnherb. o.fl. góð staðsetning miklir möguleikar, góð hús- eign, húseign og fyrirtæki selt saman. rótgróið fyrirtækiUpplýsingar gefur Helgi Jón á skrifstofu. Þvottahús/efnalaug Hraunbrún Hafnarfjörður TÓNLISTARSKÓLAR í Reykja- vík eru sjálfstætt starfandi, yfirleitt sjálfseignarstofnanir. Lögheimilissveitarfélög nemenda greiða beinan kennslukostnað, því skv. núgildandi lögum er launakostnaður vegna tónlistarfræðslu alfarið á hendi sveitar- félaga. Nemendur greiða annan rekstrarkostnað með skólagjöldum. Reykjavíkurborg út- hlutar tónlistarskólum í Reykjavík „kvóta“, þ.e. hversu margir þegnar hennar njóta styrks frá borginni. Kvótinn hef- ur minnkað ár frá ári, þar sem heildar- fjármagn til mála- flokksins hefur ekki verið aukið, heldur skorið af eldri skól- unum eftir því sem nýir tónlistarskólar bætast við og íbúum fjölgar. Menntaráð borg- arinnar reiknar út hversu há styrk- upphæðin er fyrir hvert námsstig í hinum ýmsu skólum, eftir kennslumagni og miðar þar við launagreiðslur skv. kjara- samningum Sambands sveitarfélaga og tónlistarkennara. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu greiða ekki raunstyrk með nem- endum sem stunda nám í Reykjavík- urskólunum, heldur ákveða styrkupphæðina einhliða. Sú upphæð er ekki í neinu samræmi við kostnað, sem er þó byggður á kjarasamn- ingum sem þau eiga aðild að. Sveit- arfélögin lækka síðan fjárhæðina enn frekar, þar sem þau telja að fyrir liggi samkomulag við ríkissjóð um að greiða hluta kostnaðar við fræðslu nemenda sem fá tónlistarnám metið til eininga í framhaldsskólum. Slíkt samkomulag liggur ekki fyrir. Sveitarfélög á landsbyggðinni neita flest að styrkja tónlistarnem- endur til náms í Reykjavík. Ef þau hins vegar samþykkja kennslustyrk, er hann rétt metinn, þ.e. byggður á útreikningum Menntaráðs Reykja- víkurborgar. Átthagafjötrar og aldursmörk Búseta: Svo virðist sem tónlist- arnám sé eina námið sem bindur umsækj- endur í fjötra búsetu og aldurs. Ekki er amast við því þó ungmenni í Reykjanesbæ eða Kópavogi vilji frekar stunda nám við Menntaskólann í Reykjavík eða Verzl- unarskólann en Fjöl- brautaskóla Suðurnesja eða Menntaskólann í Kópavogi. Grunn- skólanemar geta líka stundað lögboðið grunnskólanám í næsta bæjarfélagi á höf- uðborgarsvæðinu, ef foreldrar kjósa og það hentar fjölskyldunni betur. Tónlistarnemar neyðast hinsvegar til að skipta um lögheimili og freista þess að komast inn í „Reykjavíkurkvót- ann“. Unglingum innan 18 ára aldurs þarf þá að skipa lögráðamann í Reykjavík! Aldur: Sveitarfélög hafa sett 25 ára aldurshámark á tónlistarnem- endur (undantekning er 27 ár fyrir söngnema í Reykjavík). Þarna er nemendum afar þröngur stakkur skorinn, í þjóðfélagi sem hvetur til endurmenntunar, símenntunar og nýrra atvinnutækifæra. Dæmi þess hversu mikið ranglæti þetta er hrópa á okkur: Kristinn Sig- mundson, Viðar Gunnarsson, Guðjón Óskarsson, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson eru dæmi um „heimssöngv- ara“ sem hófu söngnámið eftir 27 ára aldur. Algengt er að nemendur sem stundað hafa tónlistarnám á barns- aldri taki sér hlé til að einbeita sér að almennu framhaldsnámi, stúlkur eignast barn eða börn og taka barns- burðarleyfi og vilja svo taka upp þráðinn en þá er það, skv. „reglu- gerð“ sveitarfélaga, of seint! Tónlistariðkun – menntun eða tómstundaiðja Nám við viðurkenndan tónlistar- skóla er tónlistarnám – alvöru nám. Tónlistarskólar eru með inntöku- próf og velja hæfustu umsækjend- urna. Tónlistarnemar stunda nám við tónlistarskóla, til þeirra eru gerðar kröfur um ástundun og árangur, eins og í öðru námi. Til að geta á orðið hljóðfæraleikari eða söngvari, leið- beinandi eða tónlistarkennari, þarf einstaklingur að hafa stundað krefj- andi tónlistarnám í mörg ár. Menningarlíf á Íslandi ber vitni um öflugt starf tónlistarskóla og tón- listarmenntun: Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ís- lenska óperan, Listahátíð í Reykja- vík, ýmsar listahátíðir um allt land, djasshljómsveitir, rokkhljómsveitir, kirkjutónlist, kórastarf, lúðrasveitir, allt vex þetta upp úr tónlistar- menntun í tónlistarskólum. Það hefur tekið mörg ár að byggja upp starfsemi tónlistarskólanna, það þarf hinsvegar ekki mörg ár til að brjóta niður. Ef tónlistarskólar mennta ekki nemendur sem halda síðan til framhaldsnáms, verða innan fárra ára ekki til neinir tónlist- armenn á Íslandi og – það verða heldur ekki til neinir leiðbeinendur í það fjölbreytta tómstundastarf sem byggist á tónlist, a.m.k. ekki íslensk- ir. Það er því miður þróunin, að ekki fást nema innfluttir tónlistarkenn- arar til starfa á landsbyggðinni, með allri virðingu fyrir erlendum vinnu- krafti. Þróunin er sú að örfáir ís- lenskir tónlistarkennarar koma til starfa. Sveitarfélögin segja: Við eigum ekki að standa undir menntun kenn- ara, ríkinu ber að sjá um það. En – það getur enginn orðið tónlistar- kennari, sem ekki hefur stundað tón- listarnám í fjölda ára – grunnnám – miðnám – framhaldsnám – áður en hann hefur möguleika á að hefja tón- listarkennaranám „á kostnað rík- isins“. Vandamál tónlistar- menntunar í Reykjavík Ásrún Davíðsdóttir fjallar um tónlistarnám ’Það hefur tekiðmörg ár að byggja upp starfsemi tónlist- arskólanna, það þarf hinsvegar ekki mörg ár til að brjóta niður.‘ Ásrún Davíðsdóttir Höfundur er aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík. ókeypis smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.