Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 43

Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 43 Þetta getur maður á borð við Guðjón Braga Benediktsson, sem titlar sig heimavinnandi þriggja barna föður, kallað félagslega tilrauna- starfsemi. Hann ætti kannski að hugsa út í að það er ákaflega stutt síðan margir töldu það hættulega félagslega tilraunastarfsemi að feður ungra barna væru heimavinnandi og hugsuðu um börnin sín. Það þykir sjálfsagt í dag. Ónýtt hjónaband? Þá að þeim rökum að frumvarpið eins og það liggur fyrir grafi und- an hjónabandinu. Fremst í flokki þeirra, sem þessu halda fram, eru hjónin Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og Einar Karl Haraldsson, varaþingmaður Samfylk- ingarinnar. Eins og aðrir, sem hér er vitnað til, telja hjónin sig ákaflega hlynnt réttindum sam- kynhneigðra. Þau finna hins vegar að því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að í ýmsum lögum sé orðið einstaklingur sett í stað orðanna karl og kona og orðið foreldri í stað föður og móður. Þess- ar orðalagsbreytingar eru ósköp einfaldlega nauð- synlegar, vilji menn á annað borð að samkyn- hneigðir í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð njóti sömu réttinda og gagnkynhneigð hjón eða sambúðarfólk. En út úr þessum orðalagsbreyting- um lesa hjónin mikið menningarslys. Í grein sinni hér í blaðinu 5. febrúar síðastliðinn skrifa Steinunn og Einar Karl: „Við undirrituð höfum vakið athygli á því á að hin nýja skilgreining á hjónabandinu sem birt er í athugasemdum með frumvarpinu hefur ekki verið rædd af hálfu al- þingis við meirihluta þeirra sem málið varðar, þ.e.a.s. hjónin í landinu. Hjónabandið er ekki bara málefni vígslumanna, það snertir ekki síður þá sem vígsluna þiggja og hafa þegið, hvort sem hún var framkvæmd á sýsluskrifstofu eða í kirkju. Við teljum að alþingi hafi ekki umboð til þess að breyta innihaldi svo mikilvægra sáttmála án víð- tækrar umræðu og lýðræðislega fengins sam- þykkis. Ný skilgreining á hjónabandinu hefur áhrif á merkingu þess fyrir alla sem þegar eru í hjónabandi. Hjónabandið snertir kviku mannlífs- ins. Hlutur karls og konu í hjónabandi er stór þátt- ur í sjálfsmynd hvors um sig, kynferðið hefur oft- ast mikla þýðingu, orðin móðir og faðir sömuleiðis og það sem þau standa fyrir. Sú tilraun sem gerð er í frumvarpinu til þess að afhlaða þessi orð í þeim tilgangi að rétta hlut minnihlutahóps verður um leið tilraun til þess að tæma þau að merkingu. Móðir er ekkert sérstakt, faðir ekki heldur og hjónaband aðeins samkomulag einstaklinga sem rugla saman reytunum óháð kyni.“ Það er vandséð hvernig Steinunn og Einar Karl komast að þeirri niðurstöðu að þeirra eigið hjóna- band verði einskis virði, þótt samkynhneigðir eignist hlutdeild í þeirri merku stofnun, sem hjónabandið er. Mikið má óöryggi gifts, gagnkyn- hneigðs fólks vera, ef giftingar samkynhneigðra svipta það sjálfsmyndinni og þýðingu móður- og föðurhlutverksins, hvorki meira né minna. Gift- ingar samkynhneigðra breyta að sjálfsögðu ná- kvæmlega engu fyrir gagnkynhneigt fólk. Eða riða einhver hjónabönd til falls vegna þess að stað- fest samvist, sem hefur flest sömu réttaráhrif og hjónaband gagnkynhneigðra, var í lög leidd fyrir rúmum áratug? Þetta eru ekki heldur haldbær rök. Steinunni og Einar Karli verður sömuleiðis tíð- rætt um orðin hjón og hjónaband – að þau verði svipt merkingu sinni, nái frumvarpið fram að ganga. Það verði „skemmdarverk á tungunni því þá eiga Íslendingar ekki lengur neitt orð sem lýsir sérstaklega þessum forna sáttmála karls og konu.“ En hefur ekki merking og inntak margra orða breytzt samfara breytingum á samfélaginu án þess að nokkur skaði hafi verið unninn? Í bar- áttunni fyrir jafnrétti kvenna og karla hafa mörg orð orðið umdeild og öðlazt útvíkkaða merkingu. Fyrst þegar til greina kom að konur vígðust til prests, áttu margir t.d. í mestu erfiðleikum með að kalla þær bara presta. Til að byrja með hétu kon- ur, sem tekið höfðu prestvígslu, kvenprestar – svo að það færi ekki á milli mála að þær væru öðruvísi en karlarnir, sem öldum saman höfðu gegnt prestsembættum. Í dag heita þær bara prestar og skaðinn virðist ekki tilfinnanlegur. Ekki er langt síðan sumir sögðust samþykkja að karlar fengju fæðingarorlof, þegar þeir færu að fæða börn, en ekki fyrr. Nú fara 85% feðra í fæðingarorlof og kemur flestum saman um að það sé jákvæð breyt- ing. Merking orðsins fæðingaorlof víkkaði út, vandræðalaust. Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, veltu sumir því fyrir sér hvort það væri hægt að kalla konu forseta. Það gekk engu að síður alveg ágætlega. Af hverju ætti að reyna að finna eitthvert nýtt og torskilið orð yfir hjónaband samkynhneigðra, sé fólk á annað borð á þeirri skoðun að jafna beri rétt þeirra og gagnkynhneigðra? Sigurbjörg Daðadóttir og Hanna María Karlsdóttir segja í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins 29. janúar síð- astliðinn: „Það þýðir ekkert að segja að við séum í staðfestri samvist því fólk skilur það ekki. Við segjum einfaldlega að við séum hjónur eða hjón. Þetta orð er m.a.s. hvorugkynsorð þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að það gangi fyrir alla.“ Hjónabandið verður hreint ekki bara „sam- komulag einstaklinga sem rugla saman reytun- um“ þótt samkynhneigðir öðlist hlutdeild í því. Morgunblaðið sagði sama dag og áðurnefnd tíma- ritsgrein birtist, frétt af könnun á ástæðum þess að samkynhneigð pör sóttust eftir að vera gefin saman í staðfesta samvist. Yfir 80% nefndu ástæð- una „ást“. Það þarf ekki að koma á óvart. Ástin er meginástæða þess að flestir ganga í hjónaband, ekki þau réttindi, sem því fylgja. Kynhneigð snýst auðvitað um ást; hvort fólk fellir ástarhug til per- sónu af hinu kyninu eða sínu eigin. Og rétt eins og hinir gagnkynhneigðu vilja samkynhneigðir stað- festa ást sína og trúfesti við aðra manneskju í hjónabandi. Það er skuldbinding, eins og Margrét Guðjónsdóttir og Íris Dögg Jónsdóttir segja í við- tali í áðurnefndu tölublaði Tímarits Morgunblaðs- ins. „Maður er tilbúinn til að bindast, deila lífi og sálum og fléttast saman þannig að allir þræðir beggja sameinist í sambandinu,“ segir Íris þar. Kirkjan og hjónabandið Þá er komið að þriðja flokki athugasemd- anna, sem raunar snýr ekki að stjórnar- frumvarpinu sjálfu, heldur boðuðum breytingar- tillögum Guðrúnar Ögmundsdóttur og fleiri þing- manna við það, um að trúfélög fái heimild til að gefa samkynhneigða saman í hjónaband. Hér hef- ur biskup Íslands farið fremstur í flokki í and- mælunum og ýmsir greinarhöfundar hér í blaðinu tekið undir með honum. Morgunblaðið hefur í öðrum ritstjórnargrein- um fjallað um þau rök biskups að með þessu væri verið að eyðileggja hjónabandið. Önnur rök and- stæðinga boðaðrar breytingartillögu eru þau, að með slíkri heimild væri þjóðkirkjunni stillt upp við vegg; hún þvinguð til að breyta sínum eigin skilningi á hjónabandinu. Þetta er auðvitað rangt. Þegar málið er skoðað, er miklu meiri þvingun fólgin í núverandi löggjöf, sem bannar í raun trúfélögum að gefa saman samkynhneigða einstaklinga. Þjóðkirkjan nýtur sjálfstæðis og ríkisvaldið á ekki að segja henni fyrir verkum, sízt af öllu í kenningarlegum efn- um. Það liggur hins vegar fyrir að ýmis önnur trúfélög, þar á meðal evangelískar, lúterskar kirkjur, eru reiðubúin að vígja samkynhneigð hjón og færa fyrir því guðfræðileg rök, eins og grein Hjartar Magna Jóhannssonar fríkirkju- prests í Reykjavík hér í blaðinu í gær, föstudag, er til dæmis um. Af hverju ætti afstaða þjóðkirkj- unnar að hindra að þessi trúfélög gifti samkyn- hneigða, ef löggjafinn er á annað borð þeirrar skoðunar að leyfa eigi þeim að ganga í hjóna- band? Kristján Valur Ingólfsson, formaður helgisiða- nefndar þjóðkirkjunnar, skrifar grein í Morgun- blaðið í dag, laugardag, og segir þar m.a.: „Sem fyrr segir hafa þjóðkirkjan og löggjafinn verið samstiga í skilningi sínum á því hvað hjónaband er. Slíkur sameiginlegur skilningur er forsenda þess að ríkið geti falið þjóðkirkjunni (og öðrum trúfélögum) heimild til að annast hinn lögform- lega gerning sem hjúskaparstofnun er. Fari nú svo að fyrrnefndum greinum hjúskap- arlaganna verði breytt og þar með ákveðið að hjón séu tveir einstaklingar óháð kyni skilur á milli viðtekins skilnings þjóðkirkjunnar og skiln- ings laganna á því hvað hjónaband er. Þetta er meginástæða þess að þjóðkirkjan hef- ur óskað eftir að löggjafinn virði þann frest sem hún hefur talið sig þurfa til að ræða þessi mál í sínum hópi.“ Kristján Valur lítur í grein sinni framhjá því, að í meira en áratug hafa lögin um staðfesta samvist verið í gildi. Allan tímann hefur verið uppi sú krafa innan þjóðkirkjunnar að hún samþykki op- inbert ritúal til að blessa slíkan gjörning. Í áratug hefur kirkjunni ekki tekizt að koma sér saman um slíkt og sér raunar enn ekki fyrir endann á þeim umræðum. Þannig hefur kirkjan ekki verið reiðubúin að stíga skrefið með löggjafanum og talsvert skort á hinn sameiginlega skilning. Krist- ján nefnir form fyrir blessun staðfestrar samvist- ar, en það er ekki opinbert ritúal og hefur á engan hátt sömu stöðu og hjónavígsluritúalið. Það felur ekki í sér sömu viðurkenningu á skuldbindingu tveggja einstaklinga. Svo enn sé vitnað til viðtala við samkynhneigð pör í Tímariti Morgunblaðsins, sagði Grétar Einarsson, unnusti Óskars Ástþórs- sonar, þar: „Hjónabandið er ákveðið innsigli. Með því er maður að festa allt sitt líf við ákveðna manneskju. Ef maður er trúaður skiptir öllu, öllu máli að játa það fyrir guði.“ Þetta er auðvitað kjarni málsins hvað kirkju- lega hjónavígslu samkynhneigðra varðar. Trúað fólk, samkynhneigðir sem aðrir, vill innsigla skuldbindingu sína við ástvin sinn frammi fyrir Guði, ekki aðeins mönnum. Krafa samkyn- hneigðra – og raunar stórs meirihluta þjóðarinn- ar – um að þeir fái að gifta sig í kirkju, ætti að vera þjóðkirkjunni fagnaðarefni. Hún sýnir, að trúin skiptir fólk máli, að kirkjan skiptir fólk máli, að hjónabandið skiptir fólk máli, að kærleikurinn, sem er kjarninn í boðskap Krists, skiptir fólk máli. Stuðningur Morgunblaðsins við þessa kröfu byggist á fastheldni blaðsins við kristileg lífsgildi, stuðningi þess við kirkjuna og varðstöðu þess um hjónabandið og fjölskylduna sem grundvallar- stofnanir í samfélagi okkar. Það er sjálfsagt að kirkjan taki þann tíma, sem hún þarf, til að afgreiða spurninguna um hjóna- band samkynhneigðra. En hún getur ekki gert kröfu til þess að aðrir bíði á meðan. Þá niður- stöðu, sem kirkjan kemst að, mun fólk að sjálf- sögðu virða. En það væri samt skaði, ef þjóð- kirkjan ýtti samkynhneigðum frá sér. Það myndi stuðla að því að enn fleiri úr þeirra hópi, vina þeirra og ættingja, yfirgæfu hana og sæktu til ört stækkandi fríkirkjusafnaða. Og það myndi veikja tilkall hennar til heitisins þjóðkirkja. Morgunblaðið/Kristinn Grétar Einarsson, unnusti Óskars Ástþórssonar, sagði í samtali við Tímarit Morgunblaðsins: „Hjónabandið er ákveðið innsigli. Með því er maður að festa allt sitt líf við ákveðna manneskju. Ef maður er trúaður skiptir öllu, öllu máli að játa það fyrir guði.“ Krafa samkyn- hneigðra – og raun- ar stórs meirihluta þjóðarinnar – um að þeir fái að gifta sig í kirkju, ætti að vera þjóðkirkjunni fagn- aðarefni. Hún sýnir, að trúin skiptir fólk máli, að kirkjan skiptir fólk máli, að hjónabandið skiptir fólk máli, að kær- leikurinn, sem er kjarninn í boðskap Krists, skiptir fólk máli. Stuðningur Morgunblaðsins við þessa kröfu byggist á fastheldni blaðsins við kristileg lífsgildi, stuðningi þess við kirkjuna og varð- stöðu þess um hjónabandið og fjöl- skylduna sem grundvallarstofn- anir í samfélagi okkar. Laugardagur 11. febrúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.