Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 35
2001 hjá VR og hafnaði í öðru sæti í fyrra. „Þessar viðurkenningar segja til um hug starfsmanna til Danól, enda hefur starfsmannavelta fyrir- tækisins ávallt verið sáralítil,“ segir Einar. Ólöf staldrar við þetta enda hefur starfsfólkið verið einn helsti styrkur fyrirtækisins gegnum tíðina. „Hér vinnur alveg ótrúlega gott fólk og án þess væri fyrirtækið ekki það sem það er í dag.“ Árið 1964 voru starfsmenn þrír en í dag starfa um sextíu manns hjá Danól auk sumarstarfsfólks, sem er yfirleitt í kringum fimmtán manns. „Með mikilli hagræðingu í rekstri undanfarin ár, endurbótum á inn- kaupa-, sölu- og afgreiðsluferli og ekki síður með samþjöppun á við- skiptavinahópi okkar hefur velta á hvern starfsmann aukist frá 1982 úr 6 milljónum króna í um 40 milljónir króna á sl. ári,“ segir Einar. Fyrir nokkrum árum var rekstr- inum skipt í sex markaðsdeildir til þess að fá betri yfirsýn yfir hvert afkomusvið. Þó að mat- og nýlendu- vara sé veltumest innan fyrirtækisins eru önnur rekstrarsvið með ríflega þriðjung af heildarsölu. Uppkaupastefnan mikilvæg Danól hefur vaxið mikið í gegnum tíðina, með innri vexti og fjölgun er- lendra viðskiptasambanda. Einnig og ekki síður hefur fyrir- tækið vaxið með svokallaðri upp- kaupastefnu. Októ segir þetta mjög mikilvægt enda liggi miklir vaxtar- möguleikar fyrir fyrirtæki á borð við Danól í því að kaupa önnur fyrirtæki sem séu með þekkt vörumerki á markaðnum. „Það er staðreynd að fyrirtækjum á eftir að fækka á þess- um markaði. Þannig hefur þróunin verið á undanförnum árum. Það þýðir að stóru fyrirtækin eiga eftir að verða enn stærri og öflugri.“ Frá árinu 1987 hafa verið keypt rúmlega tuttugu fyrirtæki, stór og smá, og þau sameinast Danól. Má þar nefna Matkaup (1991), Íslensk-er- lenda (1991), Sundco (1993), Lind (1996), VB-umboðið (1998), Fannir (1998), Gunnar Kvaran (2000), Ís- lensk-austurlenska (2002) og XCO (2004). Í dag tengist Danól stærstu fram- leiðslufyrirtækjum í heiminum, eins og Nestlé, Sara Lee, Cerelia, Merr- ild, Haribo og Oroblu, og í gegnum Ölgerð Egils Skallagrímssonar fyrir- tækjum eins og PepsiCo, Anhauser Bush, Diageo og fleirum. „Til margra ára hefur það verið stefna Danól að vera alltaf með vöru- merki númer 1 eða 2 í hverjum vöru- flokki eða þá vöru sem á möguleika á því að verða slík innan skamms tíma. Við verðum að hugsa svona ef við ætl- um að lifa af. Það er ekkert pláss fyrir vörumerki númer 3, 4 eða 5 á mark- aðnum,“ segir Októ og bætir við að fáheyrt sé að vörumerki sem Danól markaðssetji tapi hlutdeild. Og Danól kemur óbeint við sögu á öllum heimilum í landinu flesta daga. „Ég fullyrði að vöru frá Danól er neytt á hverju heimili á landinu flesta daga. Sem dæmi má taka að rúmlega einn kaffibolli af Merrild fer ofan í hvern landsmann á dag. Og á hverju ári neyta Íslendingar a.m.k. tveggja pakka af Homeblest-kexi, 50 Mack- intosh-mola, 30 glasa af Nesquick og 4 stykkja af Chupa-sleikjóum og Kit Kat-súkkulaði. Svona mætti lengi telja,“ segir Einar. Danól hefur í mörg undanfarin ár verið einn af tíu fyrirferðarmestu auglýsendum á íslenskum markaði. Margir kannast t.d. við slagorð eins og „Gott báðum megin“, „Daloon- dagur í dag“ og „Nýbakað úr frystin- um“. Að sögn Októs fjárfestir enginn innflytjandi eins mikið í auglýsingum og kynningum og Danól. Vörusala Danól 2005 nam 2.304 milljónum króna sem er það besta í sögu fyrirtækisins. Áætluð velta á þessu ári er 2.500 milljónir króna. „Fjárhagsstaða fyrirtækisins er mjög sterk og hefur það ávallt skilað hagnaði ásamt því að skara framúr öðrum samkeppnisaðilum bæði hvað varðar vöxt og afkomu,“ segir Einar. Markvisst náð að lækka vöruverð Hann segir að Danól hafi náð góð- um árangri með farsælli samvinnu við sína innlendu viðskiptavini og ekki síður við erlendu birgjana sem fyrirtækið skiptir við. „Það má einnig geta þess að Danól hefur markvisst náð að lækka vöruverð. Þar hafa inn- lendu vöruhúsin haldið okkur vel við efnið. Því ef við getum ekki boðið okkar vörur á lægsta verðinu kaupa þau einfaldlega vöruna þar sem kaupin gerast best. Alþjóðlegar vörur eins og Neskaffi er til dæmis hægt að kaupa í um 150 löndum um allan heim. Við höfum ávallt litið á það sem tækifæri þegar við missum þessi viðskipti yfir til erlendra vöru- húsa, þá höfum við áþreifanlega ástæðu til að fara í viðræður við okk- ar birgja um verð,“ segir Einar. Októ segir að Danól hafi oftast náð skilningi hjá sínum birgjum og þar af leiðandi árangri í þessari baráttu. „Þetta er í raun lykillinn að vel- gengni fyrirtækisins. Ef við getum ekki boðið samkeppnishæf verð við þessi erlendu vöruhús þá erum við ekki lengur í viðskiptum. Það er ósköp einfalt. Það eru dæmi um það að menn hafi ekki sýnt þessu skilning en þá er viðskiptum okkar við þá líka lokið. Sem betur fer gerist það þó sjaldan.“ Feðgarnir segjast oft vera spurðir að því hvort stóru verslanakeðjurnar hér á landi séu ekki að kyrkja fyr- irtækið en það sé af og frá. Þeir hafi aldrei staðið þessa aðila að öðru enn sanngirni í viðskiptum. „Þetta eru auðvitað „hörkunaglar“ en ef við er- um að bjóða sömu verð, að ekki sé talað um betri verð, skipta þeir frek- ar við okkur en erlendu birgjana. Það er ósköp eðlilegt,“ segir Októ. Stóru verslanakeðjurnar standa sjálfar í innflutningi og einhver gæti haldið að þær vildu helst losna við fyrirtæki eins og Danól af markaðn- um. Októ segir það misskilning. „Hvað ættu þær að gera þá? Kaupa vöruna af erlendum birgjum. Og það er yfirleitt bara dýrara og meira ves- en. Við erum einfaldlega hagkvæm- ari kostur.“ Faglegt markaðsstarf Októ segir að sumum vörum sé samt sem áður ekki hægt að koma inn á innlendan markað vegna gjalda af ýmsu tagi. Það hafi þeir rekið sig á. Nefnir hann ís sem dæmi. „Á tíma- bili vorum við með Nestlé-ís en þar lentum við í því að gjöldin voru u.þ.b. 150 krónur á lítra. Þá er ég bara að tala um gjöldin áður en við borguðum framleiðandanum flutning og fyrir okkar álagningu. Það er hins vegar verið að selja íslenskan ís á þessu verði út úr búð hér. Það er ekki hægt að keppa við svona lagað,“ segir Októ en áréttar að þetta sé „dæmigert landbúnaðarmál“ sem væri vísast efni í annað viðtal. „En þetta er ágætt dæmi um þá hluti sem við stöndum frammi fyrir í okkar rekstri. Það verða gríðarlega mörg tækifæri fyrir okkur í framtíðinni þegar haftastefnu landbúnaðarins linnir en við gætum hæglega bætt við okkur fjölmörgum vöruflokkum sem ekki er leyft að flytja inn í dag.“ Danól er með öðrum orðum alltaf opið fyrir nýjungum og fylgist vel með neyslubreytingum. Við hlið blaðamanns í fundarherberginu get- ur að líta kynstrin öll af barnamat frá Nestlé en markaðssetning á þeirri vöru er einmitt að hefjast undir for- ystu Einars Arnar. „Nestlé gerir miklar kröfur til barnamatar og þetta hefur verið í tvö ár í undirbúningi. Við þurftum að skila allskonar skýrslum áður en þetta var leyft, ráða hjúkr- unarfræðing, koma okkur upp heima- síðu og neyðarlínu, svo eitthvað sé nefnt. Þetta breytir ekki miklu um okkar veltu á þessu ári en er ágætt dæmi um það hvað við erum tilbúin að leggja mikið á okkur. Danól vand- ar alltaf til verks,“ segir Októ. Þeir Einar Örn segja sóknarfæri í barnamat enda sé Ísland þar mjög aftarlega á merinni. „Ef við berum okkur saman við Noreg, sem er alls ekki stærsta landið í þessu samhengi, er veltan í barnamat á hvert barn 90% meiri þar en hér,“ segir Einar Örn. Kaupin á Lind og Ölgerð Egils Skallagrímssonar Árið 1996 keypti Danól Lind ehf. Lindin var innflutningsfyrirtæki sem flutti inn létt og sterk vín. „Þarna sáum við tækifæri skapast þegar rík- ið hætti sölu og dreifingu á áfengi til veitingahúsa. Lindin var rekin í hús- næði Danól og á nokkrum árum varð fyrirtækið stærsta innflutningsfyrir- tækið á léttum og sterkum vínum ásamt bjór. Veltan var orðin um 1.500 milljónir árið 2001. Þegar Ölgerð Eg- ils Skallagrímssonar fór í söluferli 2002 kom upp sú staða að hentugt var að sameina Lind og Ölgerðina í eitt öflugt drykkjarvörufyrirtæki. Niður- staðan varð sú að Lindin keypti Öl- gerðina árið 2002 og fyrirtækin sam- einuðust undir nafni Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Reksturinn hefur gengið mjög vel og skilaði t.a.m. á liðnu ári tæplega 50% aukningu í EBITA-framlegð frá 2001 ásamt því að veltan hefur farið upp um 56% frá sama ári en hún var um 5.500 millj- ónir 2005,“ segir Einar. Októ segir að þegar þeir hafi keypt Lindina fyrir tíu árum hafi þeir gert ráð fyrir að létt vín og bjór yrðu kom- in inn í stórmarkaði innan fimm ára. Það hefur ekki gerst enn. Hann þorir ekki að spá fyrir um hvenær það verði en fullyrðir að þá standi þeir frammi fyrir spennandi tækifæri. Húsnæðismálin í deiglunni Vöxtur hjá Ölgerðinni hefur verið gríðarlegur sem og hjá Danól. „Allri lagerstarfsemi Ölgerðarinnar hefur verið úthýst og hún færð til Vöruhót- els Eimskips sem gengið hefur vel. Nú standa þessi tvö fyrirtæki, Danól og Ölgerðin, frammi fyrir stórum ákvörðunum varðandi það hvort mæta eigi framtíðarvexti félaganna með því að efla frekar samstarf þeirra við Vöruhótelin eða hvort ráð- ast eigi í byggingu sem gæti hýst starfsemi þessara tveggja fyrir- tækja,“ segir Einar. Októ upplýsir að þegar hafi verið sótt um lóðir í Reykjavík og ná- grannasveitarfélögum til að undirbúa áframhaldandi vöxt. Það eru því spennandi tímar framundan hjá Danól og Ölgerðinni. Beint í bekkpressuna Það kemur því ekki á óvart að Ein- ar Friðrik Kristinsson ljúki sínu ævi- starfi með bros á för og rétti næstu kynslóð kyndilinn. En hvað tekur við? Hann er jú ekki nema 65 ára. „Það er alveg óráðið,“ svarar hann. „Það hefur verið lítill tími í annað en þetta og ég veit svo sem ekki á þessu augnabliki hvert hugurinn stefnir.“ Októ stingur upp á golfinu og Einar tekur ágætlega í það. „Svo stefni ég að því að fara oftar á skíði og veiða meira. Það verður líka gaman að eiga meiri frítíma með konunni,“ heldur hann áfram og brosir til Ólafar. Síðan er það líkamsræktin. „Við Einar Örn höfum undanfarið eitt og hálft ár ver- ið saman í líkamsrækt og hann þykist geta bakað karlinn. Ég læt það nú al- veg vera.“ „Tekurðu jafnmikið og hann í bekknum?“ spyr Októ bróður sinn forvitinn. „Nei, ég tek meira!“ Föður hans gefst senn tími til að kippa því í liðinn.                                orri@mbl.is Rimini frá 43.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða 21. júní. Riviera íbúðahótelið. Vinsælasta sólarströnd Ítalíu - Ath. tilboð á fyrstu 300 sætunum Króatía frá 45.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjónmeð 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða sept. Diamant íbúðahótelið. Heitasti staðurinn í fyrra. Brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Costa del Sol frá 39.696 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 3 börn, 2-11 ára, vikuferð 25. maí eða 22. júní. Castle Beach íbúðahótelið. Margar brottfarir í júní og ágúst að seljast upp Mallorca frá 35.495 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 25. maí eða 22. júní. Brasilia íbúðahótelið. Frábærir gististaðir Margar brottfarir að seljast upp Fuerteventura frá 34.695 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða júní. Oasis Royal íbúðahótelið. Glæsilegasta nýjungin sumarið 2006 Benidorm frá 17.188 kr. Flugsæti til Alicante með sköttum. Gildir í valdar brottfarir. Netverð á mann. Sala hafin! - Ath. tilboð á fyrstu 300 sætunum Barcelona frá 23.990 kr. Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Sala hafin! Barcelona – alltaf vinsæl Lloret de Mar frá 36.495 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 5 nætur í maí eða júní (nema 29. júní). Bolero íbúðahótelið. Sala hafin! Lloret de Mar – frábærir gistivalkostir Bókaðu núna ogtryggðu þér10.000 kr.afslátt á mann! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Bókaðu beint á www.heimsferdir.is Sumar 2006 E N N E M M / S IA / N M 20 3 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.