Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 55
UMRÆÐAN
HVAÐ dettur manni fyrst í hug
þegar maður heyrir orðin „orku-
lindin Ísland“? Sennilega fer það
eftir því hver á í hlut, til hvers er
ætlast.
Helstu forsvarsmenn íslenskrar
atvinnustefnu nú um stundir ætlast
til þess að fyrst komi upp í hugann
orð eins og: virkjanir, stóriðja og
orkufrekur iðnaður og
eitthvað í þeim dúr.
Þessir aðilar hamast
nú sem aldrei fyrr á
okkur almenningi til
að innræta okkur
ágæti virkjana- og
stóriðjustefnunnar. Nú
er lausnarorðið gufu-
aflsvirkjanir, sem eru
„náttúruvænni“. Mál-
svarar stóriðjustefn-
unnar renna hýru
auga til háhitasvæð-
anna vítt um land og
iðnaðarráðherra tekur
undir í þinginu með frumvarpi sem
beinlínis er ætlað að tryggja orku-
framleiðendum greiðari aðgang að
virkjunarsvæðum án afskipta sveit-
arfélaga og almennings. Þessi nýja
áhersla á gufuaflsvirkjanir sem eiga
að vera svo umhverfisvænar er sér-
staklega óhugguleg í ljósi þess að
litlar rannsóknir liggja fyrir um
mengunarþáttinn og áhrif stór-
felldrar nýtingar og niðurdælingar
á háhitakerfin djúpt í jörðu. Kappið
er svo gríðarlegt að ekki er ljáð
máls á því að staldra við til að vinna
tíma til nauðsynlegra rannsókna,
svo unnt sé að svara spurningum
um mengun og eyðileggingu nátt-
úruauðlinda, og líka til að vinna
tíma til að endurmeta hvort virkj-
ana- og stóriðjustefnan sé það besta
sem Íslendingar 21. aldar eiga kost
á.
Byrjun 20. aldar fól í sér vænt-
ingar sem fátækur almenningur sá í
stóraukinni iðnvæðingu. Hann óraði
ekki fyrir því þá að 100 árum síðar
ógnar þessi „draumur“ velsæld-
arinnar öllu jarðlífi meira en nokk-
uð annað. Í dag stöndum við að því
leyti betur að vígi en foreldrar okk-
ar, afar og ömmur að við höfum
bæði tæki, þekkingu og tíma til að
rannsaka áhrif gerða okkar á um-
hverfið. Hvers vegna ekki að
staldra við og gera það? Hvaða óða-
got er þetta eiginlega? Ég er bara
óbreyttur Íslendingur, sem hef unn-
ið vinnuna mína frá degi til dags í
gegnum tíðina, horft á samfélagið
þróast og breytast og hlustað á
raddir þess í meira en hálfa öld.
Þegar ég heyri orðin „orkulindin Ís-
land“ dettur mér allt annað í hug en
virkjanir og stóriðja. Fyrst af öllu
dettur mér í hug sá innri kraftur
sem býr í fólkinu og kemur fram í
margvíslegum birtingarmyndum.
Mér dettur í hug þekking-
arstarfsemi af ýmsu tagi: Actavis,
Össur, Lyfja, Íslensk erfðagreining,
svo eitthvað sé nefnt. Mér dettur í
hug útrás íslenskra fyrirtækja, sem
á engan sinn líka hjá jafn fámennri
þjóð, skatttekjur íslensks samfélags
af útrás bankanna nema svipaðri
upphæð og ríkið legg-
ur til félagsþjónust-
unnar. Mér dettur í
hug útrás á sviði lista;
tónlistar, málaralistar,
skáldskapar, kvik-
myndalistar. Mér dett-
ur í hug gróskan í há-
skólunum og
menningunni almennt.
Íslenskt listafók
ferðast um heiminn
fyllir tónlistarsali og
torg með tónlist-
arflutningi, það er
nefnt til verðlauna á
sviði bókmennta, tónlistar, kvik-
mynda- og málaralistar í mörgum
löndum. Og mér dettur í hug stór-
kostleg náttúran, sem fólk sækir í
hvaðnæva til að hlaða sálarrafhlöð-
urnar, eftir dimman, kaldan og erf-
iðan vetur. Flugvélar, skip og bílar
flytja fólkið að rótum íslenskra
fjalla þaðan sem það dreifist um
víðernin í leit að upplifun, sem það
finnur hvergi annars staðar.
Þetta er orkulindin Ísland! Ég
hélt að ég hefði beinlínis tapað sjón
þegar mér varð litið á dagskrá Sam-
taka atvinnulífsins sem auglýsti
ráðstefnuna Orkulindin Ísland, 27.
janúar sl. Þar sá ég engan fulltrúa
þeirra aðila sem standa fyrir upp-
byggingu og útrás íslenskra aðila á
fjölmörgum sviðum, eins og áður er
talið. Hvað vitnar frekar um Orku-
lindina Ísland, en sá mikli sköp-
unarmáttur og kynngi, sem er afl-
vaki athafna á svið þekkingar, lista
og viðskipta. Sem betur fer er enn
til öflugt fólk á Íslandi sem vill og
kann að nýta sér kynngimögn ís-
lenskrar náttúru til að efla sköp-
unargáfuna og styrkja með því ræt-
ur og undirstöður samfélagsins.
Hvað vilja þeir menn í raun og
veru, sem kalla ekki til fundar við
sig frjóustu vaxtarsprota samfélags-
ins, fólkið sem stendur undir raun-
verulegri nýsköpun í krafti frum-
leika og hugvits. Í Njálu hefðu
þessir menn trúlega verið taldir
„ógæfusamlegir“ vegna þess að þeir
tala ekki heilli tungu við þjóð sína.
Ég hélt að ég hefði beinlínis tapað
sjón þegar mér varð litið á dagskrá
Samtaka atvinnulífsins sem auglýsti
ráðstefnuna Orkulindin Ísland, 27.
janúar sl. Þar sá ég engan fulltrúa
þeirra sem standa fyrir uppbygg-
ingu og útrás íslenskra aðila á fjöl-
mörgum sviðum, eins og áður er
talið.
Orkulindin Ísland
Jón Hjartarson fjallar
um orkulindina Ísland ’Í Njálu hefðu þessirmenn trúlega verið taldir
„ógæfusamlegir“ vegna
þess að þeir tala ekki
heilli tungu við þjóð
sína.‘
Jón Hjartarson
Höfundur er fyrrverandi
fræðslustjóri.
Glæsilegt 150 fm endaraðhús sem skiptist í
tvær hæðir og ris, auk 26 fm sérstæðs
bílskúrs. Húsið er afar vel staðsett á
frábærum útsýnisstað á móti suðri. Eignin
skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, rúmgott
hol, eldhús með vandaðri innréttingu úr birki,
stórar og bjartar glæsilegar samliggjandi
stofur með útgangi á suðursvalir, þrjú
herbergi (öll með skápum), sjónvarpshol,
flísalagt baðherbergi og þvottaherbergi auk
opins rýmis/herbergis í risi með stórum
þakglugga, nýtt í dag sem sjónvarpsstofa.
Parket og flísar á gólfum. Bílskúr upphitaður
og raflýstur. Lóð með skjólveggjum og
verönd.
Verð 44,9 millj.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Gnitaheiði - Suðurhlíðum Kópavogs
Glæsilegt endaraðhús á frábærum útsýnisstað
HB FASTEIGNIR
Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík
Hrafnhildur Bridde löggiltur fasteignasali
Pétur Kristinsson
lögg.fasteignasali
og lögg. verðb.s.
893 9048
Kristinn R.
Kjartansson
sölustjóri fyrirtækja- og
atvinnuhúsnæðis
820 0762 - 534 4405
EIGNIR Á SÖLUSKRÁ:
Austurströnd - Seltjarnarnesi - 2ja herb. - Verð 16,7 millj.
Birkigrund - Selfossi - Einbýli - Verð 41,5 millj.
Hæðargarður - Reykjavík - 2ja herb. - Verð 15,3 millj.
Suðurgata - Reykjavík - Einbýli - Verð 60,0 millj.
Hótel:
Þekkt hótel í Reykjavík - Verð 700 millj.
Þekkt hótel í Reykjavík - Verð 1500 millj.
Flott hótel á Suðurlandi - Verð 750 millj.
Gistiheimili í Reykjavík - Verð 125 millj.
Fyrirtæki til sölu:
Þekkt og traust fatahreinsun sem rekin er í eigin húsnæði - Verð 45 millj.
Mjög góður austurlenskur veitingastaður - Verð 15 millj.
Sólbaðstofa í úthverfi Reykjavíkur - Verð 12 millj.
Byggingarlóðir:
Lóðir til sölu í Reykjavík, Reykjanesi og Vesturlandi undir fjölbýli.
Óska eftir til kaups:
Góðri 3ja-4ra herb. íbúð í lyftuhúsi í vesturbæ Rvk fyrir eldri borgara
Góðri ca. 4-500 fm skrifstofuhæð á svæði 101 eða 105
Góðu verslunar- og lagerhúsnæði ca. 1000-2000 fm í Reykjavík eða nágrenni
Öllum tegundum af skrifstofuhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu
Öllum tegundum af iðnaðarhúsnæðum á Reykjavíkursvæðinu
SÝNISHORN ÚR
SÖLUSKRÁ
HB FASTEIGNA:
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Hulduland 46 - Raðhús í Fossvoginum
Opið hús milli kl. 14 og 16 í dag
Fallegt 167,4 fm raðhús ásamt 19,4 fm bílskúr á þessum vinsæla stað. Húsið er
á pöllum og með 4-5 svefnherb., stórri stofu, snyrtingu, baðherb., eldhúsi, borð-
stofu og góðu þvottahúsi. Stórar svalir eru í suður með fallegu útsýni yfir Foss-
voginn. Gott leiksvæði er við húsið og stutt í skóla. Búið er að klæða húsið að
utan að hluta. Hér er gott tækifæri til að flytja í Fossvoginn! Verð 45,0 millj.
Sóley og Björn taka vel á móti gestum í dag milli kl. 14 og 16.
Söluyfirlit á staðnum.
OPIÐ HÚS
LJÓSVALLAGATA 8
Til sýnis og sölu mjög falleg og mikið
endurnýjuð 3ja til 4ra herbergja útsýn-
isíbúð á efstu hæð í litlu fjölbýlishúsi við
rólega einstefnugötu í vesturbænum.
Fallegt nýlegt olíuborið eikarplanka-
parket er á gólfum.
Verð 23,9 milljónir.
Inga María og Kristbjörn taka á móti
gestum og sýna íbúðina í dag,
sunnudag, milli kl. 13:00 og 16:00
Glæsileg 3ja til 4ra herbergja
útsýnisíbúð á efstu hæð
Veitingastaður til leigu
í miðbæ Reykjavíkur
Til leigu Lækjargata 10, Reykjavík. Húsið er fullinnréttað sem
veitingastaður. Um er að ræða eign á þremur hæðum. Neðsta hæðin
er innréttuð sem take away-staður og efri hæðir sem veitingahús.
Nánari uppl. gefur Hafsteinn í síma 690 3031
ókeypis
smáauglýsingar mbl.is