Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Við erum friðsöm þjóð.Við viljum fá landiðokkar til baka til aðgeta skapað framtíðfyrir börnin okkar,“ sagði ræðumaður á fundi um Vest- ur-Sahara sem haldinn var á heimssamkomu félagshreyfinga, World Social Forum, í Bamako í Malí 22. janúar sl. V-Sahara er réttnefnt síðasta nýlendan í Afríku en þegar Spánverjar yfirgáfu land- ið um miðjan áttunda áratuginn tóku Marokkóbúar við stjórnar- taumunum að íbúum landsins for- spurðum. Framsögumenn á fund- inum komu allir úr flóttamannabúðum í Alsír en þar hefur hluti Saharawi-þjóðarinnar, sem áður bjó í V-Sahara, haldið til í þrjátíu ár. Fundurinn var haldinn í lítilli skólastofu og fór mestmegnis fram á frönsku og spænsku. Ég sat á gömlum skólabekk fyrir miðri stofu og reyndi eftir fremsta megni að hlýða á enska þýðingu en til þess hafði ég lítil heyrnartól sem voru tengd í hljóðnema túlksins. Marokkó var áður frönsk ný- lenda en losnaði undan yfirráðum Frakka um miðjan sjötta áratug- inn. Yfirvöld Marokkó sátu ekki aðgerðalaus og gerðu tilkall til V- Sahara strax árið 1957 á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Nágranna- landið Máritanía ásældist einnig eyðimerkurlandsvæðið en því til- heyra auðug fiskimið og miklar fos- fatnámur auk þess sem olía hefur fundist við strendurnar. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1975 að Spánverjar sýndu á sér fararsnið en þá höfðu liðsmenn Polisario, frelsishreyfingar V-Sa- hara, þegar hafið baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um þjóðaratkvæða- greiðslu um framtíð landsins stóðu Spánverjar aðgerðarlausir þegar 350 þúsund Marokkóbúar fóru fót- gangandi til V-Sahara og tóku sér fasta búsetu. Aðgerðin var nefnd Græna gangan og var liður í viða- mikilli áætlun Hassans, þáverandi konungs Marokkó, um að leggja landið undir sig. Svo fór að Mar- okkó og Máritanía gerðu sam- komulag sín í milli sem fól í sér að Marokkó fengi tvo þriðju hluta landsins en Máritanía þriðjung. Ár- ið 1976 lýstu Saharawi-hirðingjarn- ir yfir sjálfstæði hins Arabíska al- þýðulýðveldis í Sahara og við tóku mikil átök. 2.500 km aðskilnaðarmúr Eftir fjögurra ára stríð við Pol- isario létu stjórnvöld Máritaníu undan og sömdu um frið við Saha- rawi-fólkið. Marokkómenn voru þó hvergi nærri á förum og í upphafi níunda áratugarins hófu marokk- ósk yfirvöld byggingu múrs til að afmarka landsvæði sitt. Aðskilnað- armúrinn var byggður í sex áföng- um, sá síðasti árið 1987, og er alls um 2.500 kílómetra langur. Til samanburðar má geta þess að hringvegurinn um Ísland er um 1.400 km. Múrinn er byggður úr sandi og grjóti og er um þriggja metra hár, skreyttur með gaddavír. Fjöldi hermanna gætir hans en auk þess er búið að planta jarðsprengj- um meðfram öllum veggnum. Pol- isario ræður yfir litlum hluta lands- ins í austri en á því svæði eru lífsbjargir mjög takmarkaðar og aðeins hægt að búa þar nokkra mánuði á ári. Ekki er vitað með vissu hversu fjölmenn Saharawi-þjóðin er en tal- ið er að talan liggi einhvers staðar á milli fimm og sjö hundruð þús- und. 165 þúsund manns dvelja í flóttamannabúðunum í Tindouf í suðvesturhluta Alsírs þar sem al- þjóðastofnanir sjá þeim fyrir mat og öðrum nauðsynjavörum. Fólkið hefur raunar byggt upp sitt eigið samfélag í flóttamanna- búðunum síðastliðin þrjátíu ár og gat lengst af engin samskipti haft við ættingja sína í V-Sahara. Lítill hluti þess dvelur nokkra mánuði á ári með hjarðir sínar á því land- svæði V-Sahara sem Polisario ræð- ur yfir. Þá dvelur hluti Saharawi- fólksins í Marokkó og Máritaníu. Stríðið milli Marokkó og Polisar- io stóð í tæp þrettán ár og var oft kallað „stríðið sem gleymdist“ sök- um áhugaleysis fjölmiðla á átök- unum. Stríðsreksturinn kostaði Marokkó gríðarlegar fjárhæðir og talið er að um tíma hafi allt að 40% af fjárlögum runnið til hans. Líbýa og Alsír veittu V-Sahara fjárhags- legan stuðning sem meðal annars fór til vopnakaupa en þegar Líb- ýumenn náðu sáttum við Marokkó hættu þeir stuðningi sínum. Alsír dró einnig verulega úr sínum stuðningi en Marokkómenn gátu aftur á móti alltaf reitt sig á Frakka auk þess sem Bandaríkja- menn studdu þá endrum og sinn- um. Árið 1991 var samið um vopnahlé fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna og gert var ráð fyrir því að íbúar V-Sahara gengju til atkvæða um hver skyldi stjórna landinu. Íbú- arnir bíða hins vegar enn eftir at- kvæðagreiðslunni en einkum er deilt um hverjir eigi að hafa rétt til að kjósa. Stjórnvöld í Marokkó vilja að allir marokkóskir landnem- ar í V-Sahara greiði atkvæði. Þetta geta liðsmenn Polisario engan veg- inn fellt sig við enda þýðir það að Marokkóbúar hafi miklu meiri áhrif á úrslit kosninganna en Saharawi-fólkið. Polisario keppist við að vekja athygli heimsins á stöðu sinni og fundurinn á World Social Forum var liður í því. Átakamikill fundur Ég reyndi eftir fremsta megni að fylgjast með erindunum en heyrði illa í þýðingunni. Ung kona sagði frá stöðu kvenna í flóttamannabúð- unum sem er ólíkt betri en í mörg- um nágrannaríkjum. Raunar hafa konurnar að miklu leyti byggt upp samfélagið í flóttamannabúðunum enda eru 80% íbúanna konur og börn. Stúlkur ganga í skóla til jafns við drengi og konur taka virkan þátt í stjórnmálum. Eitt helsta baráttumál kvennahreyfing- arinnar er að réttindi kvenna verði tryggð eftir að þjóðin öðlast sjálf- stæði. Þegar konan lauk máli sínu reis karlmaður úr sæti sínu fyrir aftan mig og fór fram á að síðasta er- indinu yrði sleppt þar sem annars gæfist ekki nægur tími til um- ræðna. Fundarstýran, frönsk kona, bað manninn að bíða rólegan og minnti um leið síðasta framsögu- mann á að hafa erindi sitt í styttra lagi. Þá fyrst horfði ég í kringum mig og tók eftir spennunni sem ríkti á fundinum. Flestir fundar- gestir voru með merkispjöld World Social Forum um hálsinn þar sem á var ritað nafn viðkomandi og þjóðerni. Ég rýndi í stafina á spjöldunum og gerði mér grein fyr- ir að aftan við mig sátu nánast ein- vörðungu Marokkóbúar og ungir piltar frá Malí. Í fremri helmingi stofunnar sátu hins vegar nokkrir Evrópubúar umkringdir Saharawi- fólki. Síðasta erindinu lauk með vit- undarvakningu um jarðsprengjur. Klappað var fyrir formanni Sam- taka fórnarlamba jarðsprengna í V- Sahara en hann missti sjálfur báða fæturna og aðra höndina þegar hann hugaði að einum úlfaldanna sinna sem lá á jörðinni. „Ég get lofað ykkur því að jarðsprengjur spyrja ekki hvaðan þú kemur áður en þær springa,“ benti hann á og ítrekaði að baráttan gegn jarð- sprengjum þyrfti að vera alþjóðleg. Fyrsti maður á mælendaskrá tal- aði svo hátt í hljóðnemann að ég heyrði ekkert í þýðingunni. Þegar hann lauk máli sínu klöppuðu allir sem sátu fyrir aftan mig. Eftir þetta heyrði ég ekkert í þýðingunni þar sem mönnum lá mjög hátt rómur. Fundarstýran þurfti reglu- lega að slökkva á hljóðnemanum til að menn lykju máli sínu þar sem þeim bar að takmarka sig við fimm mínútur. Hver Marokkóbúinn á fætur öðrum steig í pontu og jós úr skálum reiði sinnar. Eitt skipti fauk í konuna sem áður hélt fram- sögu og hún rauk á fætur en félagi hennar greip í hana svo hún settist aftur niður. Þegar talsmenn Polisario gerðu sig líklega til að svara stóð einn Marokkóbúanna sem hæst höfðu upp og stormaði út með alla mal- ísku drengina í eftirdragi. Polisar- io-fólkið bað hann að bíða svo það gæti útskýrt sitt mál en hann glotti bara og lét sig hverfa. Aðrir Mar- okkóbúar yfirgáfu einnig skólastof- una en Saharawi-fólkið lauk fund- inum. Með hár eins og bómull Með þessa upplifun í farteskinu ákvað ég að taka þátt í auglýstri Saharawi-menningarveislu. Þar tók á móti mér nýr félagi minn, Moha- med, sem lagði sig allan fram um að láta veisluna ganga upp. Hann dró fólk út á dansgólfið en þvertók fyrir að dansa sjálfur enda þætti sér, líkt og íslenska blaðamann- inum, miklu skemmtilegra að tala en dansa. Tónlistin var taktföst og rapp á arabísku lætur hreint ekk- ert svo illa í eyrum. Inn á milli spurði ég Mohamed út í allt sem ég ekki skildi á fundi dagsins. Þegar ég talaði um raf- magnaðan fund sagðist hann vera ánægður á meðan átökin væru ekki vopnuð. „En þetta er erfitt. Yf- irvöld í Marokkó senda oft fólk á svona fundi til að valda sem mestri truflun. Í dag kom líka marokk- óskur trúarleiðtogi sem býr hér í Bamako með alla nemendurna sína,“ útskýrði Mohamed og ég gerði mér grein fyrir að allir ungu malísku drengirnir vissu litlu meira en ég hvað var um að vera á fund- inum. Þeir fylgdu bara leiðtoganum sínum. Að hátíðinni lokinni bauð Mo- hammed mér að borða kvöldmat með Saharawi-fólkinu. Þótt ég sé ekki vön að borða kvöldmat undir miðnætti sló ég til en matarboðið var í nærliggjandi húsi. Réttur dagsins var lambakjöt og hrísgrjón og að sjálfsögðu snætt með guðsgöfflunum. Hörundsdökk- ur karlmaður með fíngerðar krull- ur rétti mér reglulega kjötbita á meðan hann sagði sögur af heim- sókn sinni til Íslands á níunda ára- tugnum. Mikið þótti honum koma til Kvennalistans og mér þótti leitt að tilkynna að sá merkilegi stjórn- málaflokkur væri ekki starfandi lengur. Sögurnar endurtók hann í hvert sinn sem einhver nýr kom að matargólfinu. „Ég man svo vel eftir því þegar ég heimsótti vinkonu mína sem bjó úti á landi. Ég átti erfitt með að festa svefn en vakn- aði við að stúlka stóð við rúmið mitt og snerti á mér hárið. Ég spurði hvað hún væri að gera og hún sagði: „Þetta er eins og bóm- ull.“ Hún hafði víst aldrei áður séð svartan mann!“ sagði hann og tók andköf. Hann hitti bæði Her- mannsson og Hannibalsson og bar þeim báðum vel söguna. Fallegust orð féllu þó um forseta landsins, Vigdísi Finnbogadóttur. „Ég var búinn að óska eftir viðtali við hana en fékk það ekki af einhverjum ástæðum. Svo dag einn sá ég hana ganga út af hóteli og vatt mér að henni. Hún talaði reiprennandi frönsku,“ sagði hann dreyminn á svip og bætti við að Finnbogadóttir hefði hlustað á mál sitt með at- hygli. Eitt mesta stolt Saharawi-fólks- ins er hversu vel hefur tekist til við að mennta þjóðina þrátt fyrir að hún búi í flóttamannabúðum. Ólæsi, sem var 90% fyrir nokkrum áratugum, er nú innan við 10% og fjöldi fólks sækir nám til annarra landa, t.d. Spánar og Kúbu. Fólkið sem talar fyrir hönd Polisario er ákveðið en lágróma og gerir sitt allra besta til að vekja athygli heimsins á aðstæðum sínum. Hreyfingin hefu lýst því yfir að vel sé hægt að ganga til samninga- viðræðna við bæði Máritaníu og Marokkó um þær náttúruauðlindir sem V-Sahara búi yfir enda sé Saharawi-þjóðin ekki sérlega fjöl- menn. Frelsi undan yfirráðum Marokkós er þeim mikilvægast og vonin um að þurfa ekki að ala börnin sín upp við stríðsástand. Helstu heimildir: http://www.arso.org http://www.mbl.is http://www.wikipedia.org Þrjátíu ár í flóttamannabúðum Í suðvesturhluta Alsír eru flóttamannabúðir Sahar- awi-fólksins frá Vestur- Sahara. Halla Gunnarsdóttir hitti nokkra liðsmenn Polisario-hreyfingarinnar þegar þeir sóttu World Social Forum í Malí og fræddist um þessa síðustu nýlendu Afríku. halla@mbl.is AP Um 165 þúsund manns hafast við í flóttamannabúðum Saharawi-fólksins í Alsír. Hér koma tveir flóttamenn af fundi þar sem rætt var hverjir fengju kosningarétt í þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð V-Sahara. Í baksýn blaktir fáni landsins. „Ég get lofað ykkur því að jarðsprengjur spyrja ekki hvaðan þú kemur áður en þær springa.“ Aðskilnaðarmúr Marokkómanna í Vestur-Sahara er 2.500 km langur og var byggður í sex áföngum.                            ! "     #      $   %        &' (') *  +    ! ! "  #  $   %             & '()* &  '()+  '() + & '( ), -./ '(), -0'()1        3.  4 #5 0 2 000 3.  4 !),' *     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.