Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 12.02.2006, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GUÐMUNDUR Pálsson, sér- fræðingur í heimilislækningum, birti grein í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 8. febrúar síðastliðinn um brot á réttindum barna þar sem vísað var til réttindabaráttu samkynhneigðra. Í upphafi greinar sinnar fjallar hann um rétt barna til að þekkja foreldra sína og vísar Guðmundur meðal annars í Barnalög nr. 76/ 2003. Við teljum rétt að benda Guðmundi á að í 1. grein þeirra laga stendur réttilega að börn skuli eiga rétt á að þekkja foreldra sína. Þar er hins vegar ekki kveðið á um að barn skuli þekkja föður og móður. Í 6. grein sömu laga segir að maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambýlis- konu verði ekki dæmdur faðir þess barns er getið er með sæði hans. Hvað gerir foreldri að foreldri? Flestir vita að getnaður er ein- föld og stutt athöfn, í flestum til- vikum. Uppeldi er hins vegar lang- tímaverkefni sem oft og tíðum er æði flókið. Hver er foreldri barns- ins, sá sem gefur frumu við getnað eða sá sem tekst á við það lang- tímaverkefni að ala upp barnið? Að okkar mati getur sá ein- staklingur talið sig foreldri er sinnir uppeldi barnsins. Við teljum tvær konur eða tvo karlmenn réttilega geta talið sig foreldra þeirra barna er þessir ein- staklingar ala upp. Tökum dæmi, foreldrar ættleiddra barna frá öðr- um löndum. Getum við þá ekki tal- ið þá einstaklinga foreldra barnanna? Eru þeir bara góðhjart- aðir einstaklingar sem ákveða af einstöku æðruleysi að taka börnin að sér? Því ljóst er að börn sem ættleidd eru að utan hafa lítinn möguleika á því að þekkja blóðfor- eldra sína. Lesbískt par á litla möguleika á því að geta barn án aðstoðar tækninnar. Gagnkynhneigt par á alltaf möguleika á því að geta barn þar til annað kemur í ljós. Segja má sem svo að lesbískt par sé dæmt úr leik strax í upphafi og því þykir okkur eðlilegt að þeirra að- gangur að tæknifrjóvgun sé greiðari. Það telur Guðmundur hins vegar skjóta skökku við án þess að rökstyðja það frekar. Þegar Guðmundur snýr um- ræðunni að ættleiðingum samkyn- hneigðra para koma fordómar hans og fáfræði gagnvart samkyn- hneigð glöggt í ljós. Hvaðan fær Guðmundur stuðning þeirra stað- hæfinga er hann setur fram? Til dæmis alhæfir Guðmundur að sambönd mjög stórs hluta sam- kynhneigðra séu óstöðug og stutt. Af kerfislegum ástæðum hefur samkynhneigðu fólki ekki verið kleift að skrá sambúð sína í þjóð- skrá heldur hefur því staðið til boða að staðfesta samvist sína. Að staðfesta samvist er að okkar mati svipað stór ákvörðun og að ganga í hjónaband. Í flestum tilfellum kýs fólk að- lögunartíma fyrir slíkt. Guðmundur hefur ekki forsendur til að slá slíku fram að okkar mati. Við teljum Guðmund reyna að gera mýtu að staðhæfingu. Sama á við þegar Guðmundur bryddar upp á þeirri gömlu mýtu að samkyn- hneigt fólk sé fjöl- lynt og líf þeirra áhættusamt. Við vilja benda Guð- mundi á að samkvæmt upplýs- ingum á heimasíðu HIV-vefjarins (www.hiv.is) eru það aðallega gagnkynhneigðir og tvíkynhneigðir sem greinast með nýsmit HIV. Guðmundur lýkur sinni grein á því að þörf sé á að styrkja hjóna- bandið og fjölskylduna. Við getum ekki séð annað en það frumvarp er liggur fyrir Alþingi sé einmitt til þess að styrkja grunneiningu sam- félagsins, fjölskylduna, hver sem kynhneigð er. Enda segir kyn- hneigð ekkert til um uppeld- ishæfni. Við viljum benda Guð- mundi og öðrum lesendum á að til eru nýlegar rannsóknir sem styðja réttindabaráttu samkynhneigðra í því að fá að ala upp börn. Börn samkynhneigðra foreldra hafa raunar að mörgu leyti komið betur út í rannsóknum en börn gagnkyn- hneigðra. Í gegnum sitt uppeldi hafa þau meðal annars tileinkað sér meira umburðarlyndi og víð- sýni en almennt er talið hjá börn- um gagnkynhneigðra foreldra. Samkynhneigð er ekki ný af nál- inni né tískusveifla, að fá að lifa eðlilegu lífi án tillits til kyn- hneigðar er hluti af mannrétt- indum. Mannréttindi eiga að vera algild en ekki háð aðstæðum. Hvað er foreldri? Ásdís Ýr Arnardóttir og Hildur Halla Gylfadóttir svara grein Guðmundar Pálssonar um meint brot á réttindum barna ’Lesbískt par á litlamöguleika á því að geta barn án aðstoðar tækninnar.‘ Hildur Halla Gylfadóttir Höfundar eru í MA-námi við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði. Ásdís Ýr Arnardóttir Fasteignasalan Bifröst · Vegmúla 2 · 104 Reykjavík · Sími 533 3344 · Pálmi B. Almarsson löggiltur fasteignasali Krókabyggð - 270 Mosó Pálmi B. Almarsson Löggiltur fasteignasali Áhugasamir hafi samband við Halldór í síma 840 2100 eða á skrifstofu Bifrastar í síma 533 3344 Mjög glæsilegt 230 fm einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr og verðlaunagarði. Húsið, sem stend- ur á hornlóð, er teiknað af Jóni Guðmundssyni og inn- anhúsarkitekt er Finnur P. Fróðason. Allar innréttingar, skápar og hurðir eru sérsmíðaðar úr lerki, innfelld ha- logen lýsing er í öllu húsinu og sérstaklega góð loft- hæð. Lagnakjallari er undir húsinu og geymsluloft. Gegnheilt parket úr hlyn og granítflísar eru á gólfum. Þetta er einstaklega fallegt og vel skipulagt hús þar sem engu hefur verið til sparað. Verð 59 millj. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Björt og vel skipulögð 3ja herbergja, 90 fm íbúð á 2. hæð ásamt 24 fm bílskúr í fal- legu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í stórar samliggjandi skiptanlegar stofur með vest- ursvölum og gott svefnherbergi, rúmgott eldhús með sprautulakkaðri innréttingu, góðum glugga og borðkrók. Baðherbergi með glugga. Íbúðin þarfnast lagfæringa að innan. Lítil geymsla eða vinnuherb. í risi fylgir auk geymslu í kjallara. Blokkin er nýlega steinuð að utan og gler og gluggar endurnýjaðir. Frábær staðsetning við Háskóla Íslands, grunnskóla og verzlun, göngufæri við miðborgina. Laus strax, til- boðsverð. ÍBÚÐIN ER TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG FRÁ KL. 13-15. Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali HJARÐARHAGI 42 - OPIÐ HÚS TIL LEIGU BÓN US KOR NIÐ LAUS T 221 m 2 Vellirnir eru að byggjast mjög hratt upp og mun svæðið fullbyggt telja um 10 þúsund manns. þróunarfélag property development 221 m2 í glænýju húsnæði að Tjarnarvöllum 15 í Hafnarfirði Upplýsingar á skrifstofu Þyrpingar í síma 594 4200 eða á netfanginu: thyrping@thyrping.is w w w .t hy rp in g. is Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Bæjargil 36 – Endaraðhús Opið hús á milli kl. 15 - 17 í dag Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Glæsileg 169,2 fm eign með innbyggðum bílskúr, hita í stétt og stæði. Mjög gott viðhald bæði að innan sem utan. Stofa og borðstofa á jarðhæð ásamt fallegri koníaksstofu með vönduðum arni, útgengt í fallegan garð Einnig þvottahús, eldhús og gestasal- erni á jarðhæð. Efri hæð með þremur stórum svefnherbergjum og baðherbergi sem er sérlega vandað. Útgengt á svalir með fallegu útsýni. Um 50 fm óskráð rými í risi, þar er stórt sjónvarpsherbergi og eitt aukaherbergi. V. 46,9 millj. STARRAHÓLAR, REYKJAVÍK Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 534 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari Mjög gott tveggja hæða einbýlishús með tvöföldum bílskúr. Í húsinu er sér 2ja herbergja íbúð á neðri hæð. Útsýni yfir Elliðaárdalinn sem gerist ekki betra. Mjög góð staðsetning. Verð kr. 56.800.000. Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433 Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.