Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ar brestur á með blíðviðri um miðjan vetur, þiðnar efsti hluti vegarins og vatn kemst inn í burðarlögin. Veg- urinn verður nánast eins og svampur og mikið álag getur stórskemmt hann. Best væri ef vegirnir væru hvíldir meðan svona stendur á og þeim hreinlega lokað. Það er hins vegar ekki hægt. Vitanlega ekki. Vegagerðin bregst við með því að setja á þungatakmarkanir. Jafnvel þótt það sé gert áætlar þjónustudeild Vegagerðarinnar að 40% þess viðhalds sem þarf að fram- kvæma á burðarlögum og slitlagi á ári hverju, sé vegna skemmda sem verða við þessar aðstæður. Kostnað- urinn er að mati þjónustudeilarinnar rúmar 700 milljónir króna. „Þetta er út af álaginu sem þunga- umferðin veldur og lélegu burðar- ástandi á vegakerfinu. Fólksbílaum- ferðin hefur nánast ekkert að segja varðandi niðurbrotið á vegunum, það eru þungabílarnir sem eyðileggja,“ segir Björn Ólafsson, forstöðumaður deildarinnar. „Þungatakmarkanirn- ar koma auðvitað illa við flutninga- fyrirtækin en við verðum að gera þetta. Við höfum átt samstarfsfundi með stærstu fyrirtækjunum, Eim- skip og Samskipum, og rætt þann möguleika að þau aki með sama heildarþunga og áður en fjölgi öxlum undir þyngstu vagnlestunum. Þá dreifist þunginn, enda verður minna álag á hverjum öxli. Þetta er alveg raunhæf lausn. Við eigum gott sam- starf við flutningafyrirtækin og lít- um á það sem sameiginlegt mál að vernda vegakerfið. Þetta er ekki neitt stríð á milli okkar. Auðvitað skiljum við að það verður að flytja vörur um landið og halda hlutunum gangandi – vegakerfið er náttúrlega eins og æðakerfi þjóðarinnar. Ef menn böðlast hins vegar mikið á því verður á endanum lítið eftir af því.“ Frostið í vegunum mælt Því fyrr sem þungatakmarkanir eru settar á, því betra fyrir vega- kerfið. Reynslan sýnir að fyrstu dag- ar þiðnunar í vegum eru verstir. Vegagerðin hefur nú þróað nýjan mælabúnað til að meta raka- og frostástand í vegum. Frostdýptar- mælar, sem settir hafa verið upp víða um land, munu geta veitt betri upplýsingar um ástand veganna og hvaða þyngdir þeir þola. „Þungatakmarkanir snúast um að reyna að verja vegakerfið, sem kost- ar gríðarlega mikið að reka. Ef það væru engir þungaflutningar væri satt besta að segja mjög létt að við- halda þessu kerfi. Menn hafa ákveð- ið að hafa vöruflutningana á landi og auðvitað kostar það eitthvað, en það er ákvörðun sem tekin er annars staðar en hér. Hlutverk Vegagerð- arinnar er ekki að segja hvort það sé skynsamlegt að flytja frystan fisk á milli með landflutningum, svo dæmi sé tekið. Við eigum bara að reyna að standa okkur í að halda vegakerfinu góðu fyrir það fjármagn sem við höf- um,“ segir Björn. Hver borgar brúsann? Áður var fullyrt að þungaumferð slíti þjóðvegunum margfalt meira en umferð fólksbíla. Það liggur einnig fyrir að kostnaður við viðhald vega- kerfisins er hár. Það er því fróðlegt að vita hvort Vegagerðin telji sig fá beinan kostnað sem verður vegna þungaumferðarinnar, til baka með gjaldtöku af stóru bílunum. Þeir borga í fyrsta lagi þungaskatt miðað við ekna kílómetra og í öðru lagi olíu- gjald. Hver greiðir hins vegar fyrir hið gríðarlega vegslit sem verður á vegakerfinu okkar? Vegamálastjóri, Jón Rögnvalds- son, verður fyrir svörum. Hann seg- ist ætla að gjöldin sem Vegagerðin hafi af þungabílunum standi þrátt fyrir allt undir kostnaði á því við- haldi sem þarf vegna þessarar um- ferðar. Það er sama og vörubílstjór- ar fullyrtu við blaðamann. „Vegakerfið snýst hins vegar ekki bara um viðhald. Það má ekki gleyma því að margir veganna okkar eru mjóir, sérstaklega þeir fáfarnari. Það er orðið heilmikið mál þegar breiðustu bílarnir, rúmlega 2,5 metr- ar á breidd, aka eftir þeim. Þegar rætt er um landflutninga hef ég raunar meiri áhyggjur af vegbreidd- inni en vegslitinu. Það þarf að breikka mjóstu vegina,“ segir Jón og bætir við að það verði að segjast eins og er að vegakerfið úti á landi sé enn að þónokkuð stórum hluta neðan við það sem hægt sé að sætta sig við. Að sögn Jóns hafði Vegagerðin í áætlanagerð sinni reiknað með aukningu í þungaflutningum. „Við vorum því undirbúin hvað það snert- ir. Það sem hins vegar kom illa við okkur var að fyrir tíu árum var leyfi- legur öxulþungi hækkaður úr 10 tonnum í 11,5 tonn, til samræmis við tilskipun frá Evrópusambandinu. Það hafði í raun meiri áhrif á okkur og vegakerfið en sjálf fjölgunin í þungaumferðinni. Þetta hefur leitt til þess að vegir sem hannaðir voru fyrir þessa breytingu þarfnast styrk- ingar fyrr en áætlað var. Þeir voru einfaldlega ekki byggðir fyrir 11,5 tonna öxulþunga.“ Jón bendir á að ekki gegni sama máli um viðhald á vegakerfinu og endurbyggingar eða nýbyggingar vega. Það síðarnefnda séu pólitískar ákvarðanir, teknar á Alþingi, þótt Vegagerðin leggi vitanlega fram sín- ar tillögur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur bent á að þungaumferðin sé skattlögð út frá heildarþyngd en ekki öxulþunga, þannig að réttir hvatar séu í raun ekki til staðar. Gjaldtaka hækkar með auknum heildarþyngdum þannig að fyrir þyngsta farminn þarf að greiða fleiri krónur fyrir hvern ekinn kílómetra en ef farið er um með léttari farm. Vegslit er hins vegar ólínulegt og vex hlutfallslega mjög mikið með aukn- um öxulþunga. Örlítil aukning á öx- ulþunga hefur þannig í för með sér margfalt meira vegslit. Öryggi á þjóðvegunum Nýverið var hafist handa við að taka út íslenska vegi með tilliti til ör- yggismála. Verkefnið er unnið undir merkjum EuroRAP (European Road Assessment Programme). Vegum verða gefnar stjörnur út frá öryggisþáttum í hönnun og um- hverfi. Það er Félag íslenskra bif- reiðaeigenda, FÍB, sem er aðili að verkefninu hér á landi en úttektin er unnin í samvinnu við samgönguráðu- neytið og Umferðarstofu. Ráðgert er að niðurstöður liggi fyrir í byrjun næsta árs. Framkvæmdastjóri Landssam- bands vörubifreiðastjóra, Knútur Halldórsson, segir bílstjóra binda miklar vonir við verkefnið. „Það sést þá svart á hvítu hvernig vegakerfið er og verður hægt að forgangsraða framkvæmdum með tilliti til þess,“ segir hann. Hann bætir við að hon- um þyki eðlilegt að ríkið leggi beint fram fé til verkefna sem flokkist frekar sem byggðamál en vegafram- kvæmdir, til dæmis Héðinsfjarðar- göng – en láti ekki umferðina sjálfa með innheimtum gjöldum um að greiða slíkt. „Atvinnubílstjórar eru óhressir með að greiða bæði þungaskatt og olíugjald. Í öðrum Evrópulöndum er þetta ekki gert svona og við teljum okkur vera farna að borga of mikið. Menn verða líka að átta sig á að flutningsaðilarnir eru einungis milli- innheimtumenn fyrir ríkissjóð. Öll gjöld sem leggjast á stóru bílana, af því að þetta eru atvinnutæki, borgar almenningur,“ segir Knútur. Ekki fer skipið upp Ölfusána! Í fyrri grein um landflutninga, sem birt var í Morgunblaðinu síðasta sunnudag, var rætt um umferðarör- yggi og vörubíla. Meðal annars var tíundað hvernig mörgum ökumönn- um fólksbíla þykir óþægilegt að vera innan um stóra vörubíla með tengi- vagna og hvernig þeir eiga í erfið- leikum með að taka fram úr jafn- löngum farartækjum. Fólksbíla- eigendur höfðu samband við Morgunblaðið eftir birtingu greinar- innar og endurtóku áhyggjur sínar. Vörubílstjórar höfðu aftur á móti einnig samband og bentu á að oft skorti á tillit ökumanna fólksbíla gagnvart stóru bílunum. Halldór Jónsson sagði blaðamanni til dæmis að fólksbílar færu gjarnan snöggt fyrir vörubílana, svo stórhætta skap- aðist. Hann bætti við að vörubílstjór- um þætti umræðan um landflutninga stundum hafa verið skrýtin. „Mál- flutningurinn hefur oft verið ein- hliða, eins og allt sé bókstaflega okk- ur vörubílstjórum að kenna. Ég er í flutningum frá Reykjavík til Selfoss. Hvernig á ég að koma vörunum aust- ur á Selfoss öðruvísi en að aka þeim?“ spurði Halldór og bætti við: „Ja, ekki fer skipið upp Ölfusána!“ Jafnvel þótt allir séu tillitssamir er ekki ýkja erfitt að efast um hversu vel smábíla- og þungaumferð eiga saman. Hún er hins vegar staðreynd á vegum landsins í dag. Það liggur einnig fyrir að hlutfall slysa sem vörubílar eiga aðild að, er hærra en hlutfall þeirra í umferðinni. Það er sömuleiðis ljóst að vegslit á hverju ári er gríðarlegt vegna þungaum- ferðarinnar, þótt gjöld af þeirri sömu umferð geti greitt nauðsynlegt við- hald. Alvarlegasta málið er ef til vill hve íslenskir vegir eru víða mjóir. Sums staðar hafa breiðustu vörubíl- arnir einungis 40 cm til að mætast. Vegakerfið var áður sagt vera æðakerfi þjóðarinnar. Þungaumferð á Íslandi er mikil og hún þrýstir í margvíslegum skilningi á þetta æða- kerfi. Einhverjir gætu viljað spyrja hvort blóðþrýstingurinn sé ef til vill orðinn eilítið hár. ’Auðvitað skiljum við að það verður aðflytja vörur um landið og halda hlutunum gangandi – vegakerfið er náttúrlega eins og æðakerfi þjóðarinnar. Ef menn böðlast hins vegar mikið á því verður á endanum lítið eftir af því.‘ sigridurv@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Vörubílsöxull vigtaður með sérstakri vog. Umferðareftirlit Vegagerðarinnar les af voginni og fylgist með því að öxulþungi vörubifreiða sé ekki of mikill. „ÉG Á ekki von á öðru en að auknir flutn- ingar á landi verði í brennidepli þegar sam- gönguáætlunin verður endurskoðuð í haust,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, for- maður samgöngunefndar Alþingis. Ákvæði eru um að áætlunin skuli endurskoðuð í ár. „Í ljósi þeirrar þróunar, sem orðið hefur í landflutningum, er ekki annað hægt en taka málið til alvarlegrar athugunar. Það þarf auðvitað að gera eitthvað í þessu og breikka þá vegi sem eru of mjóir til að breiðir bílar geti mæst með góðu móti. Við munum skoða þetta mál ofan í kjölinn,“ segir Guðmundur. Ákvörðun um skattlagningu þungaum- ferðar er tekin af fjármálaráðherra og sam- gönguráðherra og kemur síðan, að sögn Guðmundar, inn á borð samgöngunefndar. „Ég tel persónulega að hægt væri að stýra þungaflutningum að einhverju leyti með því að flutningsgjald á öllu öðru en nauðsynjavörum, væri til dæmis hækkað. Með því að skattleggja meira landflutn- inga á vöru sem ekki telst sem dagleg neysluvara væri kominn hvati til að menn að minnsta kosti íhuguðu að flytja vörur, sem ekki liggur nauðsynlega á, á nýjan leik á sjó en ekki landi. Það þarf hins vegar að huga vel að því hvernig farið er með skattlagningu á þungaumferðinni, svo matarverð verði ekki hærra úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Ég bendi á að stóru verslunarkeðjurnar eru sjálfar með bíla í flutningum út á land og bjóða mat- vöruna á sama verði í verslunum sínum úti á landi og í Reykjavík. Ef bætt yrði ofan á þessa flutninga sérstökum þungaskatti þýddi það auðvitað hækkun vöruverðs á landsbyggðinni. Það viljum við ekki.“ Þungaumferðin er of mikil Aðspurður segist Guðmundur í fljótu bragði ekki sjá hvaða leið væri skyn- samlegast að fara varðandi útfærslu á þessu, en þetta væri eina úrræðið sem hann sæi til að létta á þungaflutningunum á þjóðvegunum. „Þungaumferðin er of mikil. Eitthvað verður að gera,“ segir hann. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sagði á málþingi um landflutninga og umferðaröryggi, sem haldið var á fimmtudag, að vöruflutningar væru komnir upp á vegina og færu ekki þaðan. Bregðast yrði við aukinni þungaumferð með meiri áherslu á uppbygg- ingu vegakerfisins. Hann benti hins vegar einnig á að hafnir hefðu svigrúm í gjaldskrá sinni til að lækka hafn- argjöld og þannig væri hugsanlegt að þær gætu laðað til sín sjóflutninga. Málið verður skoðað ofan í kjölinn Guðmundur Hallvarðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.