Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ A lþjóðadagur krabba- meinssjúkra barna verð- ur haldinn á vegum Al- þjóðasamtaka foreldrafélaga krabba- meinssjúkra barna, ICCCPO, miðvikudaginn 15. febrúar nk. „Foreldrafélögin í heiminum eru hvött til að nota daginn til að vekja athygli á málstaðnum, m.a. eru félögin hvött til þátttöku í ljósmyndaverkefni sem felst í því að krabbameinssjúk börn láta mynda sig og sínar aðstæður í skólum sínum um víða veröld,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri SKB, Styrktarfélags krabbameinsfélags barna. En hvernig miðar undirbúningi þessa verk- efnis hér á landi? „Við ætlum að láta a.m.k. fjögur börn hér á landi taka þátt í þessu verkefni. Þetta eru börn sem eru nýbúin eða eru enn í krabbameins- meðferð en eru farin að sækja sinn skóla aftur. Auk þess að taka myndir af sér og sínu lífi í skólastofunni eiga þau að skrifa niður í stuttu máli hvernig þeim leið við þær aðstæður sem myndirnar sýna og líka gera grein fyrir hvað hafi verið þeim erfiðast við að koma aftur í skól- ann eftir meðferðina. Loks eru þau beðin að segja hvaða skilaboð þau vilja senda börnum sem lenda í sömu aðstæðum. Myndirnar og textar barnanna verða svo tek- in saman og við sendum efnið héðan til alþjóða- samtakanna. Þar verður svo valið besta efnið frá öllum þátttökulöndunum 80 og það fer á sýningu í Sviss í haust, á ársfundi Alþjóða- samtaka foreldrafélaga krabbameinssjúkra barna.“ Er fleira sem gera á í tilefni dagsins? „Alþjóðasamtökin leggja líka mikla áherslu á að vekja athygli á mismunandi aðstæðum krabbameinssjúkra barna í hinum ýmsu lönd- um. Samkvæmt tölum samtakanna greinast ár- lega um 200 þúsund börn um víða veröld með krabbamein. Stór hluti þessa hóps er í van- þróuðu löndunum og þau börn hafa ekki aðgang að góðri meðferð og lyfjagjöf. Því er dánarhlut- fall krabbameinssjúkra barna þar mjög hátt. Það er talið að hátt í 100 þúsund börn í heim- inum látist af völdum krabbameins á hverju ári og það gerir um 250 börn hvern dag. Þetta eru ógnvekjandi staðreyndir.“ Hvernig er stutt við bakið á krabbameins- sjúkum börnum hér og fjölskyldum þeirra? „Krabbameinssjúk börn hér á landi hafa not- ið mikils stuðnings og hlýhugar almennings í þjóðfélaginu og félagið okkar er einkum rekið með styrk einstaklinga og fyrirtækja. Við höf- um getað stutt mjög vel við bakið á þeim börn- um sem greinst hafa með krabbamein og fjöl- skyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega. Gaman er að geta þess að núna í tilefni al- þjóðadagsins ætlum við að gefa Barnaspítala Hringsins gjafir, sem koma væntanlega að góð- um notum þar. Við ætlum líka að gefa út á næstu vikum vandað fræðslurit fyrir fjölskyldur og skóla krabbameinssjúkra barna og í vor tökum við í gagnið nýtt hvíldarheimili fyrir félagsmenn á Flúðum. Síðast en ekki síst hefur verið ákveðin, í til- efni alþjóðadags og 15 ára afmælis SKB í ár, hópferð til Kaupmannahafnar sem ráðgert er að fara í vor, sem er afar gaman að geta gert að veruleika og mun gleðja og auka mörgum kjark.“ Hvað með sálfræðiaðstoð fyrir þá sem verða fyrir því áfalli sem greining krabbameins í barni er? „Það er eitt af því sem okkur hér í félaginu hefur fundist mega fara betur og vera mark- vissara á spítulum. Það er tilviljanakennt hvort krabbameinssjúka barnið og aðstandendur þess fá slíka aðstoð. Margir kvarta undan því að slík aðstoð sé alltof lítil. Félagið SKB hefur greitt fyrir alla þá sálfræðiþjónustu sem fólk hefur viljað nýta sér utan spítalans. Við erum með samninga við sérstaka sálfræðinga og hvetjum okkar skjólstæðinga til að leita til þeirra og greiðum fyrir þá þjónustu. En ekki nota sér allir það og þetta þyrfti að vera miklu skipulagðara og meira á sjúkrahúsunum sjálfum.“ Hvað með opinbera aðstoð við þau krabba- meinssjúku börn sem þurfa að fara utan til með- ferðar? „Það er allt í mjög góðu horfi. Samningar eru á milli íslenska ríkisins og nágrannalanda, ef krabbameinssjúk börn þurfa að fara utan til að- gerða þá er mikið og gott samstarf milli sjúkra- húsa og lækna í þessum löndum.“ Er einhverra breytinga að vænta í málefnum krabbameinssjúkra barna á næstunni? „Já, sem betur fer á loks að fara að stíga það skref að greiða foreldrum langveikra barna laun í nokkra mánuði meðan á veikindum barnanna stendur, slíkt er gert með myndar- legum hætti á öðrum Norðurlöndum. Frumvarp félagsmálaráðherra þessa efnis fór því miður í baklás í lok þings á síðasta ári vegna óánægju foreldra langveikra barna með ákveðna fram- kvæmdaliði í frumvarpinu. En nú er þetta frum- varp aftur komið til félagsmálanefndar Alþingis og er þar til skoðunar og vonum við að það mál fái farsælan endi.“ Krabbameinssjúk börn njóta hlýhugar samfélagsins Hinn 15. febrúar nk. verð- ur alþjóðadagur krabba- meinssjúkra barna hald- inn á vegum ICCCPO. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Rósu Guðbjartsdóttur, fram- kvæmdastjóra SKB, um málefni krabbameins- sjúkra barna og þennan fyrirhugaða baráttudag. Morgunblaðið/Golli Meðferð krabbameinssjúkra barna á Íslandi fer fram á Barnaspítala Hringsins. Morgunblaðið/Ásdís Rósa Guðbjartsdóttir gudrung@mbl.is ÓLAFUR Gísli Jónsson barnalæknir er sérfræðingur í blóðsjúkdómum og krabbameinslækningum barna. Hann var spurður hvernig staða krabba- meinssjúkra barna á Íslandi væri nú. „Krabbamein í börnum eru allt al- varlegir sjúkdómar sem kalla á mjög nákvæmar rannsóknir og erfiða með- ferð, bæði skurðaðgerðir, lyfjameðferð og stundum geislameðferð,“ segir Ólafur Gísli. „Öll börn hér á landi upp að 18 ára aldri sem greinast með krabbamein eru meðhöndluð á Barnaspítala Hringsins. Við teljum að börn hér á landi fái alveg sambærilega þjónustu við það sem best gerist erlendis. Við erum auk þess í samvinnu við lækna bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum í sambandi við meðferð og við sendum börn í einstaka tilvikum til útlanda ef þörf er á sérhæfðri meðferð sem við getum ekki veitt hér á landi.“ Hvernig er árangur þessara lækn- inga? „Árangur meðferðar krabbameina í börnum hefur verið að batna mjög mikið á undan- förnum áratugum. Ef all- ir þessir sjúkdómar eru teknir saman þá er talið að læknist um það bil 75% af börnum sem greinast með illkynja sjúkdóma. En hins vegar er þetta mjög breytilegt eftir því um hvaða teg- und krabbameins er að ræða. Það greinast um það bil 10 börn á hverju ári með krabbamein, þetta er þó breytilegt milli ára og ekki virðist vera um aukningu að ræða og ekki sýnist það heldur vera erlendis.“ Er bættur árangur helst vegna nýrra lyfja? „Það er mjög margt sem hefur stuðlað að bættum árangri. Það koma alltaf öðru hverju ný lyf sem við not- um en þó hafa algeng- ustu lyfin verið notuð í nokkra áratugi, – en okk- ur hefur lærst að nota þau á markvissari hátt og stundum mörg sam- an. Síðan eru margir aðr- ir þættir sem hafa líka haft áhrif á betri útkomu þessara barna, t.d. bætt tækni í skurðaðgerðum, betri sýklalyf og ýmis önnur lyf. Þá má nefna öruggari aðferðir við blóð- og blóðhlutagjafir, bætta gjörgæslumeðferð ef börn þurfa á því að halda og þannig mætti lengi telja. Annað sem sennilega hefur skipt mjög miklu máli varðandi bættan ár- angur í meðferð þessara sjúkdóma er að meðferðin hefur verið þróuð á vís- indalegan hátt með nákvæmri skrán- ingu og úrvinnslu gagna og samvinnu milli landa. Þannig erum við á Íslandi í náinni samvinnu við lækna í öðrum löndum, sérstaklega kollega okkar á Norðurlöndunum.“ Hvaða tegundir krabbameina í börn- um eru algengastar hér á landi? „Algengasta tegund krabbameina í börnum hér eins og alls staðar annars staðar er hvítblæði, það er u.þ.b. þriðj- ungur af öllum krabbameinum í börn- um. Síðan eru nokkrar undirtegundir hvítblæðis sem koma til greina og er algengast bráðaeitilfrumuhvítblæði. Hvítblæðismeðferð er fyrst og fremst lyfjameðferð sem tekur langan tíma, venjulega tvö ár eða meira, en þó geta börn verið heima og sótt skóla megnið af þeim tíma. Hvítblæði er algengast í börnum á aldrinum tveggja til fimm ára en getur komið á öllum aldri. Næstalgengasta tegund krabba- meina í börnum eru heilaæxli sem eru 20 til 25% af heildarfjölda illkynja sjúkdóma í börnum.“ Hvernig er aðstaðan til meðhöndl- unar? „Hún hefur batnað geysilega mikið með tilkomu nýja barnaspítalans. Það er þá sérstaklega allur aðbúnaður barnanna og fjölskyldna þeirra sem hefur stórbatnað. Mesta breytingin er mun betri að- staða á dagdeild og göngudeild.“ Hvað tekur við hjá þessum börnum þegar meðferð lýkur? „Mjög mikilvægt er að börnin komi reglulega í skoðun þegar þau eru búin í meðferð. Eftirlitið er þétt í fyrstu, á nokkurra mánaða fresti fyrstu árin, en við teljum líka mjög mikilvægt að börnin komi árlega í skoðun þegar frá líður, alveg fram á fullorðinsár. Sum barnanna sitja uppi með misalvarlegar afleiðingar af sjúkdómnum og með- ferðinni og sumar þessar afleiðingar geta verið að koma í ljós mörgum ár- um eftir að meðferð lýkur. Þess vegna telja margir mikilvægt að þeir sem hafa farið í gegnum krabbameins- meðferð á barnsaldri komi reglulega í eftirlit ævilangt.“ Ólafur Gísli Jónsson Aðstaðan til meðferðar hefur stórbatnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.