Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 73 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist 101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til 25. feb. Artótek Grófarhúsi | Valgerður Hauksdóttir myndlistarmaður til 19. febrúar. Sjá www.artotek.is. Bananananas | Finnur Arnar Arnarson til 18. febrúar. Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir akrýl- og olíumálverk. Út febrúar. Gallerí Fold | Málverkasýning Huldu Vil- hjálmsdóttur – Náttúrusköp – The Nature Shape in Creation. Til 19. febrúar. Gallerí Kolbrúnar Kjarval | Sigrid Østerby sýnir myndverk tengd Sömum til 22. febr- úar. Grafíksafn Íslands | Ingiberg Magnússon – Ljós og tími II. Sýningin er opin fim.–sun. kl. 14–18. Hrafnista í Hafnarfirði | Sjö málarar frá Fé- lagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í Menning- arsal til 21. mars. Jónas Viðar Gallerí | Stefán Jónsson sýnir höggmyndir 11.–26. febrúar. Opið föstudaga og laugardaga frá kl. 13–18, annars eftir samkomulagi. Kaapelin Galleria | Umhleypingar, Sari M. Cedergren sýnir í Helsinki. Kaffi Milanó | Erla Magna Alexandersdóttir sýnir olíu- og akrýlmyndir út febrúar. Karólína Restaurant | Óli G. með sýninguna Týnda fiðrildið til loka apríl. Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Ingibjörg Jónsdóttir – Fínofnar himnur og þulur um tímann. Gryfja: Guðrún Marinósdóttir – Eins- konar gróður. Arinstofa: Vigdís Kristjáns- dóttir – Myndvefnaður. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 5. mars. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Svavars Guðnasonar, Carl-Henning Ped- ersen, Sigurjóns Ólafssonar og Else Alfelt. Til 25. febrúar. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ís- lenskra samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kristín Þorkelsdóttir (hönnun, vatnslitir). Guðrún Vigfúsdóttir (vefnaður). Til 12. feb. Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning Guðrúnar Einarsdóttur á nýjum verkum unnum með olíu á striga ásamt skúlptúrum unnum úr frauðplasti og litarefni á tré. Til 5. mars. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Gabr- íela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið. Kristín Ey- fells. Til 26. feb. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jó- hannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæð- ingu málarans. Til 19. mars. Annar sýning- arstjóra hinnar viðamiklu sýningar á verkum Kjarvals, Kristín G. Guðnadóttir, mun annast leiðsögn um sýninguna kl. 15. Kristín er einn helsti sérfræðingurinn á Íslandi um Kjarval og einn höfunda bókarinnar Kjarval sem fékk nýlega hin íslensku bókmenntaverð- laun. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið. Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. feb. Safn | SAFN sýnir nú verk einnar þekktustu myndlistarkonu heims; Roni Horn, á þremur hæðum. Verkin eru um 20 talsins frá 1985– 2004 og eru öll í eigu Safns. Sýningin ber heitið „Some Photos“. Flest verka Roni Horn eru ljósmyndir sem hún hefur tekið á Íslandi en hún hefur dvalið hér reglulega síð- an 1975. Skúlatún 4 | Fyrsta sýning ársins. Ólíkir listamenn úr ýmsum áttum sem reka vinnu- stofur og sýningaraðstöðu á þriðju hæð. Til 12. feb. Thorvaldsen | Bjarni Helgason sýnir á Thor- valdsen Bar – Ostranenie – sjónræna tón- ræna. Til 3. mars Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal til 28. maí. Ljós- myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós- myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20. febrúar. Söfn Aurum | Þorgeir Frímann Óðinsson fjöl- listamaður sýnir verk úr myndaröðinni Vig- dís til 17. febrúar. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýningin Býarmenningin Tórshavn 1856–2005 fjallar um þróun og uppbyggingu byggðar í Þórs- höfn í Færeyjum. Hún samanstendur af skjölum, ljósmyndum, skipulagskortum og teikningum. Hún er opin daglega kl. 12–19 og um helgar kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. Síðasti sýningardagur. Duushús | Sýning Poppminjasafnsins í Duushúsum. Sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum. Tískan og tíðarand- inn rifjuð upp. Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar á sýningunni Móðir Jörð gefa óhefðbundna og nýstárlega sýn á íslenskt landslag þar sem markmiðið er að fanga ákveðna stemningu fremur en ákveðna staði. Skotið er nýr sýn- ingarkostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er myndum varpað á vegg úr myndvarpa. Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á sýn- ingum stendur yfir. Ný grunnsýning opnar 1. maí nk. Þjóðmenningarhúsið | Fræðist um fjöl- breytt efni á sýningunum Handritin, Þjóð- minjasafnið – svona var það, Fyrirheitna landið og Mozart-óperan á Íslandi. Njótið myndlistar og ljúfra veitinga í veitingastof- unni. Leiðsögn í boði fyrir hópa. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Ís- lands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Leiklist Iðnó | Nú fer hver að verða síðastur að sjá hina frábæru gamanóperettu „Gestur – Síð- asta máltíðin“ eftir Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson. Aðeins þrjár sýningar eftir. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14 kl. 14. Annar dagur í fjögurra daga keppni. Fyrirlestrar og fundir Styrkur | Styrkur er með opið hús 14. feb. kl. 20 í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Magnea S. Ingi- mundardóttir, þekkingarstjóri hjá Nýherja, talar um líf og viðhorf þeirra sem greinast með krabbamein. Hólmfríður Friðriksdóttir sýnir myndir úr starfi Styrks. Kaffi og allir velkomnir. DA samtökin | Fundir á sunnudögum kl. 11 í Alanó-húsinu, Héðinshúsinu. 12 spora sam- tök hömlulausra skuldara. Fréttir og tilkynningar GA-fundir | Ef spilafíkn er vandamál hjá þér eða þínum geturðu hringt í síma GA- samtakana (Gamblers Anonymous): 698 3888. Skuld á Rósenberg | Dyslexíufélagið Skuld heldur stofnfund um verðandi háskólafélag. Fundurinn verður haldinn 16. feb. kl. 20 á Kaffi Rósenberg og hefst með kvöldverði þar sem gefst tækifæri til að ræða sýn fé- lagsins og almenn stofnfundarstörf. Frístundir og námskeið Púlsinn ævintýrahús | Námskeið í orku- dansi verður á föstudagskvöldum kl. 19.30. Nýtt námskeið hefst 3. mars. Skráning á heimasíðunni www.pulsinn.is og í síma 848 5366. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 Rbd7 7. g4 g6 8. Be3 Bg7 9. h4 h5 10. g5 Rh7 11. Dd2 b5 12. f4 Bb7 13. f5 Re5 14. O-O-O O-O 15. Rd5 Bc8 16. Rf4 Bb7 17. fxg6 fxg6 18. Rde6 Dc8 19. Rxf8 Rxf8 20. Rd5 Dd8 21. Bb6 Dd7 22. Dg2 Hc8 23. Bd4 Dd8 24. Kb1 Re6 25. Bxe5 Bxe5 26. Df2 Bxd5 27. exd5 Rc5 28. Bh3 Hc7 29. Hhf1 Bg7 30. Be6+ Kh7 31. Bf7 Dd7 Stórmeistarinn Alexander Motylev (2.638) frá Rússlandi var sá eini sem náði að leggja hinn 15 ára Magnus Carlsen (2.625) að velli í B-flokki Corus-skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Rússinn stýrði hvítu mönnunum og lék Norðmanninn grátt þegar hann lék. 32. Bxg6+! Kxg6 33. Df7+ Kh7 34. Dxh5+ og knúði svartan til uppgjafar þar sem eftir 34... Kg8 35. g6 er svartur óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Útsölulok Útsöluvörur kr. 1.000 - 2.000 - 3.000 Meyjarnar, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. Snyrtiskólinn í Kópavogi er einkaskóli á framhaldsskólastigi sem útskrifar snyrtifræðinema. Að loknu eins árs námi í snyrtiskólanum þurfa nemendur að ljúka 10 mánaða starfsþjálfun á snyrtistofu og hafa lokið tveimur önnum við annan framhaldsskóla, eða samtals 45 einingum, til að geta farið í sveinspróf. Að loknu sveinsprófi geta snyrtifræðingarnir rekið eigin snyrtistofu eða unnið hjá öðrum og farið síðan í meistara- skólann og fengið meistarabréf. Innifalið í skólagjöldum er öll kennsla sem og námsbækur, efnisgjöld, skólabúningar, áhöld til hand- og fótsnyrtinga ásamt förðunartösku. Nám við Snyrtiskólann er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og veitir Lánasjóðurinn lán fyrir skólagjöldum svo og framfærslu á meðan á námi stendur. Ný önn byrjar í mars. Skólinn er afar vel tækjum búinn og stenst allar kröfur sem gerðar eru til alþjóðlegra snyrtiskóla. Snyrtiskólinn er í aðlögun sem CIDESCO skóli. Viltu VER‹A snyrtifræ›iNGUR? Nánari upplýsingar og skráning í viðtal við skólastjóra í síma 553-7900. www.snyrtiskolinn.is Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar SEGJA má að Samúel Jón hafi komið, séð og sigrað er hann stjórnaði Stórsveit Reykjavíkur í tíu verkum sínum, nær öllum nýj- um af nálinni, en hann var á lista- mannalaunum um skeið við að skrifa verkin og má segja að þjóðin sé ekki svikin af þeirri úthlutun og vonandi verður tónlistin gefin út á geislaplötu. Samúel Jón er að sjálfsögðu best þekktur fyrir verk sín með Jagúar og hann er sá fyrsti og eini hingað til, sem flutt hefur verk sín með stórsveit á útskriftartónleikum frá tónlistarskóla FÍH. Hann hefur nokkrum sinnum stjórnað stór- sveitinni, síðast á jólatónleikum hennar, sem voru afbragðs- skemmtun. Hér var kafað dýpra og þótt fönkbragurinn svifi yfir vötn- unum var það allt undir merkjum djassins og minnti um margt á hina þekktu þýsku stórsveit Rúmenans Peters Herbolzheimer sem hefur skartað stórstjörnum á borð við Art Farmer, Stan Getz, Johnny Griffin, Gerry Mulligan og Niels- Henning. Sammi kann svo sann- arlega að skrifa fyrir brass. Fyrsta verkið á efnisskránni bar heitið Eins hratt og hægt er, kraft- mikið fönk með Eyþóri á orgel og sólóum frá Ólafi á tenór, Stefáni á altó og Eðvarði á gítar, og síðan tók við Mr. Funky goes straigt með Mantecafílingu. Jóel blés þar í kontrabassaklarinett og Stefán söng í flautuna a la Roland Kirk. Síðan gamalt lag, Leti, þar sem Gunnar Hrafnsson leiddi hrynsveit- ina með dúndrandi sveiflu og Kjartan blés fínan flýgilhornsóló. Grjótharður var fönkópus með ívafi af ekta stórsveitarsveiflu og í Funk mood sauð á keipum og Edvard Frederiksen blés þar óvenjusterk- an básúnusóló, hvattur af bandinu. Í Funky flesh var Eyþór kominn á Hammondið en að nýju á Rhodes- inn í Lítið skrítið. Síðasta lag fyrir uppklapp var fínt latínfönk Boba, en Sammi hefur æfingu í þeim geira eftir plötuna með tónlist Tómasar R. og Jóel blés fautagóð- an tenórsóló. Vonandi fær maður að heyra meira í honum í ár en í fyrra. Hér er ekki getið um marga góða sólista eins og Eirík Orra sem er á mikilli framfarabraut. Ég vildi gjarnan heyra þessa tónleika aftur – kannski einhverjir milljarðamær- ingarnir bjóði þjóðinni upp á þá? – Ég veit ekki til þess að þeir hafi styrkt Stórsveitina mikið. Stórsveitarfönk af bestu sort DJASS Nasa Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjart- an Hákonarson og Eiríkur Orri Ólafsson trompeta og flýgilhorn; Edward Frederik- sen, Oddur Björnsson og Stefán Ómar Jakobsson básúnur; David Bobroff bassa- básúnu; Sigurður Flosason, Stefán S. Stefánsson, Ólafur Jónsson, Jóel Pálsson og Kristinn Svavarsson saxófóna, klarin- ettur og flautur; Eyþór Gunnarsson orgel og hljómborð, Eðvarð Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa, Pétur Grét- arsson slagverk, Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórnandi var Samúel Jón Sam- úelsson. Stórsveit Reykjavíkur Vernharður Linnet Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika í Seltjarnar- neskirkju í kvöld, sunnudagskvöld. Ein- leikari er Kristján Orri Sigurleifsson og stjórnandi Oliver Kentish en á efnis- skrá eru Egmont- forleikurinn eftir Ludwig van Beethov- en, konsert fyrir kontrabassa eftir Serge Koussevitzky og sinfónía nr. 88 í G-dúr eftir Frans Joseph Haydn. Tón- leikarnir hefjast klukkan 17. Kristján Orri lýkur í vor fram- haldsnámi í kontrabassaleik frá Konunglega konservatoríinu í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur lært undir leiðsögn Michal Stadnicki. Kristján hefur leikið með helstu sinfóníu- hljómsveitum Kaup- mannahafnar, Sinfón- íuhljómsveit Íslands og er stofnmeðlimur kammersveitarinnar Ísafoldar auk þess að vera annar helmingur „The slide show secret“-dúósins. Serge Kousse- vitsky (1875–1951) fæddist í Rússlandi og þótti einn mesti kontrabassavirtúós síns tíma, en varð síðar frægari sem stjórnandi. Þykir kontrabassa- konsert hans, sem fluttur er á tón- leikunum, ein helsta perla tón- bókmennta kontrabassans. Beethoven, Kousse- vitzky og Haydn Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í Seltjarnarneskirkju Kristján Orri Sigurleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.