Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 64

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 64
64 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þá ferðaðist Jesús fyr um kring opt fólkið sló um hann stóran hring. Það flykktist kringum hann fjöldi manns, svo fengju menn litið auglit hans. Í Jeríkóborg það svo var eitt sinn, er sjálfur kominn var meistarinn. Er fór hann í gegnum fagra borg, þá fylltust strætin og hvert eitt torg. Menn vildu meistarann mikla sjá, er margar sögur þar gengu frá. Nú lýðurinn gat hann loksins sjeð, er ljúfur um strætin ganga rjeð. Og auglit Jesú og ásýnd hrein mót öllum hýrt og blíðlega skein. En einn var þó, sem hann eigi sá, hann auga kom eigi Jesúm á. Og Sakkeus nefnir sagan þann, er sjeð gat þar eigi meistarann. Hann auðugur mjög að eigum var og yfirtollheimtumaður þar. En auðurinn þó ei gladdi geð fyrst gat hann þar eigi Jesúm sjeð. Og meistarann því hann mátti’ ei sjá, að múgurinn stóð og skyggði á. En maðurinn lítill vexti var og vegna þess eigi sá hann þar. En margur er einatt maðurinn knár þótt mjög eigi sje í lopti hár. Á Sakkeusi sannaðist það, hann sást ei fyrir, en hljóp af stað. Og hópnum rann hann á undan ótt og upp í trje hann klifraði skjótt. Þar framhjá eikinni leiðin lá; hann lausnarann ofan úr trjenu sá. Og auglit Jesú og ásýnd hrein svo undurblítt móti honum skein. Hann mælti við hann með ljúfri lund: „Þú litið hefur mig nú um stund.“ „En betur skaltu mig bráðum sjá, því bráðum mun jeg þjer gista hjá.“ „Þú vildir, kæri, koma til mín, því koma vil jeg nú heim til þín.“ „Nú flýt þjer að taka á móti mjer, að megi’ eg sitja til borðs hjá þjer.“ Og Sakkeus fór og flýtti sjer heim, svo fagna kynni hann gesti þeim. Að hafa svo mikinn og góðan gest, það gladdi nú hjartað allra mest; að fá hann ei að eins í svip að sjá, en sjá hann dvelja sjer lengi hjá; að horfa’ á hans svip, að hlusta’ á hans orð og hafa hann við sitt eigið borð. Ó hvílík sæmd fyrir syndarann! Því syndir og breyzkleik vel hann fann. Hann fyrirlitinn af fólki var, en frelsarinn tók sjer gisting þar. Þótt aðrir þessu mögluðu mót, því meistarinn eigi sinnti hót. Hann hafði samneyti helzt við þá, sem heimurinn smáði’ og lagðist á. Og til þess kom hann í heiminn hjer, að hjálpa því við, sem glatað er. __________________ Enn frelsari heimsins fer um kring, en fáir slá nú um Jesúm hring. En þó er af öðru mikil mergð, er mönnunum dylur Jesú ferð. Það skyggir svo margt og mikið á, að mennirnir eigi Jesúm sjá. Menn heyra’ hann ei fyrir ys og þys; en ó, hve fara þeir góðs á mis! Þótt hafi þeir gæði heimsins nóg, það hjartanu veitir ei sanna fró. Og lífið hlýtur að sýnast svart, ef sjá menn ei auglit Jesú bjart. En menn eru stuttir og standa lágt, og stefna hjer sjaldan nógu hátt. Í raununum engin ráð hjer sjá, að rýma því burt, sem skyggir á. – Æ jeg er svo lítill, jeg er svo smár, en jeg þarf að verða stór og hár. Og jeg þarf að keppa’ að komast sem hæst, að komast honum sem allra næst. Sem Sakkeus máske’ jeg klifra kann, að komist jeg upp í trjeð sem hann. En skilningsins dugir ein ei eik, hver einasta grein er þar svo veik. Jeg þarf að leita’ uppi lífsins trjeð, svo lausnara minn jeg fái sjeð. Og jeg þarf að hlaupa’ og halda beint, svo hingað komist jeg ei of seint. Því dagurinn líður furðu fljótt og fyr en varir er komin nótt. En sólin er þegar sigin lágt, hún sjest ei nema menn standi hátt. En komist jeg hátt í trúar trje, hve tignarlegt er það, er jeg sje! Hve fögur útsjón á lífsins láð, í lífsins borg, yfir dauðans gráð! Hve fögur sjón yfir fjölda manns, er flykkist um hástól lausnarans! Hve fagurt er lífsins sól að sjá, er sortinn heims eigi skyggir á! Hún brosir svo ljúft og blítt til mín og býður með geislum heim til sín. Hve gleðst þá mín önd, hve gleðst mín lund! Hve glöð verður lífsins aptanstund! Hve glatt verður þá að gista þann, er gleðina skóp, í ljóssins rann; að búa með honum í sólarsal, að sjá hans auglit, að heyra’ hans tal! Ó hvílík sæmd fyrir syndarann að samneyta þar við frelsarann! – Þótt enn sje jeg lítill, enn sje jeg smár, jeg einhvern tíma verð stór og hár. Og einhvern tíma þá allt jeg sje, er eigi má sjá í skilnings trje; þá komið er heim á lífsins láð og lifi jeg þar fyrir Jesú náð. Sakkeus sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í byrjun níuvikna- föstu, þegar kristinn lýður tekur að und- irbúa sig fyrir atburði páskanna, er hollt að rifja upp gefandi frásagnir Biblíunnar. Sigurður Ægisson valdi til þess sögu úr 19. kafla Lúkasar- guðspjalls, í búningi sr. Valdimars Briem, frá 1897. ✝ Árni GesturÞórarinn Sig- fússon fæddist á Ægissíðu í Vatns- nesi í V-Hún. hinn 25. ágúst 1912. Hann lést á Hjúkr- unarheimili aldr- aðra í Víðinesi hinn 1. febrúar síðastlið- inn. Faðir hans var Sigfús Sigurbjörn Guðmannsson, f. í Krossanesi í Þver- árhr. í V-Hún. 23. apríl 1881, d. 1. júlí 1934, bóndi í Krossanesi og síðar á Ægissíðu. Móðir Árna var Sig- ríður Hansína Björnsdóttir, f. í Vesturhópshólasókn í V-Hún. 12. apríl 1880, d. 21. ágúst 1915, hús- freyja á Ægissíðu. Alsystkini Árna voru Rósa Sigfúsdóttir 1906–1998, Ögn Sigfúsdóttir 1907–2001, Guðmann Sigurjói Sigfússon 1909–1914, Guðmann Sigurjói Sigfússon 1914–1982, Sigríður Hansína Sigfúsdóttir 1915–1999. Bróðir samfeðra er Ragnar Kristinn Sigfússon, f. 1930. Hinn 28. maí 1944 kvæntist Árni Sigríði Guðmundsdóttur, f. á Böðmóðsstöðum í Laugardal í Árn. 11. maí 1925. Börn þeirra eru: 1) Svala Árnadóttir, f. 1945, maki Vigfús Aðal- steinsson, f. 1941. Börn þeirra eru: a) Árni Gunnar, f. 1967. Börn Árna Gunnars eru Daníel Freyr, f. 1994, Al- mar Nökkvi, f. 1999, og Embla, f. 2001. b) Aðalheið- ur, f. 1973, sam- býlismaður Vigfús Sveinbjörns- son, f. 1972. 2) Karólína Árnadóttir, f. 1947, maki Guð- mundur Salbergsson, f. 1945, d. 1993. Börn þeirra eru: a) Hrund, f. 1974, sambýlismaður Þórhallur Einisson, f. 1973. b) Sigríður, f. 1977, sambýlismaður Lárus Árni Hermannsson, f. 1976. Barn Sig- ríðar og Lárusar er Guðmundur Hermann, f. 2003. 3) Sigfús Ægir Árnason, f. 1954, maki: Stefanía Haraldsdóttir, f. 1963. Börn þeirra eru: Haraldur, f. 1987, og Árni Gestur, f. 1990. Útför Árna fór fram 7. febrúar í kyrrþey að ósk hins látna. Ég kynntist Árna tengdaföður mínum fyrir um 40 árum, er ég og dóttir hans, Svala, fórum að draga okkur saman. Allt frá því við Árni sáumst fyrst, tók hann mér vel, handtakið var alla tíð þétt og hlýtt og brosið vinalegt. Árni var fæddur á Ægissíðu í Vestur-Húnavatnssýslu 25. ágúst 1912. Hann missti móður sína, sem lést af barnsförum þegar hann var þriggja ára. Föður sinn missti hann svo þegar hann var 22 ára og þá voru þau systkin alein, bæði móður- og föðurlaus. Kom að því að þau systkin seldu jörðina Ægissíðu. Árni hafði farið í bændaskólann á Hvann- eyri og útskrifaðist sem búfræðing- ur árið 1931. Hann vann um tíma í Reykjavík og þar kynntist hann konuefni sínu, Sigríði Guðmunds- dóttur frá Böðmóðsstöðum í Laug- ardal, og giftust þau 28. maí 1944. Árni og Sigríður unnu um tíma í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Hveragerði og þar lærði Árni til verka við garðyrkjustörf. Árið 1949 bauðst þeim hjónum að kaupa af foreldrum Sigríðar hluta af jörðinni Böðmóðsstaðir í Laugar- dalshreppi. Þau hjónin höfðu búið í Hvera- gerði en þar áttu þau lítið hús, sem þau nefndu Ægissíðu. Þegar þau fluttu á Böðmóðsstaði voru aðstæður þar heldur betur öðruvísi en þær eru í dag, en ungu hjónin voru bjartsýn með tvær hendur tómar og með dugnaðinn að leiðarljósi Þau byrjuðu búskapinn á Böð- móðsstöðum með því að flytja inn í eitt herbergi hjá foreldrum Sigríðar, þeim Guðmundi og Karólínu, sem bjuggu þar í litlum burstabæ með einni baðstofu og svefnherbergi, þar sem hjónin dvöldu fyrst með dætur sínar. Ekkert rafmagn var, matur var eldaður á kolaeldavél en hiti var á ofnum, þannig að alltaf var hlýtt í bænum. Árni hófst strax handa og byggði einbýlishús og útihús fyrir kýr og kindur og seinna byggði hann gróð- urhús á jörðinni. Hann var mikið fyrir jarðrækt og var frumkvöðull að ræktun með hita á Böðmóðsstöðum. Hann ræktaði gulrætur í reitum, ennfremur rækt- aði hann gulrófur og kál. Seinna var hann með tómataræktun í gróður- húsinu. Hann sáði gulrótunum í mars á hverju ári til að vera fyrstur á markaðinn með sína framleiðslu. Til að komast yfir öll þau verkefni, sem fyrir lágu, vaknaði Árni til vinnu kl. 5 á nánast hverjum morgni. Þau hjónin voru alltaf með krakka í sumarvinnu ásamt dætrum sínum og þrátt fyrir mikla vinnu var oft glaðværð kringum Árna og Sigríði. Árni varð að hætta búskap af heilsufarsástæðum árið 1961. Þau hjónin seldu jörðina bræðrum Sig- ríðar og fluttu til Reykjavíkur. Keyptu þau hjónin sér íbúð að Bugðulæk 6, þar sem Árni bjó með- an heilsa hans leyfði. Eftir að Árni flutti til Reykjavík- ur vann hann hjá Bifreiðastöð Ís- lands sem afgreiðslumaður og seinna húsvörður, fyrst á Kalkofns- veginum og síðar hjá Umferðarmið- stöðinni í Vatnsmýrinni er Bifreiða- stöð Íslands flutti þangað. Hann hætti ekki störfum hjá Umferðar- miðstöðinni fyrr en hann var kom- inn hátt á áttræðisaldur. Árni var lagður inn á spítala í des- ember 2004 vegna mjaðmagrindar- brots og fór þaðan í Hjúkrunar- heimili aldraðra í Víðinesi, þar sem hann dvaldi til hinstu stundar. Starfsfólkið í Víðinesi var honum einstaklega gott og þakkar fjöl- skylda Árna þeim sérstaklega fyrir það. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og bið Guð að blessa minn- ingu hans. Vigfús Aðalsteinsson. Þær eru margar minningarnar um kæran tengdaföður sem ég geymi, allt frá þeim fyrsta degi er þú bauðst mig velkomna inn í fjöl- skylduna. Fyrir mér varstu yndis- legur og traustur vinur og hlýjan og gagnkvæm virðingin var alltaf okk- ar á milli. Eitt sinn hafði ég verið með kvef í langan tíma og þér leist nú ekkert á blikuna, en þú varst nú viss um að þú hefðir lækninguna. Þá læddistu inn í eldhús og að bragði var ég komin með í hendur dýrindis toddý, að hætti hússins. Þetta virk- aði bara vel enda var þessi drykkur á boðstólum alltaf þegar ég fékk ein- hverja pestina. Sterkust er þó minningin um sam- verustundirnar okkar saman í sum- arbústað fjölskyldunnar, þar sem þú lékst á als oddi. Þar varstu á heimavelli og naust þess að fylgjast með bústörfum bændanna, sitjandi löngum stundum úti á pallinum, auðvitað með pípuna og kíkinn í seilingarfjarlægð. Og þegar sveitungana bar að garði var mikið spurt og spekúlerað um nýjustu tæki og tækni. Þú vildir fylgjast með allri framþróun í bú- skaparháttum. Þú hlúðir að hverri plöntu, enda með græna fingur og lagðir þig fram við að rækta garðinn þinn hvort heldur var í bænum eða í sveitinni. Þú hafðir yndi að vorinu þegar páskaliljurnar voru að kíkja upp, eftir vetrardvalann. Í hverri heimsókn á þessum árs- tíma, kíktir þú út í garðinn þinn og tíndir upp nokkrar páskaliljur og sendir mig með heim til að setja í vasa. Það gladdi þig mest að geta gefið blóm úr þínum garði. Í hjarta mínu geymi ég minning- arnar og þakka fyrir þann tíma sem okkur varð gefinn og ég veit, að nú ertu vinnumaður í garði Drottins. Guð blessi minningu þína, kæri vin- ur. Ebba. Elsku afi Bomm. Nú ertu farinn á annan stað. Mig langaði að þakka þér fyrir árin 39 sem ég fékk að njóta með þér, þakka þér fyrir hvað þú hefur alltaf verið góður við mig og svo fyrir nafnið sem ég fékk frá þér. Ég var svo heppinn að vera eina barnabarnið í sjö ár og kúturinn fékk alla athygli óskipta frá ykkur ömmu Siggu og þó svo að fleiri bættust í hópinn þá vantaði ekkert upp á hana. Þetta voru yndislegir tímar sem ég átti á Bugðulæknum og ég man enn þegar þú varst að hossa mér á löppinni á þér og svo hummaðir þú alltaf um leið og sagðir: „bomm, bomm, bomm, bomm“. Ég reyndar endurskírði þig þá og fór að kalla þig „afa Bomm“. Ég fékk stundum að vera hjá þér í vinnunni á BSÍ. Það var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði. Þið Garðar voruð oft að bralla ýmislegt sem mér fannst svakalega spenn- andi að hjálpa ykkur með og alltaf varstu að lauma í mig pening til að setja í tíkallakassana eða eitthvað. Árin liðu og það var allt í einu komið að fermingunni minni. Þá gafstu mér fyrstu rakvélina mína. Ég var hálf móðgaður enda fannst mér ég nú ekki vera orðinn þannig kall að ég ætti að fara að raka mig. En þú vissir hvað þú varst að gera og það kom í ljós á endanum að fermingargjöfin frá þér og ömmu Siggu var ein besta fermingargjöfin sem ég fékk, að öðrum ólöstuðum, og notaði ég hana í mörg ár. Þetta var ágætis ábending um að hýjung- urinn væri orðinn allt of síður. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ykkar, þó svo að maður hafi seinni árin gert allt of lítið af því, en enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Alltaf sastu í rólegheitunum í stólnum þínum með pípuna þína. Ég gleymi ekki sögunni af því þegar Kalla frænka var svo al- mennileg við þig að þvo pípuna þína vel og vandlega með sápu. Held þú hafir ekki verið mjög ánægður með það. Það er þó nokkuð sem ég hef séð að ég hef fengið frá genunum í þér. Þar ber helst að nefna augnabrún- irnar, skemmtilega húmorinn og smekkinn fyrir mér yngri konum. Þegar þú varst níræður þá hélst þú upp á afmælið þitt með okkur fjölskyldunni þinni á Snæfellsnesi. Það voru leigðir nokkrir bústaðir og haldin veisla. Að sjálfsögðu voru haldnar ræður og þegar leið á kvöld- ið þá barðir þú stafnum þínum í gluggann og kvaddir þér hljóðs og hélst hörku ræðu og sagðir okkur skemmtilegar sögur úr fortíðinni. Í lokin endaðir þú með því að segja: „Jæja. Ég kann fullt af svona sögum sem ég get sagt ykkur en ég nenni því ekki.“ Þetta fannst mér virkilega snjallt. Ég hitti þig síðast annan dag jóla í jólaboðinu hjá Ebbu og Ægi. Ég hafði verið með veislu fyrir pabba og mömmu kvöldið áður og mamma hafði sagt þér að ég ætlaði að hafa kengúru í matinn. Ég fékk þau skilaboð að þig langaði að smakka kengúru og að sjálfsögðu kom ég með smá kengúrukjöt í jólaboðið sem þú og smakkaðir. Ég veit ekk- ert hvort þér líkaði það eða ekki en þú kannski segir mér það einhvern tímann. Ég vissi að þú varst orðinn lasinn en ég bjóst ekki við að missa þig svona snemma. Svona er þetta nú. Þú ert örugglega einhvers stað- ar núna að láta gott af þér leiða. Einhvern tímann hitti ég þig aft- ur. Þinn nafni, Árni Gunnar. ÁRNI G. SIGFÚSSON HUGVEKJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.