Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 41
Morgunblaðið/Kristinn
Vefurinn undirstaða
framþróunar og útrásar?
Hvernig sérðu framtíðina fyrir
þér í þessum heimi, þar sem allt er
á hverfanda hveli?
„Ég hefði viljað sjá okkur gera
svona landssamninga en vegna
þess hve þetta er dýrt höfum við
ekkert svigrúm til að auka áskrift-
irnar. Við erum að greiða fyrir öll
þessi rafræmu gögn um 100 millj-
ón krónur á ári. Þetta eru miklir
peningar og dálítið erfitt að afla
þeirra, enda þótt menn séu alveg
sammála um gagnsemi þessa. Ég
spyr mig líka að því hvort þetta
greiða aðgengi að vísindaheiminum
sé ekki undirstaða framþróunar og
útrásar, bæði innanlands og utan.“
gudrung@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 41
Grove Music & Opera. Þessi söfn
eru notuð í sívaxandi mæli.
Af almennu safni ber að nefna
að landsaðgangur greiðir fyrir að-
gang að greinum úr greinasafni
Morgunblaðsins sem eru orðnar
eldri en 3 ára hverju sinni. Þessi
aðgangur að greinasafni Morgun-
blaðsins er opinn fólki alls staðar í
heiminum, öfugt við erlendu
greinasöfnin, sem binda notkun við
Ísland.“
Í bígerð að fá leitartæki sem leit-
ar í öllum gagnasöfnum samtímis
Hvað með önnur blöð og tíma-
rit?
„Gagnasafnið ProQuest veitir
aðgang að tæplega 5000 tímaritum
af öllu tagi. Þar eru almenn frétta-
tímarit, vísindarit og afþreyingar-
rit. Við erum líka með samninga
við verkfræðistofur sem veita að-
gang að þremur gagnasöfnum á
sviði verkfræði.“
Hvað er í bígerð að fá inn á
landsaðgang á næstunni?
„Í bígerð er að reyna að auka
þjónustuna með betra leitartæki
sem getur leitað í öllum gagna-
söfnunum samtímis og getur líka
leitað í gagnasöfnum í opnum að-
gangi um leið. Gagnasöfnum í opn-
um aðgangi er sífellt að fjölga og
landsaðgangur er að reyna að
þjóna notendum þeirra safna einn-
ig.
Fjármögnun gengur þannig að
hlutur hins opinbera hefur verið
að aukast á þessu ári og nú er
greiddur af fjárlögum tæplega
þriðjungur af því sem þetta verk-
efni kostar, það sem eftir stendur
greiða bókasöfn landsmanna, ýms-
ar stofnanir og örfá fyrirtæki.“
FRÉTTIR
Erindið hefst kl. 3 e.h.
og verður haldið í fundarsal LbhÍ
á Keldnaholti, 3. hæð.
Mánudaginn 13. febrúar flytur Jón Guðmunds-
son, plöntulífeðlisfræðingur erindi: Af lífsbaráttu
þriggja bakteríustofna og samskiptum þeirra við
smára í tilraunareit.
Allir velkomnir
Fræðsluerindi Landbúnaðar-
háskóla Íslands á Keldnaholti
FASTEIGNIR mbl.is
HÆSTIRÉTTUR hefur stað-
festi með dómi sínum fjárnám,
sem gert var í fasteign konu til
tryggingar skattaskuldum sam-
býlismanns hennar. Konan taldi
að skuldir sambýlismannsins
væru sér óviðkomandi þar sem
þau hefðu ekki lýst því formlega
yfir bæði, að þau óskuðu eftir
samsköttun.
Í dómi Hæstaréttar segir, að
konan og sambýlismaður hennar
hafi talið fram sameiginlega til
skatts allt frá árinu 1994 og not-
ið þess hagræðis sem samskött-
un fylgdi. Því væru fyrir hendi
þær aðstæður sem veittu emb-
ætti tollstjórans rétt til að
krefja konuna um skattaskuld
sambýlismannsins.
Málið dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Hrafn Bragason,
Árni Kolbeinsson og Ingibjörg
Benediktsdóttir. Steingrímur
Þormóðsson hrl. flutti málið fyr-
ir konuna og Guðfinna H. Þórs-
dóttir fyrir Tollstjórann í
Reykjavík.
Fjárnám staðfest
vegna skattskuldar