Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 76
76 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Breski kvikmyndavefurinnScreen Daily segir frá því að gera eigi kvikmynd upp úr bókinni Princess Diana: The Hidden Evidence, eða Díana prins- essa: Hin leyndu sönn- unargögn, en í henni er því haldið fram að Díana prinsessa hafi verið myrt af bandarísku alríkislögreglunni, CIA og leyni- þjónustunni FBI. Á kvikmyndin að heita Hidden Truth eða Hinn leyndi sannleikur og tökur á henni hefjast í vor. Ekki er ljóst hverjir fara með hlutverk Díönu og Dodi al-Fayed, elskhuga hennar en þau létust bæði í bílslysi í París árið 1997. Rannsókn Stevens lávarðar á andláti Díönu stendur enn yfir en hann segir rannsóknina mun flóknari og erfiðari en hann og að- stoðarmenn hans hafi haldið í fyrstu.    Leikkonan og glamúrdrottn-ingin Tara Reid reynir nú að losa sig við hina villtu ímynd sem hún hefur þar sem hún telur að þessi ímynd geti skemmt fyrir leikferli sínum. Reid segist viss um að hún sé að missa af fjölda hlutverka vegna þess að yfirmenn í Hollywood trúa öllu sem skrifað er um hana í slúðurblöð, sem oftar en ekki er slæmt. Hún vill að fjölmiðlar láti sig í friði eða fjalli um sig á jákvæðari hátt en verið hefur. „Ég vinn mjög mikið, ég skemmti mér ekki bara. Ég vinn að góðgerðarmálum og ég er mikil fjölskyldustelpa, ég er til dæmis alltaf með fjölskyldunni minni á sunnudögum,“ segir Reid. „Nýlega keypti ég hús handa for- eldrum mínum, en það er við ströndina, örstutt frá mínu húsi,“ segir Reid. „Ég er viðkvæm og mér er ekki sama um það sem er skrifað um mig. Mér er illa við að ég sé látin líta út fyrir að vera eitthvert fífl. Ég er ekkert fífl. Í rauninni er ég mjög klár, að minnsta kosti mun klárari en fólk telur,“ segir Reid. Fólk folk@mbl.is MAÐURINN á bak við Jethro Tull, flautuleikarinn, söngvarinn og laga- smiðurinn Ian Anderson, leikur á stórtónleikum í Laugardalshöllinni þriðjudaginn 23. maí ásamt hljóm- sveit sinni og meðlimum úr Reykja- vík Sessions Chamber Orchestra. Þetta er í annað sinn sem Ian And- erson heldur tónleika á hér á landi en Jethro Tull spilaði fyrir fullu húsi á Akranesi 1992. Ian Anderson stofnaði Jethro Tull í London árið 1968. Hann er víða þekktur sem maðurinn sem kynnti þverflautuna fyrir rokkinu og lagði þar línuna fyrir notkun hljóðfærisins. Ian leikur einnig á ýmsar aðrar flaut- ur ásamt kassagítar og hljóðfærum úr mandólínfjölskyldunni. Allt leikur þetta lykilhlutverkið í hinni óraf- mögnuðu og þjóðlagakenndu áferð sem einkennir tónlist Jethro Tull. Ian Anderson hefur alla tíð verið óhræddur við að prófa nýjar leiðir og þar af leiðandi er erfitt að setja tón- list hans undir einn hatt. Hann þykir þó jafnvígur á blús, rokk, þjóðlaga- tónlist og framúrstefnurokk. Fjöldi hljómsveita nefnir Jethro Tull sem áhrifavald, þar á meðal Pearl Jam og Iron Maiden. Tull átti eftir að verða ein af vinsælustu og langlífustu hljómsveitum breska rokksins með tímamótaplötum eins og Aqualung, Thick As A Brick og Too Old to Rock n’ Roll, og Too Young To Die. Þeir hafa nú selt rúm- ar 60 milljónir platna og leikið á um 2.500 tónleikum í 40 löndum. Þess á milli á hefur flautuleikarinn snjalli leikið á hljómleikum víðsvegar um heiminn undanfarin ár, þar sem hann flytur tónlist Jethro Tull ásamt hljómsveit sinni og sinfóníu- hljómsveit. Þar hljóma lög eins „Aqualung“, „Thick as a brick“, „Locomotive Breath“, „Bouree“, „Life is a long Son“, „Budapest“, „My God“ og „Greensleeves“ svo ein- hver séu nefnd. Eins og áður sagði verða tónleik- arnir í Laugardalshöll þriðjudaginn 23. maí. Miðasala og upphitunaratriði verða kynnt síðar í mánuðinum. Það er Performer ehf. sem stendur að tónleikunum. Tónlist | Ian Anderson úr Jethro Tull leikur í Laugardalshöll 23. maí Konungur rokkflautunnar Þetta er í annað sinn sem Ian Anderson heldur tónleika hér á landi en Jethro Tull spilaði fyrir fullu húsi á Akranesi 1992. Ian Anderson, flaut- an og einkennis- stelling hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.