Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 47

Morgunblaðið - 12.02.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 47 leiddar eru í landinu eru Panama, Soberana og Atlas. Ágætir drykkir sem renna ljúflega um heitar kverk- ar en erfitt er að fá léttvín á veit- ingastöðum nema á hótelum. Krana- vatnið er einnig prýðilegt. Simon Bolivar og sjálfstæðið Í Villa de Los Santos er torg Simons Bolivars. Árið 1821 hlutu Panamabúar frelsi undan yfirráðum Spánar. Simon Bolivar beitti sér fyrir stofnun ríkjasambands Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador, Perú og Ven- esúela og við torgið stendur húsið þar sem frelsi Panama var lýst yfir. Ríkjasambandið liðaðist í sundur en Panama tilheyrði Kólumbíu til ársins 1903. El Valle er bær í 1000 m hæð í 3 milljón ára gömlum eldgíg og er veg- urinn þangað bæði krókóttur og brattur. Fjöllin umhverfis eru vinsæl hjá ferðamönnum og þar eru aug- lýstar göngu-, hjóla- og hestaferðir. Í skóginum eru leirböð og á þorps- markaðnum má gera reyfarakaup í skartgripum, hengirúmum, mynda- bolum og körfum sem eru svo vel ofnar að þær halda vatni. David er næststærsta borg í Pan- ama. Borgin stendur í landbúnaðar- héraði en hefur ekki upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn, utan ágætra hótela. Þar er mjög heitt allt árið. Boquette er hérað í 1060 m hæð og þekkt fyrir þægilegt loftslag og fjöl- breytt náttúrulíf. Isla Verde er bær sem orðinn er vinsæll ferðamanna- staður enda ekki eins heitt þar og niðri í David. Í Boquette bauðst að skoða kaffibúgarð. Ferill framleiðslunnar er flókinn og stöðugt verið að flokka kaffibaunirnar. Indíánar vinna við framleiðsluna og staða þeirra við færiböndin minnti á rækjuvinnslu á Íslandi. Aðstaða er fyrir indíánana í vistlegum skála. Þeir njóta heil- brigðisþjónustu, skólagöngu fyrir börnin og líf þeirra er í góðum, föst- um skorðum. Við heyrðum síðar að þessar föstu skorður væru að brjóta niður innfædda sem væri eðlilegt að vinna óreglulega og veiða þegar þeir væru svangir. Bandaríkjamenn hafa fengið augastað á Boquette. Víðáttumikil svæði í fjöllunum eru í uppbyggingu. Þar er verið að skipuleggja allt að amerískum hætti. Fasteignagjöld eru engin, vextir lágir og auðvelt að framfleyta sér. Trúfrelsi og kvenréttindi Í Panama ríkir trúfrelsi og eru konur rétthærri en í öðrum löndum Rómönsku Ameríku. Útvarp er mik- ilvægasti fjölmiðillinn en dagblöð eru ritskoðuð. Martin Torrijos, sonur Omars Torrijos, hefur verið forseti síðan 2004. Fólkið í landinu bindur vonir við kosningaloforð hans um að vinna bug á atvinnuleysi og fátækt og að fá fleiri fjárfesta inn í landið. Infinity er eitt glæsilegasta skemmtiferðaskip heims. Skemmtiferðaskip eru iðulega smíðuð með tilliti til þess að þau komist í gegnum skurðinn. Umferð um Panamaskurðinn er fjölbreytt. Hér er kafbátur á leið í gegn. Ferðalangar láta fara vel um sig í gistihúsunum hjá Caribbean Jimmy. Gisti- húsin eru úr bambus og leir og standa á ströndinni. Það er nákvæmnisverk að brenna kaffibaunir. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.