Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is BJÖRN Ingimarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagðist ekki hafa séð tölur sem staðfestu svo mikinn fólksflutning frá Bakkafirði og fram kemur á vefnum bakkafjordur.is, eftir að Skeggjastaðahreppur (Bakkafjörður) og Þórshafn- arhreppur sameinuðust í Langanes- byggð í júní sl. Ekkert sem benti til þess hafi a.m.k. komið á borð sveit- arstjórnarinnar og fjöldi nemenda í skólanum svipaður og var. Hann sagði ljóst að dregið hafi úr kraft- inum í stærstu fiskvinnslunni á Bakkafirði, Gunnólfi, og ekki mikið umleikis þar undanfarna mánuði. „Eins og fram hefur komið í frétt- um er verið að fækka stórlega í starfsstöð Ratsjárstofnunar á Gunn- ólfsvíkurfjalli. Við höfum sent frá okkur ályktun þar sem við bendum á öfugmælin í því að ætla að halda uppi byggðastefnu en nota hvert tækifæri til að draga úr vinnu tæknimenntaðs fólks á landsbyggðinni,“ sagði Björn. Byggðir séu látnar í friði Áki Guðmundsson, skipstjóri á Bakkafirði og fyrrverandi oddviti Skeggjastaðahrepps, sagði marga hafa flutt frá Bakkafirði undanfarið, bæði rótgróna íbúa og „nýja far- andverkamenn“, flesta af pólskum ættum. Hann sagði uppsagnirnar hjá Ratsjárstofnun bætast ofan á aðra erfiðleika. Byggð voru átta hús í þorpinu fyrir starfsmenn stofn- unarinnar og búið í þeim öllum um tíma. Síðan hefur starfsmönnum fækkað og þeir flutt burt með fjöl- skyldur sínar. „Það fór einn í síðustu viku, annar um áramót og restin í maí. Það verður einn starfsmaður Ratsjárstofnunar eftir hjá okkur. Þetta eru landráð,“ sagði Áki. Hann sagði öfugsnúið að stjórn- völd legðu peninga í byggðastefnu, en engum hafi dottið í hug að reyna að halda í störfin hjá Ratsjárstofnun. Þetta sé bara eitt dæmið um hvernig lífið sé dregið úr landsbyggðinni. „Öll þessi þorp eru sjávarútvegs- þorp. Hægt og rólega er búið að taka af okkur megnið af kvótanum. Ég get ekki séð hvernig við eigum að geta búið hér áfram,“ sagði Áki. Hann er með eigin útgerð og fisk- vinnslu og sjö starfsmenn. Hann sagði útgerðina ganga vel og nóg fiskirí, en baráttan fyrir tilverunni úti á landi harðnaði jafnt og þétt. Stöðugur samdrátturinn þýddi fólksfækkun úti um allt land. „Við erum orðin þreytt á þessu. Það er alltaf verið að reyna að láta sér detta eitthvað nýtt í hug – að gera eitthvað nýtt úti á landi – en það kveður allt við það sama.“ Áki og fjölskylda fluttu til Bakka- fjarðar um 1980. Hann sagði dvölina þar hafa verið góða og Bakkafjörð hafa upp á margt að bjóða. En það sé ljóst að ekki sé vilji til að halda byggð í svona litlum sveitarfélögum. Stjórnvöld eigi að láta þessar byggð- ir í friði og ekki taka af þeim það sem þær hafa. Hvort heldur opinber störf eða fiskveiðiheimildir. Fiskvinnsla ekki samkeppnisfær Kristinn Pétursson, fram- kvæmdastjóri í Gunnólfi, sagði að meirihluti starfsmanna sem misstu vinnuna hjá Gunnólfi hafi verið að- fluttir. Þeir hafi verið búnir að búa á Bakkafirði allt upp í sjö ár. Nú er unnið við þurrkun á hausum og bein- um í Gunnólfi, en saltfiskvinnsla liggur niðri vegna of hás hráefn- isverðs. Starfsmenn eru nú sjö tals- ins en voru 27 fyrir 18 mánuðum. En hvað veldur? „Fiskverð í Bretlandi er hátt og fiskur fluttur óunninn þangað í stórum stíl. Íslensk vinnsla er ekki samkeppnisfær við þau skilyrði sem henni eru búin. Í fyrsta lagi er fisk- vinnsla ríkisstyrkt í Evrópusam- bandinu. Þá þarf ekkert að vigta fisk sem fluttur er í gámum til Bretlands. Við fáum ekki tækifæri til að bjóða í hann. Það er svo lítið sem kemur á innlendu markaðina að verðið er af- spyrnuhátt. Þeir sem leigja frá sér þorskkvóta á 155 kr. kílóið eru búnir að fá 155 kr. í forskot til að kaupa fiskinn aftur á mörkuðum,“ sagði Kristinn. „Við erum með hátækni- fyrirtæki og bestu nýtingu sem hægt er að fá og notum afgangsorku við þurrkunina. Samt getum við ekki keppt við ferskfiskútflutninginn því samkeppnisstaðan er svo ójöfn. Við þurfum að tvívigta aflann inn í húsið undir vökulum augum Fiskistofu meðan ekkert þarf að vigta gáma- fiskinn sem sendur er úr landi og ekki þarf að vigta aflann inn á vinnslulínur í vinnsluskipum. Það er talið gefa um 20% samkeppn- isforskot að þurfa ekki að vigta aflann inn í vinnsluskipin. Ég segi ekki hvað forskotið er í gámafisk- inum. Hvernig stendur á því að það er hægt að flytja út fisk á tollskýrslum með ágiskuðum tölum? Af hverju má ekki bjóða þennan fisk hér áður en hann fer út? Var landhelgin færð út til að einhverjir leppar Breta tækju hér við?“ spurði Kristinn Pétursson. „Við erum orðin þreytt á þessu“ Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fólksfækkun Þrjú hús, framarlega á myndinni, hýstu starfsmenn Ratsjárstofnunar. Fjær eru hús Gunnólfs. FLUGFÉLAG Íslands hóf á ný áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í gær- morgun en fyrirtækið hætti áætlunarflugi þangað árið 2001. Flogið var á Dash-8 vél Flug- félagsins og er ætlunin að nota þá flugvélateg- und. Flogið verður til Eyja þrettán sinnum í viku, tvisvar á dag alla daga nema laugardaga en þá verður flogið einu sinni. Haldin var móttökuathöfn í flugstöðinni þar sem skrifað var undir viljayfirlýsingu Flug- félags Íslands og Vestmannaeyjabæjar um sameiginlegt átak til markaðssetningar á flug- leiðinni. Þá færði Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélagsins, bæjaryfirvöldum að gjöf skjal sem kastað var út úr flugvél yfir Vestmannaeyjum 20. september 1919 en þá flaug danskur flugmaður Flugfélags Íslands yf- ir byggðina í Heimaey og varpaði miðanum út sem fannst síðar á Urðum. Fannst Árna textinn enn eiga vel við og vonaðist eftir góðu samstarfi við Eyjamenn. Á miðanum stóð meðal annars. „Vér vonum að dagurinn í dag verði fyrirboði nýrra tíma, er létti samneytið milli lands og Eyja, og nátengi hinn nýja bæ yðar þjóðinni í heild sinni. Vér vonum að sá tími sé nú þegar lið- inn, er Vestmannaeyjar þurfa að þykjast af- skektur staður og útúrskotinn íslenzku þjóðlífi.“ Fékk lunda að gjöf Elliði Vignisson bæjarstjóri fagnaði endur- komu Flugfélags Íslands og færði Árna að gjöf uppstoppaðan lunda sem hann vonaðist til að fengi pláss á skrifstofu framkvæmdastjórans. Síðan skrifuðu þeir Árni og Elliði undir vilja- yfirlýsingu þess efnis að ráðast í sameiginlegt átak til þess að fjölga flugfarþegum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja en þeim hefur fækkað úr 40 þúsund í 20 þúsund á síðustu fimm árum. Flugfélagið stefnir að stórfjölgun farþega til Vestmannaeyja Góður dagur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, stilltu sér upp til myndatöku eftir að fyrsta flugvélin hafði lent. Ætlar að fljúga 13 sinnum í viku Eftir Sigursvein Þórðarson NÆR 40 manns hafa flutt frá Bakkafirði á síðustu miss- erum og horfur á að átta til viðbótar flytji á næstu sjö mánuðum, að því er fram kemur á vefnum www.bak- kafjordur.is. Nú standa þrettán íbúðir auðar á Bakka- firði en fyrir tveimur árum var þar húsnæðisskortur. Þessi íbúafækkun er mikil blóðtaka fyrir byggð- arlagið. Í fyrrum Skeggjastaðahreppi, en hann samein- aðist Þórshafnarhreppi svo úr varð Langanesbyggð á liðnu vori, bjuggu 126 manns og því stefnir í að íbúum fækki um nálægt 40% á aðeins rúmu ári. Erfitt atvinnuástand er í fiskvinnslunni Gunnólfi, sem rekur stærstu fiskverkunina á staðnum, og upp- sagnir starfsmanna Ratsjárstofnunar eru helstu ástæð- ur fólksflóttans, að því er segir á vefnum. Fólksflótti frá Bakkafirði Uppsagnir hjá Ratsjárstofnun bætast ofan á erfiðleika í fiskvinnslu á Bakka- firði og fólk flytur þaðan unnvörpum TÍU fangar, sem vistaðir eru í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, hafa hótað að til hunguverkfalls komi ef ekki verður farið að kröf- um þeirra fyrir nk. föstu- dag. Forstöðumaður segir kröfurnar í sjálfu sér sann- gjarnar en hefði kosið að fangarnir ræddu málin í stað þess að setja fram úr- slitakosti. Í bréfi fanganna, sem dagsett er í gær, er m.a. farið fram á betra fæði og aðbúnað. Guð- mundur Gíslason, forstöðumaður Hegningar- hússins, segir engar sérstakar kvartanir hafa borist vegna fæðisins í fangelsinu að undan- förnu en hann hafi þegar rætt við forstöðu- menn Múlakaffis. „Við höfum verið með samn- ing við það ágæta fyrirtæki í mörg ár, stundum hefur komið upp óánægja með þeirra þjónustu og þá reynum við að skerpa á því.“ Varðandi kröfuna um bættan aðbúnað er fyrst og fremst farið fram á bætta loftræstingu í klefum vistmanna. „Samkvæmt tóbaksvarn- arlögum er bannað að reykja annars staðar en í eigin klefa og sumir þeirra reykja ansi mikið. Hurðum að klefunum er lokað kl. 22 og ekki opnað að nýju fyrr en kl. 8 á morgnana þannig að ef menn reykja mikið inni í klefunum þá get- ur myndast nokkuð þungt loft,“ segir Guð- mundur og bætir við að rætt verði við fangana og kröfur þeirra skoðaðar. Hóta að til hungurverk- falls komi Klefi í Hegning- arhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.