Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag þriðjudagur 17. 10. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Mikil pressa á leikmönnum Real Madrid >> 4 MIKLAR BREYTINGAR MARGIR NÝIR LEIKMENN VERÐA Í SVIÐSLJÓSINU ÞEGAR ÍSLANDSMÓTIÐ Í KÖRFUKNATTLEIK HEFST >> 2 Eftir þrjá leiki í úrvalsdeildinni er Stjarnan án stiga og er fallin úr leik í Evrópukeppni bikarhafa. Sigurður Bjarnason sagði við Morgunblaðið að ástæða uppsagnarinnar tengdist ekki gengi liðsins heldur hefði hann einfaldlega ekki tíma til að sinna því með þeim hætti sem leikmenn kröfð- ust. „Þetta er engin uppgjöf. Það var auðveldara að sinna þjálfuninni þeg- ar maður var í skóla en nú tekur vinn- an sinn toll. Við erum ekki að hætta í neinum leiðindum,“ sagði Sigurður Bjarnason í samtali við Morgunblað- ið í gær þegar hann inntur eftir ástæðu uppsagnarinnar. „Við Magn- ús lögðum upp með að við værum tveir sem skiptum með okkur verk- um og gætum því leyst hvor annan af hólmi. Við vildum fá aðeins meira svigrúm en það mætti andstöðu hjá leikmönnum. Ég fann að það var komin mikil óánægja og ég sá fram á að þetta gat ekki gengið upp. Mér fannst því engum greiði gerður með að halda áfram og betra væri að gefa nýjum manni tækifæri,“ sagði Sig- urður, sem starfar hjá Tölvumiðlun. Uppsögnin kom okkur á óvart „Þetta var algjörlega að þeirra frumkvæði og uppsögnin kom okkur mjög á óvart en við verðum bara að virða það,“ sagði Þorsteinn Johnsen formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar við Morgunblaðið. „Það hafa verið mikil meiðslavandræði á liðinu og það er ekki þjálfurunum að kenna að það hefur ekki unnið leik í deildinni. Sigurður og Magnús hafa gert góða hluti með liðið og ég vil nota tækifærið til að þakka þeim fyr- ir samstarfið,“ sagði Þorsteinn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, af- þakkað boð um að breyta til og taka við karlaliðinu – og einnig að þeir Ólafur B. Lárusson, fyrrverandi þjálfari Gróttu/KR og Aftureldingar, og Guðmundur Karlsson, fyrrver- andi þjálfari FH og Hauka, hafi af- þakkað þjálfaraboð. Sigurður og Magnús hættir hjá Stjörnunni SIGURÐUR Bjarnason og Magnús Teitsson hafa sagt upp störfum sem þjálfarar úrvalsdeildarliðs Stjörn- unnar í handknattleik. Undir þeirra stjórn varð Garðabæjarliðið bik- armeistari á síðustu leiktíð og vann Fram í árlegum leik meistara meistararanna í haust. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is JÓHANN Gunnar Einarsson, leikmaður Íslandsmeistara Fram, fékk þungt högg á höf- uðið í viðureign Sandefjord og Fram í Meistaradeildinni í handknattleik síðasta laugar- dag. Við höggið brotnað tönn auk þess sem hann hlaut heilahristing og kom því ekk- ert meira við sögu en atvikið átti sér stað á áttundu mínútu leiksins. Þá hafði Jóhann skorað þrjú mörk. Fram tap- aði leiknum, sem fram fór í Sandef- jord, 35:26. Þá var Sig- fús Sigfús- son, leik- stjórnandi Fram, tek- inn afar föstum tökum og brotnuðu m.a. hlífð- argleraugu hans. Guðmundur Þ. Guðmunds- son, þjálfari Fram, sagði í gær vonast til að Jóhann yrði tilbúinn í næsta leik Fram sem verður við Celje í Meist- aradeildinni á laugardag. „Þetta var svakalegt og við vorum hreint orðlausir yfir því hvaða stefnu þessi leikur tók. Við vorum ekki tilbúnir í þennan slag,“ segir Guð- mundur sem var afar óhress með frammistöðu dómara leiksins en þeir voru frá Svartfjallalandi. Jóhann Gunnar Einarsson. Brotin tönn og heilahrist- ingur í Sandefjord SIF Pálsdóttir varð í 50. sæti á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem stendur yfir í Árósum í Danmörku. Hún hlaut samtals 53,000 stig fyrir æfingar sínar og var að- eins ein stúlka frá Norður- löndunum fyrir ofan hana, sænska stúlkan Veronica Wagner varð í 43. sæti með 54,075 stig. Þær hafa mæst áður í keppni og er skemmst að minnast sigurs Sifjar á NM í vor þar sem hún hafði betur en Wagner. Árangur Sifjar nú er ef til vill ekki síst athygli verður vegna þess að hún fót- brotnaði í vor. Þrjár aðrar íslenskar stúlk- ur kepptu í gær. Margrét Hulda Karlsdóttir varð í 81. sæti með 48,900 stig, Hera Jó- hannesdóttir í 90. sæti með 47,900 stig og Inga Rós Gunn- arsdóttir varð í 147. og neðsta sæti með 23,100 stig en hún keppti aðeins á tveimur áhöld- um, tvíslá og jafnvægisslá. Sif stóð sig vel á HM í Danmörku ATLI Jóhannsson, knatt- spyrnumaður úr Vest- mannaeyjum, hefur fram- lengt samning sinn við ÍBV um eitt ár og verður því áfram í herbúðum Eyja- manna en mörg lið í efstu deild höfðu sýnt Atla áhuga og búist hafði verið við að hann flytti sig um set til að leika í efstu deild. Samn- ingur Atla við Eyjamenn verður endurskoðaður um mitt næsta tímabil. Atli í Eyjum Reuters Átök Michael Brown og Jimmy Floyd Hassselbank slá ekkert af í leik liðanna í gær. Heiðar Helguson og félagar í Fulham lögðu þá Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton 2:1. Hermann lék allan leikinn en Heiðari var skipt útaf á 57. mínútu. Skömmu síðar skoraði Fulham tvívegis og Charlton lagaði stöðuna tíu mínútum síðar. Yf ir l i t                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                     Í dag Sigmund 8 Menning 17;39/44 Veður 8 Umræðan 28/31 Staksteinar 8 Forystugrein 26 Úr verinu 12 Viðhorf 28 Viðskipti 14 Bréf 31 Erlent 15/16 Minningar 32/36 Akureyri 18 Dagbók 44/49 Höfuðborgin 18 Víkverji 48 Suðurnes 19 Velvakandi 41 Landið 19 Staður og stund 46/47 Daglegt líf 20/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Bogi Nilsson ríkissaksóknari hef- ur ákveðið að mæla fyrir um rann- sókn á ætluðum hlerunum á símum í utanríkisráðuneytinu hjá Jóni Bald- vini Hannibalssyni, þáverandi utan- ríkisráðherra, og Árna Páli Árna- syni, starfsmanni varnarmálaskrif- stofu ráðuneytisins. Jón Baldvin segir ákvörðunina löngu tímabæra en efast um að lögreglan eigi að rannsaka sjálfa sig. » 1  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur hnekkt ákvörðun þjóðskjalavarðar um að meina Kjartani Ólafssyni, sagnfræð- ingi og fyrrverandi ritstjóra Þjóð- viljans, aðgang að gögnum um sím- hleranir. Segist Kjartan út af fyrir sig þakklátur fyrir að ráðherrann hafi komið með vissum hætti til móts við kröfur hans. » 4 Erlent  Yfir hundrað manns létu lífið og 150 særðust í sjálfsmorðsárás á bíla- lest hersins á Sri Lanka í gær. Er þetta mannskæðasta sjálfsmorðs- árás í sögu landsins. Stjórnvöld sök- uðu uppreisnarmenn úr röðum tam- íla um árásina. » 16  Cecilia Stegö Chilo hefur sagt af sér sem menningarmálaráðherra í Svíþjóð eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki greitt af- notagjald af sjónvarpi í sextán ár. Áður hafði viðskiptaráðherra lands- ins sagt af sér og óvissa er um fram- tíð tveggja annarra ráðherra. »15  Bandarísk nefnd, sem nýtur stuðnings George W. Bush forseta, hyggst leggja til veigamiklar breyt- ingar á stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Íraks, að því er haft var eftir nefndarmönnum í gær. » 1 Viðskipti  FL Group hefur tryggt sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group, en meðal kaupenda eru dótturfélag Eignarhaldsfélagsins Samvinnu- trygginga með um 32% hlut og dótt- urfélag BNT hf., félags bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona með um 11,1% hlut. Áætlaður sölu- hagnaður FL Group nemur um 26 milljörðum króna, en handbært fé FL Group mun aukast um 35 millj- arða. » 14 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÓREIÐUSKIP skapa vaxandi vanda í höfnum landsins, að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxa- flóahafna og nýkjörins formanns Hafnasambands Íslands. „Þetta hefur verið misjafnt eftir höfnum en í dag má segja að verk- efnalaus skip í óreiðu séu í ansi mörgum höfnum,“ sagði Gísli. Vandi þessi jókst til muna fyrir 4–6 árum. Um er að ræða fiskiskip af öllum stærðum, allt frá smábátum upp í stóra togara. Í gömlu Reykjavíkur- höfn er togarinn Atlas t.d. mjög áberandi og líklegast stærsta skipið sem svona er ástatt um. Gísli segir að þessum hreyfing- arlausu skipum og bátum megi skipta í tvo flokka. Annars vegar þau sem greidd eru af hafnargjöld og önnur gjöld. Hins vegar þau sem safna vanskilaskuldum og eignar- hald er óljóst á. Skuldir sem safnast upp hjá höfn vegna óreiðuskips verða hlutfallslega litlar miðað við þann kostnað sem fylgir því að eign- ast skipið og farga því, að sögn Gísla. Hafnirnar geta því illa fylgt eftir innheimtu- og uppboðsmálum með því að eignast skipin á uppboði því þá er förgunarskyldan komin á þær. Förgun gamalla skipa fylgir veru- legur kostnaður miðað við þær regl- ur sem gilda hér á landi. Gísli segir að nú sé bannað að draga skip á sjó út og sökkva þeim. Þokkalegur markaður hefur verið fyrir skip sem seld eru í brotajárn en erfiðara er að losna við gömul tréskip. Verkefn- islaus skip taka dýrmætt viðleg- upláss í höfnunum og segir Gísli að hafnaryfirvöld vilji gjarnan nota dýra viðlegukanta fyrir annað. En hvað sér hann til ráða? Rétt að hafnirnar fái meiri heimildir „Ráðin eru kannski þau að hafn- irnar fái víðtækari heimildir til að komast yfir þessi skip. Einnig að það náist einhvers konar samstarf við ríkið um hvernig megi farga þeim. Þetta er töluvert umhverfis- mál, ekki aðeins í höfnunum heldur einnig að tryggja að af þessu hljótist ekki mengun í framtíðinni,“ sagði Gísli. Hann telur að Umhverfis- stofnun og umhverfisráðuneyti séu ákjósanlegir samstarfsaðilar til að finna flöt á því hvernig farga megi skipum með skynsamlegum hætti. Fjárhagur hafnanna leyfi ekki að menn fari í kostnaðarsöm verkefni í því skyni og það er heldur ekki í verkahring hafnanna, að sögn Gísla. Hann sagði að málið hefði verið rætt við umhverfisráðuneytið í tengslum við lögin um verndun hafs og strandar, án þess að lausn fyndist. Förgun skipa fylgir verulegur kostnaður Óreiðuskipum hefur fjölgað mjög á síðustu árum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í Reykjavíkurhöfn Togarinn Atlas er trúlega stærsta óreiðuskipið. TÍMAMÓTASAMNINGUR var und- irritaður í gær á milli Bubba Mort- hens og útgáfufyrirtækisins SENU. Samningurinn gengur út á að Bubbi mun gefa út allt sitt efni hjá SENU í framtíðinni eða þangað til hann hættir að gefa út tónlist. Um leið var kynnt til sögunnar plötu- merkið Blindsker en öll tónlist Bubba mun koma út undir því hjá SENU. Í gær kom líka út DVD- diskur og geislaplata frá afmæl- istónleikum Bubba Morthens hinn 06.06.06. Á myndinni má sjá Bubba handsala samninginn við Björn Sig- urðsson, framkvæmdastjóra SENU, Eiður Arnarsson, útgáfustjóri SENU, situr glaður hjá enda stærsti samningur sem gerður hefur verið við íslenskan listamann hér á landi þarna í höfn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti SENA með Bubba til framtíðar Morgunblaðinu fylgir kynningarblaðið Mat- ur er mannsins megin. DR. HÁKON Hákonarson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri við- skiptaþróunar Íslenskrar erfða- greiningar, sem ÍE hefur stefnt fyrir bandarískum dómstólum ásamt fjór- um öðrum fyrrverandi starfsmönn- um fyrirtækisins, kom fyrir dóm í Fíladelfíuborg á föstudag og gaf skýrslu frammi fyrir dómara. Eins og greint hefur verið frá sæta stefndu ásökunum um að hafa á ólög- mætan hátt afritað og sent frá ÍE upplýsingar um viðskiptaleyndar- mál, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu ÍE. Samkvæmt frásögn á vefútgáfu tímaritsins The Scientist, sagði Há- kon fyrir dómi að ÍE hefði verið áfram um að efna til samstarfs við önnur lyfjaþróunarfyrirtæki en þau áform hefðu ekki gengið eftir vegna tregðu Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, við að deila fyrirtækjaupplýsing- um með hugsanlegum samstarfsaðil- um. Þar hefði íhaldssemi og á vissan hátt óöryggi af hálfu Kára átt sinn þátt í hvernig fór. Sagði Kára óviljugan að deila upplýsingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.