Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee BBC eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eeee TOPP5.IS eeee SV, MBL eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM eee EGB, TOPP5.IS LOKASÝNINGARTILBOÐ 400 KR. BJÓLFSKVIÐA eee H.J. - MBL eeee blaðið ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku tali ! GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM SIGURVEGARI kvikmyndahátíðin í Berlín BESTI LEIKSTJÓRINN ÖRFÁAR SÝNINGAR! EINN AF BESTU KNATTSPYRNU- MÖNNUM SÖGUNNAR / KRINGLAN BEERFEST kl. 5:45 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára. THE THIEF LORD kl. 6 - 8 LEYFÐ HARSH TIMES kl. 10:10 B.i. 16.ára. BÖRN kl. 8 - 10:10 B.i.12.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS WORLD TRADE CENTER kl. 6 - 8:30 - 10:10 B.i. 12.ára. THE QUEEN kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12.ára. ZIDANE kl. 6 - 8 AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 LEYFÐ THE ROAD TO GUANTANAMO kl. 10:10 Án texta B.i. 16.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 6 B.i.16 .ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8:15 Tilboð 400kr. B.i. 12.ára. SÖNN SAGA UM HUGPRÝÐI OG ÓTRÚLEGA MANNBJÖRG eee BBC eeee EMPIRE eee ROLLING STONE eee LIB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI NÝJASTA STÓRVIRKIÐ FRÁ OLIVER STONE. STÓRMYND SEM LÆTUR ENGAN ÓNSNORTIN. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eee Ó.H.T. RÁS2 eeee HEIÐA MBL HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA HEFUR MYNDIN AFTUR VERIÐ TEKIN TIL SÝNINGA. eeeeV.J.V. TOPP5.IS Munið afsláttinn Árnað heilla ritstjorn@mbl.is Skilaboð til dýravinar MIG langaði að benda „dýravini“, sem skrifaði í Velvakanda 12. október sl., á að það eru ekki allir sem eru í ræktun til þess að græða á henni. Ef hún væri svona arðbær væru senni- lega miklu fleiri í þessum bransa. Þó svo að dýrið sé selt fyrir vissa fjárhæð þá má ekki gleyma fyrir hvað er verið að borga, þar má nefna sprautur, bólusetningar, ættbók, mat og alla umhirðuna í kringum þetta, ef hún er talin með þá er maður með u.þ.b. eina krónu á tímann. Ég er lítill kisuræktandi, ég elska kisurnar mínar og ég er sármóðguð að þú skulir alhæfa að ræktendur séu allir fégráðugir og þeir sem kaupi dýr ætli sjálfir að stórgræða á þessu. Kaupandi hreinræktaðra dýra er að leita að sérstökum einkennum, bæði í útliti og hegðun hjá dýrinu, sem passa inn í þeirra heimilislíf. Einnig vil ég benda þér á að innflutningur á dýrum hingað til lands er mjög dýr, meðalgreiðsla fyrir einangrun og skatta, sem þarf að borga, er 150.000 kr., þá er eftir að borga flug og dýrið sjálft. Þórunn Hjaltadóttir, www.kisur.tk Um strætó ÉG er ein þeirra sem ákváðu að prófa að taka strætó í vinnuna og spara þar með rándýran rekstur einkabílsins. Ég tek nú strætó á morgnana frá Hamraborg og niður í miðbæ, sem er fljótlegt og ódýrt. Hins vegar er stór galli á aðbúnaði farþega. Vagninn er iðulega þétt set- inn og þurfa margir að standa á leið- inni og það er ekki verið að spara bensíngjöfina á þessari leið. Ég hefði haldið að þetta væri ólöglegt. Það vekur líka furðu mína að stundum kemur stærri vagn á biðstöðina í Hamraborg, og farþegar búnir að setja sig í stellingar til að komast um borð, þá segir vagnstjórinn að allir verði að fara í næsta vagn á eftir, sem er helmingi minni! Ekki veit ég hvað veldur þessum „sparnaði“ en þetta gerir ferð mína í strætó óþægilega. Farþegi. Gsm-sími í óskilum GSM-sími fannst á Hlöllabátum, Ing- ólfstorgi. Upplýsingar í síma 511 3500. Flókahúfa týndist við Iðnó FLÓKAHÚFA, grá með dumbrauðri mynd og munstri, týndist fyrir fram- an innganginn á Iðnó sl. fimmtudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 2449. Barnahúfa týndist í Kringlunni Köflótt, marglit, bleik barnahúfa með ásaumuðum bangsa týndist í Kringl- unni sl. föstudag. Húfan hefur mikið tilfinningalegt gildi. Fundarlaun í boði í síma 866 4528. Canon myndavél í óskilum CANON stafræn myndavél fannst fyrir 3 vikum í miðbænum. Í vélinni voru myndir frá útskrift. Upplýs- ingar í síma 844 1272. Taco er týndur TACO er smáhundur sem týndist í Heiðmörk (nálægt Furulundi) 8. október sl. Hann er hvítur og svartur Chi- huahua- hundur og er hans sárt saknað. Þeir sem hafa séð hann, eða vita um hann,eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 695 1228 eða 567 3376. Velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90ára afmæli. Ídag, þriðju- daginn 17. október, er níræður Sveinbjörn Ólafsson rennismíða- meistari, Boðahlein 1, Garðabæ (áður Álfa- skeiði 30, Hafn- arfirði). Af því tilefni býður hann, eiginkona hans og börn til veislu að Garðaholti, Garðabæ, frá kl. 16.30 á afmælisdaginn. Þætti þeim vænt um að ættingjar og vinir gætu komið og samfagnað þeim. 70ára afmæli. Ídag, 17. októ- ber, er sjötugur Jónas Ragnar Franzson, po- olSSari nr. 3615 og fyrrv. skipstjóri og starfsmaður íþrótta- mannvirkja Reykja- nesbæjar. Jónas er staddur á Harriott Hotel í Liverpool á afmælisdaginn. 60ára afmæli. Ídag, 17. októ- ber, er sextugur Steinar Magnússon, skipstjóri hjá Eim- skip. Hann verður á sjónum á afmælisdag- inn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569 1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Fréttir um að um-ferðarteppa hafi myndazt í Garðabæ vegna opnunar nýrrar verzlunar Ikea koma Víkverja ekki á óvart. Straumur bíla, fullra af fólki sem vildi skoða nýju búðina, lá auðvitað suður eftir Reykjanesbrautinni alla helgina. Og eins og allir vita hættir Reykjanesbrautin að vera tvöföld við Smáralind og breytist í venjulegan þjóðveg. Þarna er umferð- arteppa flesta daga, jafnvel þótt ekkert standi til. Vík- verja kemur talsvert á óvart að ekki skuli hafa verið lögð meiri áherzla á að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Fífu- hvammsvegi og suður í Kaplakrika áður en Ikea-búðin var opnuð. En eitthvað rámar hann líka í að sama fólkið og gaf leyfi fyrir Ikea- höllinni hafi frestað því að gefa út framkvæmdaleyfi vegna breikkunar vegarins. Þar á Víkverji við bæj- arstjórn Garðabæjar. x x x Þegar Reykjanesbrautin verðurorðin tvíbreið suður í Kapla- krika og líka búið að klára tvöföld- unina frá suðurbæ Hafnarfjarðar og suð- ur á Keflavík- urflugvöll, verður gaman að lifa. Leiðin alla leið úr miðborg Reykjavíkur og suður á flugvöll, um Sæ- braut og Reykjanes- braut, verður þá orðin tiltölulega greið. Helztu farartálmarnir verða þá líklega hringtorgin í Hafn- arfirðinum. Þegar þessi samgöngubót verður komin í gagnið finnst Víkverja lítið mál að færa innan- landsflugið af Reykjavíkurflugvelli og suður í Keflavík. x x x Hafa menn tekið eftir því hvaðBenedikt XVI páfi er miklu glysgjarnari en forveri hans, Jó- hannes Páll II? Páfinn hefur greinilega gaman af skrautlegum kápum og höklum, en rauðu skórn- ir, sem sjást á mynd af hans heil- agleika í Morgunblaðinu í gær, slá allt annað út. Það hlýtur að vera gaman að vera páfinn og mega fara í allar þessar flottu múnderingar án þess að hafa áhyggjur af því hvað fólki finnst. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is        dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er þriðjudagur 17. október, 290. dagur ársins 2006. Orð dagsins: „Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður.“ (Jóh. 14, 20.) DJÖFULLINN gengur í Prada er ein af fjölmörgum Hollywood- gamanmyndum sem lofa einstaklega góðu í upphafi en verða síðan bensín- lausar og/eða fara á sjálfstýringu það sem eftir er og þar með bróðurpart ferðarinnar. Vandamálið er þá gjarn- an það að umræddar myndir leggja upp með ögrandi og frumlega hug- mynd, sem síðan er afvopnuð spiluð út samkvæmt einni af hinum fjöl- mörgu fyrirfram mótuðu forskriftum vinsældamiðaðra Hollywood- kvikmyndagreina. Í Djöfullinn geng- ur í Prada liggur leiðin beint inn í formgerð hins sígilda Öskubusk- uminnis, nema að hér er prinsinum sleppt og ballkjóllinn og glerskórnir verða meginmarkmiðið. Myndin er reyndar svo lánsöm að hafa leikkon- una Meryl Streep innanborðs, sem er endalaus uppspretta snilldartakta í túlkun persónu sinnar, en án Streeps væri takmarkað varið í restina. Í myndinni, sem byggð er á sam- nefndri metsölubók eftir Lauren Weisberger, segir af ungri og metn- aðarfullri blaðakonu, Andy Sachs (Anne Hathaway), sem þiggur starf sem aðstoðarkona Miröndu Priestly (Meryl Streep) frægs ritstjóra tísku- tímaritsins Runway. Persóna Mi- röndu mun fela í sér skírskotun til tískudrottingarinnar Anna Wintour sem ritstýrir tímaritinu Vogue, en bókina byggði höfundur á reynslu Öskubuska í Prada KVIKMYNDIR Borgarbíó, Laugarásbíó, Regn- boginn og Smárabíó Leikstjórn: David Frankel. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Anne Hathaway, Stanley Tucci, Emily Blunt og Adrian Grenier. Bandaríkin, 109 mín. Djöfullinn gengur í Prada (The Devil Wears Prada)  The Devil Wears Prada „Myndin er svo lánsöm að hafa Streep innanborðs, sem er endalaus uppspretta snilldartakta í túlkun persónu sinnar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.