Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 43 menning Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA EINBÝLISHÚS SSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA - Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir virðulegu einbýlishúsi í nágrenni miðborgarinnar, t.d. í Þingholtunum. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. EINBÝLISHÚS Í NÁGRENNI MIÐBORGAR- INNAR ÓSKAST, T.D. Í ÞINGHOLTUNUM – STAÐGREIÐSLA – Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Sérhæð við Landakotstún eða nágrenni óskast Traustur kaupandi óskast eftir 140-160 fm sérhæð á framangreindu svæði. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignina. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MEÐ IÐNUSTU hljómleikasveit- um síðustu ára er keflvíska pönk- sveitin Æla. Einfalt og hrátt pön- krokkið er eins og það kemur af kúnni; ekkert pjatt né pjátur og orkurík sviðsframkoma meðlima – þar sem söngvarinn stendur gjarn- an uppi á stól – hefur vakið athygli og aflað sveitinni þó nokkurs fylgis. Eðlilegt skref var því að koma einhverju efni á plast en í sumar kom fimmtán laga plata út, Sýnið tillitssemi, ég er frávik. Blaðamaður átti samtal við söngv- arann Halla Valla, sem er nýbyrj- aður í háskólanum, en hyggst þó síður en svo slaka á í rokkinu. Ástæðan er einföld. „Það er bara svo gaman að spila,“ segir hann, blátt áfram og heiðarlega. Æla verður til „Það tók tvo daga að taka upp, ekkert mál,“ rifjar Halli upp. „En svo lágum við í ár yfir hljóðblönd- uninni. Okkur var svo mikið í mun að ná nógu hráum og lifandi hljóm að við týndum okkur í því ferli. Við vildum ná þessum tónleikakrafti á plötunni og því fór mjög langur tími í það að láta plötuna hljóma eins og það hefði tekið mjög stutt- an tíma að vinna hana (hlær).“ Halli segir að hljóðfæri hafi lekið hvert inn á annað í hljóðrásunum enda var allt tekið upp á sama tíma og í sama herbergi. Eins og getið er um hafa Ælu- menn spilað eins og vitlausir und- anfarin misseri. Öllu redda þeir sjálfir, engir umboðsmenn eða rót- arar eru inni í myndinni. „Þetta tekur alltaf svolítinn tíma en það er gaman að vesenast. Spilagleðin drífur okkur áfram.“ Æla hefur viðað að sér mörgum vinasveitum eins og gengur en Halli vill ekki tiltaka neina sér- staka. „Þetta eru oft ólíkar hljómsveitir hvað tónlistina varðar. En Ísland er það lítið að þú hefur ekki færi á því að mála þig út í horn með ein- hverju liði sem hlustar allt á sömu tónlistina. Þessi smæð og þessi mikla samgangur á milli fólks er líklega það sem gerir senuna hér á Íslandi svona sérstaka.“ Það má þakka einum kassa af bjór að Æla varð að veruleika. Meðlimum var boðinn slíkur fengur ef þeir gætu fyllt upp í hlé á Sjómannaballi með tónlistaratriði. Það sem átti að vera fimmtán mínútna brandari vatt svo heldur en ekki upp á sig, fólk fékk Æluna upp í kok og var bara býsna ánægt með það. Platan hefur gengið vel, fyrsta upplag, 500 eintök eru farin. Halli vill ekki að of langt líði á milli platna og vonast til að nýtt efni líti dagsins ljós sem fyrst. „Svo langar okkur auðvitað til að kíkja út. Hugsanlega förum við til Lundúna og höldum tónleika þar. Við þekkjum fólk þar sem er með litla plötuútgáfu og það er möguleiki að það komi 7 tomma út á þess vegum. En það er dýrt að koma sér út og einhvern veginn verðum við að leysa það.“ Airwaves Framundan er svo spilamennska á Airwaves, hátíð sem Halli lýsir sem „árshátíð“ íslenska tónlist- arbransans. „Böndin detta í það saman, spjalla og tengslum er komið á. Einnig er þetta frábært tækifæri til að koma hinu og þessu á framfæri. Þá sýna hljómsveitir hver annarri siðferðilegan stuðning með því að mæta á tónleika hver hjá annarri. Þetta er bara hrein snilld.“ Þá á enn eftir að standsetja opinbera útgáfutónleika vegna plötunnar, en þau mál eru í vinnslu að sögn Halla. „Það er bara svo gaman að spila“ Ljósmynd/Gúndi Natnir „Það tók tvo daga að taka upp, ekkert mál, en svo lágum við í ár yfir hljóðblönduninni,“ segir Halli Valli gítarleikari og söngvari Ælu. Æla spilar fimmtudaginn 19. októ- ber kl. 20.45 á NASA. www.myspace.com/aelaspace www.icelandairwaves.com Miðasala á hátíðina er hafin. Miða má nálgast í verslunum Skífunnar á Laugavegi, í Kringlunni og Smáralind og verslunum BT á Ak- ureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Miðaverð er 6.900 krónur auk 460 króna miðagjalds og fæst fyr- ir það aðgangur að öllum við- burðum hátíðarinnar. Alls koma um 180 hljómsveitir, tónlistarmenn og plötusnúðar fram í ár á sjö tónleikastöðum. Iceland Airwaves stendur yfir dag- ana 18. til 22.október. Tónlist | Hljómsveitin Æla leikur á Iceland Airwaves ÚRSLIT í færeyskum armihinnar alþjóðlegu tónlist-arkeppni, Global Battle of the Bands (skammstafað GBOB), fóru fram á laugardaginn í Ment- anar-húsinu í Fuglafirði. Sigurveg- arar voru Deja Vu, dreymið popp- rokksband sem hefur tekið stórstígum framförum síðustu misseri og er í dag ein fram- bærilegasta hljómsveit eyjanna.    Hljómsveitakeppnir í Fær-eyjum hafa mun meiravægi en sambærilegar keppnir á Íslandi. Smæð samfélags- ins gerir það að verkum að augu og eyru eyjaskeggja beinast í fjöldavís að þessum viðburðum sem reynast kannski eini möguleikinn fyrir nýstofnaðar og óreyndar sveitir að reyna sig á sviði. Umfjöll- un er þá mikil í þarlendum blöðum og í sjónvarpi. Sigur í GBOB veitir aðgang að úrslitakeppni í London, sem fram fer í desember og slíkt tækifæri er sem gulls ígildi í eyj- unum. Keppnin í ár reyndist hin besta og fjölbreytnin sem ég varð vitni að kom mér í opna skjöldu. Nú hef ég áður sótt tvær Prix Föroyar- keppnir, sem eru einslags Músíktil- raunir Færeyja, þó að GBOB virð- ist ætla að leysa þá keppni af hólmi í þeim fræðunum. Þá sótti ég og G! hátíðina í Götu í ár sem er tvímæla- laust athyglisverðasta tónlist- arhátíð Færeyja. Í öll þessi skipti merkti maður þónokkra einsleitni í tónlistinni og vísaði GBOB-keppni ársins því veginn fram á við, bar með sér vinda breytinga. Vissulega voru arfaslakar hljómsveitir inni á milli, eins og gengur, en mest var þó um virkilega vel spilandi bönd og þétt; bönd sem buðu upp á hag- lega samda og framsækna tónlist. En það sem mest er um vert er að nokkrar sveitanna voru að leika sér með hráa, kæruleysislega og skemmtilega tónlist sem veitti ferskt mótvægi við það graf- alvarlega dramarokk sem hefur einkennt bestu sveitir eyjanna und- anfarin ár. Og það er ekki að ég hafi neitt á móti slíkri nálgun en fleira ætti að geta rúmast í senunni þarna.    Þannig hafnaði í öðru sætistórskemmtileg sveit semheitir því kléna og kæru- lausa nafni Boys in a Band. Það sem á vantaði í hljóðfæraleik var vegið upp með gríðarlega fjörugri sviðsframkomu og hin hreina unun af því að spila og skemmta sér staf- aði af hverjum og einum meðlim. Tónlistin var Franz Ferdinand/The Braver-skotin, kannski ekki ýkja frumleg, en æðið, ástríðan og skeytingarleysið gagnvart „vönd- uðum“ hljóðfæraleik er eitthvað sem hefur sárlega vantað í þanka- gang færeyskra rokk- og popp- tónlistarmanna. Þriðja sætinu var svo landað af Marius, geysiþéttri popp/rokksveit sem hæglega gæti náð eyrum al- þjóðasamfélagsins, nenni hún að standa í uppkomandi harki. Sigurvegararnir, Deja Vu, spila andríkt, draumkennt og drama- tískt rokk og voru tónleikar þeirra á GBOB einfaldlega stórkostlegir. Meðlimir geirnegldir í óaðfinn- anlegt grúv, menn gersamlega týndir í þeirri nautn að flytja og skapa tónlist. Deja Vu á að baki eina plötu, A Place to Stand On, en hún kom út í fyrravor. Ef fer sem horfir gæti næsta plata orðið tímamótaplata í færeysku tónlist- arlífi. Á endanum minni ég á end- urflutning á þætti Freys Eyjólfs- sonar, Geymt en ekki gleymt, sem fram fer nú á miðvikudagskvöldið á Rás 2, klukkan 22.10. Í honum spilar hann nýja sem gamla fær- eyska tónlist auk þess að gera grein fyrir sögu hennar. arnart@mbl.is Deja Vu sigraði » „En það sem mest erum vert er að nokkr- ar sveitanna voru að leika sér með hráa, kæruleysislega og skemmtilega tón- list … “ Ljósmynd/Kristfríð Tyril „Vinnararnir“ Deja Vu á sviði á úrslitakvöldi GBOB. AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.