Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! SÁSTU HVAÐ ÉG VAR SVALUR OG AFSLAPPAÐUR Á MEÐAN ÞÚ GELTIR EINS OGVITLEYSINGUR Í TVO KLUKKUTÍMA? ÉG SÁ AÐ ÞÚ SOFNAÐIR MEIRA AÐ SEGJA Í SMÁ STUND OFUR SVALUR! ÉG MUNDI EKKI GIFTAST ÞÉR NEMA ÞÚ VÆRIR SÍÐASTA STELPA Í HEIMI HVORT SAGÐIRÐU „EF“ EÐA „NEMA“? ÉG VIÐURKENNI AÐ ÉG SAGÐI „NEMA“... ÞAÐ ER ENN VON!! ÉG ER KOMINN HEIM! ÉG SAGÐIST ALDREI VERA BÚINN AÐ OPNA HURÐINA ÉG VEIT AÐ VIÐ ERUM TÝNDIR... EN VIÐ ERUM EKKI HRÆDDIR OG HÖLDUM ÓTRAUÐIR ÁFRAM ÉG VEIT... EN Í HVAÐA ÁTT? HANN SEGIR EKKERT NEMA, „SÉRÐU MIG NÚNA? SÉRÐU MIG NÚNA?“ ÞETTA ER ALLT SVO SKRÍTIÐ HVAÐ? NÚNA ERUM VIÐ BÚIN AÐ VERA MEÐ HERMENN Í ÍRAK SVO LENGI... AÐ MAÐUR ER ORÐINN VANUR ÞVÍ JÁ, EN MIG VANTAR FLEIRI PYLSUR VENJULEGUR HOLLYWOOD FUNDUR... ÉG ÆTLA EKKI AÐ ÞYKJAST GETA FLOGIÐ... EN ÉG GET GENGIÐ Á VEGGJUM OG SKOTIÐ VEF OG ÉG ER EKKI MESTI AUMINGINN Í BÆNUM VIÐ SKILJUM HVAÐ ÞÚ ERT AÐ FARA Næstkomandi fimmtudag,19. október, kl. 15 býðurRannsóknarstofa íkvenna- og kynjafræð- um til fyrirlestrar í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Þar mun Guðbjörg Hildur Kol- beins kynna norræna rannsókn um ungt fólk og klám á Norðurlönd- unum. Erindi Guðbjargar ber yfirskrift- ina: Klámnotkun og kynlífshegðun unglinga: Eru allir krakkar á kafi í klámi?: „Rannsóknin fór fram á síð- asta ári og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og unnin undir stjórn Norrænu stofnunarinnar um kvenna- og kynjafræðirannsóknir, “ útskýrir Guðbjörg. „Rannsóknin náði til allra norðurlandanna og var unnin ýmist með megindlegum eða eigindlegum aðferðum og með inni- haldsgreiningu fjölmiðla.“ Guðbjörg annaðist framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi og lagði hún spurningalista fyrir hóp ung- menna á aldrinum 14 til 18 ára sem valinn var af handahófi úr þjóðskrá: „Samskonar spurningalisti var lagð- ur fyrir ungmenni í öðrum löndum og voru niðurstöður mjög keimlíkar milli landa,“ útskýrir Guðbjörg. „Meðal þess sem kom í ljós var að 96% drengja og 88,7% stúlkna höfðu séð klám og af þeim hópi höfðu um 60% stundum eða oft séð klám án þess að vilja sjá það, en svarendur voru að meðaltali milli 11 til 12 ára þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti. Flestir höfðu séð klám í sjónvarpi, á netinu, í sprettiglugg- um á netinu og klámblöðum en sömuleiðis var athyglisvert að margir töldu sig hafa séð klám í dagblöðum og almennum tímarit- um.“ Niðurstöður rannsóknarinnar benda meðal annars til þess að börn og ungmenni séu í meira tæri við klám í umhverfi sínu en þau kæra sig um: „Auglýsingar í dagblöðum frá kynlífssímaþjónustum og kyn- lífsverslunum eru dæmi um klám- fengið efni sem ber fyrir augu barna og ungmenna, án þess að þau fái sjálf ráðið um. Svarendur vildu almennt geta valið og hafnað, og vildu ekki láta troða klámi upp á sig, en 70% töldu að klám ætti að vera löglegt, en þó með takmörk- unum.“ Guðbjörg segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af nema litlum hópi svarenda þegar kemur að klám- notkun og kynlífshegðun: „Þeir sem nota klám í meiri mæli eru líklegri til að hefja kynlíf fyrr og eru jafn- framt líklegri til að hafa haft kyn- mök við fleiri en einn rekkjunaut í einu. Einnig mátti finna tengsl á milli þess að nota klám mikið og að halda að strákum og stelpum finnist kynlíf vera meira spennandi ef hinn aðilinn veitir mótspyrnu.“ Um 60% svarenda höfðu haft samfarir og var meðalaldur 15 ár við fyrstu mök. Þar af höfðu 11,5% reynt endaþarmsmök og 7,7% haft samfarir við fleiri en einn í einu: „Meðal annarra niðurstaðna könn- unarinnar má nefna að á meðan stúlkum þótti klám yfirleitt ógeðs- legt og töldu það leiða til nauðgana og voru strákar alla jafna á þeirri skoðun að klám væri skemmtilegt og veitti upplýsingar um kynlíf.“ Heilsa | Niðurstöður norrænnar rannsóknar á klámi og kynlífshegðun unglinga kynntar Eru krakkar á kafi í klámi?  Guðbjörg Hildur Kolbeins fæddist í Reykja- vík árið 1967. Hún lauk stúd- entsprófi frá VÍ, B.S. gráðu í blaðamennsku frá Moorhead State University, meistaragráðu í fjölmiðlafræði frá University of Minnesota og dokt- orsprófi í fjölmiðlafræði frá Uni- versity of Wisconsin í Madison. Guðbjörg hefur unnið við blaða- mennsku og síðustu ár kennt fjöl- miðlafræði við HÍ. Eiginmaður Guðbjargar er Hilmar Thor Bjarna- son fjölmiðlafræðingur og eiga þau eina dóttur.                         !" # $   %                 !" # $  # # !%&& ' !(&&  ( ) * + %               ! " #$% &'()*" +,,- . /0(/" 12  AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.