Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 27 hverfisáhrif- ber að tilkynna um fyrirhug- á háhitasvæði an hvort bor- formlegs um- Það er raunar r búið að kið á há- er að bora að nokkur nnig velja stað við veg og á blettum askað af virkjum. Í þurft að leggja borplön sem með sér og m á umhverf- s geta hvort sem er leitt til þess að borun á til- teknum stað verði hafnað eða hún leyfð. Þegar rannsóknaborunum er lokið er komið að því að taka ákvörð- un um virkjun og þá þarf sá sem hyggst virkja að ganga í gegnum langt og flókið kerfi leyfisveitinga sem m.a. tekur til umhverfismála. Um þann hluta er ekki fjallað hér. Rannsóknaleyfi Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998 gilda um rannsóknir háhitasvæða. Þar er iðn- aðarráðherra veitt heimild til að láta rannsaka háhita hvar sem er í land- inu, óháð því hver á landið. Hann getur einnig veitt öðrum þessa heim- ild og jafnframt veitt þeim aðila for- gang að leyfi til nýtingar ef til henn- ar kemur. Það kallast rannsóknaleyfi með forgangi til nýtingar. Iðnaðarráðherra veitir rann- sóknaleyfi. Áður skal hann þó leita umsagnar Orkustofnunar, umhverf- isráðuneytis og viðkomandi sveit- arstjórnar. Leyfið felur ekki í sér annað en að viðkomandi sé heimilt að rannsaka eða leita að háhita innan ákveðins landsvæðis á tilteknum tíma ásamt því að leyfishafi fái í nokkur ár forgang til nýtingar ef til hennar kemur. Leyfið felur ekki í sér neinar heimildir eða fyrirheit um leyfi til borunar eða mannvirkjagerðar. Óski leyfishafi þess fer um það mál eftir lögum um mat á umhverfisáhrifum sem bæði getur leitt til samþykkis eða synjunar á ósk um heimild til borunar. Aðili sem fær rann- sóknaleyfi á svæði sem er viðkvæmt fyrir raski hefur því enga tryggingu fyrir því að hann fái nokkru sinni að bora þar eða nýta jarðhitann sem þar kann að leynast. Það er því eng- in ástæða til annars en að gefa út leyfi til háhitarannsókna hvar sem er í landinu enda tryggir það best upp- byggingu þekkingar á jarðfræði landsins og auðlindum þess. Slík þekking er forsenda ákvörðunar um nýtingu eða friðun og einnig for- senda þess að unnt sé að vinna rammaáætlun um nýtingu orkulind- anna á traustum grunni. Síðustu ár hafa orkufyrirtæki keppst við að sækja um rann- sóknaleyfi á helstu háhitasvæðum landsins. Tilgangur þeirra er vænt- anlega að tryggja sér sem víðast for- gang að nýtingu orkulindanna til langs tíma. Sumum umsóknum hefur verið hafnað en aðrar hafa velkst um í stjórnkerfinu langtímum saman og nokkrar hafa hlotið brautargengi. Með því að veita orkufyrirtækjum rannsóknaleyfi sem víðast, stuðla stjórnvöld að því að fleyta fram þekkingunni á landinu en leyfishafar bera kostnaðinn. Í framtíðinni munu þau sums staðar fá að virkja en ann- ars staðar mun umhverfismálin koma í veg fyrir boranir og virkjanir. Það er áhættan sem leyfishafi tekur. Með því að hafna umsókn um rann- sóknaleyfi er verið að hafna bættri þekkingu á náttúru landsins og auka líkur á því að ákvarðanir um virkj- anir verði teknar á ómálefnalegum forsendum og á grundvelli ónógra rannsókna. Samkvæmt auðlindalögum er iðn- aðarráðherra heimilt að auglýsa í einu lagi eftir umsóknum um rann- sóknaleyfi á tilteknu landsvæði. Mér finnst það íhugunarvert hvort ekki ætti að skipta öllu gosbelti landsins upp í reiti og auglýsa eftir umsókn- um um rannsóknarleyfi á þeim öllum í einu. Með því móti fengjust fljótt viðamiklar upplýsingar um náttúru gosbeltisins í heild og auðlindir þess. Þannig yrði auðveldara að meta á grundvelli traustra upplýsinga hvað ætti að heimila að virkja af umhverf- isástæðum og hvað ekki. Höfundur er forstjóri Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR). num dæmigert háhitasvæði. Það kemur fram í við- fir 230°C heitur háviðnámskjarni hjúpaður lágu við- r 100-200 °C. t af viðnámi jarðlaga á 600m dýpi undir sjávarmáli á á Reykjanesskaga. Hinn rauði víðáttumikli flekkur ð hiti hafi einhvern tíma náð 230°C en gæti verið a svæðis er þess ekki að vænta að vinna megi jarðhita ni til raforkuframleiðslu. Bora þarf nokkrar rann- um „rauða“ svæðið til að finna hvar og hvort sá hiti ort jarðlög séu nægjanlega lek. Að þeim borunum af- var til greina gæti komið að setja niður virkjun. al í sumum i sjálfgefið að a áferð, sem ri tónlist, hæfi meistari í hann er. Það ónlist. Tíminn urinn. Steinn n sé eins og pp á rönd. itarstjórinn elt og að- ætt á köflum ðfæri sem n „hávaða- sami“ Jón Leifs, sem við þekkjum úr öðrum verkum, þar sem hann lýsir orrustum eða náttúruhamförum. Hér er það sagnamaðurinn Jón Leifs sem við kynnumst. Edda I er epískt verk. Jón Leifs hefur valið saman brot úr Eddu í heilsteypt líbrettó, og gerir það af mikilli þekkingu og næmi. Og hvað er næst? Sænska útgáfu- félagið BIS ætlar að gefa verkið út á hljómdiskum og unnið er að vandaðri hljóðritun. Og Sjónvarpið tók frum- flutninginn upp. Og svo verður að byrja á að und- irbúa flutning á Eddu II og III. Og frumflytja þau verk sem allra fyrst. Og þar finnst mér að Listahátíð í Reykjavík verði að koma til sögunnar. Það má ekki líða langur tími þar til okkur gefst tækifæri til að hlýða á allt verkið á tveimur kvöldum. Og svo á að fara með verkið allt til annarra landa. Edda I, Sköpun heimsins er aðeins upphafið, eftir er að frumflytja Líf guðanna og Ragnarök. Ég er farinn að hlakka til! Leifs ur ar nýtt ulegt og hlýðir ögmálum rmun. lögmál. Höfundur er tónskáld. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá frumflutningi á tónverki Jóns Leifs, „Edda I“ í Háskólabíói. HUGTAKIÐ og greiningin persónuleikaröskun hefur að mínu mati orðið nokkuð útundan í umræðunni og viðleitninni til fræðslu og upplýs- ingar á sviði geðheil- brigðismála. Langar mig að freista þess að bæta örlítið úr þessu. Aðeins verður þó hægt að taka lítið fyr- ir af svo víðtæku efni. Undanfarin ár hef ég í starfi mínu á rétt- argeðdeildinni á Sogni og fangelsinu á Litla- Hrauni, haft mikil kynni af föngum og fíklum auk ósakhæfra sjúklinga og mun nálgast efnið einkum frá því sjón- arhorni. Fangelsismál og fíkniefnavand- inn í samfélaginu hafa verið mikið til umræðu að undanförnu og stundum í sömu umfjöllun enda skarast þessir málaflokkar. Það liggur til dæmis beint við að hafa áhyggjur af vímuefnaneyslunni innan veggja fangelsanna ekki síð- ur en utan þeirra, svo og af örlög- um og afdrifum fanganna sjálfra. Verða þeir betri eða verri af vist- inni, hvað tekur við eftir að henni lýkur, er hugsað nægilega fyrir því? Hvernig tengjast fram- angreind vandamál persónuleik- aröskun og hvað merkir þetta orð? Á það eitthvert erindi inn í umræðu um fíkla og fanga? Já, þangað á það fullt erindi og miklu víðar í umræðunni um mannleg og samfélagsleg fyrirbæri. Svo virð- ist því miður sem þessi greining, persónuleikaröskun, hafi í huga manna fremur óskýra og yf- irborðslega merkingu þar sem fordómar eru skammt undan. Þegar persónuleikinn er „rask- aður“ eða ófullburða hefur sjálfs- ímynd, sjálfstraust, skapgerð og sjálfsstjórn á líðan og hegðan ekki náð þeim stöðugleika sem sam- rýmist fullum persónuleika- þroska. Persónuleikaröskun tekur til hins innra stýrikerfis hugar og hátternis og varnarhættir eru mjög ófullkomnir. Þessi atriði eru þá ekki í samræmi við annan þroska, svo sem líkamlegt atgervi eða hugræna þætti eins og greind og það liggur beint við að slík þroskaskerðing eða röskun getur haft alvarlegar afleiðingar, ekki síst á hinu sálfélagslega sviði. Þar má í mörgum tilvikum nefna við- varandi kvíða, einbeitingarerf- iðleika, úthaldsleysi, öryggisleysi og mjög truflandi vanmetakennd, sem stundum er þó eins og ein- staklingurinn breiði yfir með yf- irlæti eða jafnvel hroka, og fyrir þetta líður hæfni hans til eðlilegra tjáskipta og tilfinningatengsla sem aftur eykur einsemd, kvíða, leiða, tómleika, gremju og reiði. Í dæmigerðri persónuleikaröskun á sjúklingurinn oftast erfitt upp- dráttar, árangur á mikilvægustu sviðum lífsins verður undir vænt- ingum, getu og raunverulegum eiginleikum sem ná ekki að njóta sín að marki. Oft er öðrum kennt um það sem miður fer en þó ekki alltaf. Sjúkleikaviðurkenning er oft ekki fyrir hendi en þó er þetta misjafnt. Myndbirting og þróunarferli persónuleikaraskana geta verið mjög margvísleg og verða nú til- greind nokkur afbrigði en miklu flóknari og fræðilegri flokkanir eru til. a) Sumir ná því að vinna úr innri vanda sínum og vaxa frá honum fyrir eigin atorku og að- stoð annarra. b) Aðrir draga sig inn í skel ein- angrunar og lítilvirkni og verða oft mannfælnir og þunglynd- ishneigðir. Til eru þeir sem spana sig upp í virkni sem beinist að því að hugsa sem minnst um sjálfa sig og fórna sér fyrir aðra. c) Sumir persónuleikar ein- kennast af óstöðugleika og snögg- um sveiflum frá einni afstöðu til annarrar. Sumir fá af litlu eða engu ytra tilefni snögg og slæm spennu- og kvíðaköst – líkt og ógróin sár hið innra ýfist upp að nýju. d) Enn aðrir að- lagast það illa kröfum lífsins og eðlilegum sam- skiptaháttum að þeir verða and- félagslegir í mis- miklum mæli, stundum mjög erfiðir sjálfum sér en einkum öðrum þótt innst inni þrái þeir eðlilegar samvistir og sam- leið með öðru fólki. e) Þá er kunnara en frá þurfi að segja að sumir persónuleikarask- aðir einstaklingar leiðast út í eða flýja á náðir vímuefna sem þeir verða oft fljótlega háðir og sem fara illa með þá. Mikilvægt er að hafa í huga að í þessum tilvikum er slík neysla oft fyrst og fremst tilraun til sjálfsmeðhöndlunar (self-medication), tilraun til að bæta eða breyta slæmri eða lítt bærilegri líðan til að geta upplifað sjálfan sig og tilveru sína og sam- skipti við aðra á annan hátt og geta gert eitthvað sem ekki væri hægt annars. Allt eftir innri vanda sækja sjúklingarnir ýmist í örv- andi, róandi eða deyfandi efni eða sitt á hvað eða í bland með þekkt- um afleiðingum, líkamlegri, sál- félagslegri og andlegri hnignun. En neyslan hefur forgang fram yfir annað. Það sem átti að bæta líðan spillir henni, samt er haldið áfram og afleiðingarnar fara versnandi. Afstaða okkar til persónuleik- aröskunar sem sjúkleika eða sjúk- dóms hefur eins og áður segir oft verið óljós og tvíbent. Stundum er líkt og sjúklingarnir myndi tilfinn- ingalegt spennusvið, hlaðið nei- kvæðum og jákvæðum þáttum sem geta valdið mjög andstæðri afstöðu annarra til þeirra og um leið miklum ágreiningi um þá. Ekki eykur það heldur vinsældir sumra sjúklinga af þessum toga að í mörgu tilliti virðist sem þeir geti eða eigi að geta haft miklu meiri stjórn á sér og breytt af meiri dómgreind og sanngirni en oft er raunin. Kannski geta þeir oft gert betur en hafa ber í huga að innri brotalamir persónuleik- ans og geðheilsunnar þurfa ekki að sjást utan frá. Hvernig sem því er varið er ljóst að sjálfsstjórn og fyrirhyggja þessara sjúklinga er miklu minni en þegar um ein- staklinga án persónuleikarösk- unar er að ræða. Og hvernig svo sem háttað er frelsi viljans þarf samt og verður að horfast í augu við að persónu- leikaröskun er sjúkleiki sem skil- yrðislaust á að reyna að með- höndla af fremsta megni og skapa aðstöðu til að það sé hægt, eins og á við um öll önnur heilbrigð- isvandamál og sjúkdóma, það er siðferðileg skylda að svo sé gert í menningarsamfélagi. Fólk með þessa greiningu á sama rétt á meðferð og allir aðrir sjúklingar. Ljóst er að þessi geðröskun er erfið í meðferð og gerir að ýmsu leyti aðrar og stundum meiri kröf- ur til starfsfólks og meðferð- araðila en aðrir þeir geð- sjúkdómar sem viðurkenndir eru. Sjúklingarnir þarfnast mikillar festu og skipulags, traustrar um- gjörðar og þverfaglegrar nálg- unar og áhugi og innlifunarhæfni, mannskilningur og þekking eru nauðsynleg þeim sem slíka með- ferð stunda. Sjúklingurinn þarf samþætta meðferð. Nefnd skulu örfá atriði í símskeytastíl: Að setja mörk, nauðsynleg og eðlileg, er eitt hið erfiðasta í þess- ari meðferð,en sé vel að því staðið getur það skapað góðan grunn og forsendur til að veita öryggi og stuðla að uppbyggilegu meðferð- arferli: Umhverfismeðferð, við- talsmeðferð og hópmeðferð. Iðju- þjálfun, starfsþjálfun og menntun. Geðlyf samkvæmt klínísku mati, geta dregið úr kvíða og þar með aukið áhrif annarra meðferð- arþátta. Margt fleira kemur til en hér skal látið staðar numið í upptaln- ingunni að sinni. Núverandi með- ferðartilboð og þjónustuframlag í fangelsinu á Litla-Hrauni, sem þó er meira en nokkru sinni fyrr, er brot af því sem vera þyrfti. Marg- falda þarf meðferðarvinnu og síð- ast en ekki síst eftirfylgd. Kjarni málsins frá heilsufars- legu og siðferðilegu sjónarmiði er sá að það sárvantar sérhæft með- ferðarúrræði fyrir þá gerð fíkla sem hér um ræðir og ætti það löngu að vera orðið ljóst. Iðulega eru þeir svo eirðarlausir og van- stilltir að ekki tekst að halda þeim í meðferð við núverandi skilyrði. Ennfremur miðast flest meðferð- artilboðin við of stuttan tíma og veita ófullnægjandi stuðnings- umgjörð fyrir þessa sjúklinga. Til að gera langa sögu stutta þarf að taka af þeim ráðin sem ráða ekki við sig sjálfir vegna mjög alvarlegs sjúkleika og draga það ekki um of. Það verða að vera til í landinu lokaðar stofnanir eða deildir þangað sem hægt er að úr- skurða þá til langtímavistunar í allt að tvö til þrjú ár, þar sem áhersla væri lögð á fjölþætta með- ferð ásamt skólamenntun, þar eð flestir hafa þeir dottið snemma út úr skóla vegna fíkniefnaneysl- unnar. Sumir hafa undramiklar áhyggjur af öllum þvingunum og frelsisskerðingum þegar þessi mál ber á góma. Persónu- og mann- réttindaumræðan sjóðhitnar oft ef rætt er um að svipta þá menn sjálfræði tímabundið sem eru að eyðileggja líf sitt og annarra með óstöðvandi neyslu vímuefna og af- leiðingum hennar. Hvaða merki- lega frelsi er eiginlega verið að verja? Er það frelsi sjúklinganna til að eyðileggja sjálfa sig? Eða er það kannski frelsið undan því að takast á við erfið verkefni? Hvað mannúðlega frelsisskerðingu varðar gegn svokölluðum vilja við- komandi er sannleikurinn sá að mikil hlunnindi verða það að telj- ast að vera tekinn úr umferð fyrir þann sem misst hefur stjórn á sér og er að stefna lífi sínu í rúst, hættulegur sjálfum sér og öðrum. Og ekki bara tekinn úr umferð heldur líka boðin fagleg aðstoð. Ef ekki sem klár tilskipun þá sem valkostur gegn einfaldri innilok- un. Sannleikurinn er sá að flestir sem hafa verið nauðungarvistaðir og sviptir sjálfræði eða ferðafrelsi sínu tímabundið í meðferð- artilgangi eru einatt þakklátir þegar þeir eru orðnir færir um að nýta eiginleika sína á heilbrigðan hátt sem fullgildir þjóðfélags- þegnar. Að þessu sinni er ekki svigrúm til að ræða hinar mikilvægu spurningar um orsakaþætti og þar með forvarnamöguleika. En að lokum þetta: Það er ekkert annað en undanbrögð og afneitun í samfélaginu að láta svona brýnt mál bara dankast og verða verra og verra. Siðmenntað samfélag verður að gera þetta upp við sig. Hugleiðum það. Persónuleikageðraskanir fíkla og fanga Eftir Magnús Skúlason Magnús Skúlason »… aðpersónuleika- röskun er sjúkleiki sem skilyrðislaust á að reyna að með- höndla … Höfundur er yfirlæknir rétt- argeðdeildarinnar á Sogni og geðþjónustu Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands á Litla-Hrauni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.