Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN B andarískir barnalæknar sáu ástæðu til þess um daginn að gefa út skýrslu í nafni aka- demíu sinnar. Skila- boðin í þessari skýrslu voru til for- eldra og harla einföld: Börn þurfa að fá að leika sér. Það er nauðsyn- legt til að heilinn í þeim vaxi eðli- lega og þau nái fullum þroska, lík- amlegum, andlegum og félagslegum. Að ekki sé nú minnst á hvað þau hafa gaman að því að leika sér. Þeirri viðvörun sem ljóslega er fólgin í skýrslunni er fyrst og fremst beint til bandarískra for- eldra, sem læknunum þykja marg- ir hverjir fullduglegir við að skipu- leggja líf barnanna út í ystu æsar, með þeim afleiðingum að börnin fái orðið lítinn tíma til að leika sér upp á gamla mátann, að legg og skel – nú eða Barbí og Ken eða í löggu og bófa, ef börnin vilja það heldur. Það er ekki síst athyglisvert sem fram kemur í skýrslu læknanna, að því er segir í frétt frá AFP í síðustu viku, að það sé beinlínis hollt fyrir vöxt heilans í börnum að þau fái að leika sér. En ég held að það sé ekki nóg með að leikur sé forsenda þess að heilinn í börnum þroskist, það má beinlínis halda því fram að leikur sé for- senda þess að börn læri að vera hamingjusöm. Ekki svo að skilja að læknarnir telji að foreldrarnir séu vísvitandi að gera börnunum illt til að full- nægja eigin löngunum og þrám. Foreldrarnir einfaldlega sjáist ekki fyrir í kapphlaupinu – læðist að vísu að manni sá grunur að oft sé þetta kapphlaup við foreldra ann- arra barna – við að tryggja börn- unum sínum öll hugsanleg tæki- færi til að skara fram úr og þroska þá hæfileika sem þau búa yfir. En þrátt fyrir að þetta sé af- skaplega vel meint, segja læknarn- ir, getur þetta haft þveröfug áhrif og leitt til þess að börnin verði kvíðin, stressuð og jafnvel þung- lynd. En þegar börn fái að leika sér frjáls geti þau „beitt sköp- unargáfu sinni, þroskað ímynd- unaraflið og fínhreyfingar, og auk- ið líkamlegan, vitsmunalegan og tilfinningalegan styrk sinn“. Með leik læri börnin „snemma að tak- ast á við heiminn“. Sem fyrr segir má ráða af frétt- um um skýrslu læknanna að henni sé beint til bandarískra foreldra, og þá líklega fyrst og fremst til efnaðra og langskólagenginna for- eldra. En það er áreiðanlega alveg sama hvar í heiminum borið er niður, von allra foreldra til handa börnunum sínum, hvort sem um er að ræða efnaða Bandaríkjamenn eða íslenska meðaljóna, er að þau séu hamingjusöm. Líklega væru flestir foreldrar meira að segja reiðubúnir að fórna eigin hamingju til að tryggja börnunum sínum hamingju. En hvað er hamingja? Ef til vill þykir einhverjum þetta óviðeigandi spurning í þessu samhengi, og ekki annað en ávísun á hártoganir. Vissulega er þetta heimspekileg spurning, og jafnvel sú heimspeki- legasta sem til er. En ég held að vangaveltur um börn, þroska þeirra og leik, sé einmitt rétta samhengið til að spyrja hennar í. Þá á ég ekki við að maður eigi að spyrja börn að því hvað hamingja sé, alls ekki. Þau myndu aldrei geta svarað því. Börn eru ekki góðir heimspek- ingar. Þau eru hreint alls engir heimspekingar. Heilbrigt barn í andlegu jafnvægi myndi aldrei spyrja hvað hamingja sé. Aftur á móti eru allar líkur á að andlega heilbrigt barn – jafnvel þótt það sé ekki líkamlega heilbrigt – geti ver- ið hamingjusamt. Þannig að þótt börn spyrji ekki hvað hamingja sé geta þau líklega betur en aðrar manneskjur veitt svar við spurn- ingunni, þó að vísu ekki með orð- um heldur æði. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég er ekki að halda því fram að „barnslegt sak- leysi“ jafngildi hamingju. Ham- ingjan er ekki fólgin í sælukenndu vitundarleysi um illsku heimsins. Og hún er ekki heldur fólgin í því að öðlast sem mesta vitsmuni, eins og John Stuart Mill virtist halda fram þegar hann sagði í Nytja- stefnunni þau frægu orð að það sé betra að vera óánægður Sókrates en ánægt svín. Þeir fræðimenn sem nú velta hamingjunni fyrir sér virðast flest- ir hallir undir það viðhorf að ham- ingjan sé hvorki eitthvað sem mað- ur hefur (og ætti þar með að geta öðlast með réttri ástundun) né fólgin í því að vera laus undan ein- hverju, heldur sé hún fólgin í upp- lifun. Þá eiga þeir ekki við að hún búi í því sem er upplifað (og sé þar með undir því komin að hið rétta sé upplifað), heldur upplifuninni sjálfri. Þetta hefur stundum verið kallað að „vera í flæði“ – sem fús- lega skal viðurkennt að er hræði- leg íslenska, kannski væri nær lagi að tala um að „ná sér á flug“. Það er svo sannarlega erfitt að útskýra á skiljanlegan máta hvað fræðingarnir eiga við með þessu, og þá er gott að geta nefnt dæmi. (Það er alltaf gott í heimspeki- legum pælingum að geta nefnt dæmi – og því einfaldara og al- mennara sem það er, því betra.) Börn sem ná sér á flug í frjálsum leik, hvort heldur ein eða í hóp, eru áreiðanlega tærasta birting- armynd hreinnar hamingju. Þegar ímyndunaraflið tekur öll völd, og vitund barnsins beinlínis rennur saman við veröld leggsins og skelj- arinnar (eða Barbíar og Kens, löggunnar og bófans). Kannski má orða þetta eitthvað á þá lund, að þegar barnið er í upplifuninni, án þess að vera sér beinlínis meðvitað um að það sé í henni, þá sé komið það ástand sem fræðingarnir virðast nú flestir hall- ast að sem skilgreiningu á ham- ingju. Leikur er því ekki aðeins forsenda líkamlegs, andlegs og fé- lagslegs þroska barnanna, hann er forsenda þess að þau læri á unga aldri í hverju hamingjan er fólgin, og viti því þegar þau komast á full- orðinsár hvar og hvernig beri að leita hennar. Börn að leik » Leikur er því ekki aðeins forsenda líkamlegs,andlegs og félagslegs þroska barnanna, hann er forsenda þess að þau læri á unga aldri í hverju hamingjan er fólgin, og viti því þegar þau komast á fullorðinsár hvar og hvernig beri að leita hennar. Blogg www.kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is BLEIKA slaufan er verkefni sem Krabbameinsfélag Íslands og Sam- hjálp kvenna stendur fyrir nú í októ- bermánuði. Svo hefur verið frá árinu 2000 samkvæmt heimasíðu KÍ. Þar kemur einnig fram tilurð þessa verk- efnis og margt fleira. Átak þetta er að mínu mati með því betra sem gert er árvisst til að vekja athygli á brjósta- krabbameininu. Sýnir styrk Leitarstöðvar KÍ sem hefur einbeitt sér að leit að þessu meini hjá konum. Margoft hefur það líka komið fram hjá forráðamönn- um KÍ að Leitarstöðin er með þeim fram- bærilegustu í heiminum í dag. Enda má segja að öll starfsemi KÍ hefur einhent sér í að reka stöðina með öllum þeim tækjabúnaði sem fylgir slíkum rekstri. Komið hefur einnig fram í fréttum að undanförnu að þrjár konur sem all- ar eru að jafna sig eftir brjósta- krabbamein ætla að taka þátt í mara- þonhlaupi, að mig minnir í New York. Einnig hefur komið fram í fjöl- miðlum að undanförnu að verið er að lýsa margar opinberar byggingar með bleikum ljósum. Minnir það mig svolít- ið á viss hverfi í útlandinu þar sem viss útgerð er stunduð og þykir mér þess vegna vafasöm þessi lýsing, ekki síst á Alþingishúsinu sem setur svolítið ofan við þetta bleika ljós. Alls eru þetta um 19 byggingar sem lýstar eru upp á þennan hátt, þar á meðal kirkjur. Í einni frétt kom fram að 173 konur greindust á hverju ári með brjósta- krabbamein. Bleika boðið var haldið samkvæmt venju og kom það fram í fréttum að þekktur rithöfundur er orðin milljónavirði sem listmálari vegna málverkauppboðs skemmt- unarinnar. Ja, ef einhver er á vitlausri hillu … Síðan er það upptalið sem hefur verið í fréttum um Bleiku slaufuna. En það hefur komið mér á óvart að hvergi hefur komið fram hve miklar líkur eru á lækningu af brjóstakrabbameininu í dag. Hvergi hefur komið fram hvaða aðstoð, fé- lagslega konur sem greinast fái. Má telja upp nokkur atriði þar sem mér finnst að KÍ og Samhjálp kvenna mættu bæta úr. Þetta þykir kannski ekki fréttnæmt, selur kannski ekki þegar verið er að safna fé. Þá er betra að halda í dramatíkina en að halda fram jákvæðum stað- reyndum. Mín skoðun er sú að vert er að vekja athygli á að með þeirri góðu læknisþjónustu og góðu umönn- un hjá læknum og hjúkrunarliði LSH hefur tekist að auka líkur á fullri lækn- ingu af brjóstkrabbameini í 80%. 80% af þeim konum sem fá brjósta- krabbamein eru útskrifaðar af LSH og fara á fulla ferð út í lífið á nýjan leik. Eitt er aftur á móti þar sem Sam- hjálp kvenna og eða KÍ ættu að mínu mati að koma mun sterkar inn í og hefur bráðvantað en það er að það hef- ur vantað alla félagslega þjónustu við þessar konur. Mikið er um að konur sem greinast verða reiðar, bitrar, þunglyndar og fullar af kvíða yfir að greinast með sjúkdóm sem þennan. Eins og ein góð vinkona mín lýsti því að þegar hún var útskrifuð af spít- alanum, átti aðeins að koma með reglulegum hætti til eftirlits, þá þyrmdi yfir hana vegna stóra efs. Ef krabbameinið tæki sig upp aftur og svo framvegis. Þessa konu sárvantaði félagslega aðstoð til að styrkja sig og sína fjölskyldu eftir alla meðferðina því eins og allir vita sem til þekkja fær öll fjölskyldan á sig högg þegar ein- hver greinist innan hennar. Þess vegna langar mig að spyrja forráðamenn Samhjálpar kvenna og KÍ, er meiningin að bæta þar úr og geta boðið konum upp á fulla fé- lagslega aðhlynningu eða er ætlunin að nota peninganna sem safnast nú, í Leitarstöð KÍ eins og verið hefur með allt söfnunarfé KÍ? Einnig væri vert að fá svör við þeirri stóru spurningu, hvers vegna hefur í 55 ára sögu KÍ aldrei verið hugað að þessum þætti meðal kvenna sem greinast með brjóstakrabba- mein? Annars óska ég KÍ og Samhjálp kvenna velfarnaðar í þessu merka átaki sem gert er með snyrtivöruinn- flytjanda hér í bæ. Og hvet ég lands- menn til að kaupa sér Bleiku slaufuna svo og fylgjast með átakinu nú í októ- ber. Því munið eins og sagt var í lands- söfnun KÍ árið 2001 þá greinist 1 af hverjum 3 með krabbamein að með- altali. Bleika slaufan Haukur Þorvaldsson fjallar um málefni krabbameinssjúkra »En það hefur komiðmér á óvart að hvergi hefur komið fram hve miklar líkur eru á lækningu af brjósta- krabbameininu í dag. Haukur Þorvaldsson Höfundur öryrki. ÉG VAR hér á dögunum við opn- un sýningar Guðmundar Karls Ás- björnssonar í Orkuveituhúsinu, en hann er nú nánast „síðasti móhík- aninn“ í íslensku listalífi, einn þeirra sárafáu, sem ekki lítur á listina sem brandara, heldur málar af alvöru og einlægni. Þrátt fyrir allt eru fáeinir eftir enn, sem ekki ganga með gúmmíreður festan á ennið, eða fylla sýning- arsali með ónýtu spýtnabraki. Þetta vakti mig til umhugs- unar um, hvernig kom- ið er fyrir vestrænu listalífi. Það var fyrir nokkr- um árum, að lista- og menningarelítuheim- urinn hélt upp á það, að 75 ár voru liðin síð- an Marcel Duchamp festi upp þvagskál á myndlistarsýningu í París á því merka byltingarári 1917. Hann virðist hafa verið forspár, því skálina nefndi hann nafninu „Upp- sprettan“, en þessi þvagskál hefur æ síðan, og ekki að ástæðulausu, orðið tákn fyrir það sem gáfu- mannagengið á Vesturlöndum telur vera list. Um svipað leyti réðust James Joyce o.fl. til atlögu við ritlistina með takmörkuðum árangri þó, en samtímis voru svonefndir „nútíma- tónlistarmenn“ að vinna svívirðileg skemmdarverk á klassískri tónlist- arhefð Vesturlanda. Í tónlistarlífinu leika „nútíma- tónlistarmenn“ hlutverk minksins í hænsnabúinu, því sjáist verk þeirra á tónleikaskrám tæmast salirnir. Allt sæmilega músíkalskt fólk forð- ar sér æpandi á harðahlaupum og heldur fyrir eyrun. Verk John Cage, „Fjórar mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur“ er dæmigert, en þar sest píanóleik- arinn við flygilinn í kjól og hvítt, ræskir sig og lyftir höndunum yfir nótnaborðið. Síðan gerist ekki neitt í fjórar mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur. Verkið er í þremur þátt- um og er, þrátt fyrir allt, það lang áheyrilegasta sem „nútímatólist- armenn“ hafa látið frá sér fara síð- ustu hundrað árin eða svo. En mér hefur hugkvæmst snjall- ræði. Ef til vill má breyta „nútíma- tónlist“ í „nytjalist“: Sem kunnugt er gengur Bandaríkja- mönnum illa að fá Al Qaida- menn í Guant- ánamo til að tala, enda eru þessar fangabúðir þær einu á Kúbu, þar sem skipulegar pynt- ingar, t.d. með raf- magni, eru ekki stund- aðar. Jafnframt eru þetta einu fangabúð- irnar á Kúbu sem fangarnir í stóru fangabúðunum, Kúbu sjálfri, slást um að komast inn í og þær einu, sem Am- nesty hefur hinn minnsta áhuga á. Ég legg til, að beitt verði nýjum aðferðum í Guantánamo. Leikin verði „nútímatónlist“ án afláts og af algeru miskunnarleysi fyrir fang- ana. Ég tel fullvíst, að jafnvel hinn allra harðsvíraðasti Al-Qaida-liði og sjálfsmorðs-morðingi muni ærast og verða reiðubúinn til að játa á sig hvaða illvirki og ódæðisverk sem vera skal verði honum hlíft við að sitja undir „tólftónamúsík“ Schön- bergs eða óperu Hindemiths, „Mat- his der Maler“. Það væri líka alveg ástæðulaust að hlífa föngunum við verkum Stockhausens, sem enn er á lífi. Hann lýsti því yfir nýlega, að árás- irnar 11. september 2001 hefðu ver- ið „listaverk“, en sú yfirlýsing sýnir í hnotskurn afstöðu jafnt tónlistar- sem myndlistarmannaelítu samtím- ans til sjálfrar listarinnar. Síðan skálin fræga var sett upp hefur í raun ekkert gerst. Allar göt- ur síðan hafa myndlistarmenn, menntaðir í frægustu listaháskólum á Vesturlöndum, keppst um að hengja upp sömu þvagskálina með ýmsum tilbrigðum og undir ýmsum nöfnum. Þeir trúa því að „súrreal- ismi“, sé eitthvað annað en „dada- ismi“, sem sé svo eitthvað allt, allt, allt annað en „konseptlist“. Í raun- inni er þetta allt sami grautur í sömu skál eða, ef menn vilja, sama þvag í sömu skál. Sami gamli, út- vatnaði brandarinn. En hver verður skoðun framtíð- arinnar á svokallaðri „list“ samtím- ans? Hvort mun endast betur, þvag- skálar-listin, sem gáfumanna- gengið stendur fyrir, eða sú list, sem fáeinir stunda enn, sem stund- uð er af alvöru og af virðingu fyrir listinni? Ég spái því að spýtnabrakið („stúka Hitlers“) og öll sú hugsun, sem það er táknrænt fyrir muni hafna á þeim sorphaugum sögunnar sem það á heima og hefur alltaf átt heima. Ólíkt „konseptlistamönnum“ sam- tímans var Duchamp nefnilega frumlegur. Hann var ekki, eins og þeir, að apa eftir öðrum. Þegar hann hengdi upp skálina sína frægu var hann að gera grín að gáfu- manna- genginu, lista- og menning- arelítunni sem lætur bjóða sér hvað sem er. Það merkilega er, að þeir skildu ekki djókinn. Þeir gerðu það ekki þá, og þeir gera það ekki enn. Misskilinn brandari Vilhjálmur Eyþórsson fjallar um nútímalist »Ég legg til, að beittverði nýjum aðferð- um í Guantánamo. Leik- in verði „nútímatónlist“ án afláts og af algeru miskunnarleysi fyrir fangana. Vilhjálmur Eyþórsson Höfundur stundar ritstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.