Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 31 Málþing um árangur af einkavæðingu skipaskoðunar Samgönguráðuneytið boðar til opins málþings um árangur af einkavæðingu skipaskoðunar, sem haldið verður á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 18. október nk. kl. 13:00-16:00. Markmiðið með málþinginu er að efna til opinnar umræðu um málefnið, þar sem fyrirtæki og einstaklingar sem standa að skoðunum skipa, útgerðir og eigendur skipa auk opinberra aðila geta komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Málþingið hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá: A. Setning málþings, Fundarstjóri: Unnur Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti. B. Reynsla einkarekinna skoðunarstofa og flokkunarfélaga, 1. Frumherji hf., Stefán Stephensen, tæknistjóri skipaskoðunar. 2. Skipaskoðun ehf., Stefán Guðsteinsson, skipatæknifræðingur. 3. Skipaskoðun Íslands, Hálfdán Henrysson, framkvæmdastjóri. 4. Lloyds Register EMEA, Páll Kristinsson, skoðunarmaður. C.Sjónarmið útgerða, smábátaeigenda og sjómanna. 1. Landssamband íslenskra útvegsmanna, Guðmundur Smári Guðmundsson, frkvstj. Guðmundar Runólfssonar hf. 2. Landssamband smábátaeigenda, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. 3. Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins. D.Afstaða stjórnvalda. 1. Póst- og fjarskiptastofnun, Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður tæknideildar. 2. Siglingastofnun Íslands, Fulltrúi Siglingastofnunar. E. Umræður. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis Í MORGUNBLAÐINU á laugardag svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, skrifum mínum og Alfreðs Þorsteinssonar, for- vera síns, um málefni Úlfljóts- vatns og þeirra áforma að byggja þar um 600 sumarhús. Þau áform hafa sem kunnugt er verið lögð á hilluna en þess í stað verða sumarhúsin 60. Guð- laugur Þór hafði látið í veðri vaka í fjölmiðlum að þessi ákvörðun væri hans verk og Sjálfstæðisflokksins. Til að allrar sanngirni sé gætt, þá verður að koma fram að Guðlaugur, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitunnar, hafði lagst gegn þessum áformum og flutti um það tillögu í stjórn Orkuveit- unnar, eins og kemur fram í grein hans. En það var fyrst með tillögu undirritaðs í borg- arstjórn hinn 6. júní sl. sem formleg ákvörðun lá fyrir af hálfu borgaryfirvalda að fela Orkuveitunni að endurskoða þessi áform. Og stjórn Orkuveit- unnar hlaut að hrinda í fram- kvæmd samþykkt borg- arstjórnar. Það kom ekki síst í hlut stjórnarformannsins og er það vel. Í stjórnmálum skiptir það ekki síst máli að koma málum áfram, fá þau samþykkt. Það er ekki nóg að tala fjálglega þótt orð geti oft verið til alls fyrst. Við Vinstri græn áttum sannarlega frumkvæði að því að taka þetta mál upp á vettvangi borg- arstjórnar enda vorum við ekki sátt við aðdraganda málsins og hvernig það bar að og var kynnt. Um tillögu okkar náðist góð samstaða í borgarstjórn, bæði innan þáverandi meirihluta og við Sjálfstæðisflokkinn. Guð- laugur Þór á sinn þátt í því en það er engin ástæða fyrir hann að undanskilja hlut okkar Vinstri grænna í því að koma þessu máli í góðan farveg eins og nú er orð- ið. Árni Þór Sigurðsson Fjaðrirnar við Úlfljótsvatn Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Á STJÓRN- ARFUNDI Samorku, sem haldinn var á Reyðarfirði í byrjun október var m.a. rætt um samanburð á orku- kostnaði heimila á Norðurlöndum. Þar var m.a. lögð fram sam- antekt þar sem gerður er samanburður á orku- kostnaði vegna raforku- og hitaveitu í löndunum fimm, miðað við notkun hér á landi. Gífurlegur munur er á orkukostnaði heimila á Norðurlöndum. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er orkukostnaður íslenskra heimila, þegar notast er við hitaveitu til upphitunar, innan við þriðjungur af kostnaði vegna sambærilegrar notkunar í Danmörku. Kostnaður vegna upphitunar heimila með raforku er mun hærri en sambæri- leg notkun þar sem hitaveitu nýtur. Þó er það svo að rafhitunarkostn- aður er mun lægri hér og einungis fjórðungur af sambærilegum kostn- aði í Danmörku og tveir þriðju hlutar af kostnaði norskra heimila. Raforkunotkun heimila í löndunum fimm er nokkuð svip- uð, þó með þeirri und- antekningu að mun meiri orka fer í upp- hitun híbýla hér á landi. En þrátt fyrir meiri notkun er kostn- aður heimila á Íslandi mun minni en hjá þessum frændþjóðum okkar. Þessi árangur hefur náðst vegna hagkvæmrar nýtingar endurnýjanlegra orkulinda okkar, fall- vatna og jarðvarma. Ísland er stórt og strjálbýlt land og því er flutningur raforku til allra byggðra bóla ákaflega kostn- aðarsamur. Það er m.a. þess vegna sem það vekur athygli að þessi liður heimilis- útgjalda skuli hafa vinninginn í samanburði við millj- ónasamfélögin í nágrenni okkar. Orkukostnaður heim- ila á Norðurlöndum Eiríkur Bogason fjallar um orkuverð Eiríkur Bogason »Raforku-notkun heimila í lönd- unum fimm er nokkuð svipuð, þó með þeirri undantekningu að mun meiri orka fer í upp- hitun híbýla hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. EIGENDUR fjölmiðla hafa engan áhuga á gæðum frétta fjölmiðla sinna. Þessi orð lét fréttastjóri á sjónvarpsstöð í stór- borg í Texas falla fyrir fjórum árum. Annar fréttastjóri sagði um svipað leyti að nið- urskurður á fréttastof- um væri að ganga að gæðunum dauðum. Er NFS hóf göngu sína í nóvember í fyrra töldu margir að stöðin yrði ekki langlíf – að hér á landi gerðist of fátt til að hægt væri að halda úti fréttastöð allan sólar- hringinn í samkeppni við CNN, Sky, BBC World Service eða Fox. Svartsýnustu menn hafa þó varla átt von á að stöðin næði ekki að halda upp á eins árs af- mælið sitt. Reyndar hafði heyrst fyrr á árinu að stöðinni yrði lokað en jafnframt að hún fengi að lifa fram yfir kosningar næsta vor. NFS var dauða- dæmd frá upphafi. Dauðadómur hennar var þó ekki fólg- inn í skorti á fréttum heldur fyrst og fremst fjárskorti. Þegar fréttastofan var sett á laggirnar var sú regla höfð að leiðarljósi að allt skyldi gert á sem ódýrastan hátt. Engu mátti kosta til. Sú níska varð NFS að falli. Fréttastofan fékk aldrei tækifæri til að bjóða áhorfendum sínum upp á það gæðaefni sem hún hefði hugsanlega getað framleitt. Sviðsmyndin var óaðl- aðandi og óþægileg fyrir augað, og þar sem aldrei var skipt um hana fannst áhorfendum að sami þátturinn væri sí- fellt í gangi. Endurtekningar voru fleiri en góðu hófi gegnir og á stöðinni var aðallega stunduð sófablaða- mennska, svo notuð séu orð Jónasar Kristjáns- sonar, fyrrverandi rit- stjóra. Áhorfendur létu á sér standa því þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er. Ef áhorfendur sjá enga ástæðu til að horfa, hafa auglýsendur ekki ástæðu til að auglýsa og engir peningar koma í kassann. Á síðustu fjórum ára- tugum hafa rannsóknir á tengslum fjármagns og frétta ítrekað sýnt að töfrauppskriftin að vel- gengni ritstjórnar er ein- föld: Því meira fjármagn sem lagt er til ritstjórnar, því betri afurð getur hún borið á borð fyrir áhorf- endur/lesendur. Því meira gæðaefni sem ritstjórn býður upp á, því fleiri nýta sér fréttir hennar – og því fleiri sem það gera, því meira er auglýst. Því fleiri auglýsingar, því meira fjármagn fær ritstjórnin til ráðstöfunar. Það er tilgangslaust að ætla sér að ýta úr vör fréttastöð og opna pyngjuna aðeins til hálfs. Fimm lykilatriði skilja á milli feigra og ófeigra fréttastofa. Í fyrsta lagi njóta fréttastofur sem stunda rannsóknarblaðamennsku mun meiri vinsælda en þær sem gera lítið sem ekkert af slíku. Einnig er mik- ilvægt að starfsfólk fréttastofa sýni frumkvæði í vinnubrögðum, að lítið sé notað af aðkeyptu efni og ekki síst að fréttamenn fari út fyrir hússins dyr til að afla frétta. Í öðru lagi þurfa frétta- stofur að fjalla um fleiri málaflokka en þær almennt gera, og fjalla t.d. meira um stefnumál stjórnmálaflokka en ekki einblína eingöngu á hinar ýmsu skoðanakannanir um fylgi flokkanna eða einstakra stjórnmálamanna. Í þriðja lagi vilja áhorfendur lengri og bitastæðari fréttir og færri stuttar fyrirsagnafréttir. Þeir vilja fleiri sjón- arhorn, fleiri myndir og fleiri smáat- riði. Stuttar fréttir sem fréttaþulur les í myndveri fara yfirleitt fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum. Í fjórða lagi þurfa fréttamenn að temja sér að afla betri heimilda. Hér skiptir mestu máli að styðjast ekki við nafnlausar heimildir, nota margar heimildir og leita til sérfræðinga sem hafa sérþekkingu á þeim sviðum sem rætt er við þá um. Síðast en ekki síst veltur velgengni fréttastofu á fólkinu sem vinnur þar. Það margborgar sig að fjárfesta í góðu fólki og gefa starfs- fólkinu tíma til að vinna hverja frétt al- mennilega áður en hún fer í útsend- ingu. Hver fréttamaður ætti helst að vinna aðeins eina frétt á dag. Það er ekki nóg að sýna áhorfendum falleg andlit. Huggun harmi gegn skal á það minnt að fyrsta einkarekna útvarps- stöðin varð heldur ekki langlíf en hún var 60 árum á undan sinni samtíð. Sennilegt þykir að önnur sólarhrings fréttastöð komist í einhverri mynd á koppinn innan nokkurra ára. Þrátt fyr- ir harða samkeppni Netsins og ann- arra miðla sýna nýjar áhorfskannannir frá Bandaríkjunum að þar í landi hafi menn aldrei horft jafn mikið á sjónvarp eins og nú. Ekki er ólíklegt að þróunin verði svipuð hérlendis og því gæti skapast fjárhagslegur grundvöllur fyr- Í minningu NFS Guðbjörg Hildur Kolbeins fjallar um fjölmiðla » Því meirafjármagn sem lagt er til ritstjórnar, því betri afurð get- ur hún borið á borð fyrir áhorf- endur/les- endur. Guðbjörg Hildur Kolbeins. Höfundur er doktor í fjölmiðlafræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.