Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarni Jón-atansson fædd- ist í Reykjavík 9. apríl 1934. Hann andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 9. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Katrín Bjarnadóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 19. des. 1908 í Stykkishólmi, d. 10. júlí 1983 í Reykja- vík, og Jónatan Finnbogason, sjó- maður í Reykjavík, f. 13. júlí 1892 í Bolungarvík í Grunnavík- urhreppi í N-Ísafjarðarsýslu, d. 17. mars 1982 í Reykjavík. Systir Bjarna er Elma Jónatansdóttir, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 23. september 1932, börn hennar eru: Kjartan, Katrín Linda, Unn- ur Erna, Elma Ósk og Ester Inga. Hálfbróðir Bjarna, samfeðra, er Sverrir Jónatansson, f. 7. febrúar 1926. Fyrri kona Bjarna er Svava Vatnsdal Jónsdóttir, f. 15. júní 1936 á Siglufirði, húsfreyja í Reykjavík. Þau giftu sig 17. maí 1956 og slitu samvistum eftir 18 ára sambúð. Foreldrar Svövu voru Jón Guðmundsson, vélstjóri, skipstjóri og útgerðarmaður í Keflavík og Reykjavík, f. 1906 á Arnastapa í Tálknafirði, d. 17. maí 1958 í Reykjavík. Kona hans Soffía Jóhanna Vatnsdal Páls- skólakennari í Reykjavík. Eig- inmaður hennar er Guðlaugur Ómar Leifsson, f. 20. júlí 1954, meistari í bifvélavirkjun og rekur eigið bifreiðaverkstæði í Kópa- vogi. Börn þeirra eru: a) Karen Svava, f. 1979, fatahönnuður. Sambýlismaður hennar er Jónas Þór Jónasson, f. 1974, tölv- unarfræðingur frá Háskólnum í Reykjavík. Barn þeirra er Hauk- ur Ari, f. 2003. b) Anna Birna, f. 1981, hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Kærasti hennar er Davíð Höskuldsson, f. 1981, þjónustufulltrúi hjá Vífilfelli. c) Leifur, f. 1988. d) Atli, f. 1992. 4) Agnes Helga, f. 5. júlí 1964, sjúkraliði, stúdent og nemi í raf- virkjun. Eiginmaður hennar er Róbert Lee Tómasson, f. 25. ágúst 1961, hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og meðeig- andi í innflutningsfyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Börn þeirra eru: a) Tómas Lee, f. 1987, nemi í rafvirkjun. b) Sævar Þór, f. 1993. c) Eiríkur Örn, f. 1997. Seinni sambýliskona Bjarna er Ulla Berge, f. 18. febrúar 1935, sjúkraliði. Þau bjuggu saman frá 1989 til 1996. Börn hennar eru Katarina, f. 16. september 1962, búsett á Íslandi. Hermann, f. 9. ágúst 1964, búsettur í Noregi og Albert, f. 5. desember 1965, bú- settur á Íslandi. Bjarni var með meistararétt- indi í vélvirkjun og starfaði síð- ustu starfsárin við tæknideild Landspítalans í Fossvogi. Útför Bjarna verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. dóttir, f. 1916 á Ak- ureyri, d. 31. júlí 1952 í Stykkishólmi. Börn Svövu og Bjarna eru: 1) Sævar Jóhann, f. 18. júlí 1954, alþjóðlegur skákmeistari, bú- settur í Reykjavík. 2) Katrín Bjarnadóttir, f. 4. september 1956, hárgreiðslumeistari og félagsráðgjafi, sviðsstjóri við Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Suður- landi. Eiginmaður hennar er Guðmundur Guðmundsson, f. 5. nóvember 1953, húsasmíðameist- ari, þau eru búsett á Selfossi. Börn þeirra eru: a) Bjarni Bald- vin, f. 1974, bakari og nemi í húsasmíði. Eiginkona hans er Anna Þórðardóttir, f. 1976, hús- freyja í Danmörku. Börn þeirra eru: Bjarki Fannar, f. 1994, Daní- el Svavar, f. 1996, Katrín, f. 2003, og Jónatan Páll, f. 2006. Þau eru búsett í Danmörku. b) Sandra, f. 1980, nemi í félagsráðgjöf við Há- skóla Íslands. Eiginmaður hennar er Halldór Davíð Sigurðsson, f. 1972, bakari og garðyrkjumaður í Hveragerði. Barn þeirra er Ólafía Sara, f. 2006. c) Guð- mundur Þór, f. 1981, tölv- unarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. d) Margrét Brynja Guðmundsdóttir, f. 1992. 3) Soffía Jóna, f. 14. febrúar 1960, grunn- Í upphafi ert þú hvorki einn né neinn og býrð hvorki þar né hér. Þú hvílir á armi móður þinnar og ert einn af nafnlausum sonum jarðar og þið tvö saman eruð aðeins liður í endalausri röð barna og mæðra, sem bíða forlaga sinna. (William Heinesen) Faðir minn lést hinn 9. október síðastliðinn, snemma morguns. Það er margs að minnast frá æviferli hans. Hann fæddist í Reykjavík á kreppuárunum og foreldrar hans voru bæði utan af landi og höfðu flutt á ,,mölina“. Faðir minn hóf sína skólagöngu í ,,stríðinu“ og var ágæt- ur námsmaður. Lauk gagnfræða- prófi og að lokum meistaraprófi í vél- virkjun eftir hefðbundna skólagöngu í Iðnskólanum. Hann hóf ungur bú- skap með móður minni, giftist henni og eignaðist fjögur börn á tíu ára tímabili og er ég þeirra elstur. Á mínum fyrstu æskuárum stundaði hann sjómennsku en hóf fljótlega nám og starf í vélvirkjun hjá Áhalda- húsi Reykjavíkurborgar við Borgar- tún. Síðan lá leiðinn í Stálsmiðjuna í Reykjavík, skipasmíðastöðina Stál- vík í Garðabæ og í lok viðreisnar- stjórnartímabilsins starfaði hann í fyrirtækinu Véltækni í Kópavogi þar sem hann kynntist mörgum fullhug- um sem líktust honum í hugsun. Æv- intýraþrá og löngun til að kanna eitt- hvað nýtt var sterk hjá þessum mönnum, þeir urðu aldrei atvinnu- lausir en stukku á hugmyndirnar um að leita sér atvinnu erlendis. Nokkr- ir þeirra búa enn í Suður-Afríku og Ástralíu en faðir minn hélt til Sví- þjóðar eins og svo margir í ársbyrj- un 1969 en hann átti þá 35 ára gamall stóra fjölskyldu að sjá fyrir. Ætlun föður míns var þó að kanna Suður- Afríku og Ástralíuævintýrin en betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Svíþjóð eða suðurhlutinn átti vel við hann sem og Kaupmannahöfn. Enda fluttist fjölskyldan þangað. Þar starfaði hann hjá skipasmíðastöðinni Kockums í Málmey fyrstu árin en réðst sem verkstjóri til þungavinnu- vélafyrirtækisins Case í sömu borg sem framleiðir þungavinnuvélar og starfrækir ýmiss konar rekstur við- víkjandi þeim. Sagan svona að mestu leyti ágæt til þessa hjá ungum ís- lenskum ofurhuga. En óveðursskýin hlóðust upp í bakgrunninum. Foreldrar okkar systkinanna skildu 1972. Bakkus gamli var orðinn vinur hans. Móðir mín og systur héldu heim til Íslands en ég þraukaði næsta vetur og vor með ,,gamla manninum“ enda ekki nema von, hann var mín fyrirmynd og kennari í lífsins skóla. Ég fluttist til Íslands vorið 1973 en við tóku hjá föður mínum áratugir í samfylgd með Bakkusi og sem því fylgir oft- ast, skemmtilegir tímar og ekki svo skemmtilegir tímar. Bjarni faðir minn komst í feitt er norska olíuævintýrið byrjaði. Þar var hann réttur maður á réttum stað og peningar aðalmálið. Þar var margt nýtt að læra, hann hélt til Stafangurs á vesturströnd Noregs, fékk í byrjun vinnu við að smíða olíu- borpalla- og skip af stærðargráðunni 500.000 tonn og yfir. Logsuðu kunni hann að sjálfsögðu en nú bættist við þá kunnáttu að rafsjóða og árangur- inn var síðan röntgenmyndaður líkt og gert er á sjúkrahúsum jarðar- kringlunnar. Þau verkefni leysti hannn vel af hendi. Næstu ár fóru að mestu í áhyggjulaust líferni um norska skerjagarðinn. Hann vann jöfnum höndum í Stafangri, Björgvin og á eynni Storð sem staðsett er um það bil miðs vegar á milli borganna. Þetta líf átti aldeilis vel við hann, að róa í matvöruverslunina, en börnum sínum á Íslandi gleymdi hann aldrei og hann fylgdist með af mikilli gleði er systur mínar stofnuðu sínar fjöl- skyldur. Fyrsta barnabarnið, Bjarni Baldvin, fæddist í desember 1974. 1983 er faðir minn heima á Íslandi, foreldrar hans nýlátnir, og sem betur fer var ,,vinskap“ hans við Bakkus að ljúka. Þá hófst sennilega besta ævi- skeið föður míns, án samfylgdar Bakkusar en baráttan gegn þessum forna ,,vini“ sínum hófst fyrir alvöru. Hann starfaði mikið með AA-samtök- unum og SÁÁ að sjálfsögðu. Einnig auðgaðist pólitísk vitund hans og hann starfaði mikið með verkalýðs- hreyfingunni, var lengi trúnaðarmað- ur hjá Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar auk margvíslegs annars. 1. maí, hátíðisdagur verkalýðsins, var honum ávallt kær gegnum lífið. Þær voru ekki margar 1. maí göngurnar sem faðir minn missti af, frelsi, jafn- rétti og bræðralag voru honum of- arlega í huga. Sterk réttlætiskennd einkenndi hann líka sem og virðing fyrir mannlífinu. Faðir minn kynntist sómakonunni Ullu Berge 1985 í Noregi. Hún er frá Finnlandi og alin upp að hluta í Sví- þjóð. Þau hófu sambúð á Íslandi á árinu 1989 og slitu samvistir 1996. Hann og Ulla ferðuðust mikið saman innanlands sem utan. Síðustu áratugirnir fóru í vinnu, ferðalög og samvistir við fjölskyldur barna sinna. Það veitti honum mikla gleði. Fyrir utan hefðbundnar ferðir fór hann í vinnuferð til Kúbu og starf- aði með verkamönnunum þar á syk- urreyrsökrunum. Einnig heimsótti hann Afríku og var á trúboðsstöð hjá íslenskri fjölskyldu í Keníu. Víðsýni hans var orðin mikil á lífinu. Asía beið þar til eftir árþúsunda- skiptin. Faðir minn fór í sína fyrstu Taílandsferð áður en hann hætti að vinna. Eftir að starfsferlinum lauk á sjúkrahúsinu í Fossvogi eyddi hann vetrunum í Taílandi og sumrunum á Íslandi. Alltaf þegar því varð við komið var kajak í för, hafið stóð hon- um nær en flestum. Breiðafjörðurinn var kannaður rækilega en Katrín móðir hans var frá Stykkishólmi og eyjunum á Breiðafirði. Síðan tók fað- ir minn enn meira ásrfóstri við Horn- standirnar, en faðir hans ættaður frá Bolungarvík eystri í Furufirði. Þang- að fóru allir sem vettlingi gátu valdið af börnum hans og barnabörnum. Einhverjir höfðu þó ekki tíma í ysi og þysi nútímans! Í hitanum í Taílandi leið honum vel. Hann hafði fyrirhug- að ferð með vini sínum, Ólafi Odds- syni, um miðjan þennan mánuð um Kambódíu, Víetnam og Kína en ör- lögin og krabbameinið gripu í taum- ana. Faðir minn var íhugull og þrjóskur að eðlisfari. Greindur og meðvitaður, kvikur enda andlitið aldrei svip- brigðalaust. Ef honum voru fengin verkefni til úrlausnar var það í eðli hans að gefast aldrei upp, lausnin skyldi finnast og hún fannst einnig oftast að lokum. Eðlisþættir Breið- firðinga og Strandamanna voru ríkir í honum. Síðasta daginn sem hann var við meðvitund birtist Bjarni Baldvin Guðmundsson með tvö yngstu börnin sín frá Danmörku þar sem þau eru búsett. Katrín litla Bjarnadóttir vakti upp í honum kát- ínuna aftur enda heitir hún í höfuðið á elstu dóttur hans. Ekki skemmdi fyrir að hún er einnig nafna móður hans. Faðir hans hét Jónatan og þarna birtist fyrsti ættarmeðlimur- inn í langan tíma með því nafni, Jón- atan. Bróðir afa míns, Grímur, seig í Hornbjarg og Hælavíkurbjarg og fleiri björg í fleiri áratugi. Sagt var um hann að vissi ekki hvað hræðsla var! Við erum mörg í fjölskyldunni sem þekkjum þetta. Faðir minn átti erfiða sjúkdóms- legu á stundum. En hann gerði upp sín mál enn einu sinni fyrir Guði og mönnum. Auðmjúkur segi ég, kærar þakkir. Það mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann og annan. (Egill Skallgrímsson) Sævar Bjarnason. Elsku pabbi. Það er alveg ótrúlegt að það séu aðeins tveir mánuðir síðan þú lagðist inn á spítala með mæði og verk undir rifjum. Verkur sem ágerð- ist og reyndist síðan vera illvígur sjúkdómur/krabbamein sem leiddi þig að lokum til dauða. Orð fá ekki lýst þeim söknuði sem við systur upp- lifum nú þegar þú ert dáinn. Þú sem varst svo ungur og ætlaðir að verða gamall og grár. Við systurnar minn- umst þín með miklum söknuði. Þú varst okkur stoð og stytta í svo mörg ár. Við minnumst margs frá því við vorum litlar á Grensásveginum. Þeg- ar þú smíðaðir magasleða og skíða- sleða handa okkur, dúkkurúmsins sem Kata átti og að ekki sé minnst á flotta græna þríhjólið með keðjudrifi. Öll munum við systkinin eftir sögu- stundum á kvöldin og búálfunum í geymslunni. Margar voru ferðirnar á sunnudagsmorgnum í sund, svo í sjoppu að kaupa lakkrís og svo beint niður á höfn að skoða öll flottu skipin sem voru í landi. Þú varst mikill ævintýramaður og fannst gaman að ferðast. Strax á þín- um yngri árum fórst þú til útlanda í siglingu með togurum sem þú varst vélvirki á. Á árunum 68–70 var at- vinnuástandið á Íslandi heldur bág- borið, launin léleg og erfitt að fram- fleyta stórri fjölskyldu. Töluvert var um að fjölskyldur fluttust búferlum til annarra landa á þessum tíma í leit að betri afkomu. Þú hafði mikil áform með okkur og mörgum stundum eyddum við í að skoða myndir og blöð frá Ástralíu og S-Afríku en þangað vildir þú flytja með fjölskylduna. Mamma var þó ekki eins sannfærð. Í byrjun árs 1969 bauðst þér svo vinna við skipasmíðar í Malmö í Sví- þjóð. Þú slóst til og líkaði vel. Eftir að hafa verið í Svíþjóð í nokkra mánuði komst þú svo heim og sóttir okkur, fjölskyldan skyldi búa í Sverige, þar var gott að vera. Við sigldum með Gullfossi frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar í lok nóvember. Ferðin tók viku í miklum öldugangi og vor- um við flest sjóveik, nema þú að sjálf- sögðu. Svo komum við til Kaup- mannahafnar að kvöldi 1. des. Þá var ferjan tekin yfir til Malmö og gistum við fyrstu dagana á Park Hótel, en þar hafðir þú og félagar þínir búið. Svo þegar fína flotta íbúðin var tilbú- in fluttum við inn. Enn munum við innkaupaferðirnar að kaupa ný hús- gögn, allir fengu ný rúm o.fl. Í Sví- þjóð bjuggum við í tæp þrjú ár en þá skilduð þið mamma. Við fluttum heim til Íslands en þú varðst eftir í Svíþjóð og var Sævar bróðir með þér fyrsta veturinn. Næstu árin höfðum við ekki eins mikið af þér að segja enda þú í Sví- þjóð og svo Noregi og týndir þér stundum í lífsins ólgusjó. Þú komst þó alltaf heim til Íslands á milli og Bjarni Jónatansson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR ÁSMUNDSSON fyrrv. bakarameistari, Suðurgötu 28, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild E-6, Landspítalanum Foss- vogi, þriðjudaginn 10. október. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni, Hafnarfirði, fimmtudaginn 19. október kl. 15.00. Sigríður Oddný Oddsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Jakobína Cronin, Sverrir Oddur Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Gústaf Adolf Björnsson, Valgerður Jóhanna Gunnarsdóttir, Stefán Snær Konráðsson og afabörnin. AGNAR JÓNSSON frá Heggsstöðum, Hallveigarstíg 10A, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 15. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Sigmar Ármannsson. Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og tengdasonur, ANTON SÖLVI JÓNSSON húsasmíðameistari, Heiðarbrún 11, Keflavík, lést á Central Hospital Santa Chiara í Trento á Ítalíu föstudaginn 13. október. Útförin verður auglýst síðar. Jórunn Jónasdóttir, Jóna Björg Antonsdóttir, Ellert Þ. Ólafsson, Guðrún Anna Antonsdóttir, Bogi Jón Antonsson, Anton Ellertsson, Þorbjörg Bergþórsdóttir, Kristrún Jónsdóttir, Magnús B. Magnússon, Árni Jónasson, Birna Margeirsdóttir, Guðmundur Jónasson, Ína Dóra Jónsdóttir, Björg Árnadóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.