Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 5
Miðbær Selfoss Bæjarstjórn Árborgar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um miðbæ Selfoss. Stefnt er að því að á Selfossi verði miðbær með íbúðabyggð, öflugri verslun og þjónustu á sem flestum sviðum sem geti þjónað öllu Suðurlandi. Form samkeppninnar er framkvæmdasamkeppni. Útbjóðandi er fyrst og fremst að lýsa eftir höfundi og tillögu að deili- skipulagi miðbæjar á Selfossi til nánari útfærslu. Tilhögun samkeppninnar er almenn keppni samkvæmt skilgreiningu samkeppnisreglna AÍ. Rétt til þátttöku hafa: ● Félagar í Arkitektafélagi Íslands ● Nemendur í arkitektúr ● Þeir sem rétt hafa til að gera aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd ● Aðrir þeir sem rétt hafa til skipulagsgerðar samkv. gr. 2.7 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust á bæjarskrifstofu Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfossi, á milli kl. 9.00 og 16.00 virka daga og á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, 2. hæð, 105 Reykjavík, á milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga. Einnig er hægt að nálgast hana á heimasíðu Árborgar www.arborg.is. Önnur samkeppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð 10.000 kr. á skrifstofu Arkitektafélags Íslands á milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga. Einnig verður hægt að nálgast samkeppnisgögn hjá trúnaðarmanni. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, 2. hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar en 1. desember 2006. Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum í janúar 2007. Höfundur fyrstu verðlauna verður ráðinn skipulagsráðgjafi verkefnisins, ef viðunandi samkomulag næst milli hans og útbjóðanda. Samkeppni um deiliskipulag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.