Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 37 Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Skólabraut 33, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1979, Akranesi, þingl. eig. Hilda Sigríður Pennington, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 20. október 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 16. október 2006. Esther Hermannsdóttir, ftr. Tilkynningar                               ! "   " #$ $  % & & '()  * ! + " # ,- !   ! . / " # ! !  "   &!   ! . /"-0     "-0   !  -! 1 !0 23&+  2-0      #&  ! ! . / 4 " # !$ &  &3 ,- !*!  ,- 1 % &  "   *&&  &3 &+ *!  && , 0 ! "!   % &   %  & &++%  ! ,- !*!   ""&  3  3"  ! !*0  &  !  & %  &5    %&+ && "5 / !  ! $ & 6& &+   !   &  ,5-&  50  0 )  !0 / )  "-   )7 &-  0  ! ,   , -"  "%&&   &    ! &  + 8 &   &&    /   !  5  &+ 9        : +  "  "      " #$  % &&&+  5    ! & ; &-   1 /  ""    +  !   * &&& ,    &&  ,%"" )  "- 0 " #3  5 Félagslíf I.O.O.F. Rb. 4  15510178-8½ III*  HLÍN 6006101719 IV/V  FJÖLNIR 6006101719 I  EDDA 6006101719 III I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18710178  Fl. FYRIRLESTRARÖÐ Í AÐDRAGANDA PRÓFKJÖRS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK ÁRIÐ 2006 Pétur H. Blöndal Þingmaður Samkeppnisstaða Íslands og fjármagnskerfið Skiptir samkeppnisstaða fyrirtækja einhverju máli? Hvað mótar hana? Menntun, laun, lægri skattar eða fjármagnsmarkaður? Lipurt kerfi eftirlits og þjónustu? Hvernig hefur samkeppnisstaðan breyst? Hvernig getum við bætt hana? Fjallað um samkeppnisstöðu fyrirtækja, frelsi þeirra og athafnagleði. 2.-3. sæti petur.blondal.is Fundarstjóri og andmælandi Halla Tómasdóttir Frkv. stj. Viðskiptaráðsins Þriðjudagur 17.okt kl.20:00 Askja, stofa N-132 Askja Norænahúsið Hr in gb ra ut HVORKI fleiri né færri en þrjár sveitir íslenskra taflfélaga tóku þátt í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk um helgina í Austurríki. Af 56 sveit- um mátti reikna með fyrirfram að lið Taflfélags Reykjavíkur myndi lenda í 24. sæti, að lið Taflfélagsins Hellis myndi gera sér 32. sætið að góðu og að sveit skákdeildar Hauka myndi að lokum enda í 47. sæti. Allar ís- lensku sveitirnar gerðu hinsvegar betur en búast mátti við og sérstak- lega náði lið TR eftirtektarverðum árangri. Einnig gerði 2. borðsmaður sveitarinnar, alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson, sér lítið fyrir og náði lokaáfanga að stórmeistara- titli. Í byrjun móts var gengi íslensku sveitanna skrykkjótt en um miðbikið náði sveit Hellis sér á strik áður en hún tapaði síðustu tveim umferðun- um. Eins og reiknað var með áttu Haukamenn í basli mestallt mótið en áttu þó góða spretti inn á milli. Sveit Taflfélags Reykjavíkur sýndi hins- vegar mikla seiglu þegar á leið keppnina og átti mergjaðan enda- sprett þegar hún bar sigur úr býtum í síðustu þrem viðureignum sínum. Þar skipti miklu máli að stórmeist- arinn Þröstur Þórhallsson náði sér á strik eftir að hafa eingöngu önglað hálfan vinning í fyrstu þrem skák- unum. Einnig sýndi Stefán Krist- jánsson mikinn styrk þegar hann lagði að velli sterka stórmeistara á borð við Tomas Likavsky (2480) og Florian Jenni (2521). Stefán atti kappi við þann síðarnefnda í loka- umferðinni þar sem hann hafði svart og þurfti á sigri að halda til að ná áfanganum eftirsótta. Það tókst honum svo að nú þarf hann eingöngu að ná 2500 stigum til að verða út- nefndur stórmeistari í skák og án efa verður stutt í að svo verði. Frammistaða liðsmanna íslensku sveitanna varð annars þessi: TR lenti í 5.-12. sæti: 1. borð: Þröstur Þórhallsson (2469) 3½ vinn- ing af 7 mögulegum. 2. borð: Stefán Kristjánsson (2482) 5 v. af 7 mögulegum. 3. borð: Héðinn Steingrímsson (2466) 4 v. af 7 mögulegum. 4. borð: Arnar E. Gunnarsson (2430) 4 v. af 6 mögulegum. 5. borð: Jón V. Gunnarsson (2414) 3 v. af 6 mögulegum. 6. borð: Snorri G. Bergsson (2334) 3 v. af 6 mögulegum. 1. vm.: Bergsteinn Einarsson (2235) ½ v. af 2 mögulegum. Hellir lenti í 27.-31. sæti: 1. borð: Hannes Hlífar Stefánsson (2551) 5 v. af 7 mögulegum. 2. borð: Bragi Þorfinnsson (2387) 2 v. af 7 mögulegum. 3. borð: Björn Þorfinnsson (2317) 4 v. af 7 mögulegum. 4. borð: Sigurbjörn Björnsson (2335) 1½ v. af 7 mögulegum. 5. borð: Róbert Harðarson (2310) 3 v. af 7 mögulegum. 6. borð: Ingvar Þ. Jóhannesson (2271) 4 v. af 7 mögulegum. Haukar lentu í 42.-46. sæti: 1. borð: Davíð Kjartansson (2288) 1 ½ v. af 7 mögulegum. 2. borð: Halldór Halldórsson (2226) 3 v. af 6 mögulegum. 3. borð: Heimir Ásgeirsson (2191) 2 v. af 7 mögulegum. 4. borð: Þorvarður F. Ólafsson (2151) 4 v. af 7 mögulegum. 5. borð: Stefán F. Guðmundsson (2113) 5 v. af 7 mögulegum. 6. borð: Sverrir Örn Björnsson (2067) 3 ½ v. af 6 mögulegum. 1. vm.: Auðbergur Magnússon ½ v. af 2 mögulegum. Stórmeistarinn Hannes Hlífar náði bestum árangri Íslendinga en frammistaða hans samsvaraði 2668 stigum. Stefán kom þar á eftir með árangur sem jafngilti 2642 stigum. Héðinn og Arnar í sveit TR náðu ár- angri sem samsvaraði vel yfir 2500 stigum en frammistaða annarra Ís- lendinga var undir 2500 stigum. Þrjár rússneskar sveitir röðuðu sér í efstu sætin og það var liðið Tomsk sem bar sigur úr býtum með Alex- ander Morozevich í broddi fylkingar. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu þess, http:// www.ecc2006.com/. Fjör á Stelpumóti Hellis og Olís Tinna Kristín Finnbogadóttir, Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir og Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir komu allar jafnar í mark í Stelpumóti Olís og Hellis sem fram fór í höfuðstöðv- um Olís um helgina.Það þurfti þre- faldan stigaútreikning til að finna sigurvegara mótsins sem var borg- firska mærin Tinna. Alls tóku 22 stelpur þátt og sigurvegarar í tveim aldursflokkum voru annars vegar- Birta M. Össurardóttir og hinsvegar Elín Nhung Hong Bui. Lenka Ptácníková sigraði í drottningar- flokki en í honum tefldu sex þraut- reyndar skákkonur. Nánari upplýs- ingar um mótið er að finna á www.hellir.com. Frábært hjá TR og Stefáni daggi@internet.is Skákkonur Sigurvegarar á stelpumóti Hellis og Olís, t.v., Jóhanna Jóhannsdóttir, Tinna Finnbogadóttir, Hall- gerður Þorsteinsson ásamt skákstjóranum Vigfúsi Vigfússyni. Stefán Kristjánsson SKÁK Fügen, Austurríki EM TAFLFÉLAGA 8. október–14. október 2006 Helgi Áss Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.