Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 eeee - S.V. Mbl. eee DV The Devil Wears Prada kl. 8 og 10 Texas Chainsaw Massacre kl. 8 og 10 B.i. 18 ára Draugahúsið m. ísl. tali kl. 6 B.i. 7 ára Talladega Nights kl. 6 The Devil Wears Prada kl. 5.30, 8 og 10.30 The Devil Wears Prada LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 Monster House m.ensku.tali kl. 4, 6 og 8 B.i. 7 ára Draugahúsið m.ísl.tali kl. 4 og 6 B.i. 7 ára Talladega Nights kl. 5.30, 8 og 10.25 John Tucker Must Die kl. 8 og 10 Þetta er ekkert mál kl. 10 Grettir 2 m.ísl.tali kl. 3.45 „Stórskemmtileg hryllingsmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur ekki í veg fyrir svefn hjá smáfólkinu!“ FG, FBL Æðislega spennandi ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna með ensku og íslensku tali HÚSIÐ ER Á LÍFI OG ÞAU ÞURFA AÐ BJARGA HVERFINU STÆR STA G AMAN MYND ÁRSIN S Í US A HEILALAUS! BREMSULAUS DRAUMASTARFIÐ MEÐ YFIRMANNI DAUÐANS! eeeee „Eitt orð: Frábær“ -Heat Frábær gamanmynd með Meryl Streep og Anna Hathaway. Ung og óreynd stelpa kemur til New York og fær fyrir tilviljun vinnu sem aðstoðarkona hjá ritstjóra stórs tískublað. eeee Empire Anna Snædís Sigmarsdóttir sýnir grafíkverk unnin í stálætingu. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1994, úr graf- íkdeild. Hún var einnig gestanemi í Bildkonstakademin í Helsinki árið 1993. Opið fim–sun. kl. 14–18. Salur Íslenskrar grafíkur er að Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýningin stendur til 22. október. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Gauthier Hubert eru með sýn- inguna „Adam var ekki lengi í paradís“ í menningarmiðstöðinni Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Bjargey Ólafsdóttir sýnir vinnu- teikningar „ég missti næstum vitið“ á Vesturveggnum. Sýningarnar standa til 19. okt. Sjá: skaftfell.is Hinn heimsþekkti kan- adíski píanóleikari Ang- ela Hewitt heldur tón- leika í Salnum í kvöld kl. 20. Angela hefur verið nefnd kameljón hljómborðsins vegna þess hve fjölhæfur túlk- andi hún er. Hún hefur vakið sérstaka athygli vegna túlkunar sinnar á tónlist Johanns Seb- astians Bach. Angela Hewitt var nýverið tilnefnd til hinna virtu Gramophone-verðlauna sem hafa verið kölluð Óskarsverðlaun klassískrar tónlistar. Á efnisskrá er: Johann Sebastian Bach: Frönsk svíta nr. 4 í Es-dúr; Ludwig van Beethoven: Sónata í f-moll op. 57; Jean-Philippe Rameau: Svíta í a-moll; Emmanuel Chabrier: Bourrée Frantasque og úr Piéces Pittoresques. Tónlist Kaffi Hljómalind | Trúbadorarnir Torben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu og Svavar Knútur leika frum- samda tregatónlist á Kaffi Hljómalind og segja jafnvel sögur af ferðalögum sínum. Kaffi Kúltúr | Norska tríóið POING heldur tónleika á Kaffi Kúltúr kl. 20. Auk POING koma fram íslensku hljómsveitirnar Atón og Helmus Und Dalli. 700 kr. inn. Norræna húsið | Á háskólatónleikum mið- vikudaginn 18. okt. flytur Kammerkór Langholtskirkju Tímann og vatnið, verk Jóns Ásgeirssonar við ljóð Steins Steinars. Jón Stefánsson stjórnar. Tónleikarnir hefj- ast kl. 12.30. Aðgangseyrir kr. 1000, kr. 500 fyrir aldraða og öryrkja en ókeypis fyrir nemendur HÍ. Salurinn, Kópavogi | Hinn heimsfrægi kan- adíski píanóleikari Angela Hewitt flytur verk eftir Bach, Beethoven, Rameau og Chabrier á tónleikum kl. 20 í tilefni af Kan- adískri menningarhátíð í Kópavogi. Myndlist Anima gallerí | Hjörtur Hjartarson. Á sýn- ingunni eru málverk unnin á þessu og síð- asta ári, þar sem myndlistamaðurinn vinn- ur með náttúruform, liti og ljós. Opið þri.– lau. kl. 13–17. www.animagalleri.is Art-Iceland.com | Charlotta Sverrisdóttir með sýninguna Litasinfóníu í Míru-Art, Bæjarlind 6, Kópavogi. Íslenski mosinn og hraunið greypa sig sterkt í undirvitund Charlottu og leitast hún við að flétta þessi hughrif inn í sköpunina. Gallerí 100° | Guðmundur Karl Ásbjörns- son – málverkasýning í sýningarsal Orku- veitunnar – 100°. Opin frá kl. 8.30–16 alla virka daga og laugard. frá kl. 13–17. Gallerí Fold | Rætur – Sýning Soffíu Sæ- mundsdóttur. Soffía er með MFA-gráðu frá Mills College. Hún útskrifaðist úr MHÍ 1991 og frá Kunstschule í Vín 1985. Hún hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi og víða um heim. Til 22. okt. Gallerí Lind | Myndlistarmaður október- mánaðar í Gallerí Lind er Þóra Ben. Sýning Þóru er opin til 20. október. Gerðuberg | Sýning á afrískum minjagrip- um sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mann- fræðingur hefur safnað saman. Skemmti- leg blanda af gömlum munum og nýstárlegum en saman mynda þeir heild sem gefur góða mynd af minjagripaúrvali í Afríku. Sýning á mannlífsmyndum Ara í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Ljósmynd- irnar sýna mannlíf í Reykjavík sem fáir veita eftirtekt í daglegu amstri. Sýning Sigurbjörns Kristinsson stendur yf- ir. Í lýsingu sýningarstjórans, Sigríðar Ólafsdóttur, segir: Litir og form, heimur blárra, gulra og brúnna tóna eða er það kanill, skeljasandur, sina og haf? Á sýning- unni má sjá abstraktmyndir í anda gömlu íslensku meistaranna. Opin virka daga frá 11–17 og um helgar frá 13–16. www.gerdu- berg.is Hafnarborg | Einkasýning á verkum Val- gerðar Hauksdóttur 7.–30. október. Á efri hæð sýnir Valgerður ný verk, ljósmyndir og grafíkverk, unnin með blandaðri tækni. Í Sverrissal er kynning á hugmyndum og að- ferðum er liggja að baki myndsköpun Val- gerðar. Hallgrímskirkja | Haustsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju á myndverkum Haf- liða Hallgrímssonar í forkirkju til 23. okt. Hoffmannsgallerí | „Tölvuprentið tekið út“. Myndlistarverk í formi tölvuprents eft- ir 11 listamenn í Hoffmannsgalleríi í hús- næði ReyjavíkurAkademíunnar, fjórðu hæð, opið kl. 9–17, alla virka daga. Sýningin stendur fram í nóvember. Hrafnista Hafnarfirði | Þórhallur Árnason og Guðbjörg S. Björnsdóttir sýna myndlist í Menningarsal til 24. október. i8 | Sýning Hildar Bjarnadóttur, Bak- grunnur, opin þriðjudaga–föstudaga kl. 11– 17 og laugardaga kl. 13–17. Til 21. okt. Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Eirún Sig- urðardóttir – Blóðhola. Blönduð tækni. Gryfja og Arinstofa: Pétur Örn Friðriksson – Halkíon. Farartæki, fyrirbæramódel, land- hermar. Sýningarnar standa til 5. nóv- ember. Opið kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eft- ir 1980 í Listasafni Íslands. Sýningin rekur þróunina í málverkinu frá upphafi níunda áratugar tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Á annað hundrað verk eftir 56 lista- menn eru á sýningunni. Sjá nánar á www.listasafn.is. Sýningin stendur til 26. nóv. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kan- adísk menningarhátíð í Kópavogi – 3 sýn- ingar á nútímalist frumbyggja í Kanada. Kaffistofa og safnbúð. Til 10. desember. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Inn- setningar og gjörningar eftir 11 íslenska listamenn sem fæddir eru eftir 1968. Sýn- ingin markar upphaf nýrrar sýningarstefnu í Hafnarhúsinu sem miðar að því að kynna nýjustu stefnur og strauma í myndlist og gera tilraunir með ný tjáningarform. Til 22. okt. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum Þórdísar Aðalsteins- dóttur, ungrar, íslenskrar listakonu sem bú- ið hefur og starfað í New York. Málverk Þórdísar eru frásagnarkennd og vekja spurningar um tilfinningar sem lúta að samskiptum fólks. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Safnið og kaffistofan opin laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Sjá nánar á www.lso.is Listhús Ófeigs | Sara Elísa sýnir málverk sem fjalla um tilvist mannsins í borg. Sýn- ingin stendur til 18. október. Lóuhreiður | Sýning Árna Björns í Lóu- hreiðrinu verður framlengd um óákveðinn tíma. Þar sem var verið að vinna í salnum var ekki hægt að setja upp allar myndirnar. Nú verður það hægt. Árni sýnir olíu- málverk 70x100. Opið kl. 9–17 alla daga nema laugard. kl. 12–16. www.arni- bjorn.com Mokka-Kaffi | Nú sýnir Ketill Larsen fjöl- listamaður 32 litríkar myndir málaðar í ak- rýl, kærleiksríkar og notalegar. Til 26. okt. Næsti Bar | Bjarni Helgason hefur opnað sýninguna Undir meðvitund og þar sýnir hann tíu akrýlmálverk ásamt skissum og útprenti tengt þema sýningarinnar. Sýn- ingin er opin á afgreiðslutíma til 11. nóv. Saltfisksetur Íslands | Sýning á verkum William Thomas Thompson stendur yfir í Listasal Saltfisksetursins. William er vel þekktur listamaður í Bandaríkjunum. Sýn- inguna kallar hann Sýnir og stendur hún til 6. nóvember. Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11–18. Skaftfell | Adam var ekki lengi í paradís. Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Gautier Hu- bert sýna. Bjargey Ólafsdóttir sýnir vinnu- teikningar „ég missti næstum vitið“ á Vesturveggnum. Til 19. okt. VeggVerk | Verkið Heima er bezt er blanda af málverki og pólitísku innleggi í anda hefðbundins veggjakrots. Sem málverk takmarkast verkið af eðli Gallerísins Vegg- Verk. Þannig á þetta verk, og þau sem á eftir munu koma, sér skemmri tilurð en hefðbundin málverk, því listamennirnir nota allir sama rýmið. Til 25. nóv. Þjóðmenningarhúsið | Þjóðmenning- arhúsið tekur þátt í SEQUENCES hátíðinni með sýningum á myndbandsverkinu Ó, heilaga tímanna þúsund! eftir listamennina Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Verkið sýnir ungan mann stilla sér upp í Kolaportinu og syngja þjóðsönginn með ruglaðri orðaröð. Sýnt viðstöðulaust á opnunartíma. Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýning á ljósmyndum sem varðveittar eru í Myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki hef- ur tekist að bera kennsl á. Sýndar eru myndir af óþekktum stöðum, húsum og fólki og gestir beðnir um að þekkja mynd- efnið og gefa upplýsingar um það. Söfn Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tek- ið á móti hópum eftir samkomulagi. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í Gamla Presthúsinu. Opið eftir sam- komulagi. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is Sími 5868066. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja- vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10–17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöfundur, þýðandi og fræðimað- ur, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir bera vott um. Sýningin spannar æviferil Jónasar í máli og myndum. Sjá nánar á heimasíðu safnsins www.landsbokasafn.is Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist – sýningartími lengdur. Trúlofunar- og brúð- kaupssiðir fyrr og nú, veislur, gjafir, ung- barnaumönnun og þróun klæðnaðar og ljósmyndahefðar frá 1800–2005. Unnið í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Opið laugardaga og sunnudaga til 19. nóvember frá 14–16. Aðrar sýningar: Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri – bærinn við Pollinn. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is Tækniminjasafnið | Síminn 100 ára, nýjar lifandi sýningar. Innreið nútímans og upp- haf símasambands við útlönd. Símritari sýnir gamla ritsímabúnaðinn í fyrstu rit- símastöð landsins. Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar – Málmsteyperíið, Kapalhúsið og húsin á Wathnestorfunni. Opið virka daga kl.13–16 www.tekmus.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið alla daga kl. 11–18. www.hunting.is Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal eru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin er byggð á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings. Myndefni út- saumsins er m.a. sótt í Biblíuna og kynja- dýraveröld fyrri alda; þarna er stílfært jurta- og dýraskraut o.fl. Leiklist Reiðhöll Gusts | Hvað er Þjóðarsálin? Er hún hjartnæm fjölskyldusápa? Er hún dramatísk og kraftmikil hestasýning? Er hún hárbeitt ádeila? Er hún sterkar konur í fyrsta klassa? Eða hraustir menn með stinna rassa? Þjóðarsálin er allt þetta og svo miklu meira. Miðasölusími: 694 8900 midasala@einleikhusid.is Skemmtanir Átthagafélag Þórshafnar | Vetrarfagn- aður Átthagafél. Þórhsafnar og nágr. verð- ur 21. okt. í Reiðhöllinni í Víðidal, 2. hæð. Húsið opnað kl. 19, borðh. kl. 20. Dans- leikur með Hófunum kl. 23. Miðaverð 5.000. Selt á ballið e. kl. 23, kr. 1.500. Miðasala hjá Arnþóri 18. okt. (ekki debet). Uppl. gefur Jökull í síma 867 7716 og Stefnir í síma 898 2162. Fyrirlestrar og fundir AFA Aðstandendafélag aldraðra | Fyrsti fræðslufundur félagsins verður haldinn í dag kl. 20–22 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni að Aflagranda 40, Reykjavík. Fyrirlesari Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, hjúkrunarstjóri í Sóltúni. Allir velkomnir. staðurstund Myndlist Sýningar í Skaftfelli Myndlist Anna Snædís í Grafíksafni Tónlist Angela Hewitt – kameljón hljómborðsins í Salnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.