Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MAÐUR er manns gaman ekki síst þegar hinn sami maður ber mann á háhesti dægrin löng. Margt ávinnst með hásætinu því að ógleymdu ívið betra út- sýni en allajafna má nefna hluti á borð við hvíld frá götuþrammi – jafnvel þótt um sjálfan Laugaveginn sé að ræða. Morgunblaðið/Ómar Skipað til hásætis „ÉG skal ekki segja hvernig þjóð- skjalavörður bregst við þessu og bíð eftir viðbrögðum hans. En ég er út af fyrir sig þakklátur fyrir það að ráðherrann kemur með vissum hætti til móts við mínar kröfur,“ segir Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri Þjóðviljans, um úrskurð Þorgerðar K. Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra þess efnis að fella úr gildi ákvörðun Ólafs Ásgeirssonar þjóðskjalavarð- ar um að synja beiðni Kjartans um aðgang að gögnum um símahler- anir. Kjartan bendir á að úrskurður ráðherra heimili honum þó ekki taf- arlausan aðgang að umbeðnum gögnum, heldur megi líkja úrskurð- inum við dóm æðri dómstóls sem sendir mál heim í hérað á ný til efnismeðferðar. Felur þetta í sér að þjóðskjalavörður mun nú taka beiðni Kjartans fyrir á ný og svara honum. „Ef ég fæ ekki svar sem felur það í sér að jafnræðisreglan sé í gildi, þá get ég ekki annað gert en að láta málið ganga lengra, til dómstóla. Það er miklu meira á bak við þetta en spurningin um mig persónulega. Það þarf að upplýsa málið í heild þ.e. að það komi fram hjá hverjum var hlerað. Það liggur örugglega allt fyrir í þessum gögn- um.“ Reglugerðin ekki gild málsástæða Í úrskurði ráðherra segir að þjóðskjalavörður hafi byggt ákvörð- un sína á því að í lögum um Þjóð- skjalasafn Íslands segi að um að- gang að gögnum og skjölum sem upplýsingalög taki ekki til, skuli mælt fyrir um í reglugerð sem menntamálaráðherra setji, að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Sú reglugerð hafi ekki verið sett og því geti þjóðskjalavörður ekki veitt frjálsan aðgang að umbeðnum gögnum. Í úrskurði ráðherra segir þá að ekki sé hægt að fallast á það með þjóðskjalaverði að unnt sé að synja umræddri beiðni Kjartans og þar með að byggja ákvörðun þjóð- skjalavarðar á því að umrædd reglugerð hafi ekki verið sett. Er þá höfð til hliðsjónar sú frumskylda stjórnvalda samkvæmt íslenskum stjórnlögum, að starfa á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem í gildi eru á hverjum tíma og sjá um fram- kvæmd þeirra, enda eru allir jafnir fyrir lögum. Í úrskurði segir að fyrir liggi að reglugerð samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands hafi ekki verið sett og skiljanlegt sé að þjóð- skjalaverði hafi verið vandi á hönd- um vegna þess við afgreiðslu máls- ins. Bar að leggja mat á gögnin Á hinn bóginn telur ráðherra að þjóðskjalaverði hafi borið að leggja mat á umbeðin gögn á grundvelli gildandi laga og viðurkenndra laga- sjónarmiða. Koma þar einkum til skoðunar ákvæði laga um Þjóð- skjalasafn Íslands, eftir því sem við á, jafnræðisregla 65. gr. stjórn- arskrár og jafnræðisregla 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga með hliðsjón af þegar veittum aðgangi að um- ræddum gögnum til handa Guðna Th. Jóhannessyni, meginregla 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af gögnum sem varða [Kjartan] per- sónulega, auk ákvæða stjórn- arskrár, einkum 71. gr. um friðhelgi einkalífs gagnvart einkalífsupplýs- ingum um aðra en Kjartan í við- komandi gögnum svo og ákvæði laga um þagnarskyldu. Í ljósi þess að ekki hafi verið tek- in efnisleg afstaða til beiðni Kjart- ans á réttum lagagrundvelli, er í úrskurði ráðherra ekki talið hjá því komist að fella úr gildi ákvörðun þjóðskjalavarðar og leggja fyrir hann að taka beiðni Kjartans til meðferðar og úrlausnar að nýju. Menntamálaráðherra hnekkir ákvörðun þjóðskjalavarðar um aðgang að gögnum í símhlerunarmáli Verður að svara Kjartani aftur Kjartan Ólafsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslu Ís- lands æfðu árás á vígi hryðjuverka- manna í Hvalfirði í gærmorgun. Notast var við þyrlu Bandaríkja- hers frá flugmóðurskipinu WASP í æfingunni sem flutti sérsveitar- menn á vettvang. „Æfingin gekk ljómandi vel, mið- að við hvað veðrið var slæmt,“ sagði Sigurður Ásgrímsson, sprengjusér- fræðingur hjá gæslunni, en mikið hvassviðri var í Hvalfirði í gær- morgun og segir Sigurður flughöfn- ina hafa staðið sig með prýði þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Að áhöfninni undanskilinni tóku sjö sérsveitar- menn og þrír sprengjusérfræðingar þátt í æfingunni. „Þetta var fyrst og fremst æfing í að flytja menn frá A til B. Æfingin tók ekki langan tíma en oft er það þannig að það er und- irbúningurinn sem tekur lengri tíma en æfingin sjálf,“ segir Sig- urður. Æfingin gekk út á að uppræta ímyndaða hryðjuverkamenn sem höfðu komið sér upp vígi í Hvalfirð- inum, en þar áttu þeir að standa að framleiðslu á sprengiefni. Fyrir ut- an vígi mannanna var búið að koma fyrir sprengjum sem þurfti að gera óvirkar áður en sérsveitin gat látið til skarar skríða. Æfðu árás á hryðju- verkamenn EINHVER dæmi eru um að fyrir- tæki eða auð- menn séu að leigja góð rjúpna- og gæsalönd en ekki meira en hefur verið að undanförnu, segir Sigmar B. Hauksson, for- maður Skotvís. Hann segir hins vegar gríðarlega aukningu hafa verið í jarðnæði er keypt sé af þéttbýlisfólki til eigin af- nota. „Jarðir hafa verið ódýrar lengi vel þannig að það er orðið gríðarlega mikið af jarðnæði sem er í eigu þétt- býlisbúa. Það er því frekar þannig að menn kaupi sér jarðir í stað þess að leigja þær.“ Leyfi til að veiða rjúpu á jörðum í einkaeigu kosta allt frá 20 þúsund krónum upp í 400 þúsund fyrir veiði- tímabilið og segir Snorri H. Jóhann- esson, bóndi á Augastöðum í Borg- arfirði, mjög algengt að veiðiklúbbar leigi jarðir til að tryggja sér aðgang og einkarétt á svæðum. Kaupa í stað þess að leigja Sigmar Hauksson Veiðimenn úr þétt- býli eiga fjölda jarða HVALUR 9 heldur úr höfn í dag og verða vélar skipsins prófaðar á mið- unum vestur af landinu að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals. Kristján sagði að ekki hefði verið hægt að keyra vélarnar almennilega þar sem skipið lægi í Reykjavíkur- höfn og því væri ætlunin að halda úr höfn í dag og sjá hvað gerðist þegar almennilega reyndi á vélarnar. Kristján sagði að áhöfnin væri klár, enda sigldi maður ekki skipi nema hafa áhöfn. Hún væri um tíu manns sem væri heldur færra en verið hefði á hvalbátunum í gamla daga. Áhöfnin væri öll skipuð göml- um hvalveiðimönnum, sem verið hefðu í áhöfnum hvalveiðiskipanna fyrir sautján árum þegar hvalveiðum hefði verið hætt. Aðspurður hvað liði leyfi til hval- veiða frá stjórnvöldum sagði Krist- ján að það yrði allt að vinna í sátt og samlyndi og það myndi örugglega koma og þeir vildu vera með allt klárt þegar þar að kæmi. Hvalur 9 úr höfn í dag ♦♦♦ Húsavík | Húsvískir veiðimenn fóru margir hverjir til veiða á sunnudag, á fyrsta degi veiði- tímabilsins og Elías Frímann Elv- arsson var einn þeirra. Elías fór við annan mann á Þeistareykjasvæðið og höfðu þeir þrettán rjúpur upp úr krafsinu. Hann sagði veðrið hafa verið hlið- hollara rjúpunni en veiðimönn- unum þar efra því að skyggnið var ekki nema fjörutíu til fimmtíu metrar vegna þoku sem var á svæðinu og gerði það veiðimönn- um erfiðara fyrir. Aðspurður sagðist Elías hafa fengið þær fréttir, að aðrir veiði- menn þarna á efra svæðinu hefðu fengið svipað en þeir, sem voru neðar, minna. Á myndinni er Elías með tíkina Lady en eins og sjá má bar vel í veiði og fengurinn góður. Þrettán rjúpur á fyrsta degi Morgunblaðið/ Hafþór Hreiðarsson ÓLAFUR Hauksson, sýslumaður á Akranesi, sagði í gær að ríkissak- sóknari myndi fela honum að fram- kvæma þær rannsóknir sem væru ákveðnar vegna þessara ætluðu hler- ana hjá fyrrverandi utanríkisráð- herra og starfsmanni varnarmála- skrifstofu, þ.e.a.s. leggja til mannskap í skýrslutökur og fleira. Hann sagði einnig að málið væri svo nýtilkomið að ekki lægi fyrir ná- kvæmlega hvernig staðið yrði að rannsókninni, en það yrði það fyrsta sem yrði ákveðið og skilgreint í sam- ráði við ríkissaksóknaraembættið. „Að sjálfsögðu verður fylgt þeim reglum sem lög um meðferð opin- berra mála setja í sambandi við þessa rannsókn sem og aðrar.“ Ólafur sagði að tilgreint laga- ákvæði um rannsóknina væri ekki mjög gamalt en það heimilaði að kanna mætti mál þó sakir væru fyrndar ef almannahagsmunir eða ríkir einkahagsmunir væru til þess. Rannsakar hleranirnar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.