Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 45 dægradvöl 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Db6 6. Rb3 e6 7. De2 Bb4 8. Bd2 O-O 9. e5 Rd5 10. Rxd5 exd5 11. O- O-O d6 12. Be3 Dc7 13. a3 dxe5 14. axb4 d4 15. b5 Ra5 16. Rxd4 exd4 17. Bxd4 Rb3+ 18. Kb1 Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu í Fügen í Austurríki. Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2.469) hafði svart gegn þýska alþjóðlega meistaranum Jan Sprenger (2.525). 18. …Da5! 19. cxb3 Bf5+ 20. Hd3 Hfe8 21. Be3 hvítur hefði einnig tapað eftir t.d. 21. Df3 He1+ 22. Kc2 Hc8+ 23. Bc3 Hxc3+!. 21. …Dxb5 22. Dc2 Hac8 23. Dxc8 Hxc8 og hvítur gafst upp. Þröstur leiddi sveit Taflfélags Reykjavíkur sem stóð sig framar vonum á mótinu og lenti í 5.–12. sæti. Stefán Kristjánsson náði lokaáfanga sínum að stórmeistaratitli á mótinu. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Evrópubikarinn. Norður ♠D9842 ♥-- ♦ÁKG1075 ♣G2 Vestur Austur ♠K53 ♠G1076 ♥1072 ♥Á84 ♦432 ♦D86 ♣10976 ♣D84 Suður ♠Á ♥KDG9653 ♦9 ♣ÁK53 Suður spilar 6♥ og fær út spaða- þrist. Þótt slemman sé undirmáls var hún víða sögð í riðlakeppni Evrópubikars- ins í Róm. Ítalarnir Bocchi og Lauria unnu eins úr spilinu. Þeir sóttu hjarta- ásinn, trompuðu spaðann sem kom til baka og rúlluðu niður öllum tromp- unum. Í endastöðunni var blindur með spaðadrottningu, ÁKG í tígli og eitt lauf, en heima átti sagnhafi tígulein- spilið og ÁKxx í laufi. Austur var þegar kominn niður á Dx í laufi til að geta valdað tígulinn, en vestur hélt enn á fjórum laufum og spaðakóng. En ÁK í tígli sáu um að þvinga vestur niður á tvö lauf, þannig að úrslitaslagurinn fékkst á laufhund. Svona spilar Ítalar – upp á tvöfalda þvingun í áföngum frek- ar en einfalda svíningu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 vandræðaleg, 8 starfs, 9 reiði, 10 tangi, 11 þjóta, 13 eldstó, 15 hungruð, 18 þvo gólf, 21 kusk, 22 rýmdi, 23 ódauðleg, 24 ferlegt. Lóðrétt | 2 húsgögn, 3 gnýr, 4 þylja í belg og biðu, 5 veiki, 6 digur, 7 fall, 12 ætt, 14 fjáð, 15 botnfall, 16 bárur, 17 hrekkjabragð, 18 dynk, 19 landræk, 20 grískur bókstafur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kímin, 4 suddi, 7 pólar, 8 iðuðu, 9 puð, 11 afar, 13 einn, 14 ofboð, 15 hólk, 17 agns, 20 æða, 22 posar, 23 lofar, 24 runan, 25 annað. Lóðrétt: 1 kipra, 2 molda, 3 norp, 4 svið, 5 dauði, 6 Ið- unn, 10 umboð, 12 rok, 13 eða, 15 hopar, 16 lesin, 18 guf- an, 19 sárið, 20 æran, 21 alda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Steingerðar leifar risastórraskriðdýra frá tímum risaeðl- anna fundust nýlega. Hvar fundust þær? 2 Íslenskur tennisspilari leikursem atvinnumaður í íþrótt sinni. Hvað heitir hann? 3Mikið hneykslismál skekur Ísr-ael. Forseti landsins, Moshe Katsav, er borinn þungum sökum. Hverjar eru þær? 4 Grazyna Maria Okuniewska gef-ur kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. Hvaðan er hún upprunnin. Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hvaða leikrit sýnir Vesturport nú í Lond- on? Hamskiptin eftir Kafka í leikgerð Vesturports. 2. Við hvað starfar frið- arverðlaunahafi Nóbels í ár? Muhammad Yunus er „bankastjóri fátækra“. 3. Hver er fyrsti óumdeildi heimsmeistarinn í skák í þrettán ár? Rússinn Vladimír Kram- nik. 4. Í hvaða íþrótt hefur Ragna Ingólfs- dóttir náð góðum árangri? Badminton. Spurt er… dagbok@mbl.is    ÞAÐ segir ýmislegt um menningar- landslagið að þessi plata hafi legið á botni póstkassans hjá mér fyrir nokkru. Ég er poppgagnrýnandi – ég hef vit á popptónlist, sögu hennar og listrænum viðmiðunum – og telst fyr- ir vikið hæfur til að leggja á hana fag- legt mat. Ég er hins vegar ekki klass- ískur gagnrýnandi. „Hvaða máli skiptir það?“ liggur beint við að spyrja – „ertu kannski erindreki íhaldssamra menningarafla sem dregur listina í dilka og deilir henni milli stétta?“ En málið er alls ekki svo einfalt. Klassísk tónlist lýtur öðrum lögmálum en popptónlist. Þar skipta endurtekningar, taktur, og texti minna máli. Grunneiningarnar eru aðrar, og viðmiðin sömuleiðis. Þess vegna er áhugavert að hand- leika Speaks Volumes, nýútkomna plötu New York-búans Nico Muhly, og fjalla um hana með gagnrýnum hætti. Hljóðvinnsla plötunnar var í höndum Valgeirs Sigurðssonar sem er þekktastur sem samstarfsmaður Bjarkar Guðmundsdóttur og nú síð- ast Bonnie „Prince“ Billy. Í kynning- arefni og umslagi plötunnar er mikið gert úr þætti Valgeirs við vinnslu plötunnar og hann sagður eiga engu minni heiður af heildaryfirbragðinu en tónskáldið sjálft. Platan er enn fremur fyrsta útgáfa nýs plötufyr- irtækis hér í bæ, Bedroom Comm- unity, en téður Valgeir stendur á bak við það. Rætur Valgeirs liggja í listrænni popptónlist, og plötunni er því beint til hlustenda sem þekkja til fyrri verka hans. En þetta er ekki poppp- lata fyrir fimmaur, ekki frekar en plötur Jóhanns Jóhannssonar eða Max Richter. Samt njóta verk þess- ara listamanna fylgis hjá fólki sem eyðir tíma sínum annars í Arcade Fire eða Clap Your Hands Say Yeah! Þetta er á endanum spurning um markhópa og markaðssetningu, og eins og staðan er í dag er Nico Muhly gjaldgengur við hliðina á Chelsea Girls og Pink Moon í iPoddum ind- íkrakkanna. Það hlýtur að teljast afskaplega póstmódernískt, hér er ráðist af alefli á múrana sem aðskilja há- og lág- menningu, og atlagan virðist aldrei þessu vant ætla að ganga upp. Plötu Nicos fylgir einskonar stefnuyfirlýs- ing þar sem fram kemur að platan sé ætluð til heimahlustunar. Hún reynir m.ö.o. að slíta klassíska tónlist úr 19. aldar samhengi, þar sem tónlist er ætluð til lifandi flutnings og plötur þ.a.l. einungis tilraun til þess að end- urskapa þann flutning. Hér er óhefð- bundnum upptökuaðferðum beitt, klippt og skorið og ekki hikað við að bæta ýmsu flúri við eftir á. Það nægir ekki Nico að semja verk sem eru flutt einu sinni eða tvisvar við annan tug manna í Grafarvogskirkju, hann vill skilja eftir sig verk sem lifir með okk- ur hinum, verk sem lifnar við í hvert skipti sem ýtt er á play í stað þess að minna á dauða sinn. Verk sem er hægt að njóta á náttfötunum. Og það tekst fullkomlega. Speaks Volumes er besta plata ársins hingað til. „Honest music“ og „Keep in to- uch“ eru bæði þess megnug að fá hlustandann til þess að gráta úr sér augun og rita heimspekiritgerð í kjöl- farið. Söngur Antonys, sem heillar undirritaðan ekki stórkostlega á plöt- um hans sjálfs, er ótrúlegur í því síð- arnefnda. „It goes without saying“ er meistaraleg æfing í því hvernig enda- laust má mála ofan í þegar þéttan hljóðvegg, og einleikur sellósins í upphafslaginu „Clear music“ er vel úthugsaður, og ekki síður vel spil- aður. Strax í upphafi gefur óhefð- bundinn hljómur Valgeirs tónlistinni nánd sem kirkjuómur annarra klass- ískra platna nær ekki. Ofangreint er einungis samtín- ingur – sannleikurinn er sá að eina leiðin til þess að skilja fegurðina (og snilldarlega útfærðan hugmynda- fræðilegan grunninn) á Speaks Vol- umes er með því að hlusta – og skilja. Sigur póstmódernismans TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Nico Muhly. Hann leikur á píanó og selestu. Clarice Jensen og Hild- ur Ingveldardóttir Guðnadóttir leika á selló, Monika Abendroth á hörpu, Carol McGonnell á klarínett, Lisa Liu á fiðlu, Samuel Z. Solomon á slagverk, Nadia Si- rota á víólu, Kyle Covington á básúnur og Antony syngur. Upptökur og forritun önn- uðust Nico og Valgeir Sigurðsson. Hljóð- blöndun var í höndum Valgeirs. Lindsay Ballant hannar umslag. Bedroom Comm- unity gefur út. 7 lög, 53:31. Nico Muhly - Speaks Volumes  Póstmódernískt „Hér er ráðist af alefli á múrana sem aðskilja há- og lág- menningu, og atlagan virðist aldrei þessu vant ætla að ganga upp.“ Atli Bollason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.