Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 35
manni stundum hendur við að bera allt inn í bústaðinn því þar var kassi með prjónadóti og síðan allur mat- urinn því ekki máttum við nú svelta í sveitinni. Alltaf varstu svo jákvæð og glöð og var það ekki síst þess vegna sem þér tókst að gera alla þá hluti sem þú gerðir þrátt fyrir veikindin. Þegar þú varðst 75 ára var haldin 3 daga afmælisveisla og þú nýkomin af spítala en með fórstu á Gullfoss og Geysi og síðan var sjálf afmælisveisl- an með öllum börnunum þínum og „dóttur“ þinni frá Ameríku henni Önnu Lynn, sem við héldum á Hval- eyrarvatni. Það var yndislegur dag- ur sem við áttum fjölskyldan þar saman. Þú varst svo félagslynd og hafðir gaman að fara og hitta eldri borgara í saumum eða spilamennskunni í Hafnarfirði eða Gullsmáranum. Þú lést þig sko ekki vanta í ferðina með skátunum eða fyrrum vinnufélögum í Landsbankanum. Það varð eitthvað mikið að ganga á ef það átti að stoppa þig af að hitta Sigrúnu og fjsk.í Dan- mörku eða drífa þig í sólina með pabba á Kanarí. Þú ætlaðir þér sko að lifa lífinu lifandi. Við Guðný eigum eftir að sakna þín sárt, elsku fallega mamma mín. Ég mun passa litlu stelpuna eins og þú baðst mig um og hann pabba fyrir þig. Ég elska þig. Þín dóttir, Hildur ,,Mikið hlýtur mamma þín að vera hlý manneskja.“ Ég virti fyrir mér mynd af foreldrum Palla – Siggi var beinn í baki og reffilegur, með silf- urhvítan, liðaðan makka og Guðrún, þessi fallega kona, með bros á vör. Óendanlegri hlýju stafaði frá augum hennar. Ég hlakkaði til að hitta þau. Okkar fyrsta samverustund stað- festi þessi orð mín. Guðrún var ein- stök kona. Umhyggja og einlægur áhugi fyrir annarra hag markaði allt hennar fas og framkomu. Hún fann til með sínum minnsta bróður. Van- líðan annarra varð hennar vanlíðan og þegar hún vissi að náunginn varð fyrir aðkasti var réttlætiskennd hennar misboðið og hún reis strax upp til varnar. Það var afar ánægjulegt að kynn- ast þeim hjónum. Þau voru höfðingj- ar heim að sækja. Hellt var á könn- una í snatri og voru heimabökuðu kökurnar hans Sigga jafnan á borð- um. Heimilið var hinni stóru fjöl- skyldu sannkallaður samastaður enda lágu leiðir barna þeirra oft heim í hreiðrið. Stundum var karpað dálítið við eldhúsborðið, en það kryddaði bara umræðurnar, undirtónninn var engu að síður gagnkvæm virðing. Við Guðrún spjölluðum oft um stjórnmál, landið okkar, náttúruna, lífsins gagn og nauðsynjar og það gladdi að hjörtu okkar slógu þar í takt. Þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir átta árum átti ég oft í stökustu vandræðum með að finna út hvað var grín og hvað alvara. Siggi átti það til að glettast og gantast en ég gat alltaf reitt mig á að Guðrún kæmi til sög- unnar og leiddi mig í allan sannleika án frekari vandræðagangs. Hún átti það til að hneykslast á tilsvörum bónda síns þegar hún rakti samskipti hans við hina ýmsu menn en augun loguðu af kímni og hún hafði gaman af öllu saman. Hún gekk undir nafninu Rúna en ég fékk leyfi til að kalla hana sínu fulla nafni. Ekki það að Rúna væri ekki gott og gilt gælunafn en ef til vill hefur mig langað til að skipa henni á bekk með móður minni og dóttur sem einnig bera þetta nafn. Orðið ,,kurteis“ kom fyrst fyrir í íslensku máli fyrir um 1000 árum. Það sæmdarheiti á einkar vel við um tengdamóður mína, Guðrúnu. Hún var ekki sú sem mest bar á í veislum eða á öðrum hátíðarstundum en sómdi sér vel hvar sem hún fór. Það var eitthvað svo göfugt við hana. Þegar hún gekk í salinn, smekklega klædd að vanda, leit hún yfir mann- fjöldann og ég sá að hún tók salinn leiftursnöggt út. Ef hún mat aðstæð- ur þannig að einhver væri einn síns liðs eða þyrfti hennar með að öðru leyti gekk hún rakleiðis með bónda sínum að borði viðkomanda og fékk sér þar sæti. Þannig var Guðrún. Guðrún var vinmörg og vinföst og héldu æskuvinkonurnar ævilangri tryggð. Þrátt fyrir langvarandi veik- indi tók hún þátt í öllu því sem unnt var. Lífskrafturinn var svo mikill að þótt hún væri nýkomin heim af sjúkrahúsi og afar lasburða gat hún brugðið sér í skemmtiferð skömmu síðar. Hugurinn og eljan var slík að undrum sætti. Fjölskyldan stóð þétt saman og auk hefðbundinna jóla- og afmælis- boða þar sem var spilað, dansað og slegið á létta strengi hittist fjölskyld- an á hinum svokallaða ,,súpudegi“ einu sinni í mánuði. Þá hittust allir þeir sem tök höfðu á og eyddu há- degisstund saman. Á slíkum stund- um skynjaði ég stolt ættmóðurinnar þegar hún leit myndarlegan hópinn sinn. Þegar Guðrún lá banaleguna kom samheldni fjölskyldunnar enn betur í ljós. Þótt vikan væri svo erfið sem raun bar vitni þar sem öllum var ljóst hvert stefndi má einnig segja að hún hafi verið innihaldsrík og gefandi því að börnin sex vöktu dag og nótt við beð hennar ásamt föðurnum og fjöl- skylduböndin styrktust við það enn frekar. Ljúfsár kveðjustundin gat því ekki verið fegurri og erum við, fólkið hennar Guðrúnar, full þakk- lætis fyrir þennan tíma. Ómetanlegt var fórnfúst starf og hjálpsemi starfsfólksins á 14 G Landspítalan- um og djáknans Rósu. Þeim eru færðar bestu þakkir. Við sem erum að færast upp ald- ursstigann veltum stundum fyrir okkur hverju við getum skilað til barna okkar, barnabarna, já og til þjóðfélagsins í heild. Höfum við haft í heiðri hinar fornu dyggðir sem eiga erindi við allar kynslóðir allra tíma? Ég trúi því að heiðarleiki Guðrúnar, umhyggja, varfærni í nærveru sálar, virðing og óendanleg væntumþykja skili sér og breiðist út til allra þeirra er henni kynntust. Kveðjuorð mín til hennar eru orð dætra minna er þær heyrðu að hún væri mikið veik: „Guð- rún er þannig kona að hún gleymist aldrei.“ Aldís Aðalbjarnardóttir. Elsku amma mín, ég á erfitt með að koma tilfinningum mínum á blað en það er svo margt sem mig langar að segja þér og þakka þér fyrir. Söknuður minn og okkar allra er svo mikill að við eigum erfitt með að sætta okkar við þetta en þú varst orðin svo veik, amma mín, og ég veit að þér líður betur núna. Þú ert búin að hitta mömmu þína og pabba og bróður þinn Mumma. Ég veit líka að þú ert búin að hitta pabba minn, ykk- ur þótti svo vænt hvoru um annað og ég veit að þegar þú og afi fóruð með plokkfiskinn til hans á líknardeildina og kvödduð hann þá þótti honum það svo gott að hitta ykkur enda var plokkfiskurinn þinn í uppáhaldi hjá honum. Ég er svo þakklát þér, amma mín, fyrir svo margt og ég veit að ég náði að segja þér svo margt og við gátum talað saman svo mikið, þú fórst að passa mig þegar ég var þriggja mán- aða þegar þið afi Siggi bjugguð á Sunnuveginum. Mér þykir það svo góð minning að hugsa um að fyrir rétt rúmum mánuði komuð þið afi í heimsókn til okkar Óskars, en þú vildir gera allt til þess að komast í af- mælið hans og gefa honum ljóðabók- ina sem langafi hans færði pabba þínum að gjöf fyrir mörgum áratug- um. Þú varst svo falleg, amma mín, og enginn skilur að þú sért farin að- eins mánuði eftir að þau sáu þig í af- mælinu. Þú varst alltaf svo brosmild og ástfangin af honum afa Sigga. Ég lofa þér því, amma mín, að við mun- um hugsa vel um hann og Hrefnu systur hans. Ég ætla að kveðja þig með nokkr- um orðum sem Hörður Zoph. samdi en þau lýsa þér svo vel: Í Hafnarfirði eiga heima úrvalsfljóð, með yndisþokka og notalega hjartaglóð. Rúna Páls var reyndar þar, ráðsett hún af konum bar, talaði og hló svo hátt. Frækin var í handboltanum hringaná, hentist þá um völlinn allan til og frá. Og því var ekki að neita að að oft var herj- ans hark, í hámarki var gleðin, þegar tuðran skaust í mark. Eignast vildi eiginmann, elska skyldi Rúna hann, sigurglöð í sókn og vörn. Svo gerðist það að Rúna Páls hann Sigga sá, sjóðbullandi þá kviknaði ástarþrá. Við elskum hana Rúnu Páls með létta lund, sem ljúf og hjálpsöm gleður okkur hverja stund. Hláturinn að vekja, já, hefur á því lag Með prjóna sína puðar hún, prjónar stanslaust, létt á brún hvar sem er og hvert sem fer, hvert sem Rúnu um heiminn ber, prúð og iðin prjónandi hún sífellt er. Barnabarnið hennar elsta er ég, og auðvitað því nafnið Guðrún ber ég. Kom ég oft til ömmu og kjötsúpu fékk þar, á kjötsúpu við nöfnu sína var ekki spar. Þú varðst amma barnabrek að þola og bæta úr, ef einhver fór að vola. Gullið finnst og gimsteinar í höllu, en Guðrún amma ber af þessu öllu. Með augun full af lífi og eld í hjarta sér alltaf reynist besti vinur, bæði þér og mér. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði, ég lofa þér því að ég mun hugsa vel um afa og Hrefnu frænku. Megi góður Guð geyma þig og varðveita, og ég veit að við hittumst aftur. Þín nafna Guðrún Pálsdóttir. Elsku amma. Ég vorkenni þér svo að vera dáin. Mér þykir svo vænt um þig. Ég skal passa afa fyrir þig. Ég veit ég get aldrei séð þig aftur fyrr en ég er komin til þín. Þín, Guðný.  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Pálsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Anna Linn; Ásthild- ur og Garðar; „Saumaklúbbur“ St. Georgsgildisins í Hafnarfirði; Hanna Maddý, Guðrún Gísla, Svala og Sólveig; Steindór, Áslaug, Þór- unn og Guðrún; Jón Özur og Snorri Rafn Snorrasynir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 35 Fallegir legsteinar á góðu verði í sýningarsal okkar Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hafnarfjörður Sími 565 2566 www.englasteinar.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG GÍSLADÓTTIR, Álftamýri 56, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudag- inn 15. október. Höskuldur Einarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Þórlaug Einarsdóttir, Erling Hermannsson, Sigrún Björk Einarsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Kristján Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BÖÐVAR ÞÓRIR PÁLSSON, Hringbraut 77, Keflavík, er látinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. október kl. 14.00. Ásta Vigdís Böðvarsdóttir, Kristján Vilhjálmsson, Margrét Böðvarsdóttir, Einar Bergsson, Anna Þóra Böðvarsdóttir, Lúðvík Smárason og afabörn. Yndislegi gimsteinninn okkar, ARNA PLODER, lést laugardaginn 14. október. Blóm og kransar afþakkaðir. Svafa Arnardóttir, Björgvin Ploder, Fróði Ploder, Sindri Ploder. HELENA PÁLSSON, Malmö, Svíþjóð, er látin. Jarðsett verður í Malmö föstudaginn 20. október. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Sveinsson. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ANNA GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR, Hávallagötu 30, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 6. október. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 24. október kl. 13:00. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Árnason, Inga Huld Hákonardóttir, Kristín Árnadóttir, Fernando Ferrer-Viana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.