Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN J. JÓNSSON útgerðarmaður frá Patreksfirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, föstudaginn 6. október. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 18. október kl. 15.00. Þórdís B. Kristinsdóttir, Auður Kristinsdóttir, Samson Jóhannsson, Kristinn Samsonarson, Jóhann Samsonarson, Magni Þór Samsonarson, Hugi Hreiðarsson, Bogi Leiknisson, Auður Magndís Leiknisdóttir, tengdabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, JÓN GUÐLAUGSSON fyrrv. framkvæmdastjóri Sælgætisgerðarinnar Opal, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 14. október. Útförin verður auglýst síðar. Magnús Heiðar Jónsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Birgir Rafn Jónsson, Sturla Már Jónsson og fjölskyldur. PETÓLÍNA SIGMUNDSDÓTTIR frá Hælavík, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 10. október. Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju miðviku- daginn 18. október kl. 14:00. Fyrir hönd aðstandenda, Tryggvi Guðmundsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Elín Rögnvaldsdóttir, Erna Guðmundsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir. Elskuleg systir okkar og mágkona, JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR frá Akranesi, til heimilis í Skálatúni, Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 11. október. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju- daginn 24. október kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Skálatúnsheimilið. Þórður Þórðarson, Halla Þorsteinsdóttir, Ingvar Þórðarson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HANNESDÓTTIR, Lalla frá Keldunúpi, lést á heimili sínu, Klausturhólum 3, sunnudaginn 8. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Velunnarasjóð Klausturhóla. Þökkum auðsýnda samúð. Hanna Þóra Bergsdóttir, Magnús Bjarnason, Guðni Kristinn Bergsson, Elín Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Guðrún Páls-dóttir fæddist í Hafnarfirði 21.8.1930. Hún and- aðist á hjartadeild LSH við Hringbraut 8. okt.sl. Foreldrar hennar voru Páll Theodór Sveinsson, yfirkennari í Hafn- arfirði, f. 9.11.1901 á Kirkjubóli í Önund- arfirði, d. 11.2.1962, og kvæntist hann 31.12.1929 Þórunni Helgadóttur, f.17.9.1903, d. 3.8.1965, Guðmundssonar í Mels- húsum við Hafnarfjörð. Bróðir hennar var Guðmundur Bene- diktsson, f.11.12.1924, d. 1.3.2000, kvæntur Elínborgu Stefánsdóttur. Guðrún giftist 16. september 1950 Sigurði Pálssyni, glerslípara og speglagerðamanni og síðar húsverði í Lækjarskóla, Hafn- arfirði, f, 23.11.1926. Foreldrar þeirra eru Hans Óttar, Davíð Þór, Linda Rún. 4) Ásgeir, f. 12. 11.1959. Börn hans eru Sigurður Rúnar, Erla Hrönn, Bjarki. 5) Guðný, f. 23.12.1961, maki Halldór Ágústsson Morthens. Börn: Elísa Björk, Hjalti Geir, Hrefna. 6) Hild- ur, f. 14. 6.1966. Barn hennar er Guðný. Langömmubörn Guðrúnar og Sigurðar eru orðin 11. Guðrún var gagnfræðingur frá Flensborg 1946. Hóf nám við Landsímann 1947 og skipuð tal- símakona þar við námslok 1948 þar sem hún starfaði til ársins 1950 og við sumarafleysingar frá 1951–1981. Einnig vann hún við ræstingar í Lækjarskóla í Hafn- arfirði í fjölmörg ár. Starfaði sem símavörður í aðalbanka Lands- banka Íslands frá 1982–1996. Ýmis áhugamál hafði Guðrún þar á meðal spilaði hún handbolta með FH á yngri árum og starfaði í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði í fjölda ára. Einnig starfaði hún mikið fyrir kvenfélagið Hringinn í Hafnarfirði. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. hans voru Páll Böðv- ar Stefánsson, tré- smiður og kvæða- maður, f. 15.10.1886 á Fossá, d. 24.3.1973, og kvæntist hann 6. 8. 1911 Guðnýju Magnúsdóttur húsfr., f. 29.6. 1885, d. 18.4.1965, bónda í Dalkoti í Vatnsnesi, Guð- laugssonar. Guðrún og Sigurður bjuggu í Hafnarfirði til ársins 1999 er þau fluttu í Kópavoginn. Þau eignuðust 6 börn: 1) Þórunn, f. 5.12.1950, maki Sigurður Knútsson. Börn Þór- unnar eru Guðrún, Björgvin, Guð- mundur. 2) Páll, f. 29. 8.1952, maki Aldís Aðalbjarnardóttir. Börn Páls eru Sigurður, Hrefna, Gunnar, Val- geir. 3) Sigrún, f. 21.12.1956, maki Tómas Erling Lindberg. Börn Elsku mamma mín. Tíminn kom sem ég hugsaði oft til með kvíða síð- ustu árin sem þú hefur verið veik, að hringt væri í mig til Danmerkur, að nú ætti ég að koma heim til Íslands, því nú væri tíminn kominn, þú værir að deyja. Ég varð eirðarlaus og grét, hvenær kemst ég heim, ég varð að ná heim til að kveðja þig, geta gefið þér síðasta kossinn, síðasta faðmlagið. Ég náði heim og er ég þakklát fyrir það. Nú ertu farin í þitt síðasta ferðalag og kem ég aldrei til með að sjá þig aftur, eða heyra rödd þína, en þú verður alltaf í hjarta mínu. Það er svo margt sem þú kenndir mér, „að sjá eitthvað gott í öllu fólki“ að eng- inn er ljótur en fólk er misfallegt, því hef ég reynt að lifa eftir. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú gafst mér af lærdómi í gegnum lífið, og ég vona að ég hafi gefið börnunum mínum eitt- hvað af því. Þótt ég hafi flutt til Danmerkur fyrir 26 árum, töluðum við saman í síma vikulega, og þú og pabbi komuð oft í heimsókn til okkar, við spiluðum spil, fórum í búðarráp, sátum úti í garði og spjölluðum. Þú bakaðir pönnukökur, jólakökur og kleinur, börnunum okkar Ella fannst yndis- legt að hafa ömmu og afa í heimsókn. Síðasta ferðin þín til Danmerkur var í júní í sumar og er ég þakklát fyrir að þú náðir því. Þá sá ég að þér hafði hrakað mikið á einu ári, Linda mín sem hafði ekki séð þig í tvö ár sagði að þú líktist ekki sjálfri þér. Aldrei kvartaðir þú, þó svo að þú hefðir mikla verki, þú hafðir alltaf í huga hvernig aðrir hefðu það. Þessa viku sem við systkinin og pabbi bjuggum á Landspítalanum Hjarta- deild 14G, og vöktum yfir þér var dýrmætur fyrir okkur öll, þó erfitt hafi verið að sjá hvað þú þjáðist mik- ið. Við gátum sagt þér hversu mikið við elskuðum þig, töluðum um barn- æsku okkar, hlógum, grétum og sungum fyrir þig. Við vorum öll hjá þér þegar þú yf- irgafst þennan heim, og við vitum að nú ert þú komin á betri stað, þar sem engar þjáningar eru. Elsku mamma mín, við skulum passa pabba, sem á erfiðan tíma framundan, hann er bú- inn að missa elskuna sína og besta vin sinn. Ó, hve heitt ég unni þér Allt hið bezta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást . Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson) Takk fyrir allt, mamma mín, og takk fyrir að vera mamma mín, þú munt alltaf lifa í hjarta mínu Þín dóttir, Sigrún. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23.Davíðssálmur) Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Já, það eru orð að sönnu, en í mínu tilfelli vissi ég alltaf hvað ég átti í henni mömmu. Hún var einstök kona. Hún var falleg bæði að utan og innan. Æðrulaus fram í andlátið. Alltaf sátt við Guð og menn. Að rifja upp æviáhlaup mömmu er efni í meira en bók, svo ég ætla mér bara að minnast hennar í fáum orðum. Hún sat aldrei auðum höndum sama hversu verkirnir herjuðu á hana. Mamma að prjóna, baka, dansa, brosa, prjóna, ferðast, elda, prjóna, hugsa um mig og þig og alla í kring- um sig. Ef ég spurði hvernig hefur þú það mamma? þá var svarið alltaf ágætt. Enda áttu svo margir miklu miklu meira erfitt og voru meira lasnir en hún, að hennar sögn. Ekki að trufla hvorki okkur nánustu eða blessað starfsfólkið á spítölunum þegar hún lá þar, því það var nú nóg að gera hjá þeim þótt hún færi ekki að bætast við. Hún mamma fór allt sem hún ætl- aði sér og meira til. Ferðaðist til út- landa þrátt fyrir alla verkina sína. Hún ætlaði sér alltaf að lifa lífinu lif- andi. Og það gerði hún. Ég þakka þér, elsku mamma, fyrir yndislegt uppeldi, og vináttu alla tíð. Ekki var hægt að hugsa sér betra fjölskyldulíf en það sem þið pabbi gáfuð okkur. Alltaf öryggi, þolin- mæði, reglusemi og óendanleg ást. Takk fyrir allt það góða sem þú kenndir mér og vona ég að ég geti miðlað því áfram til minna barna. Það þarf tvo í Tangó og þegar fylgst var með mömmu og pabba var ábyggilegt að þau fundu sinn tangó saman og stigu hann í takt. Elsku pabbi minn, missir okkar allra er mikill, en þinn þó mestur. Þú ert að missa ástina í lífi þínu til 60 ára, besta vininn þinn, já, stóran hluta af sjálfum þér. Megi góður Guð varðveita þig og styrkja í framtíð- inni. Elskulegu starfsfólki á 14g á Landspítalanum og Rósu djákna þakka ég alla elsku í garð mömmu og umhyggju við okkur fjölskylduna.á erfiðum stundum. Þín dóttir, Guðný. Elsku fallega mamma mín, ekki hvarflaði það að mér að þurfa að kveðja þig strax. Þú sem fórst til læknis rétt til að fá verkjartöflur en komst svo ekkert heim aftur. Þú kvartaðir aldrei en við sem þekktum þið vissum hve mikið kvalin þú varst í fætinum þínum. Þú varst alltaf viss um að það væru aðrir sem væru veik- ari en þú og þú værir aðeins að taka plássið þeirra á spítalanum. Og ekki mátti nú trufla læknafólkið, það hafði svo mikið að gera að þú vildir nú ekki vera að ónáða það. Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra og veit ég að hún Hrefna föðursystir mín mun alltaf vera þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir hana. Þú hafðir meira að segja áhyggjur af henni eftir að þú varst sem veikust inn á spítalanum, það þyrfti nú einhver að kíkja til hennar. En svona varst þú, elsku mamma mín, alltaf að hugsa um aðra. Þú varst mín stoð og stytta í gegn- um sorgir og gleði enda varstu ekki bara mamma mín heldur líka mín besta vinkona. Við höfum farið margar góðar ferðir til útlanda saman bæði þegar ég var barn og einnig eftir að ég varð fullorðin. Og allar góðu stundirnar sem við áttum í sumarbústaðnum ykkar pabba í Hvítársíðu í Borgar- firði. Þar var nú iðulega spilað á kvöldin og mikið hlegið. Prjónadótið var aldrei langt undan enda féllust Guðrún Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.