Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 49 / KEFLAVÍK JACKASS 2 kl. 8 - 10:10 B.i. 12 BEERFEST kl. 8 B.i. 12 HARSH TIMES kl. 10:10 B.i. 16 ATH! ENGIR ÞJÓÐVERJAR VORU SKAÐAÐIR EÐA MEIDDIR Á MEÐAN TÖKUM MYNDARINNAR STÓÐ. eee EMPIRE / ÁLFABAKKI JACKASS NUMBER TWO kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára. JACKASS NUMBER TWO VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 THE THIEF LORD kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ WORLD TRADE CENTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12.ára. BEERFEST kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 12.ára NACHO LIBRE kl. 10:10 B.i. 7.ára. BÖRN kl. 8 B.i.12.ára. STEP UP kl. 5:50 - 10:10 B.i. 7.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 4 LEYFÐ MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ / AKUREYRI JACKASS 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 THE THIEF LORD kl. 6 - 8 LEYFÐ WORLD TRADE... kl. 10 B.i. 12 Frábær ævintýra- mynd fyrir alla fjölskylduna Biluð skemmtun! NELGDI FYRSTA SÆTIÐ ÞEGAR HÚN VAR SÝND Í USA FYRIR NOKKRU. Jackass gaurarnir JOHNNY KNOXVILLE og STEVE-O eru KOMNIR aftur, bilaðri en nokkru sinni fyrr! Þú átt eftir að skemmta þér sjúklega vel. kvikmyndir.is FRÁ HÖFUNDI „TRAINING DAY“ OG „THE FAST AND THE FURIOUS“ ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. eeeE.B.G. Topp5.is E.T. kvikmyndir.is FRAMLEIDD AF TOM HANKS. „the ant bully“ ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! eee LIB, Topp5.is Munið afsláttinn sinni af því að starfa í herbúðum þessa leiðandi tískutímarits. Andy þiggur eingöngu starfið í von um að greiða sér í kjölfarið leið inn í það sem hún álítur vera alvöru blaðamennsku en hún hefur engan áhuga eða tilfinn- ingu fyrir tísku líðandi stundar. Andy sem sagt slysast inn í starfið og rekur sig fljótlega á útlitstengda fyrirlitn- ingu og ómennskar starfskröfur of- urtískulöggunnar Miröndu. Meryl Streep er frábær í hlutverki Miröndu og fljúga margar óborganlegar línur á milli hennar og starfsfólksins sem hefur lagað sig að eiturbeittri tísku- harðstjórn Miröndu. Fyrir Andy er það annaðhvort að duga eða drepast og með hjálp indæls aðstoðarritstjóra sem er leikinn af þeim ágæta leikara Stanley Tucci fær hún yfirhalningu hvað föt, stíl og útlit varðar og verður þar með gjaldgengur leikmaður í glæstum heimi tískunnar. Þannig tekst Andy ekki aðeins að þjóna Mi- röndu og vinna hana á sitt band, held- ur tekst henni líka að fara úr hinni óviðsættanlegu fatastærð sex niður í stærð fjögur. En með innvígslu Andy í tískuheiminn lýkur átökunum milli viðtekinna tísku- og útlitskrafna fyr- irtækisins og annars konar lífsgilda aðalsöguhetjunnar og eftir situr lítið eftir en Öskubuskusagan góða, þar sem sjálfsstyrking söguhetjunnar felst í því að fá að eiga – ekki prinsinn – heldur töfrakjólinn sem hvarf þegar klukkan sló tólf. Heiða Jóhannsdóttir DRAUGAHÚSIÐ (Monster House) er nýjasta viðbótin við þá bylgju há- gæða þrívíddarteiknimyndagerðar sem fyrirtækið Pixar lagði grunn- inn að á tíunda áratugnum, og bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína með lengi vel. Nú eru Pixar- liðar þó ekki lengur einir um hituna og eru þeir til sem gefa þeim ekkert eftir í gæðum tölvuvinnslunnar. Draugahúsið, sem leikstýrt er af Gil Kennan, er dæmi um þetta, en þar er sköpuð tilkomumikil sjónræn veröld sem fer hreinlega á flug þeg- ar draugahúsið, sem er miðja sög- unnar, „lifnar við“. Í myndinni segir frá hópi krakka sem hafa uppi stór áform fyrir kvöldið, þar sem hrekkjavökunóttin er við það að bresta á, en hefðinni samkvæmt er hrekkjavakan tilefni fyrir börn til að ganga hús úr húsi og sníkja sæl- gæti. Börnin óttast þó eitt ákveðið hús í hverfinu en af íbúa þess, öldr- uðum og geðvondum manni, fara hryllilegar sögur. Barnahópinn tek- ur þó að gruna að eitthvað jafnvel enn skelfilegra kunni að leynast í húsinu, þ.e. að húsið sjálft sé hættu- legt, og reynist sá grunur á rökum reistur. Þegar bæði fólk og hundar í hverfinu taka að hverfa verður börnunum ljóst að einhver þarf að grípa í taumana. Þetta er snjöll hugmynd og aðstandendur mynd- arinnar gera sér far um að skapa óhugnanlega stemningu í kringum húsið, svo mjög að á stundum er myndin nær því að vera hryllings- mynd fyrir fullorðna en dæmigerð barnamynd. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Gils Kennans en fram- leiðendurnir Robert Zemeckis og Steven Spielberg, eru reyndir á sviðinu enda hefur myndin einkar faglegt yfirbragð. Tölvuvinnslan er einkar lifandi og vel heppnuð, en þar er beitt aðferð þar sem unnið er með hreyfingar og svipbrigði raun- verulegra leikara, en á stundum finnst manni þó að meira púður fari í tæknilega þáttinn en hugmynda- vinnuna. Fyrir vikið skortir herslu- muninn hvað ferskleika og frum- leika sögunnar varðar. Heiða Jóhannsdóttir Óvenjuleg hrekkjavökunótt KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó og Borgarbíó Leikstjóri: Gil Kennan. Upprunal. leik- raddir: Mitchel Musso, Maggie Gyllen- hal, Sam Lerner, Steve Buscemi o.fl. Bandaríkin, 91 mín. Draugahúsið (Monster House)  Draugahúsið Monsters House er þriggja stjörnu teiknimynd, að mati Heiðu Jóhannsdóttur. 14.10.2006 2 8 16 22 34 4 2 1 3 4 8 5 8 5 5 23 11.10.2006 19 24 25 37 40 48 3641 43 Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K MULTÍ VÍT inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. Dagleg neysla byggir upp og stuðlar að hreysti og góðri heilsu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Mættu snemma á stefnumót sem þú átt í vændum, svo þú náir að átta þig á aðstæðum í salnum sem þú ætlar að leggja að fótum þér. Þetta á við hvort sem um er að ræða fund, erindi eða hanastél. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagur eins og þessi væri innantómur ef ekki kæmi til náins samneytis við fjölskylduna. En ef þínir nánustu eru í jafnsmámunasömu skapi og þú ert núna, er kannski best að tómleikinn verði allsráðandi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn verður einstaklega árang- ursríkur í vinnunni, ef þú hefur eitt í huga: allir eiga rétt á því að hafa rangt fyrir sér, en flestir myndu gera sig ánægða ef þú stilltir þig um að benda þeim á það. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn er að reyna að ná færni í til- teknu verkefni og kann svo sannarlega að meta þá sem hafa náð fullkomnum tökum á því. Bara það að þú skulir bera kennsl á mikilleika gefur til kynna að þú getir sjálfur náð þeim hæðum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið hittir áhrifamikið fólk sem gæti slegið það út af laginu í samræðum um stund. Opin spurning sem byrjar á hvað? gæti hjálpað boltanum að rúlla af stað aftur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Auðveld afstaða himintunglanna kem- ur meyjunni að góðum notum. Hún er til í að sætta sig við hvað sem er og byggja á þannig grunni. Það sem ger- ist er meðtalið, í úrvalsflokki, minn- isstætt og fyndið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin hefði hugsanlega látið koma sér á óvart, en þar sem hún er að lesa stjörnuspána sína veit hún að óvænta gesti gæti borið að garði. Þú vilt sýn- ast kæruleysislega fáguð þegar við- komandi manneskja birtist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hvílík hamhleypa sem þú ert. Í þín- um sólarhring eru 24 tímar eins og hjá öllum öðrum en munurinn er sá, að það sem þú gerir við þá lætur aðra halda að þeir séu að minnsta kosti 36. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn þarf á ævintýri að halda alveg eins og mat og vatni – þau eru mikilvægur hluti af lífi þínu. Þess vegna er líklega hættulegra að forðast hættuna en að leggja allt í söl- urnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fólk vill þekkja þig, vita hvað þú ert að gera og hvernig það getur fengið að taka þátt. Þessi vöntun virðist ógna þörf þinni fyrir einveru og huggun. Í stað þess að segja nei, skaltu bíða og sjá hvernig þér líður á morgun. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Að vera opinn er partur af þínum yndislega persónuleika, en stundum þarf maður að taka afgerandi afstöðu og núna er sá tími. Gríptu utan um hugrekki sannfæringar þinnar og gættu þess að sleppa ekki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn tengir fólk sem á eftir að hafa gagn af kunningsskap hvað við annað. Og hefur ánægju af því. Í næstu viku gerir einhver þér sams konar greiða. Stjörnuspá Holiday Mathis Hið iðna tungl í meyju hvetur mann til þess að hætta ekki fyrr en búið er að gá undir hverjum ein- asta steini – en það er lík- ing sem sögð er vera komin frá véfréttinni í Delfí. Miklum hershöfð- ingja sem leitaði að földum fjársjóði var sagt að gera einmitt það, hann fór að ráð- leggingum véfréttarinnar og fann fjár- sjóðinn. Í dag getum við farið eins að. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.