Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 290. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðaustanátt, 10–18 m/s. Slydda norðan- og aust- anlands en annars skýjað með köflum. Víða vægt næturfrost. » 8 Heitast Kaldast 5°C 0°C Morgunblaðið/Júlíus KARLMAÐUR á sjötugsaldri lést í bílslysi í Kjósarskarði á móts við Þórufoss skömmu fyrir hádegi í gær. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Maðurinn var á ferð ásamt far- þega þegar bíll hans lenti út af veg- inum og var hann látinn þegar að var komið. Lenti hann að hluta undir bílnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slapp farþegi í bifreiðinni með lítilsháttar meiðsl. Ekki er vitað hvað olli slysinu en unnið er að rannsókn málsins, bæði hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Að sögn Ágústs Mogensen, formanns RNU, er hugs- anlegt að hvöss vindhviða hafi feykt bílnum út af veginum en upplýst er að mjög hvasst var á staðnum þegar slysið varð. Ágúst tekur fram að rannsókn sé á byrjunarstigi en svo virðist sem hinn látni hafi ekki verið í bílbelti. Banaslys orðin 22 á þessu ári Þetta er 22. banaslysið í umferð- inni hérlendis á þessu ári. Gríðarleg slysahrina varð í sumar en í byrjun ágústmánaðar höfðu níu manns lát- ist í umferðarslysum það sem af var árinu. Hrinan sem kom í kjölfarið á vart sinn líka en í einni og sömu vik- unni um miðbik ágústmánaðar létust þrír einstaklingar í bílslysum. Eitt versta slysaárið sem komið hefur í seinni tíð var árið 2000 þegar 33 manns létust en árið 1977 létust 37 manns og hafa aldrei fleiri látist hérlendis á einu ári í umferðinni. Banaslys á Kjós- arskarðsvegi Slys Jeppabifreiðin hafnaði á þakinu og var ökumaður látinn er að var komið. Grunur er um að hvöss vindhviða hafi feykt bílnum út fyrir veginn. Ökumaðurinn lést en farþegi slapp VEÐURFAR nú síðustu daga fyrir fyrsta vetrardag virðist ætla að verða samkvæmt bókinni því varla var októbermánuður hálfnaður er fór að kólna rækilega. Esjan varð hrímhvít á einni nóttu, það hemaði á pollum og gulnað lauf fauk um loftið. Holtavörðuheiðin varð erfið og heiðavegir norðvest- anlands ófærir sumir hverjir. Hetturnar dregur mannfólkið niður í augu og ungir sem aldnir setja upp húfurnar. Áfram er spáð kulda og norðanáttum út vikuna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vetur óðum að leggjast að DÓTTURFÉLAG Eignarhaldsfél- agsins Samvinnutrygginga, Lang- flug, verður stærsti hluthafinn í Ice- landair Group eftir sölu FL Group á félaginu, en Langflug hefur keypt 32% hlut í Icelandair. Aðrir kaupend- ur eru Naust ehf., dótturfélag BNT hf., sem á Olíufélagið og Bílanaust, og Blue-Sky Transport Holding. Að sögn Axels Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, eru kaupin í Ice- landair þáttur í þeirri stefnu að dreifa fjárfestingaráhættu félagsins. Segir hann Langflug nú að langstærstum hluta í eigu Samvinnutrygginga, en til greina komi að fleiri aðilar gangi inn í félagið þegar fram líða stundir. Naust mun eiga 11,1% í Icelandair og Blue-Sky mun eiga 7,4%. Aðaleig- endur BNT eru Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eim- skipafélagsins, og bróðir hans, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Glitnis. Aðaleigandi Blue-Sky er Ómar Bene- diktsson. Eigendur Samvinnutrygg- inga eru hins vegar ákveðinn hópur fyrrverandi viðskiptavina trygginga- félagsins Samvinnutrygginga og sjálfseignarsjóðurinn Samvinnutryggingasjóðurinn. Samvinnutryggingar ráða 32% í Icelandair  Þrjú félög | 14 FULLYRÐA má að 7. júlí næstkomandi verði vægast sagt dagur brúðkaupanna ef marka má ásókn para í að giftast þennan dag. Svo skemmtilega vill til að 7. júlí ber upp á laugardag sem er langvinsælasti dag- urinn fyrir íslensk brúðkaup og rúsínan í pylsuendanum er að sjálfsögðu ártalið og mánuðurinn. Að öllu þessu virtu má sjá að hér er komin dagsetningin 07.07.07. Prestar hafa vart undan við að bóka brúðkaup þenn- an dag og nú þegar er sr. Vigfús Þór Árna- son, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, pant- aður í sjö hjónavígslur og getur vart tekið fleiri að sér, nema þá að kvöldi til eða um morguninn. Í fyrra þegar dagur, mánuður og ár mynd- uðu talnamynstrið 06.06.06 fór varla fyrir annarri eins giftingahrinu enda bar 6. júní upp á þriðjudag og fátt um giftingar á virk- um dögum. Fara þarf aftur til ársins 2003 til að fá talnamynstrið 03.03.03 til að bera upp á laug- ardag og þá var talsvert um hjónavígslur hjá Vigfúsi Þór. Og ljóst er að hinn 07.07.07 mun hann leyfa óvenju mörgum brúðgumanum að kyssa brúðina. „Þetta er náttúrlega skemmti- leg tala en ég áttaði mig ekki á því þegar sá fyrsti hringdi,“ segir hann og bætir við að sú bókun hafi komið síðla árs 2005. Sr. Vigfús mun gefa saman hjón hér og þar á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal í sóknarkirkju sinni, Grafarvogskirkju. Vilja endilega þennan dag „Hjónaefni eru ekkert að leyna því að þau vilja endilega gifta sig á þessum degi,“ segir sr. Vigfús Þór og bendir á að starfsbræður sínir í prestastétt séu komnir með mörg brúðkaup á þeim skemmtilega degi 07.07.07. En hann neitar því ekki það sé býsna löng lota fyrir einn prest að annast 6–7 hjóna- vígslur á einum og sama deginum. Pör hafa verið að panta brúðkaup hjá sr. Vigfúsi jafnt og þétt í sumar og hann telur ekki ólíklegt að fleiri muni taka við sér í framhaldinu. „Auk þess sem 7. júlí ber upp á laugardag er talan 7 heilög tala þannig að þetta er dálít- ið skemmtilegt.“ Þetta verður í annað sinn á þessari öld sem samstætt talnamynstur lendir á laugardegi, en fyrsta skiptið var árið 2003 eins og að framan gat. Samstæð talnamynstur næstu árin koma ekki á laugardegi og því verða þeir sem vilja gifta sig 08.08.08 að láta pússa sig saman á föstudegi. Fyrir 09.09.09 yrði það miðvikudagur og 10.10.10 sunnudagur. Þeir sem vilja síðan láta gifta sig 11.11.11 verða að velja föstudag og loks kemur 12.12.12 á miðvikudegi. Þrettándi mánuður- inn er enn ekki kominn fram á sjónarsviðið og það bíður því næstu kynslóða að velja laugardag á samstæðu mynstri á næstu öld. 07.07.07 langvinsælasti giftingardagurinn Morgunblaðið/ÞÖK Annir Sr. Vigfús Þór Árnason mun hafa nóg að gera 7. júlí á því herrans ári 2007. Í HNOTSKURN »Verðandi brúðhjón hafa sum hverpantað hina skemmtilegu dagsetn- ingu 07.07.07 með meira en árs fyr- irvara. Prestar sjá fram á langa lotu af hjónavígslum þennan dag. »Talan sjö er heilög tala og má þvíætla að pörum þyki það afar eft- irsóknarvert að láta gefa sig saman 7. júlí næstkomandi. »Síðasti sambærilegi hefðbundnigiftingardagurinn var í mars 2003. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur annar vart bókunum fyrir pör laugardaginn 7. júlí 2007 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.