Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 20
Bókeign heimila hefur áhrif á lestrarkunnáttu. » 22 |þriðjudagur|17. 10. 2006| mbl.is daglegtlíf Bleikt hefur orð á sér sem „stelpulitur“, en lífgar óneitanlega upp á heimilið. » 25 hönnun Átta hressir strákar úr Rimaskóla eltakennarann sinn, S. Lilju Guðbjörns-dóttur, reglulega upp um fjöll og firn-indi, ýmist á kvöldin eða um helgar, og hafa bara gaman af. Lilja er nefnilega heilluð af útivist, hverju nafni sem hún nefnist, og hefur nú í orðsins fyllstu merkingu fléttað áhugamálið sitt yfir í skólastarfið af miklum eldmóð, en Lilja er kennari við Rimaskóla. „Ég hef óbilandi áhuga á allri útivist og hreyfi mig mjög mikið, þó ég segi sjálf frá. Ég hleyp þrisvar til fimm sinnum í viku og hljóp meðal ann- ars Lundúnamaraþonið í apríl síðastliðnum. Ég fer auk þess reglulega í bakpokaferðalög, sem taka frá þremur og upp í fimm daga í senn og gist er í tjöldum. Þess á milli hjóla ég talsvert og reyni að ganga eins oft á fjöll og ég get, en ef ég mætti ráða, væri ég á fjöllum öll sumur,“ segir Lilja. Kennarinn Lilja átti þá hugmynd að bjóða nem- endum í 9. og 10. bekk Rimaskóla útivist sem val- fag sem nú er verið að prófa í fyrsta skipti. „Þar sem ég er svo heilluð af allri útivist vil ég að fleiri fái að kynnast þessu formi hreyfingar. Í ofanálag tók ég valfag í Kennaraháskóla Íslands á sínum tíma um hvernig skipuleggja mætti útivist- arkennslu. Markmiðið er að kynna nemendum fyrir sem flestum greinum útivistar og þeim fé- lögum, sem leggja stund á útivist. Ég lagði upp með að fimmtán nemendur kæmust að í fyrstu at- rennu. Fjölmargir völdu námskeiðið í haust, en margir hættu við þegar þau komust að því að kennt yrði á kvöldin og um helgar. Átta hressir strákar urðu eftir og við gerum margt skemmti- legt saman. Ég á ekki von á öðru en að námskeiðið komi til með að lifa og að framhald verði á næsta vetur.“ GPS og gönguferðir Kennt er á þriggja vikna fresti yfir veturinn. Ýmist er farið í göngur eða kynningar haldnar. Nú þegar hefur verið haldin kynning á útivist- arfatnaði og til stendur að kynnast starfsemi Hjálparsveitar skáta ásamt öðrum útivist- arfélögum. „Við höfum nú þegar gengið á Keili og í Lambafellsgjána. Við komum til með að spila aðrar ferðir eftir veðri og lærum á GPS- staðsetningartæki og í vor lýkur valfaginu með tveimur ferðum, annars vegar helgargönguferð og hins vegar hjólaferð fyrir Hvalfjörðinn,“ segir Lilja að lokum. Elta kennarann sinn upp um öll fjöll Morgunblaðið/Kristinn Útivist Kennarinn Lilja lengst til vinstri, Baldur Elfar Harðarson , Ástþór Gíslason og Hlynur Árni Sigurjónsson. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Staðsetningin Gott er að kunna á GPS, bæði til skemmtunar og upplýsingar. AÐSTANDENDUR veitingastað- arins Bordeaux Quay, sem fyrir skömmu var opnaður í borginni Bri- stol í Bretlandi, ganga líklega flestum veitingahúsaeigendum lengra þegar kemur að því að hafa hugtökin lífrænt og vistvænt í hávegum. Byggingin sem veitingastaðinn hýsir er þannig hönnuð með þeim formerkjum að hún hafi sem minnst áhrif á umhverfið. Búningar úr lífrænni bómull Og þó lífrænt fæði sé víða fáanlegt, eru fáir sem myndu ganga jafnlangt og Barny Haughton, kokkurinn og heilinn á bak við Bordeaux Quay, og ráða sérstakan vistvænan þróun- arstjóra. Meira að segja einkenn- isbúningar starfsfólksins eru saum- aðir úr lífrænt ræktaðri bómull sem að auki mætir öllum stöðlum um „fair trade“ eða sanngirnisviðskipti. Áherslan á nágrennið Maturinn verður svo að sjálfsögðu að standast alla gæðastaðla bæði hvað varðar bragðgæði og kröfur um umhverfisvernd og vistvæna lifnaðar- hætti. Allt hráefni, sé þess mögulega kostur, er því keypt frá framleiðend- um sem eru ekki í meira en 75 km fjarlægð frá veitingastaðnum, svo akstursvegalengdum og bensín- mengun sé þannig haldið í lágmarki. Haugton hafnar því þó, í samtali við Daily Telegraph, alfarið að hug- myndafræðin að baki veitingastaðn- um byggist á einhverri sjálfsafneitun. „Að neita sér um ólífuolíu, sítrónur, vín eða piparkorn væri verulega öm- urlegt,“ segir hann. „Og jú, við mun- um flytja inn tómata frá Ítalíu yfir vetrartímann. En enginn matur verð- ur fluttur með flugi.“ Fæða úr nágrenninu Áherslan í matseldinni er á hráefni frekar en framandlegar eldunar- aðferðir, sem og að alla hluta af vel öldu dýri megi elda. „Okkar heim- speki snýst um fæðu úr nánasta ná- grenni, lífræna og vistvæna, en hún snýst líka um ást á mat og að sýna fæðunni athygli,“ segir Haugton. Umhverfisvænt og lífrænt Bordeaux Quay V-Shed Canons Way, Bristol BS1 5UH www.bordeaux-quay.co.uk FLUGMIÐAR á fyrsta farrými geta kostað allt að 20 sinnum meira en ódýrustu sætin. Norska vefsíðan forbruker.no gerði könn- un á því fyrir hvað fólk er að borga. Könnunin leiddi í ljós að meira pláss er lykilatriði í lúxusrýmum flugfélaganna. Öll buðu þau upp á breiðari stóla á fyrsta farrými, stóla sem í mörgum tilfellum er hægt að leggja niður þannig að úr verði beddi. Plássleysið í ódýrari rýmunum er einmitt ástæðan fyrir því að mörgum er illa við að fljúga. „Almennt séð velur fólk fyrsta farrými vegna þæginda og þjón- ustu,“ segir Terje Grue, fram- kvæmdastjóri Lufthansa í Noregi. „Fólki sem ferðast í viðskiptaer- indum finnst líka mikilvægt að vera í netsambandi á meðan það flýgur og það er hægt hjá okkur auk þess sem við náum sjónvarps- sendingum um borð.“ Líka munaður í fríinu Fyrir utan aukið framboð á af- þreyingu eru meiri gæði í mat og drykk í dýrari farrýmunum auk þess sem þeim fylgja ýmis forrétt- indi, eins og aðgangur að vel út- búnum setustofum á flugvelli. Könnun forbruker.no leiddi einnig í ljós gríðarlegan verðmun á dýrustu og ódýrustu miðunum og í sumum tilfellum var hann allt að tuttugufaldur. Engu að síður hefur orðið aukning á sölu lúx- usfarmiða hjá Lufthansa á síðustu mánuðum. „Við höfum tvöfaldað söluna á fyrsta farrými í Noregi frá því í fyrra,“ útskýrir Grue. „Ég held að það komi til af því að viðskiptavinirnir vilji sveigjanlegri farmiða. En við verðum líka varir við að æ fleiri óska eftir því að fljúga á betri farrýmum þegar þeir eru að fara í frí – ekki bara í vinnuferðum.“ Lúxus í háloftunum Það treystu sér fæstir í 100 km hlaup, en Hilmar Guðmundsson segir aldrei hafa koma til greina að gefast upp. » 24 hreyfing tómstundir menntun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.