Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 39
|þriðjudagur|17. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Meryl Streep þykir frábær í hlutverki sínu sem harðsvír- aður tískublaðaritstjóri í The Devil Wears Prada. » 49 kvikmynd Hljómsveitin Æla sendi í sumar frá sér plötuna Sýnið tillits- semi, ég er frávik og ætlar að spila á Airwaves í vikunni. » 43 tónlist Atli Bollason segir plötu Nico Muhly, Speaks Volumes, bestu plötu ársins hingað til og gefur henni fimm stjörnur. » 45 tónlist Bragi Ásgeirsson fjallar um myndlist og sjónlist, varðveislu listar og andúð Roberts Hughes á framúrstefnu. » 40 sjónspegill Framhald á umfjöllun Arnars Eggerts Thoroddsen um Fær- eyjaheimsókn og Global Battle of the Bands. » 43 af listum Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MATES of State er dúett þeirra hjóna Kori Gar- dner og Jason Hammel. Kori leikur á orgel og syngur en Jason sér um trommur og syngur sömuleiðis. Að baki eru nú fjórar plötur, allar sem ein lofaðar en þó sér í lagi þær tvær síðustu, Team Boo (2003) og sú nýjasta, Bring it Back, sem út kom í mars á þessu ári. Aðstandendur Airwaves hafa verið nokk glúrnir í því að fiska út sveitir sem hafa gott tónleikaorðspor (sjá Go! Team) og Mates of State fellur eins og flís við rass hvað þá viðleitni varðar. Á tónleikum er bandið á heimavelli og síðustu ár hefur dúettinn verið á vörum allra indí-hipstera með vott af sjálfsvirðingu. Tón- leikar Mates of State eru upplifun; heiðarleikinn og ástríðan alger og hafa þau hjón hitað upp fyr- ir sveitir á borð við Strokes, Death Cab For Cu- tie, Spoon, Of Montreal, Ida, Midlake og Destro- yer. Mates of State, en sveitin var stofnuð árið 1997, hefur reyndar verið á stanslausum túr nánast frá stofnun, enda snýst mottó sveit- arinnar um það að „spila alls staðar, hvenær sem er“. Sjálfri tónlistinni verður hins vegar trauðla lýst. Stuðvænt skrýtipopp, og einkennandi er kröftugur, hrífandi samsöngur þeirra Gardner og Hammel. Lögin eru knöpp, stútfull af mel- ódískum sveigjum og beygjum með heilnæmum slatta af indí-kryddi. Já, þetta hljómar of gott til að vera satt, svei mér þá! Háskólinn Það er kannski þreytandi að vera alltaf að spyrja fólk um hvernig því lítist nú á að vera að koma til Íslands, en þetta er engu að síður ís- brjótur sem klikkar aldrei. Og Jason Hammel leist vel á að vera að koma til landsins, sagðist spenntur og upplýsti blaðamann um það að þau hjónin hygðust taka sér heilan dag í frí, til að skoða sig um, eitthvað sem er orðið algengt munstur er hljómsveitir sækja okkur heim. Hammel segir að þau ferðist mjög mikið og spili eins og brjálæðingar. „Það þarf að koma með þetta til fólksins, svo einfalt er það. Það er heimspekin okkar.“ Ham- mel segir að hann og kona hans hafi kynnst í Lawrence, Kansas, þar sem þau voru saman í háskóla. Lawrence er músíkmekka Kansasfylkis og voru Hammel og Gardner að dufla í hinum og þessum böndum áður en þau náðu loks saman – bæði á sviði tónlistar og ásta. „Við fórum að fikta í trommum og orgeli í æf- ingarhúsnæðinu okkar, meira upp á flippið, en einhvern veginn endaði þetta svona. Við vorum meira í gíturum áður. Við fluttum okkur síðan til San Francisco, sem er algerlega uppáhalds- borgin mín. Þar er mjög gott fyrir tónlistarmenn að vera.“ Síðasta plata Mates of State kom út á vegum Moshi Moshi í Evrópu, en útgáfan verður með sérstakt kvöld á hátíðinni. Hammel er vel með á nótunum og kannast við Íslandstengingu fyrirtækisins, en plata með Unsound (Kristinn Gunnar Blöndal) hefur komið út á þess vegum. Þanþol Spurður hvort að þau ætli ekki að fara að færa sig yfir á stóra útgáfu segir Hammel að tilboðin hafi ekki látið á sér standa. „Við eigum svo mikið af vinum sem hafa verið svívirtir af ljótu köllunum í stóru fyrirtækjunum að við förum mjög varlega í þetta ferli. Ég er al- veg opinn fyrir þessu, en forsendur verða að vera eins góðar og hægt er. En vittu til, það mun koma að því fyrr en síðar.“ Hammel lítur að lok- um yfir farinn veg, en fyrsta platan, sjö tommu deiliplata með Fighter D, kom út árið 1999. Breiðskífurnar eru þá orðnar fjórar eins og áður er getið. „Ég vona að við höfum þróast eitthvað á þessum árum, og orðið betri ef ég má orða það svo,“ segir hann. „Ég gæti ekki staðið í þessu ef ég fyndi fyrir stöðnun. Við reynum að fara fram á hengiflugið með hverri plötu, reynum á þan- þolið og leggjum allt í þetta í hvert og eitt ein- asta sinn.“ Mates of State hafa nú bækistöð í Connecticut. Þau hjón eignuðust dóttur, Magn- oliu, fyrir tveimur árum og var flutningurinn til að vera nærri fjölskyldu og vinum. En það er þó varla að þau drepi niður fæti þar, svo þétt eru þau bókuð árið um kring. Hjónabandssæla Stuðsveit Tónleikar Mates of State þykja mikil upplifun. www.icelandairwaves.com Miðasala á hátíðina er hafin. Miða má nálgast í verslunum Skífunnar á Laugavegi, í Kringlunni og Smáralind og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Miða- verð er 6.900 krónur auk 460 króna miðagjalds og fæst fyrir það aðgangur að öllum viðburðum há- tíðarinnar. Alls koma um 180 hljómsveitir, tónlistarmenn og plötusnúðar fram í ár á sjö tónleikastöðum. Iceland Airwaves stendur yfir dagana 18. til 22.október. FÍFLALÆTI og gapaháttur virðast falla vel í kramið hjá íslenskum kvik- myndahúsagestum. Rúmlega fjögur þúsund manns skelltu sér í bíó um síðustu helgi til að sjá meistara kjánalátanna, sjálfa Asnakjálkana eða Jackass-gengið, nota misfrum- legar aðferðir við að skaða sig og niðurlægja, eins og þeim piltum ein- um er lagið. Fyrir vikið skaust myndin Jackass Number Two beint á topp bíólistans. Á hæla Jackass Number Two, og sömuleiðis ný inn á listann, kemur myndin The Devil Wears Prada sem skartar leikkonunum Anne Hat- haway og Meryl Streep í aðal- hlutverkum. Alls sáu rúmlega 2.350 manns hinn tískuklædda fjára um helgina en í myndinni segir frá hinni ungu og óhörðnuðu Andy Sachs sem fær vinnu sem annar aðstoðarmaður Miröndu Priestley, sem er harð- skeyttur ritstjóri tískutímaritsins Runway. Í þriðja sæti kemur svo toppmynd síðustu viku, Monster House. Þar er á ferðinni tölvugerð teiknimynd sem gestum gefst kostur á að sjá annaðhvort á íslensku eða ensku. Tæplega 2.500 kvikmynda- húsagestir sáu þessa vinsælu mynd um helgina og því er heildar- aðsóknin komin í 5.900 áhorfendur. Fjórða sætið skipar svo stórmynd- in World Trade Center, í leikstjórn Olivers Stones, sem fjallar um hryðjuverkin 11. september 2001. The Queen fer upp um eitt sæti frá því í síðustu viku, úr því sjötta í það fimmta, en á eftir henni koma del- lugrínmyndirnar Beerfest og Talla- dega Nights. Það er svo hin íslenska Börn sem vermir tíunda sætið. Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar á Íslandi Jackass á toppinn                                      !  "    #  $% &% '% (% )% *% +% ,% -% $.%   ?              Kjánar Jackass-gengið finnur frumlegar aðferðir til að slasa sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.