Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 23
tómstundir barna MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 23 Í Laugardal svífa litlar skauta- drottningar í túrkísbláum flís- peysum um á skautasvellinu og einn kóngur í gulri, snúa sér og sveifla eftir kúnstarinnar reglum. Þau æfa öll listhlaup á skautum með Skauta- félagi Reykjavíkur. Gabríela Gunnarsdóttir er níu ára og er búin að æfa listhlaup á skaut- um í sex ár. – Vá, þú hefur nú bara næstum verið nýbyrjuð að ganga þegar þú fórst að æfa? „Ég byrjaði reyndar þegar ég var 3½ árs og var nú farin að ganga 1½ árs,“ svarar hún kotroskin enda spurningin hálfasnaleg. ,,Mér finnst rosalega skemmtilegt á skautum. Systir mín æfir líka og er búin að æfa jafnlengi og ég. – Verður manni ekkert kalt á skautum? „Nei,“ segir hún og þau Svanhild- ur Erla Traustadóttir, að verða 11 ára og Guðmundur Páll Sig- urþórsson, 8 ára, taka undir það, öll rjóð í kinnum af hreyfingunni. ,,Við skautum svo hratt og mikið og lær- um fullt af flottum stökkum eins og flokk, lúps, axel og tvöfaldan axel,“ segir þetta reynda skautafólk. – En getur maður ekki meitt sig á því að svona hoppum? ,,Jú, auðvitað en maður verður að detta til þess að læra af því,“ svarar Gabríela og það er ljóst að hér eru krakkar sem kalla ekki allt ömmu sína. Eini strákurinn í hópnum Svanhildur er búin að æfa í fimm ár en hún var sex ára þegar hún byrjaði. ,,Ég er búin að eignast margar vinkonur í listhlaupinu,“ segir hún og þær stöllurnar útskýra að á æfingarnar komi ekki allir úr sama skóla. Þannig gangi Gabríela í Víkurskóla, Svanhildur í Smára- skóla og Guðmundur í Austurbæj- arskóla. Hann er reyndar eini strákurinn í nokkurra tuga hópi stelpna á æfing- unni og kippir sér ekkert upp við það. ,,Nei, ég á ekkert margar vin- konur hérna, bara nokkrar. Mér finnst gaman að skauta. Það eru ekki margir strákar á skautum. – Af hverju byrjaðir þú að æfa á skautum? „Af því að ég vildi það,“ segir hann og brosir og sýnir nokkur spor. – Þarf maður ekki að æfa sig rosalega mikið til þess að verða eins góð á skautum og þið? „Jú, svolítið,“ segja þau hrein- skilnislega. Gabríela og Ragnhildur keppa oft við önnur íþróttafélag í greininni, Skautafélag Akureyrar og Björninn. ,,Það er mjög gaman. Það er oft mikil keppni,“ segja þær en eru samt ekki í vafa um hvert sé besta skautafélagið. „Auðvitað Skauta- félag Reykjavíkur.“ Vilja meiri umfjöllun Öll fylgjast þau vel með listhlaupi á skautum í sjónvarpinu þegar það er þar. „Það er bara eiginlega aldrei í sjónvarpinu, bara á Ólympíu- leikunum. Það er alltaf fótbolti,“ segja þau með þungri áherslu, „líka í blöðunum“. – En eigið þið uppáhalds- skautadansara? ,,Já, þjálfarana okkar, Jennifer [Molin]og Guillaume [Kermen],“ segja þau einum rómi. „Þau er mjög flink.“ Jennifer er sænsk og Guil- laume franskur og bæði eiga langan skautaferil að baki sem keppendur og þjálfarar víða um veröld. „Nei, nei, við eigum ekkert erfitt með að skilja þau og svo sýna þau okkur bara hvernig við eigum að gera,“ segja stelpurnar og að þeim orðum sögðum skauta þrímenningarnir aft- ur út á svellið, samferða, rjóð í vöngum og með bros á vör. Skærar litlar stjörnur á ísnum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Listhlauparar Gabríela, Guðmundur og Svanhildur eru öll listagóð á skautum og mjög kátir krakkar. Í HNOTSKURN »Skautafélag Reykjavíkurvar fyrst stofnað árið 1873 af menntaskólanemum sem stundum skautahlaup á Tjörn- inni í Reykjavík. List- hlaupadeild félagsins var stofnuð árið 1992 og eru iðk- endur nú um 200–240 talsins. »Skautafélög á landinu eruauk SR, Skautafélag Ak- ureyrar og Björninn. Aðstaða til iðkunar listhlaups á skaut- um og íshokkís hefur batnað mjög á síðustu árum. »Félögin eru öll með öflugtbarna- og unglingastarf og er stöðugur stígandi í vinsæld- um skautaíþróttanna. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.