Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 33 bjóst hér í nokkra mánuði en fórst svo aftur út. Árið 1983–84 fluttir þú svo endanlega heim. Þá hættir þú líka alveg að drekka og gerðist mikill baráttumaður í AA-samtökunum. Mikið naust þú þess að hafa fast land undir fótum. Þú hafðir mikinn metnað fyrir okk- ar hönd og hvattir okkur til náms og annars sem okkur langaði að gera. Samt varst þú aldrei ýtinn eða reynd- ir að koma þínum sjónarmiðum að, en alltaf varstu jafnglaður þegar ein- hverjum vegnaði vel. Óteljandi eru stundirnar sem þú komst í mat til okkar, passaðir börn- in, fórst með okkur í útilegur um allt land eða tókst barnabörnin með þér í stuttar ferðir í fjöruna eða að renna fyrir fisk. Ef við fórum í útilegu var alltaf viðkvæðið: Eruð þið búin að hringja í pabba, kemur hann með? Ekki varstu samt hættur að ferðast. Þú gerðist heimshornaflakkari okkur og barnabörnunum til mikils gamans. Börnin voru svo stolt af afa sínum sem hafði klappað hlébarða, hitt inn- fædda í Kenýa, séð alla gömlu bílana hans Kastró, gengið um Péturstorgið í Rússlandi, hitt gamla hermenn í Ví- etnam og svo dvalið langdvölum í Taílandi. Þó við höfum séð mikið eftir þér þegar þú fórst að vera svo mán- uðum skiptir í Taílandi vorum við glöð fyrir þína hönd því þér leið vel í hitanum og rólegheitalífinu þar. Draumaferðin var þó á æskuslóðir pabba þíns í Bolungarvík og Furu- fjörð á Hornströndum. Þangað hafðir þú komið oft áður með Ullu, Lárusi vini þínum og í eitt skiptið með Helgu systur. Allan tímann á meðan við vor- um þarna ljómaðir þú. Þú varst svo stoltur og ánægður yfir upprunanum. Á þessum tíma voru fæturnir þínir farnir að gefa sig og þú gast ekki gengið mikið, en það kom ekki að sök. Þú hafðir farið á kajaknámskeið og keypt þér kajak sem þú rerir á með- fram ströndinni á meðan við hin gengum yfir Bolungarvíkurófæruna, sem afi hafði svo oft gengið þegar hann var ungur. Í Furufirði skoðuð- um við gömlu kirkjuna og kirkju- garðinn þar sem afi þinn og amma hvíla. Gengum innan um risavaxnar hvannir, sáum ref í ætisleit og rennd- um fyrir fisk í árósinum. Þetta var ógleymanlegur tími. Við létum okkur líka dreyma um að reisa lítið hús þarna eða kaupa slysavarnaskýlið og endurbyggja það. Kannski getum við gert það einhvern tímann. Þá fær það nafnið Bjarnahús eða afabústaður. Katrín, Soffía og Helga. Í dag kveð ég tengdapabba minn. Það hvarflaði ekki að mér þegar við sátum saman í afmælinu mínu í júlí síðastliðinn að þú ættir bara tæpa þrjá mánuði eftir ólifaða, en það er ekki spurt um tíma þegar kallið kem- ur. Ég kynntist þér þegar ég og Soffía fórum að sækja þig til Keflavíkur árið 1980. Þá varst þú að koma frá Nor- egi. Þar varst þú búinn að vinna í mörg ár, á borpalli í Norðursjó og fleiri stöðum. Það var svolítil spenna í mér að hitta tengdapabba í fyrsta sinn. En sú spenna hvarf fljótt, okkur kom alltaf vel saman. Þú varst dug- legur að koma og heimsækja okkur í Vesturbergið og passaðir börnin mjög oft. Einkum man ég eftir skemmtilegum „vídeó kvöldum“. Marga sunnudaga áttum við fjöl- skyldan saman með þér þegar þú komst í mat til okkar og fékkst uppá- haldið þitt, íslenskt lambakjöt. Skemmtilegan tíma áttum við fjöl- skyldan saman, þú og dætur þínar, tengdasynir og barnabörn, þegar við fórum til Bolungarvíkur á Horn- ströndum fyrir um fjórum árum. Þá tókum við með okkur kajakinn þinn. Við fórum frá Ísafirði með bát að Bol- ungarvík og þar vorum við ferjuð með gúmmíbát í land. Síðan fóru allir labbandi til Furufjarðar en þú rerir á kajak þangað. Þar skoðuðum við heimaslóðir pabba þíns og renndum fyrir fisk. Þú hafðir mikla ævintýraþrá og hafðir gaman af að ferðast sem þú gerðir mikið af og ég veit að þar sem þú ert núna heldur þú áfram að ferðast. Þannig leið þér best. Guð geymi þig, kæri tengdapabbi og góða ferð. Guðlaugur Ómar Leifsson. Það er ótrúlega skrítið að hugsa til þess að afi sé farinn, hann hefur átt svo stóran þátt í lífi okkar systkin- anna. Afi var svo mikill ævintýramaður, ferðaðist um allan heiminn og hann var þannig persónuleiki að hann lét hugmyndir sínar og langanir verða að veruleika. Þegar kom á daginn að fæturnir fóru að bregðast honum og hann gat ekki lengur gengið um fjöll og firnindi skellti hann sér á kaj- aknámskeið og eftir það fór hann um allt á kajak. Það var alltaf eitthvað spennandi í gangi hjá afa og við barnabörnin eigum yndislegar minn- ingar saman og hvert fyrir sig um góðan tíma með afa. Minnumst við þó helst tímanna saman í afabústað, veiðiferða og Góu rúsínanna. Við systkinin erum sammála því að við höfum alltaf verið svo stolt þegar við segjum frá afa og nýjustu ferðum hans eða uppátækjum. Við höfum líka hugsað með okkur að svona vilj- um við vera þegar við verðum eldri. Við þökkum guði fyrir þann tíma sem við áttum með honum og geymum minningarnar í hjarta okkar. Karen, Anna Birna, Leifur og Atli. Elsku afi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Það er erfitt að kveðja þig og sætta sig við að þín nýtur ekki lengur við. Þú varst alltaf svo hress og lifðir lífinu til fulls. Ólíkt mörgum naust þú þess að hætta að vinna og eyddir síð- ustu árunum í ferðalög, innanlands sem utan. Þú hafðir gaman af að koma austur í heimsókn til okkar og til Bjarna og fjölskyldu í Danmörku. Þú hafðir ráðgert að fara í haust til Danmerkur og varst spenntur að hitta litla Jónatan en í staðinn komu þau hingað til þín og gladdi það þig mikið. En elsku afi: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Hvíl í friði, elsku afi. Þín barnabörn Bjarni Baldvin, Sandra, Guð- mundur Þór og Margrét Brynja. Hann Bjarni mágur minn er far- inn. Síminn hringdi hjá mér á mánu- dagsmorgun kl. átta og vissi ég þá að það mundi vera einhver af krökkun- um þeirra Bjarna og Svövu sem reyndist rétt. Sævar var að tilkynna mér lát föður síns. Það var sárt þó svo að ég vissi að hverju stefndi. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa hitt hann stuttu áður og við gátum aðeins rabb- að saman um gamla daga og ég fékk bros frá honum. Við Bjarni vorum búin að þekkjast í 52 ár eða frá því að ég var átta ára og hann og Svava systir voru trúlofuð og seinna gift. Það leitar margt á hugann þegar litið er til baka. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar pabbi minn lést, ég tólf ára og var þá hjá þeim hjónum þann vetur, hvað Bjarni reyndist mér vel, var alltaf svo þolinmóður og góð- ur við mig. Við vorum alltaf mjög góðir vinir. Hann var mikill útivist- armaður, hafði gaman af að ferðast innanlands sem utan og að sigla á kajak var hans yndi. Hann var svo vel á sig kominn að engum gat dottið í hug í júní þegar dótturdóttir hans hún Sandra og Halldór giftu sig að svo stutt væri eftir. Ég gæti skrifað stóra ritgerð um þig, elsku Bjarni minn, en læt þetta duga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elsku Sævar, Kata, Soffía, Agnes Helga og þið öll hin, við Rúnar biðj- um þess að góður guð megi styrkja ykku í sorginni. Agnes. ✝ Borghildur Ás-geirsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnu- daginn 8. október. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Þorsteinsdóttir úr Hafnarfirði, f. 20.8. 1882, d. 20.10. 1935, og Ásgeir Ásmunds- son frá Stóra-Seli í Reykjavík, f. 4.9. 1883, d. 8.1. 1960. Alsystkini Borghildar voru: Ás- mundur Kristinn Ásgeirsson skák- meistari 1906-1986, Ástvaldur Helgi Ásgeirsson 1908-1980, Gunn- ar Aðalsteinn Ásgeirsson 1909- 1980, Guðrún Ásgeirsdóttir 1910- 1923, Þórarinn Ásgeir Ásgeirsson 1913-1941, Guðlaugur Adólf Ás- geirsson, 1915-1958, Laufey Sig- urrós Ásgeirsdóttir, 1918-2004 auk tveggja Bryndísa Ásgeirsdætra er létust ungar. Hálfsystir Borghild- 11. ágúst 1943. Móðir þeirra var Elín Hólmfríður Helga Frímanns- dóttir, 1918-1993. Börn Borghildar eru: 1) Reynir Ásgeirsson, f. 30.6. 1945, faðir Roy Maurice Pitman, opinber starfsmaður í Weston- super-Mare, Somerset, Englandi, hann er látinn. Systkini Roy voru Louise V. Bond og Jack Pitman, bæði látin. Reynir er kvæntur Björgu Rósu Thomassen, móðir hennar var Rósa Einarsdóttir, f. 3. maí 1919, d. 15. júní 2003, faðir Lars Thomassen, f. 1908, d. 1989, börn þeirra eru: a) Björn Þór Reynisson, f. 16.2. 1966, kvæntur Ragnheiði Júlíusdóttur, b) Róbert Már Reynisson, f. 17.2. 1967, kvæntur Bergþóru Sigurð- ardóttur, c) Gunnar Tryggvi Reyn- isson, f. 1.3. 1971, kvæntur Ingi- björgu Frostadóttur, d) Einar Þröstur Reynisson, f. 20. mars 1981, unnusta Laufey Guðmunds- dóttir. 2) Gunnhildur Gunn- arsdóttir, f. 26.6. 1951. 3) Baldur Gunnarsson, f. 22.12. 1953, börn hans eru: a) Gunnarr Baldursson, f. 5.11. 1988, b) Júlía Leví Bald- ursdóttir, f. 14. júní 1990, móðir þeirra er Arndís Halla Ásgeirs- dóttir. Útför Borghildar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ar sammæðra úr síð- ara hjónabandi Þór- unnar og Friðriks Welding var Guðrún Welding Dyrnes 1928-2006. Eiginmaður Borg- hildar var Gunnar Guðjónsson, vél- smiður, f. 9. nóv- ember 1921, fórst með Stormsvölunni 24. desember 1982. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Sig- urðsson, f. 26. maí 1893, yfirvélstjóri á varðskipinu Hermóði og fórst með því 18. febr- úar 1959, og Guðný Jensína Gils- dóttir frá Arnarnesi í Dýrafirði, f. 22. september 1891 d. 28. júlí 1985. Bróðir hans var Guðmundur Gils- son Guðjónsson, f. 22. júlí 1926, d. 6. janúar 1992. Börn Gunnars af fyrra hjónabandi eru: a) Ásthildur Gunnarsdóttir, f. 13. febrúar 1941, b) Halldór Gunnarsson, f. 29. mars 1942, c) Halldís Gunnarsdóttir, f. Okkar kæra móðir er látin, hún var okkur börnum sínum sú besta móðir sem nokkur getur óskað sér. Hún var svo bjartsýn að okkur þótti ekkert vera ómögulegt. Hún sá aldrei hindr- anir, aðeins lausnir og átti hlý og upp- örvandi orð fyrir alla. Hver sem hitti hana fór glaðari af þeim fundi. Hún var falleg og glæsileg kona, en hjarta- hlýjan var það sem einkenndi hana. Hún fæddist 6. júní 1919 yngst af tíu alsystkinum þar til Gunna frænka bættist í hópinn níu árum síðar. Á Ís- landi var lífsbarátta þorra manna hörð á 3. og 4. áratug síðustu aldar. Mamma var aðeins barn að aldri þeg- ar hún fór að vinna fyrir sér með því að fara í vist á önnur heimili, gætti þar barna og vann önnur störf sem féllu til á heimilunum. Fékk í staðinn fæði og húsnæði. Alla vikuna beið hún eftir frídegi sínum og þá fór hún í hvert sinn inn í Sogamýri að hitta mömmu sína sem henni þótti vænst um af öll- um í heiminum. Þórunn amma dó eft- ir erfið veikindi þegar mamma var 16 ára. Samt finnst okkur börnunum að við gjörþekkjum Þórunni ömmu, svo oft sagði mamma okkur sögur af henni, gáfum hennar, fáguðu fasi, glæsileika og fagurri söngrödd. Mamma þráði heitt að menntast, átti auðvelt með að læra og tók tvo efstu bekkina í barnaskóla saman þótt hún væri að vinna í vist. Þrátt fyrir skamma skólagöngu var hún vel menntuð og lærði dönsku og ensku í sjálfsnámi. Hún lagði fast að okkur börnunum að menntast og sýndi hverri framför okkar athygli og áhuga. Í síðari heimsstyrjöldinni kom hingað til lands ungur og glæsilegur maður að nafni Roy Maurice Pitman. Hann var frá Weston-super-Mare í Englandi. Hann vann hug hennar og hjarta og áttu þau nokkur yndisleg ár saman. En stríðið var í algleymingi og hann var sendur burtu í byrjun árs 1945 til að taka þátt í stríðsátökum á meginlandi Evrópu. Móðir okkar sem þá bar sitt fyrsta barn undir belti, lýsti því fyrir okkur þegar hún klifraði út um þakglugga á húsi í Vesturbæn- um og horfði á skipið sem bar hann burt hverfa við sjóndeildarhring. Það liðu 47 ár þar til þau sáust aft- ur, þegar þær Gunnhildur fóru í heimsókn til aunt Louise, systur Roy. Viku eftir þá endurfundi lést Roy. Aunt Louise og móðir okkar urðu miklar vinkonur og skrifuðust á í 58 ár frá því áður en Reynir fæddist eða meðan báðar lifðu. Nú halda Gunn- hildur og Suzanne dóttir Louise þeim skrifum áfram. Reynir heimsótti föð- ur sinn nokkrum sinnum og heldur enn góðu sambandi við föðurfjöl- skyldu sína á Englandi. Nokkrum árum síðar brosti ham- ingjan aftur við móður okkar þegar hún hitti Gunnar Guðjónsson sem síð- ar varð eiginmaður hennar. Hann gekk Reyni í föðurstað og síðan fædd- ist Gunnhildur 1951 og að lokum Baldur 1953. Það var mikil húsnæð- isekla á 6. áratugnum og því hófst bú- skapur þeirra í litlum sumarbústað í eigu afa okkar og ömmu, Bergvöllum við Kleppsveg. Allt í kring var víð- áttumikil ósnortin náttúran, leiksvæði okkar barnanna. Þar bjuggu þau fyrstu níu árin við þröngan kost og í litlu húsnæði, en gleðina og ein- drægnina skorti ekki. Mamma var með lífrænan matjurtagarð, ræktaði Ólafsrauð, danskan rabarbara, gul- rætur með sætu bragði, rifsber og stéttin að útidyrunum var vörðuð þykku lúpínugerði. Í minningu okkar stendur mamma syngjandi í eldhús- inu á meðan hún matreiðir hollar kræsingar og þá komu afurðirnar úr garðinum sér vel. Hjartahlýjan sá til þess að húsakynnin rúmuðu alla sem á þurftu að halda. Allt var skínandi hreint og viðrað, skrúbbað, skúrað og bónað. Þegar pabbi kom heim úr vinnunni seint á kvöldin spilaði hann á gítar og söng okkur í svefn. Við mun- um eftir sólardögum þar sem við flat- möguðum og sleiktum sólskinið og borðuðum brauð og kökur í sólbyrg- inu sem hann smíðaði, sumarfrísferð- um um landið þar sem ætíð var tjald- að við vatn svo hægt væri að fara í bátsferð og Laugarvatn var í miklu uppáhaldi því þar var hægt að komast í heitar sturtur og ekta gufubað. Sól- ardögum þar sem pabbi var að gera við bílinn og mamma reytti arfa úr gulrótarbeðinu. Umhyggja hennar fyrir velferð okkar bannaði alla notk- un plöntulyfja. Svo liðu árin. Fjölskyldan flutti úr bústaðnum í nýja íbúð við Goðheima. Börnin hennar mömmu voru af þeirri kynslóð sem síðust naut þeirra gæða á Íslandi að húsmóðir tók á móti börn- unum þegar þau komu heim úr skól- anum. Velferð og lífsgleði barnanna skipti hana meginmáli. Hún sá til þess að við værum vel nærð, vel klædd, sofin og undirbúin fyrir skólann. Lagði mikla áherslu á að allir borðuðu saman, og þá var rætt um allt á milli himins og jarðar. Stjórnmál, bók- menntir, bíómyndir, náttúrufegurð og það sem efst var á baugi hverju sinni. Á vorin lagði svo fjölskyldan á ráðin um hvaða hluti Íslands skyldi kannaður það sumarið. Foreldrar okkar unnust mjög og báru djúpa virðingu hvort fyrir öðru. Þau leiddust iðulega og segja má með sanni að þau hafi leiðst í gegnum lífið. Faðir okkar var búinn fjölþættum hæfileikum og mannkostum. Hann hafði ríka tilfinningu fyrir því sem fagurt er og kom það fram í mörgu. Hann unni skáldskap og tónlist, lék sjálfur á fiðlu og fleiri hljóðfæri, var teiknari ágætur og skrifaði hina feg- urstu rithönd. Verkmaður var hann afbragðsgóður, svo allt sem hann snerti á lék í höndum hans og hann vann af sannri starfsgleði vegna starfsins sjálfs. Trúnaður hans var gagnvart verkinu og því hvernig það yrði unnið sem best. Hann sagði við okkur: „Það er með þetta eins og svo margt annað, að það er ekki sama hvernig það er gert,“ og líka „það get- ur verið að það sé ekki svo mikill vandi að gera þetta, en það er vandi að gera það vel.“ Grandvar var hann og heiðarlegur í viðskiptum sínum við aðra menn og mátti ekki vamm sitt vita. Slíkir menn safna ekki auði. Auður þeirra er lífsviðhorf þeirra. En lífsviðhorf Gunnars kom samt skýrast fram í því hvernig hann varði frítíma sínum. Margoft á lífsleið sinni gekk hann fram á hluti sem muna máttu tímana tvenna. Oftast voru þeir fallegir, stundum tígulegir, alltaf sérstæðir og oftar en ekki fulltrúar tíma sem voru á förum. En allir áttu það sammerkt að vera niðurníddir og eiga eyðilegginguna vísa. Allir voru sammála um að þeir hefðu verið hin mesta völundarsmíð á sinni tíð en enginn lét sig dreyma um að hægt væri að snúa við því ferli eyðingar og dauða sem fyrir svo löngu hafði hafið göngu sína og myndi fyrr en síðar gera þá að engu. Enginn nema faðir okkar. Hann dreymdi um að endur- vekja þá til lífsins og hann hófst handa um að láta draum sinn rætast. Til þess varði hann frítíma sínum. Svo mikið gaf hann af líkama og sál í verk- efnið að meira líktist köllun en áhuga- máli. Og aldrei gafst hann upp. Þegar hann stóð upp frá verki sínu voru hlutirnir orðnir nýir aftur. Síðast var það seglskipið „Storm- svalan“. Skúta þessi var upphaflega smíðuð í Skotlandi og löngu síðar keypt hingað til lands. En þegar Gunnar hóf viðgerð á henni hafði hún legið í moldarbarði árum saman og var farin að gisna talsvert. Það reyndist ærið verkefni að gera hana sjófæra á ný en því lauk faðir okkar á tveimur árum. Síðan var hún gleði- gjafi fjölskyldunnar í mörg ár þar til hún steytti á skeri í mynni Skerja- fjarðar og hann fórst með henni 24. desember 1982. Mikill harmur var kveðinn að fjöl- skyldu hans, ekki síst móður okkar sem 63 ára gömul horfði nú á bak lífs- förunaut sínum. Hún syrgði hann alla tíð og það leið ekki sá dagur að hún minntist hans ekki. Við börnin henn- ar reyndum að styðja hana og styrkja. Þar sem Reynir og fjölskylda voru búsett á Svarfhóli í Hvalfjarð- arsveit og leið Baldurs lá til Banda- ríkjanna til frekara háskólanáms leiddi það af sjálfu sér að Gunnhildur sem þá var fráskilin tók að sér að hugsa um mömmu. Hún flutti í íbúð í sama húsi og þar voru þær nágrann- ar, bestu vinkonur og góðir ferða- félagar. Með hjálp Gunnhildar gat mamma verið ánægð í eigin ranni, allt þar til fyrir tveimur árum að hún flutti á Hrafnistu í Laugarási, 85 ára að aldri. Þar naut hún ágætrar umönnunar í rúm tvö ár, eða þar til hún kvaddi sunnudaginn 8. október síðastliðinn. Mikil persóna og hjartahlý kona er nú horfin á braut. En við varðveitum minninguna um okkar ástríku móður. Baldur, Gunnhildur og Reynir. Borghildur Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.