Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2006 29 SJÁVARÚTVEGSRÁÐ- HERRA ráðstjórnarinnar ís- lenzku flutti í ársbyrjun ræðu á ráðstefnu í Lilleström í Noregi ,,… og lagði m.a. áherzlu á það hvernig íslenzka fiskveiðistjórn- unarkerfið hefur lagt grunninn að traustum, góðum og arðvæn- legum atvinnuvegi auk þess að stuðla að eflingu byggðar í sjáv- arþorpum“. Með þessum orðum hlýtur póli- tíkusinn að vera fyrst og fremst að segja frá eflingu byggða á Vestfjörðum, þar sem hann er kunnugastur. Honum mun sjálf- sagt ekki verða skotaskuld úr því að koma íbúum sjávarþorpanna á Vestfjörðum í skilning um sann- leiksgildi orða sinna í kosning- unum að vori. Frambjóðendur spyrðubands- ins, Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks, hljóta að fara fram á það við manninn, að hann fari víðar með þennan fagnaðarboðskap. Til dæmis gæti hann byrjað með al- mennum fræðslufundi á Húsavík. Þeir þar hafa ekki frétt nýlega af eflingu sinnar byggðar vegna sjávarútvegskerfisins. Og úr því sem hann verður mættur á norð- austurkanti landsins ætti hann að koma við á Kópaskeri og Rauf- arhöfn og opna þar augu manna fyrir guðsblessun kerfisins. Hrís- eyingum veitti heldur ekki af slíkri hressingu en á Akureyri getur hann fengið oddvita spyrðu- bandsins og verðandi þingmenn, Kristján Júlíusson og Jakob Björnsson, til að upplýsa almenn- ing um blessun þess að losna við Útgerðarfélag Akureyrar – að Grímsey ógleymdri. Og þannig áfram hringinn í kringum landið. En fyrir sjónum óruglaðra er augljós sú staðreynd að landauðn blasir víða við og undirrót hennar hið íslenzka fiskveiðistjórn- unarkerfi. Hús, sem selst fyrir eitt hundrað milljónir í Reykjavík, kostar eina milljón á Raufarhöfn, ef það þá selst á annað borð. Nýjustu fréttir eru af kaupum útgerðar Halldórs nokkurs Ás- grímssonar á Höfn í Hornafirði á veiðiheimildum Húsvíkinga. Þjófakerfi fiskveiðanna er und- irrót ófara vítt og breitt um byggðir landsins. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að meiri friður ríkti nú um fiskveiðistjórnarmálin en oft áður. Ef honum sýnist kyrrð yfir þeim vötnum, má hann vita, að það mun reynast svika- logn honum og hans nótum. Grip- deildarmenn kerfisins munu inn- an tíðar verða neyddir á hrokbullandi lens að ná landvari. Sverrir Hermannsson Undirrótin Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. Í HÆSTARÉTTI var á dögunum staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, að ætluðum verkstjóra bæri ekki bætur fyrir vinnuslys, sem hann varð fyrir vegna ógæti- legrar notkunar rétt- indalauss manns á skotbómulyftara. Sá sem fyrir slysinu varð, er alóvinnufær, með þrefallt samfallshrygg- brot og aðrar skemmd- ir á stoðkerfi líkamas. Varð á milli tveggja stálbita, annars sem var verið að færa og hins sem var á ,,gólfi“. Dóminn í héraði kvað upp kona, sem að líkum hefur svosem ekki mikið verið á vinnustöðum hvar slík tæki eru not- uð. Samt kaus dómarinn að láta vera að kveða til aðila með reynslu af slíkum tækjum og lét lögmanns- stofan, sem tók að sér málið, það gott heita, góð hagsmunagæsla það eða hitt þó heldur. Fyrir lá framburður eiganda fyr- irtækisins um, að ætlaður verkstjóri hefði ekki verið verkstjóri í huga vinnuveitandans, samt dæmir dóm- ari tjónþola verkstjóra og skammar hann í dómsorði fyrir áhættu- hegðan. Hæstiréttur, skipaður þremur dómurum, tveimur konum og einum karli, staðfesti dóminn að bragði og kaus ekki að heldur að kalla til sín vana stjórnendur slíkra tækja. Fyr- irtakan var stutt og snaggaraleg en lítið spurst fyrir um, hvernig svona tæki vinna, né hvernig aðstæður eru á vinnustað, með skotbómulyftara með bómuna í framstöðu og fram- lengda nokkuð út. Dómendur virð- ast lítið hafa skoðað rúmmálsfræð- ina um radíus, skriðþunga og svoleiðis nokkuð, enda líklega ekki úr stærðfræðideild MR. Hroki dómenda í svona málum tekur ekki nokkru tali. Þeir álíta sig allt vita og kunna og ekki þurfa að leita eftir upplýsingum, enda ,,bara“ venjulegur járniðnaðarmaður, sem í hlut á og ekkert á bak við svoleiðis dóna og ekki við miklu fjölmiðlafári að búast þó þeir þurfi að lúta í gras. Ef um hefði verið að ræða sjóslys eða flugslys hefðu verið kallaðir til sérfróðir aðilar til ráðgjafar og upp- lýsinga um þau efni, sem dómarar geta, eðli mála samkvæmt, ekki þekkt né kunnað. Tryggingafélögin eiga miklu meira undir sér og frá þeim er að búast við allmörgum málum til meðferðar og skoð- unar, því er rétt að hlusta gerr eftir þeirra skýringum og láta þar við sitja. Tryggingafélögin virðast neita bótum í alflestum málum, sem einhver glæta er um að þeim verði dæmt í hag. Þetta er skiljanlegt, þegar á það er litið, að þarna eru miklir fjármunir á ferðinni og því eftir nokkru að slægjast. Hvað ætli þurfi að vinna stóran hundraðshluta slíkra mála til að það borgi sig að halda úti her lögmanna til að klípa af þeim starfmönnum, sem verða fyrir örkumlum við vinnu sína? Þetta er líka oftast einhverjir verka- eða iðnaðarmenn, sem lítið eiga undir sér og geta svosem lítið barist, orðnir öreigar vegna tekju- missis og báginda. Hæstiréttur er alveg dásamlegur. Um svipað leyti og tengdasyni mín- um var bent á, að hann þyrfti að bíta á jaxlinn og una örkumlum sínum og bara þakka fyrir að þurfa ekki að bera lögfræðikostnað heilags trygg- ingafélags, sem einu sinni var Gagn- kvæmt og auglýsir sig þannig að þar fjalli allt um fólk, – gleymdist bara að taka fram hvernig það fjallaði um fólkið –, var kveðinn upp dómur um bátskrifli, sem varð brennumatur vestur á fjörðum. Þar var fjallað um eign og hugsanlega gripdeild brennukóngs, bónda vel við aldur. Skipun dómsins var að héraðs- dómari tæki efnislega afstöðu til, hvort dæma ætti bóndann gripdeild- armann, eða eignaspilli. Sá frómi og dagfarsprúði bóndi, sem virðist vera, – að mati hinna kuflklæddu –, hafði tekið fúaskrifli, sem hafði verið öllum til ama og fyrir, bæði í höfn- inni og svo á geymslusvæði hafn- arinnar. Skipunin er, að bóndann skuli dæma fyrir annaðhvort brotið. Bóndinn leyfði sér að handleggja eign og eign er heilög. Dómurinn um tryggingarbætur járniðnaðarmannsins er hinsvegar á þá leið, að þar er bara um heilsu, starfsgetu og framtíð hans að ræða og ekki um eign, því beri ekki að bæta það að neinu leyti. Niðurstaða Hæstaréttar er því sú, að verkstjórar, – ætlaðir eða raun- verulegir –, skulu bara halda sig fjarri öllum hættum á vinnustað, þeir verða nefnilega að liggja bóta- lausir hjá garði ef þeir slasast. Þá sem nenna að lesa þetta bið ég afsökunar á því hve mjúkmáll ég er um þetta mál. Kemur þar til ótti minn við að verða dæmdur fyrir fjöl- mæli. Skrifaður upp og steiktur á teini, eins og Megas kvað hér í eina tíð. Verkstjórar án skaðabóta við vinnuslys? Bjarni Kjartansson skrifar um dóm Hæstaréttar um vinnuslys » Tryggingafélöginvirðast neita bótum í allflestum málum, sem einhver glæta er um að þeim verði dæmt í hag. Bjarni Kjartansson Höfundur er tengdafaðir tjónþola. FORMAÐUR AFA, aðstandendafélags aldraðra, skrifar í Morgunblaðið 9. okt. og segir frá að hann hafi verið í göngu Óm- ars Ragnarssonar til að taka undir kröfu hans um að hætt verði við Kárahnjúkavirkjun og henni breytt í minnisvarða. Greinin heitir „Er Ómar orð- inn ruglaður?“ Krafa Ómars og 15 þúsundanna, sem eltu hann, er krafa um að ríkissjóður greiði 350– 400 milljarða í bætur. Að auki þýðir krafan að lánshæfismat þjóð- arinnar mun falla og vextir hækka og verð- bólgan sem því fylgir auka mjög greiðslubyrði íslenskra heimila. Ríkissjóður yrði næstu 10 til 15 ár að taka þetta fé frá öðrum brýnum verkefnum. T.d. auknum fjárveit- ingum til málefna aldr- aðra og margra, margra annarra aðkallandi mála. Það sem skilur milli mannkindar og sauð- kindar er hæfileikinn að skapa. Ekkert örvar þann dýrmæta hæfi- leika jafn mikið og list- sköpun og listneysla sem því miður er skil- greind sem afþreying- ariðnaður en ekki lífs- nauðsyn. Þegar þrengist um fé er stuðningur við meinta afþreyingu það fyrsta sem fellur. Þegar hug- sjónamaður, sem berst fyrir auknum fjárstuðn- ingi við málefni aldr- aðra, og listafólk og menningarvitar ganga Laugaveginn til að taka undir kröfu um að henda 350–400 millj- örðum út úr ríkissjóði þá spyr ég: Hver er orðinn ruglaður? Hver er ruglaður? Birgir Dýrfjörð svarar grein Reynis Ingibjartssonar Birgir Dýrfjörð »Krafa Ómarsog 15 þús- undanna, sem eltu hann, er krafa um að rík- issjóður greiði 350–400 millj- arða í bætur. Höf. er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Sagt var: Hann kemur heldur ekki á morgun. BETRA ÞÆTTI: … ekki heldur á morgun. Gætum tungunnar Fáðu úrslitin send í símann þinn Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar eru með nýrri tromlu með vaxkökumynstri sem fer betur með þvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.